Þjóðviljinn - 04.02.1987, Side 7

Þjóðviljinn - 04.02.1987, Side 7
Umsjón: Ólafur Gíslason Börnin í XXV. Apríl-skólanum skemmtu sér vel í útivistartímanum. Ljósm. ólg. Börnin eiga sér 100 tungumál - við höfum rænt frá þeim 99 í skýrslu þeirri sem OECD sendi frá sér nýverið um ís- lensk skólamál, og sagt var frá í Þjóðviljanum 24. janúar sl. kom meðal annars fram að þrennt hafði vakið athygli höf- unda skýrslunnar við kynni þeirra af íslenskum skólum: í fyrsta lagi þau algengu við- horf meðal (slendingaað kennsla væri fag sem ekki krefðist mikillar sérþekkingar, heldurdygði mönnum þar best heimafengið brjóstvit. í öðru lagi að mikil gjá væri staðfest á milli yfirlýstra mark- miða og framkvæmdar í skólakerfinu, þarsem nútíma- legar og framsæknar hug- myndir ættu ógreiðan aðgang í skólana, meðal annars vegna óhóflegs vinnuálags kennara og lélegrar nýtingar á nýmenntuðum kennurum. í þriðja lagi töluðu þeir um ein- angrun skólanna frá samfé- laginu og afskiptaleysi þess um það sem gerðist innan veggjaskólanna. Aðrir myndu kannski segja að íslenska skólakerfið væri mótað af takmörkuðum skilningi á þörf- um nemandans til þess að finna sig heilan í starfi og leik innan skólans. Að skólastarfið sé of einhliða mótað af miðlun á af- mörkuðum fróðleik og of lítið mótað af þeirri félagslegu, líkam- legu og andlegu reynslu, sem geri nemandanum mögulegt að finna sjálfan sig heilan í starfi í gegnum þau verkefni sem hann vinnur að. Að þessi takmarkaði skilningur á þörfum og möguleikum nemand- ans kunni að orsaka ófrjóa og vél- ræna kennslu, afskiptaleysi sam- félagsins gagnvart skólanum og einangrun hans frá umhverfinu. Að skólastarfið endurspegli endanlega takmarkaðan skilning okkar á félagslegum, líffræði- legum og menningarlegum þörf- um og möguleikum mannsins, sem er það sama og að segja að skólamálin mótist af afstöðu okk- ar til grundvallaratriða, og að það séu þessi grundvallaratriði sem þurfi að endurskoða þegar endu- rskoða á skólastarfið í heild. Reynslan frá Reggio í borginni Reggio Emilia á ítal- íu hefur fengist mikilvæg reynsla af skólastarfi á forskólastigi, sem styður þessar síðustu ályktanir. Þar hefur frá stríðslokum verið þróað merkilegt skólastarf undir handleiðslu uppeldisfræðingsins Loris Malaguzzi. Skólastarfið í Reggio Emila hefur vakið heimsathygli fyrir þann árangur sem þar hefur náðst í kennslu á forskólastigi. En forsendur þær sem Loris Malaguzzi og sam- starfsmenn hans hafa gefið sér eru einmitt víðari og opnari skiln- ingur á manninum en við eigum að venjast í þeirri skólahefð sem við þekkjum og byggist á því að koma nemandanum „til bókar“. í Reggio Emilia segja þeir: „Börn- in búa yfir hundrað tungumálum, þeir fullorðnu hafa rænt frá þeim 99“. í stað þess að binda nemand- ann við bókina og hið talaða og skrifaða mál, og hefta þannig aðra tjáningar- og reynslumögu- leika hans hafa þeir lagt áherslu nánast líffræðilega þörf mannsins til þess að tjá sig með ólíkum meðulum og nota til þess ólík skynfæri. Sá skapandi kraftur sem búi í hverju barni gefi því möguleika á hundrað leiðum til tjáningar og þekkingaröflunar, að þessar leiðir verði ekki þjálf- aðar nema með reynslu, og að þær séu allar jafnréttháar og endanlega styðji þær hverja aðra í mótun heilsteypts persónuleika. Sem er skilningur er stangast í grundvallaratriðum á við skeiðklukkuna sem við vorum látin lesa við á lestrarprófunum í Austurbæjarskólanum í eina tíð. Barnapössun eða skólastarf? í framhaldi þessarar umræðu Skólunum var skiptniðurívinnu- svæði/leiksvæði sem börnin gátu valið á milli eftir áhugasviðum. Sérstökverkstæði voru einnig fyrir grófari vinnu og málun. Ljósm.ólg. og þess ástands sem nú er að skapast í forskólakennslunni á höfuðborgarsvæðinu, þar sem forskólakennarar standa í bar- áttu fyrir starfsheiðri sínum og þar sem skammsýnir atkvæða- menn úr stjórnmálastétt hafa lagt til að vandinn verði leystur með einhvers konar pungaprófi í barnapössun, er ekki úr vegi að rifja upp reynslu þá sem ég og kona mín urðum fyrir í Reggio Emilia síðastliðinn vetur, er við áttum þess kost að heimsækja forskólana þar undir leiðsögn sérfróðra manna. Ástæðan fyrir heimsókn okkar var sú að kona mín, Una Sigurðardóttir, sem er kennaramenntuð, hafði meðal annars í gegnum Námsgagna- stofnun haft spurnir af því merka starfi sem þarna á sér stað. Við höfðum sótt um að fá að koma um haustið, en vegna aðsóknar utanaðkomandi var ekki hægt að taka við okkur fyrr en í mars á síðastliðnum vetri. Við dvöldum í Reggio Emilia í vikutíma, og það var ógleymanleg reynsla. Reggio Emilia er um 130.000 manna borg staðsett miðsvæðis í frjósamasta landbúnaðarhéraði Ítalíu. Atvinnulíf í borginni bygg- ist að mestu á smáiðnaði og meðalstórum iðnaði auk þjón- ustu við landbúnaðinn, en með- altekjur á íbúa í borginni eru þær 4. hæstu á allri Ítalíu. Borgin er meðal annars þekkt fyrir að vera eins konar kjarni „Rauða beltis- ins“ svokallaða, þar sem Kom- múnistaflokkur Ítalíu hefur verið atkvæðamestur allt frá stríðslok- um, og hefur flokkurinn verið ráðandi í stjórn borgarinnar frá því að stríðinu lauk. Menntakerfi það sem borgar- yfirvöld í bænum hafa byggt upp er að því leyti einstakt fyrir Italíu, að þar er sérstakt fræðsluráð * Miðvikudagur 4. febrúar 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7 Sagt frá heim- sókn í forskóla í bænum Reggio Emilia á Ítalíu

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.