Þjóðviljinn - 01.02.1987, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 01.02.1987, Blaðsíða 4
Smáauglýsingamarkaðurinn E'+o?"' Fatnaður er ekki mikið auglýstur, en þó er nokkuð um að fólk vilji losna við leðurjakka í janúar. Þegar fer að fjölga í fjölskyld- unni býðst töluvert úrval af ýmis konar vörum fyrir barnið, bæði stólar, kerrur og vagnar. Kemur sér vel á tímum sem þessum, þeg- ar stjórnvöld virðast vera á móti barneignum, og tollskylda fyrr- „...Má BlaðamaðurÞjóðviljans lítur yfir smáauglýsingar vikunn- arog verður margs vísari „Contact. Kæru félagar. Vegna veikinda Eyrúnar hefur Contact ekki starfað um tíma. Nú erum við komin á kreik og allt ffullu fjöri. Nýirfélagar velkomnir. Sendið línu, við höfum samband. Pósthólf X Reykjavík." ???! Já, það má með sanni segja að einkamáladálkar dag- blaðanna eru með því forvitnileg- asta sem hægt er að finna í þeim fjölda dálkfermetra af smáaug- lýsingum sem birtast daglega í DV og Þjóðviljanum. Leyndar- dómur Eyrúnar verður ekki opin- beraður hér, það var ekki haft samband. Kannski var Eyrún orðin lasin aftur. Sem kunnugt er af nýjustu manntölum hérlendis eru konur lítið eitt fleiri en karlarnir, og það bera fyrrnefndir einkamáladálk- ar með sér: „Strákar! 2 myndarlegar stúlk- ur óska eftir fylgdarmönnum á dansleik VÍ. Vinsamlegast send- ið nafn, mynd + síma á auglýs- ingadeildina, merkt „Nemó“.“ En sumir svíkja: „Þú hittir mig á Hrafninum, þú komst ekki í Hollywood, ég man ekki hei- milisfangið, hringdu á föstu- dagskvöldið. Sími x. Sigga.“ Skilaboðin í þeirri næstu eru einföld: „Tvær eldhressar tví- tugar stelpur vantar tvo eldhressa gæja fyrir helgi. Svar + mynd sendist X, merkt 2&2.“ Já, heimur versnandi fer! Stelpurnar eru greinilega hættar að bíða þol- inmóðar eftir prinsinum á hvíta hestinum. Hver vill elska 49 ára gamlan mann? Samkeppnin um eldhressu gæjana er hörð en af einhverjum ástæ.ðum hafa hinir eldri orðið út- undan. „Vel stæður maður, rúm- lega sextugur, óskar eftir að kynnast konu. Hjálp - greiði - gagnkvæmt." Og: „Rúmlega sex- tugur háskólamenntaður maður óskar eftir nánum kynnum við heiðarlega, greinda og aðlaðandi konu, helst 50-60 ára. Gagn- kvæmur trúnaður." Rúmlega sextugir menn hafa líklega lítinn séns á móti myndar- lega manninum um þrítugt, sem auglýsir sig lausan „með öllu“: „A íbúð og bíl, óska eftir kynnum við 20-30 ára stúlku, barn engin fyrirstaða." „Hver vill elska 49 ára gamlan mann?“ spurði Egil Ólafsson fyrir nokkrum árum, allir svöruðu „Ekki ég!“ En finnist engin boðleg/ boðlegur á klakanum má alltaf reyna fyrir sér erlendis: „Ertu einmana? Filippseyskar, sænskar, norskar og pólskar stúlkur og menn á öllum aldri óska eftir að kynnast og giftast. Atvinnuleysi hjá nautabönum Ástin tekur mikið pláss í smáauglýsingadálkunum og allmargar blómarósir óska eftir kynnum við „eldhressa gæja fyrir helgina". Öllu fer aftur: spænskir nauta- banar verða nú að slást við atvinnuleysi í stað þess að etja kappi við naut mikil og sterk. Talið er að um það bil fimmti hver spænskur nautabani gangi nú atvinnulaus. Ástæðan er ekki síst sú, að meðan nautaat liggur niðri á Spáni hafa nautabanar unnið fyrir sér í Suður-Ameríku. En þar er nú kreppa og auraleysi mikið hjá almenningi og því hef- ur nautaglímum mjög fækkað - má og vera að önnur skemmtan gerist blátt áfram vinsælli þar um slóðir. Nautabanar fá greitt fyrir hverja sýningu og komast því ekki á atvinnuleysisbætur - þess í stað ná þeir endum saman með jafn órómantískum störfum og að bera út mjólk, aka leigubílum eða stunda múrverk. Nýir og betri listar, yfir 1000 myndir og heimilisföng. Aðeins 1450 krónur.“ Sá sem er umboðsaðili fyrir þessa ódýru „hjónabandsmiðl- un“ ku vera orðinn forríkur á öllu saman og ætlar næst að reyna fyrir sér á hvíta tjaldinu. Fyrir þá sem náð hafa saman, hvort sem er í gegnum auglýsing- ar eða á annan hátt, er úr ýmsu að velja þegar kemur að nautnum næturinnar. Pan-verslunin fræga er að vísu hætt að auglýsa en nýir menn með nef fyrir gróðavæn- legum viðskiptum bjóða nú upp á „vandað úrval af nærfötum og hjálpartækjum ástarlífsins fyrir dömur og herra. Visa sím- greiðslur. Ómerktar póstkröfur. Rómeó og Júlía nútímans.