Þjóðviljinn - 01.02.1987, Blaðsíða 3
Ef vera kynni að telpum geðjaðist ekki að skrímslum bjuggu framleiðendur Með leikföngum eins og Masters of the Universe er seld hönnuð dagskrá sem kallar sífellt á viðbót....
Masters of the Universe annan heim fyrir þær: Töfrasvanir, skjaldmeyjar....
Fimmtán boðorð um leikföng
Leikföng eiga að örva forvitni
og skilning, leikföng eiga ekki að
vera dulbúin kennslutæki,
leikföng eiga að örva blíðu og
hreyfingagleði...
Segir Georg Schottmeyer, pró-
fessor í uppeldisfræðum við há-
skólann í Hamburg í fimmtán
heilræðum um leikföng sem hann
hefur saman tekið. Vikublaðið
Stern birti heilræðin nýlega í
tengslum við tíðindi af leikfang-
amarkaði - meðal annars þeim að
með gífurlega sterkri og útsmog-
inni auglýsingaherferð koma
stórfyrirtæki í umferð „syrpu“
eins og „Masters of the Uni-
verse“, þar sem skrímslum af
geimsöguætt fylgir hlutverka-
skipan og vissar leikrænar línur
eru lagðar, sem kalla á sífelld við-
bótarkaup. Og eru margir leik-
fangafróðir heldur óhressir með
þá framleiðslu og aðra skylda.
En hver eru þá leikfangaboð-
orðin fimmtán?
- Börn þurfa leikföng sem þau
geta í rauninni leikið sér að. Þau
vilja láta reyna á ímyndunaraflið
og búa eitthvað til og því eru þau
leikföng, sem mest eru örvandi,
einatt einfaldir og náttúrlegir
hlutir (vatn og sandur og steinar
að sjálfsögðu), ekki má heldur
gleyma allskonar afgöngum,
spýtum og efnisbútum og náttúr-
lega litir og leir. Aftur á móti eru
leikföng, sem útsmognar tækni-
brellur eru smíðaðar inn í, til þess
fallin að gera börn óvirk og slöpp.
- Gott er það leikfang sem vek-
ur forvitni og eflir skilning á um-
hverfi. Hér koma til skjala algeng
verkfæri og ýmislegt kubba- og
samsetningarkyns, sem oft má
nota.
- Leikföng ættu að ýta undir
félagslyndi, ekki koma í staðinn
fyrir að börn geri eitthvað í sam-
einingu, heldur hjálpi þeim til
þess. Hér verða til nefndir borð-
leikir með einföldum reglum,
meiriháttar kubbakassar, brúðu-
leikhús og fleira.
- Börnin þurfa að geta um-
gengist leikföngin án aðstoðar
fullorðinna, því eru þau litin
homauga sem heimta flóknar
notkunarreglur.
- Leikföng svari þörfum barna
fyrir blíðu og umhyggju, loðin
kvikindi og tuskubrúður til dæm-
is. Menn skulu varast að gera úr
slíkum leikföngum einskonar
safn, og þau falla í rauninni í gildi
ef þau eru of tæknileg (talándi og
gangandi brúður osfrv.).
- Þau leikföng eru skárri en
önnur, sem ekki skipta börnum í
drengi og stúlkur.
- Leikföng ættu að stuðla að
leikni: börn læra að nota hend-
urnar við að umgangast einfalda
hluti, frá þeim skulu menn fikra
sig til þeirra sem flóknari eru.
- í borgum samtímans eru
nauðsynleg leikföng sem hvetja
til hreyfingar - boltaleikir, hjól-
askautar, brunbretti.
- Börn þurfa góðar bækur sem
efla þá ánægju sem þau hafa af
þvf að glíma við tungumálið.
- Leikföng eiga að þola hn j ask,
þau eiga ekki að venja börn á siði
þess samfélags sem er sífellt að
senda nýlegar dægurflugur á rusl-
ahaugana.
- Leikföng eiga ekki að vera
dulbúin kennslutæki, þau eiga
ekki að koma í staðinn fyrir
skólann.
- Veljið leikfangið ekki eftir
tísku heldur eftir því sem þið vitið
um bamið.
- Leikfang á ekki að vera
hættulegt, en má gjarna venja
börn á að umgangast hættur.
Engar flísar, skarpar brúnir, eng-
in hættuleg efni. En á hitt er að
líta, að maður lærir ekki að negla,
án þess að berja á fingur sér, með
því að nota plasthamar, heldur
alvöruhamar.
- Forðist leikföng sem gera of-
beldi og stríð glæsileg og eins og
sjálfsagðan hlut af lífinu.
- Betra er að flikka upp á
leikfang frá í fyrra, fjölga kubb-
um osfrv., en að henda því og
koma með nýtt í staðinn.
(áb. endursagði).
Útboð - Vararafstöð
Hagkaup hf. Lækjargötu 4, Reykjavík, óskar eftir
tilboði í vararafstöð fyrir verslanamiðstöð í
Kringlumýri í Reykjavík.
Vararafstöðin á að vera 200 kVA (160 kW) að
stærð og heimilt er að bjóða nýja eða nýupp-
gerða lítið notaða vél.
Bjóðandi á að koma vélinni fyrir og prófa og skal
verkinu lokið fyrir 15. júlí 1987.
Útboðsgögn verða afhent á Verkfræðistofu Sig-
urðar Thoroddsen hf. Ármúla 4, Reykjavík frá og
með þriðjudeginum 3. febrúar 1987 gegn 5.000,-
kr. skilatryggingu.
Tilboðum skal skila til Hagkaups hf., Lækjargötu
4, Reykjavík fyrir kl. 11.00 þriðjudaginn 3. mars
1987 en þá verða þau opnuð þar að viðstöddum
þeim bjóðendum sem þess óska.
Hagkaup hf.
Lækjargötu 4, Reykjavík
* ilcVcUrKeuJL.
GRAFÍK - MYNDMENNT
Fyrirhugað er að haida 8 vikna námskeið í Náms-
flokkum Reykjavíkur, Miðbæjarskóla. Kennt
verður á fimmtudagskvöldum 4 kennslustundir í
einu.
Kennari: Svala Jónsdóttir.
Kennslugjald kr. 3.000.-
Innritun næstu daga á skrifstofu Námsflokkanna
frá kl. 13-21 í símum 12992 og 14106.
m
FÓSTBRÆÐUR
TAKA LAGIÐ
með sunnudagskafiinu
[^wj)
í h'óslbræðrahcimilinu að Langhollsvcgi 109—111
sunnudaginn 1. febrúar (húsið opnað kl. 3 e.h.).
kalfihlaðborð, hcimabakaðar kökur, á aðeins
300 krónur (150 kr. fyrir börn).
i'ósthnrdiiiktmur
Bókmenntaviðburður
TENGSL
Ný ljóðabók eftir Stefán Hörð Grímsson.
Vönduð útgáfa.
Tengsl er fyrsta bókin í afmælisröð Máls og menningar.
Hún verður seld með 30% afmælisafelætti í einn mánuð.
Mál og menning
J-
j