Þjóðviljinn - 01.02.1987, Side 14

Þjóðviljinn - 01.02.1987, Side 14
HEIMUR GUNNARS LARSENS Tískusýning með pólitísku ívafi „Machoinn" með þriggjadaga- skeggið horfir á aðdáunarfullar konurnar kaldur á svip. „Fyllist ekki blindri trú á leið- togum yðarl" Ljósin myrkvast í glæstum sal, prúöbúið fólkiö við borðin hljóðn- arog rám karlmannsrödd hefur upp raust sína í hátalara. Bæn hljómar á engilsaxneskri tungu: í nafni Jesú Krists, snúið heilir heim, hraustu flugmenn!" Þaðer herprestur sem biður fyrir lífi flug- manna Enola Gay, upptakan er fráárinu 1945. Frumleg og óvenjuleg byrjun á tískusýningu, ekki satt? Þetta er heldur enginn venjuleg tískusýn- ing, segir kynnirinn sem býður gesti velkomna á „avant garde“ tískusýningu Gunnars Larsen fyrir árið 1988 í Broadway. Danann Gunnar Larsen þekkja þeir sem eitthvað fylgjast með í tískuheiminum, hann er einn fremsti tískuljósmyndari heims og eigandi eins dýrasta tískublaðs sem út hefur verið gef- ið í Frakklandi, en þar hefur Larsen verið búsettur síðan 1960. Þetta er frumsýning „Girndar- eldsins“ (Fire of Desire) en svo nefnist sýningin, sem á eftir að fara um öll Norðurlönd og síðan til Thailands. Þrettán módel, þar af einn karlmaður sýna föt eftir þekkt- ustu fatahönnuði heims, þar á meðal Paco Rabanne. Sýningar- fólkið kemur frá átta þjóð- löndum; Evrópu, frönsku Gíneu, Nýia Sjálandi og Kína. Á milli atriða, því annað er varla hægt að kalla það sem fram fer á sviðinu, berast áhorfendum boð frá hátölurunum um eðli girndarinnar og mátt hennar yfir mönnunum. Ef þú girnist eitthvað nógu mikið... Fyrsta atriðið er framhald af bæn herprestsins, fjöldi grímu- klæddra vera fylgist með angist- arfullri japanskri móður leita að barni sínu í rústum Hiroshima. Síðan rekur hvert atriðið ann- að, og fjölbreytileikinn er í fyrir- rúmi: Kjólar, sem helst minna á 19.öldina (ef þetta væri ekki framúrstefnusýning), jakkaföt í „Great Gatsby-stfl“, leðurföt framtíðarinnar og klæðnaður geimaldar. Sýningarfólkið „leikur“ eftir tónlistinni, sem spannar allt frá óperettum og vínarvölsum til diskó- og rokklaga. Eini karl- maðurinn í sýningunni vekur mikla athygli, enda atriði hans „stflhreint.“ Hann rigsar inn, stillir sér upp framarlega og inn koma konur sem leggjast við fæt- ur honum og hreyfa sig eftir bendingum hans. Vald hans er engum tvímælum bundið, kaldur á svip ýtir hann konunum frá sér. Þegar þær hafa skriðið á eftir honum í auðmýkt út af sviðinu birtast hlekkjaðar konur. Þær halda sig aftarlega og fyrir fram- an þær dansar hin fagra bróður- dóttir Heródesar ballett íklædd næfurþunnum svörtum slæðum. Tónlistin er létt og leikandi en skyndilega breytist hún og drun- urkveðavið. Ung kona gengur hægt inn á sviðið, á silfurbakka ber hún höfuð Jóhannesar skírara. Dóttir Heródíasar hinn- ar illu dansar tryllt um sviðið, skelfingu lostin yfir verknaði sín- um og hinar hlekkjuðu fylgjast óttaslegnar með. ...þá fœrðu það sem þú vilt! Þau hverfa og í sama bili fylla magnþrungnir tónar Brúðar- marsins loftið. Brúðhjónin ganga virðulega inn, hann í logagylltum fötum, hún svartklædd frá hvirfli til ilja, tvær brúðarmeyjar fylgja fast á eftir. Þau nema staðar og karlmaðurinn krýpur við fætur elskunnar sinnar. Sorgarklæðn- aðurinn vekur furðu áhorfenda en skýringin fæst á næstu sek- úndu. Önnur brúðarmeyjanna tekur upp byssu og miðar á brúðgumann. Skotið ríður af með háum hvelli og brúðguminn hnígur niður. Sigri hrósandi drösla brúðarmeyjarnar honum burt og brúðurin gengur harmi slegin út við lokatóna Brúðar- marsins. Og enn kemur Gunnar Larsen gestum sínum á óvart: Tvær katt- liðugar sýningarstúlkur dansa eftir Kattadúettinum og stæla mjálmið af mikilli list. Þær eru rétt horfnar af sviðinu þegar há- vær sprenging kveður við svo áhorfendur hrökkva í kút. Sýn- ingarstúlkur í einhvers konar hermannaklæðum staldra stutta stund við á sviðinu. í hátalaran- um varar karlmannsrödd fólk við að fyllast blindri trú á leiðtoga sína, eldur blossar upp, loftið fyllist af reyk og inn koma undar- legar fígúrur með topplaga höf- uðföt. Þær fylkja sér í kringum leiðtoga sinn, sem ber vélbyssu um öxl. Þau heilsa áhorfendum með nasistakveðju og marsera síðan út af sviðinu. Nunnur koma inn og fara með faðirvorið í lítið eitt breyttri út- gáfu: „Go down to your knees and pray for peace!“ (Krjúpið á kné og biðjið fyrir friði!) Skyndi- lega hefst rokkuð tónlist og glæs- ikvendi, spillingin holdi klædd, ryðst inn. Hún dansar villt í kringum ringlaðar nunnurnar, sem krossa sig í bak og fyrir og flýja. Og svona áfram. Sýningin stendur í einn og hálfan tíma, og í lokaatriðinu kemur allt sýning- arfólkið á sviðið, íklætt silfruðu. Áhorfendur fagna gífurlega, Gunnar Larsen stígur á sviðið og þakkar fyrir. Ógleymanlegri sýn- ingu er lokið. -vd.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.