Þjóðviljinn - 01.02.1987, Blaðsíða 19
1786 í
Landsbóka-
safninu
Grundafjörður, ísafjörður, Akureyri, Eski-
fjörður og Vestmannaeyjar fengu
kaupstaðaréttindi árið 1786 um leið og
Reykjavík. Gunnar Sveinsson hefur sett upp
sýningu íanddyri Landsbókasafnsinsíti-
lefni af því
Reykvíkingar héldu upp á tvö
hundruð ára afmæli sitt sl. sumar
og var ekkert til sparað. Þeir voru
þó ekki einir um að eiga stóraf-
mæli því fimm kaupstaðir aðrir
héldu einnig upp á að tvö hundr-
uð ár eru síðan þeir fengu
kaupstaðaréttindi, þó sumir
þeirra hafi reyndar misst þau á
tímabili.
Þeir kaupstaðir sem fengu rétt-
indi árið 1786 voru auk Reykja-
víkur, Grundafjörður, ísafjörð-
ur, Akureyri, Eskifjörður og
Vestmannaeyjar.
Nú hefur verið komið upp lítilli
sýningu í anddyri Landsbóka-
safnsins þar sem afmælis þessara
fimm byggðalaga er minnst. Það
er Gunnar Sveinsson, skjala-
vörður, sem á veg og vanda af
þessari sýningu.
Gunnar sagði að sýningin hefði
komið upp skömmu fyrir jól og
tók hún við af sýningu um Sigurð
Nordal. Bjóst hann við að þessi
sýning myndi standa eitthvað
fram á árið, að önnur sýning
leysti hana af hólmi.
Á sýningunni gefur að líta
hverjir fæddust fyrstir í
kaupstöðunum, eftir að þeir
fengu réttindi og hvaða persóna
lést fyrst. Eru þessar upplýsingar
fengnar úr elstu sóknamannatöl-
um og kirkjubókum, að sögn
Gunnar Sveinsson, skjalavörður skoðar kirkjubók Grundarfjarðar. Mynd Sig.
Gunnars. t.d. á Akureyri, en þar voru átta kom úr Dóma- og þingabók
Þá kennir ýmissa annarra grasa hús á þessum árum. Einnig er Eyjafjarðarsýslu 1771-1788.
þarna. Upplýsingar um fjölda sýndur skrifsandur, blandaður Sandurinn þjónaði sama hlut-
íbúa kaupstaðanna, skrá yfir hús neftóbaki og óhreinindum, sem verki og þerripappír. -Sáf
Loftskipastríð Ijósmyndarisa
Ljósmyndafyrirtækin Fuji og
Kodak heyja nú grimman og sér-
stæðan loftbardaga yfir Japan.
Risastór loftskip, skreytt vöru-
merkjum þessara tveggja vold-
ugu filmuframleiðenda, sigla nú
yfir Tokyo og koma einatt svo
nálægt hvort öðru, að áhorfend-
um sýmist sem raunverulegur
loftbardagi geti brotist út hvenær
sem er.
Orusta þessi hófst í ágúst sem
leið þegar Kodak leigði sér eina
loftskipið í Japan. Japanir vildu
ekki láta sinn himin eftir amerísk-
um aðskotafuglum, og fluttu þeir
sitt eigið loftskip, Stóra-Fuji, sem
hefur verið á sveimi yfir London,
heim til Japan. Mikið er í húfi -
því að Fuji ræður nú þrem fjórðu
hluta japanska markaðarins.
Skrifstofur Rauða kross Islands eru nú að
Rauðarárstíg 18, Reykjavík.
Sjúkrahótelið verður enn um sinn að
Skipholti 21, Reykjavík.
Símanúmer Rauða krossins eru:
-skrifstofa RKÍ Rauöarárstíg 18
- Sjúkrahótel Skipholti 21 skrifstofa
gestir
- Hjálpartækjabankinn Nóatúni 21
- RK-húsið Tjarnargötu 35
- símaráðgjöf fyrir börn og unglinga
- Reykjavíkurdeild, Öldugötu 4
- Múlabær Ármúla 34
- Hlíðabær Flókagötu 53
- Hjálparsjóður RKÍ (símsvari)
- kassadeild (símsvari)
- Akureyrardeild,
Kaupangi v/Mýrarveg
91/26722
91/20520
91/20521
91721333
91/622266
91/622260
91/28222
91/687122
91/621722
91/21900
91/29179
96/24402
Rauðakrosshótelið verður
opnað í vor að Rauðarárstíg
18, Reykjavík
Telexnúmer Rauða krossins er 2180
RAUÐI KROSS ÍSLANDS.HP