“ Klúbbur aldarinnar á Varmá Rómeó og Júlía búa samkvæmt símanúmerinu í auglýsingunni í Reykjavík. En landsbyggðin er ekki skilin alveg útundan, þeir sem vilja geta gengið í „Klúbb aldarinnar" á Varmá, en þar hef- ur risið upp „ný alda“ einsog það er orðað í auglýsingunni. Síminn er að vísu á höfuðborgarsvæðinu en ómerktu póstkröfurnar eru sendar með hraði. Hægt er að fá „glæsileg undirföt og hjálpar- tæki“ á útsöluprís. Bisnessinn er þó smár í sniðum ennþá því að- eins er „Opið um helgar“. Fyrir þá „siðsamari'* er einnig þjónusta á boðstólum: Sú sem vill í kirkjulega hnappheldu þarf alls ekki að spandera í fokdýran brúðarkjól, því hann má fá leigðan á vægu verði hjá útsjón- arsamri saumakonu. Það getur verið gaman að geyma minninguna um hina há- tíðlegu athöfn á myndbandi og þá er hægt að leigja upptökuvélina hjá X í Njálsgötunni. Brúð- kaupsveislan getur verið mannmörg og skorti borðbúnað- inn er einnig hægt að leigja hann hjáSigguísímax. En efþú brýtur eitthvað verðurðu að borga fullt verð fyrir hlutinn, að sjálfsögðu. Að stofna heimili þarf ekki að vera dýrt því að samkvæmt smá- auglýsingunum þurfa velflestir íslendingar að losa sig við eigur sínar eftir „litla notkun". Ótölu- legur fjöldi furuhjónarúma er til sölu dag hvern, hvort sem það er nú af endingarleysi rúmanna eða hjónabandanna, og fylgja lítil- lega rispuð náttborð oft með í kaupunum. Perlusaumaðir sel- skapsskór úr satíni Eldhúsborð og stólar, sófasett, sjónvörp, hillusamstæður, gamlir blómavasar og myndastyttur ganga kaupum og sölum í góðær- inu og ef þú vilt gleðja elskuna þína geturðu fengið ódýrt kvenúr frá aldamótunum í kaupbæti með refaskotti. Á sama stað eru lítið notaðir perlusaumaðir selskaps- skór úr satíni til sölu. «0* ■ ***?*>> m ■sæss* • tfí UöVú°v tónfi*0 vj7* 1 iSSs- W'Oi'?' <S 3?,* greiðast með * ,KSúbbur - m Verðbiéf nefndar vörur sem lúxus og mun- að. Margir íslendingar eru forlag- atrúar og ýmsir fara því til spá- konunnar áður en gengið er upp að altarinu til þess að fullvissa sig um að þeir þurfi ekki að selja hjónarúmið lítið notað skömmu síðar. Það má velja urn margt vilj- ir þú forvitnast um framtíðina. Skriftin getur komið upp um þig og lófalesturinn er að sjálfsögðu óbrigðull. Að feta í fótspor Hermanns Sértu ólæknandi kaffisjúk- lingurgeturðu tekið bollann með til spákonunnar, ef til vill sér hún hvers konar afkomendur þú munt eignast í dreggjunum síðan í morgun. Spilin eru ef til vill handhægari og hjá Kristínu í Miðbænum er hægt að velja á milli fimm tegunda. Af lestri auglýsinga um þjón- ustu má sjá að ýmis konar smá- bisness tíðkast í heimahúsum, auk þeirrar leigustarfsemi sem áður er getið. Vélritun, fatabreytingar, pían- óflutningar og útfylling skatta- skýrslunnar er „ekkert mál“ fyrir „vana menn“ sem þar bjóða þjónustu sína. Smáinnflutningur blómstrar víða og í Flóamarkaði Þjóðvilj- ans þessa daganna auglýsir kona ein rússneskar tehettur og grafík- myndir til sölu. Undir dálkinum „ýmislegt" býðst klókur aðili til þess að leysa út vörur gegn heildsöluálagningu en stærri spámenn óska eftir kaupum á viðskiptavíxlum og enn aðrir selja skuldabréf á góð- um kjörum. Margir vilja greini- lega fylgja í fótspor leigubílstjór- ans Hermanns Björgvinssonar, enda okur nú löglegt á íslandi. „Laxafóður til sölu, má greiðast með laxi“ Velflestir þeirra sem bjóða þjónustu eða vöru til sölu vilja peninga sem greiðslu. En undan- tekningin sannar regluna segir máltækið og þessa undantekn- ingu útnefnir undirrituð sem „smáauglýsingu vikunnar": Lax- afóður, Silver Cup Noregi. Til sölu 2 tonn af laxafóðri, stærðir 1,5,2,0 og 7,0 í 25 kílóa sekkjum, má greiðast með laxi eða 25% staðgreiðsluafslætti. Upplýsingar í símum x og z.“ Ég stóðst auðvit- að ekki freistinguna og hringdi í símanúmerin sem voru gefin upp í auglýsingunni. Fyrir svörum varð eiginkona viðkomandi selj- anda og kvaðst hún ekkert vita „hvað hann ætlaði með þetta fóð- ur“ né heldur hvor hann hyggðist setja upp fiskbúð ef allir vildu borga með laxi. Því miður var eiginmaðurinn staddur úti á landi og ekkert varð því af viðskiptunum þann daginn en hún bauðst til að taka niður símanúmer mitt. í hinu númerinu svaraði vinnufélagi laxafóður- sölumannsins og gat hann upplýst að fóðrið hefði félagi hans keypt „af rælni" á uppboði hjá Tollin- um. Hvað vinurinn vildi með lax- inn vissi hann ómögulega, en sagði ekki ólíklegt að hann keypti hótel næst og þá væri fæðið til í frystinum! Þjóðviljinn óskar þessum út- sjónarsama bissnessmanni alls hins besta og ef til vill verður þessi stutta umfjöllun til þess að laxafóðrið gengur út. -vd. 4 SÍÐA - ÞJÖÐVILJINN Sunnudagur 1. febrúar 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.