Þjóðviljinn - 01.02.1987, Blaðsíða 12
rótarsamhljóða (F breytist stund-
um í P eftir vissu hljóðlögmáli):
SeFeR bók
SiPuR saga
SiFRia bókasafn
SoFeR rithöfundur
SiFRut bókmenntir
Það er viss hliðstæða við þetta í
þeirri aðferð esperanto að tjá
meginhugmyndina með orð-
stofni, sem síðan er hægt að þenja
út í allar áttir með forskeytum,
viðskeytum og innskeytum sem
bera með sér neikvæði, þróun,
athöfn eða ástand - eða skipta
um orðflokka. Dæmi:
sano heilsa
sana heilbrigður
sane á heilbrigðan hátt
sani að vera hraustur
sanigi að lækna
resanigi að ná sér
sanulo heilbrigður maður
sanilo lækning, lyf
saneco heilbrigði
malsano veikindi
malsanulo veikur maður
malsanilejo spítali.
Hvert
skal halda?
Árið 1881 greip um sig mikil
angist meðal rússneskra Gyðinga
í kjölfar ofsóknahryðju sem þá
gekk yfir - og slíkt hugarástand
fæðir og af sér róttækar vonir um
breytingar. Þá hófust miklar
kappræður um fjöldaflutninga
Gyðinga frá keisarans Rússlandi.
Eins og vonlegt var bentu margir
á Palestínu (sem þá var hluti
Tyrkjaveldis) sem áfangastað, en
Zamenhof var á öðru máli. Hann
taldi að þýðing Palestínu fyrir
kristindóm og íslam mundi
standa í vegi fyrir því að Gyðing-
ar gætu eignast þar heimkynni -
auk þess sem það land gæti vart
brauðfætt nema svosem tvær
miljónir manna. Hann mælti
heldur með því, að stofna gyðing-
anýlendu í Ámeríku. Þeirri hug-
mynd andmæltu þeir eindregið
sem gátu ekki sætt sig við neitt
minna en Landið helga - og svo
fór, að þeir fengu Zamenhof á sitt
mál og tók hann um skeið nokk-
urn þátt í starfsemi zíonista.
Er Zamenhof sagði skilið við
zíonismann um það bil sem hann
lauk læknanámi og kvæntist árið
1884. Með rausnarlegri aðstoð
föður síns gaf hann út fyrstu
kennslubækurnar í esperanto
árið 1887 - komu þær á því ári út á
helstu Evrópumálum -
rússnesku, þýsku, pólsku,
frönsku, ensku - og á næsta ári á
ítölsku, sænsku, hebresku og
jiddísku.
í fyrstu tóku menn vel undir
þetta frumkvæði Zamenhofs, en
málum hans miðaði hægt áfram
allt fram til aldamóta. En upp úr
því tók að vænkast hagur hans
hreyfingar og skipti þá miklu al-
þjóðleg ráðstefna esperantista
sem haldin var í Frakklandi árið
1905 og svo stuðningur sem hann
fékk frá ýmsum andans stór-
mennum einsog Léf Tolstoj.
Ýmsar ríkisstjórnir heiðruðu
hann fyrir hans frumkvæði og um
það bil sem heimsstyrjöldin fyrri
braust út var esperanto orðin
áhrifasterk menningarhreyfing.
Zamenhof tók öðru hvoru þátt
í umræðum um sérleika og fram-
tíð þjóðar sinnar, en hafði vax-
andi áhuga á því að halda esper-
anto utan við kappræður af því
tagi. Zamenhof lét oft í ljós trú
sína á það sem hann kallaði hina
„innri hugmynd“ esperanto, sem
hann skilgreindi sem viðleitni til
að koma á nýrri heimsskipan sem
byggð væri á skilningi, umburð-
arlyndi og gagnkvæmri virðingu
þjóða í milli. En vegna þess hver
höfundur esperanto var þá vakti
þessi „innri hugmynd" einatt upp
fjandskap þjóðrembumanna og
gyðingahatara, sem sáu í henni
enn eitt „gyðinglegt samsæri" um
að sölsa undir hús Davíðs heim
allan.
(ÁB byggði á grein
eftir Norman Berdichevsky).
ESPERANTO
*™lÓÐLEGT HJAtPARMAt
Stafrófið: a,b,ccdef - L ^ ° L J U tí L E G T fi 1 /
Rangárvaliásý'slií — ?f S- h’ h,’ í> i' íi k, 1, ni, n o n r s * i ^
•p : nafnorð , -os . r ' a! skribo, og eiqnarfal! r>,a-s nneraðeins
-) : fleiriala skrift °S ; frams°guhal(ur framlíðar , n’eÖ de: de skribo.
