Þjóðviljinn - 01.02.1987, Blaðsíða 20
Það tók þessi hjón átján mánuði að
ná tilskildum árangri með tækni-
frjóvgun: en vanmáttarkenndin, sjúk-
leg forvitni um hinn óþekkta „ge-
fanda" og margt fleira eru eftir...
Tœknifrjóvgun
^ breiðist út:
Ófrjóum
körlum
fjölgar
- Ástœður raktar til
mengunar umhverf-
isins
I öðru hverju hjónabandi vest-
urþýsku sem barnlaust er, er
eiginmaðurinn ófrjór - og læknar
telja að hér megi um kennaýmís-
konar umhverfismengun. Svarið
við þessu ástandi hefur mörgum
orðið það, að eiginkonurnar eru
frjóvgaðar sæði einhvers nafn-
lauss manns. Meira en 30 þús-
und börn hafa þegar til orðið með
slíkri tæknifrjóvgun og bætast um
3000 við á ári hverju.
Ófrjóir karlar framleiða blátt
áfram of lélegt sæði - sæðisfrum-
urnar eru of fáar, hreyfingar
þeirra of dauflegar. Menn hafa
haft uppi ýmsar kenningar um
það hvernig á þessu standi. En
vegna þess að frjósemi hrakar í
iðnríkjum yfirhöfuð, hafa menn í
vaxandi mæli beint athyglinni að
ýmiskonar eitrun og ólyfjan í um-
hverfinu sem sökudólgi.
Það er altént vitað að sæðis-
frumum fækkar jafnt og þétt.
Fyrir sextíu árum voru þær
hundrað milljónir í millilítra,
fyrir 20 árum 60 milljónir og nú er
meðaltalið um 40 milljónir. Við
vitum, segja sérfræðingar, að
magni og gæðum hrakar jafnt og
þétt.
Sæðisdrepandi eru eituráhrif
frá efnum sem höfð eru til að
drepa skorkvikindi, einnig efni
eins og pentachlorpenol og þip-
henyl, sem koma fyrir í timbur-
verndarefnum og lakkþynnum
ýmsum.
Mestu varðar þó, að allt um-
hverfi mannsins er gegnsósa í ým-
islegum afurðum efnaiðnaðarins,
sem smeygja sér inn í matvæli
með ýmsum hætti og setjast til í
líkamanum - og hafa m.a. nei-
kvæð áhrif á frjósemi.
Sem fyrr segir bregðast barn-
laus hjón í vaxandi mæli svo við,
að þau Ieita til lækna sem bjóða
upp á tæknifrjóvgun - og getur
það tekið alllangan tíma og marg-
ar sprautur áður en árangur næst.
Þar með er náttúrlega ekki all-
ur vandi leystur. Þeir eiginmenn
sem dæmdir hafa verið ófrjóir eru
oft mjög óhressir yfir sínu hlut-
skipti, þeir skammast sín fyrir
konunni og vinum sínum. Stund-
um hverfur þeim öll löngun til að
sofa hjá eiginkonunni. Afbrýði-
semi gagnvart hinum óþekkta
sæðisgjafa segir og ti) sín - sem og
áleitin forvitni móðurinnar um
þann sama.
Og svo er eftir að vita, hvort
barninu verður sagt síðar meir
hvernig það er í heiminn komið...
Venjulega er það sterk þrá
konunnar eftir barni sem verður
þeim vanda og þeim fyrirvörum,
sem að ofan voru nefndir, sterk-
ari.
EÖvarÖ Þór EÖvarÖsson, íþróttamaöur ársins:
„Æfi 6 tíma á dag
botóaréttog
drekk mikirt af mjóE‘
„Þú kemst ekki á heimsafrekslista og setur ekki vel á annað hundrað
íslandsmet eða Norðurlandamet eins og Eðvarð án þess að hugsa um hvað þú
lætur ofan í þig“, segir þjálfari Eðvarðs, Friðrik Ólafsson. Með eftirtektarverðri
samvinnu og skipulegri uppbyggingu hefur þeim tekist að ná stórkostlegum
árangri og stefna enn hærra. Veigamikill þáttur þjálfunarinnar er heilbrigt
mataræðj. Það hefur áhrif á alla starfsemi líkamans, hvort sem um er að ræöa
skaphöfn, taugaviðbrögð, styrkeðaannað.
Mjólkin er ómissandi uppistaða í daglegu fæði allra þeirra sem hugsa um
andlegt og líkamlegt heilbrigði. Hún erótrúlega auöug uppspretta af fjölbreyttum
- X bætiefnum. Úr mjólkinni fáum við kalk, magníum, zink, A og B vítamín,
steinefni, amínósýrur og fjölmörg önnurefni, sem eru líkamanum
lífsnauðsynleg.
Vegna þessa mikilvægis mjólkurinnar verður aldrei of oft brýnt fyrir ungum
sem öldnum að tryggja líkamanum nægilegt magn af mjólk eða
mjólkurmat á hverjum degi.
MJOLKURDAGSNEFND
Hvað er hæfileg mjolkurdrykkja?
eftir dr. Jón Óttar Ragnarsson
Raðlagður Hæfilegur
Aldurshópur dagsskammtur mjólkurskammtur
ár (RDS) af kalki í mg (2,5 dl glös)
Bom1-10
Unglingar 11
1S
1200
Fullorðnirkarlar
og konur*
* Margir sérfræðingar telja aö kalkþörf kvenna eftir tiðahvorf
sé mun hærri eða 1200-1500 mg/dag. Reynist það rétt er
hæfilegur mjólkurskammtur ekki undir 3 glösum á dag.
íþróttamaður ársins, Eðvarð Þór
Eðvarösson, sem hefur skipað sér
sess á meðal besta sundfólks í heimi
ervel meðvitaðurum mikilvægi
mjólkur í alhliða líkamsuppbyggingu.
Engir sætudrykkir geta komið í stað
mjólkurinnar. Mjólk eða mjólkurmatur
er sjálfsagður hluti af hverri máltíð.
¥r iMeö nhjOK er att við nýmjólk, léttmióik og undanrennuj