- ...... ............................... “S ; ^ldagahö skríbos mun skrifa
ant '■ P.°9haítl)r °9 óskháftur skr,bus myndi shrifa
C Lr *•» A . I r
•) : fleirtala
-n : þolfall
*a : fýsingarorð
•p : atviksorð
: nafnháftur sagna
skribo shrift
sknboj shriffir
skríbon shriff
skriba shriflegur
• .......ursagna shriflega
-as : framsöquháttur míri sknbi shrifa
-s : - fortíðar T shrífar 'it ■ Z
bo0-R.S|?nEgdiyi °G VlÐSKEYTr"^30' “°* = "
pZ'n'o prestu^0/"" sofna’hll‘Unda
zs&FSSæu
domo hds, aÆote".s,UrSenda
P*nukfOÍ' Paf‘1(/° skofhr>'ö
varíiia h ’ ‘7m'A'eco vmáffa
° he,f jr> >’arme9a afarhcifur
k i , < irai
polmyndar í nútíð
í fortfð
í framtíð
í fortíð a sKrirandi
í fraintíð hafandi skrifað
mít.A kribonta munandi skrifa
• sundrun
• : npphaf, augnatliks-
s- : fyrverandi
03
s- : skakkt, mis-
i- : frum-, for-
: aftur
: IftiJfjörlegur
1 : áframhaldandi
• nlufiíendur
: 'búi, áhangandi
: samsafn
• gslunafn á karlmann.
I . moguleiki
: hluflaus hugmynd
• mikil sfækkun
"ei : staður
•em : íilhneiging
-end.-þaðsem ber að gera
er : einmg ur heild
:f«r: for,n3Í> yfirmaður
: í : smækkun
“ja : afkvæmi
'■? : ,homa ‘ ástand
-if ::Ihafd°maSÍÍáS'and
: kvenkyn
el' -, . ,nnnanöi skrifa
'mZ' ,æf*’.,ernei° skóli
^r,9erá;Var^rsenfgore,a,r,nn
Motio peninoar 9 a b^r
Í:Z° ^'Pestro skips°fjPóeriÍnSUr
mmir
. - • myii óon bora, W,/0 bor
-|nd : veröur v,ro. harlmaður, virino
-ísm • ,hlutll.rere-u erstungiðf/Vumo nf’ n"".nda elskuverður ^
jsm. kenning, stefna S P nn,’P/uni'"gor>ennas\,,U
?*{ ; aöa,sfarf einhvers ZTsZf'' ^’""""10 Sú '
-ui r Unafn a hvenmanni Mario M sr° sjomaður
■ þaö sem inniheldur inko hfl a’, A ‘m/° Marsa
-ul : persóna, vera "■ P e!t- >"/<“,o blekbyttn
: oakveðiö "f r,1<nr. ncu/o auðmáður
a tullur, p/enuini uppfy||a
Allur sá fróðle.ikur um esperanto sem
máli skiptir kemst fyrir á einu póstkorti.
„Hið mikla jafhrœði
allra einstaklinga “
Þórbergur
Þórðarson
um ógœti
esperanto
Enginn maður íslenskur hefur
boðað fagnaðarerindi alþjóða-
málsins esperanto af meira kappi
og hugviti en Þórbergur Þórðar-
son, sem „endurfæddist" til
málsins árið 1925. Hann skrifaði
margar greinar um esperanto og
heila bók sem heitir „Álþjóðamál
og málleysur" (1933).
Þórbergur trúði á bræðralags-
hugsjón þá sem fylgdi alþjóð-
amálinu, kröfunni um jafnrétti
smárra og stórra þjóða sem er ein
helsta röksemdin fyrir esperanto
- auk þess hreifst hann mjög af
skýrri rökvísi málsins, sem átti
betur við hans skynsemdarkröfur
en þær „blindu tilviljanir“ og
„hendingarrugl" sem einkenna
hin mæltu mál mannkynsins að
hans dómi.
Hér fer á eftir partur úr máls-
vörn Þórbergs fyrir esperanto
sem birtist hér í Þjóðviljanum 12.
mars 1948.
„Hvergi hefur mér þó orðið
ljósara notagildi Esperantos en á
alþjóðaþingum esperantista, en á
þeim hef ég verið sex. Á þessum
miklu mannfundum hefur saman
komið fólk frá nálega öllum
löndum jarðarinnar. Það sem
einkennt hefur þessi þing sérstak-
lega, það er hið mikla jafnræði
allra einstaklinga og þar af
leiðandi samúð og vináttuþel, þar
sem hinar sjúklegu yfirburða- og
minnimáttarkenndir þjóðerna
hafa þurkkazt burtu. Manni hef-
ur fundizt allur þingheimur vera
ein þjóð bókstaflega talað.
Þar hafa allar þjóðir notið ná-
kvæmlega sömu skilyrða til að
láta í ljós hugsanir sínar. Þar hef-
ur ekki drottnað nein yfirburða-
þjóð eða yfirburðaþjóðir. Þar
hafa þýðingar af einu máli á ann-
að aldrei þreytt áheyrenduna.
Þar talast allir beint við eins og
hafa skipað svo fyrir, að þeirra
tungur einar, það er franska,
enska og rússneska, skuli notaðar
á þingum stofnunarinnar. Allar
aðrar þjóðir, sem taka vilja til
máls á þessum mannfundum, eru
þar með neyddar til að mæla á
einhverju þessara mála. Og þessi
stofnun sýnist samt sem áður ekki
bera neina blygðun í andlitinu
fyrir að kalla sig þjóðabanda-
lag(l).
Hverjum þeim, sem Guð hefur
gefið nokkra skímu af innsýn í
hvatir manna, hlýtur að vera það
deginum ljósara, að í öðru eins
valdboði skýtur út ljótum kolli
allt að því fágætrar ofbeldis-
mennsku og ósvífni í garð allra
þeirra þjóða, er þarna er fyrir-
munað að nota móðurmál sín.
Ef þær hefðu haft nokkurt al-
þjóðlegt skilningarvit og borið
einhvern snefil af virðingu fyrir
sjálfum sér, myndu þær hafa
tekið sig saman og sagt þessum
herrum afdráttarlaust: Við krefj-
umst þess að þið gerið annað
tveggja: að leyfa okkur að nota
okkar eigin tungur til jafns við
ykkar eða stofnunin taki upp al-
þjóðamálið Esperanto sem hið
eina ræðu- og prentmál banda-
lagsins. Þetta hefði borið vitni um
vitsmuni og manndóm.
En það er hinn neikvæði póll
þjóðargorgeirsins að migta sig
niðri í duftinu fyrir hátignunum.
Og þess vegna fannst þessum
þjóðum sér sæmandi að heykja
sig möglunarlaust undir valdboð
„hinna fjögra stóru“.
Þrœlslund aldrei þrýtur mann.
Þar er að taka af nógu. “
Þórbergur: „hinar sjúklegu yfirburða- og minnimáttarkenndir þjóðerna hafa
þurrkast burtu“.
innbornir samlandar. Þar getur
Dani, íslendingur og Norðmaður
notið mælskuhæfileika sinna í
eins fullum mæli og Frakki, Eng-
lendingur eða Þjóðverji. Og sér-
fróðir menn telja, að ræður á
Esperanto standi málslega séð á
eins háu stigi sem málsflutningur
innfæddra manna á þjóðtungun-
um.
Nokkru eftir að fulltrúar
margra þjóða sátu esperanto-
þingið í Bern síðastliðið sumar og
mæltu allir á eina tungu boðar
önnur stofnun til alþjóðlegs
mannamóts vestur í Bandaríkj-
unum Norður-Ameríku.
Þar er réttlæti Guðs þannig út-
hlutað að fjórar meginþjóðirnar
sem að þessari stofnun standa,
Trúarhneigð og skynsemi
Ef þið hafið þrek til að skyggn-
ast undir yfirborð þeirra orða,
sem þessi bók hefir flutt ykkur,
munuð þið komast að raun um,
að hún er ekki aðeins „propag-
anda“ fyrir Esperanto. Kjarni
hennar er evangelíum hugsunar-
innar. Hún er í raun og veru lýs-
ing á baráttu milli tveggja ólíkra
meginþátta í manneðlinu. Þessir
meginþættir eru trúarhneigð og
skynsemi. Hún greinir annars
vegar frá því, sem örbirgð sálar-
innar trúir eða hefir trúað um
eitthvert stærsta menningarmál
mannkynsins. Að hinu leytinu
rekur hún þekkingu hins hugs-
andi mannvits á öllum þessum
efnum. „Alþjóðamál og mál-
ieysur“ er 28 sögukaflar úr lífi trú-
ar og þekkingar.
Ur niðurlagsorðum bókar Þór-
bergs, Alþjóðamál og málleysur.