Þjóðviljinn - 01.03.1987, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 01.03.1987, Blaðsíða 2
FLOSI af nýjum búgreinum Nú stendur Búnaðarþing sem hæst og má því vænta að þjóðmálaumræðan á íslandi fari að beinast ögn frá smokkum, eyðni og kynhegðan tvífætlinga í landinu, að þeim sem hafa veg og vanda af ferfætlingum þjóðarinnar, bændum og búaliði. Sumir halda að bændur séu umdeildir í þjóðfélaginu, en það held ég sé rangt. Öllum er hlýtt til bænda, enda væri það nú annaðhvort. íslendingar eru nú satt að segja enn upp til hópa sveitamenn, þó að vísu slatti af þeim sé í nokkra ættliði búinn að búa í einhverri þéttbýliskösinni. Nei, bændur eru ekkert umdeildir, hinsvegar skiptist þjóðin í tvo hópa í afstöðu sinni til klaufdýra, og þá einkum sauðkindarinnar, og eru sumir fylgjandi dýrinu en aðrir andskotar þess, svona einsog gengur. Þeir sem hafa rolluna mest á hornum sér, telja að stefni í landauðn á íslandi verði henni ekki útrýmt og kalla hana jafnvel lúsina á landinu, en áköfustu fylgismennirnir og tals- menn sauðkindarinnar segja að hún græði landið upp, því - einsog einn mætasti bænda- frömuður þjóðarinnar sagði um árið: - Hún skítur meira en hún étur. Einar Benediktsson var svo ákafur fylgis- maður þessa umdeilda klaufdýrs að hann taldi að ísland gæti borið 20 miljónir sauðfjár án nokkurra beitilandsbóta. Til eru þeir sem telja að í lagi sé að beita ögn á afrétti, en eru þó þeirrar skoðunar að Einar hafi þarna verið full bjartsýnn. Hvað um það. Á því Búnaðarþingi sem nú situr, virðist heldur bjart yfir bændum. Þeir eygja semsagt betri tíð með fjölbreyttari búnaðarhátt- um en áður. Því til staðfestingar er Fréttabréf Stéttarsambands bænda, 1. tölublað 3. ár- gangs, helgað umfjöllun um „Fjölþættari atvinnumöguleika í sveitum“. í hugmyndaskrá Fréttabréfsins kennir margra grasa og þar eru raunar reifaðir svo margir merkiiegir hlutir að Ijóst er að á íslandi er að verða bylting í búnaðarháttum. ( formála „Hugmyndaskrárinnar" segir orð- rétt: Hugmyndaskráin er tekin saman með það í huga að naumast sé nokkur hugmynd svo fráleit að hún geti ekki við nánari at- hugun reynst einhverjum nýtileg. Síðan eru í Fréttabréfinu taldar upp áttatíu nýjar búgreinar sem bændur geta snúið sér að, þegar búið er að banna hefðbundinn landbún- að. Bændur eru hvattir til að hefja ræktun á líf- rænum áburði, en undirrituðum finnst að slíkt hljóti að vera erfitt þegar búið er að útrýma búsmala bændanna. Þá er talinn góður kostur að snúa sér að „taðreykingum11, en einsog segir orðrétt: Nauðsynlegt að fullnægt sé fyllstu heilbrigðiskröfum. Kynnt er ný búgrein tengd ölkelduvatni, sem hægt er að „laða ferðamenn að, til lengri eða skemmri dvalar“. Framleiðsla á „hrossabrestum“ er talin vænlegur kostur fyrir bændur, en um þá nýju búgrein segir orðrétt: Hrossabrestur er sérkennilegt tól sem margir hefðu gaman af að eiga. Hefur eng- um dottið í hug að hrossabrestir kunni að vera kjörið áhald fyrir knattspyrnuunn- endur? Þá er snotur hugleiðing um það hvað bændur eigi að hafa fyrir stafni um sláttinn, en á blaðsíðu 23 í Fréttabréfinu segir: Hægt er að bjóða uppá skíðaaðstöðu að sumrinu og athugandi er að bjóða vél- sleðamönnum fyrirgreiðslu. Þá eru bændur hvattir til að skera grassvörð- inn ofanaf túnum sínum og selja þökurnar, því eins og segir orðrétt á blaðsíðu 27: Þarna virðist vera leið tii að nýta tún sem annars færu í órækt. En á blaðsíðu 24 í þessu Fréttabréfi Stéttar- sambands bænda er þó með verðugum hætti bent á þá búgrein, sem vafalaust á eftir að leysa af hólmi bæði kvikfjárrækt og annan hefðbund- inn búskap, en það eru skemmtikvöld til að laða að túrista, en nú er taiið að erlendir ferðamenn geti orðið talsverður búhnykkur til sveita. Um þessa búgrein segir semsagt orðrétt í Fréttabréfinu: Skemmtikvöld. Skemmtikvöld með þjóðlegum veitingum, skemmtiatriðum og fróðleik fyrir erlenda hópa eru annar möguleiki sem vert er að kanna. Til álita kemur m.a. að innrétta úti- hús, fjós eða fjárhús (hlöður) til slíkra nota. Fjölmargir þjóðlegir leikir og skemmtiat- riði eru til sem dusta má rykið af. Má þar nefna glímu, hráskinnaleik, þjóð- dansa, kveðskap, söng, iangspii, harmon- ikkuspil o.fl. Já, nú er Ijóst, hvað í framtíðinni verða ær og kýr bænda. Möguleikarnir eru ótæmandi, og einsog segir í formála ritsins: ...engin hugmynd svo fráleit að hún geti ekki reynst nýtileg. Og næsta sumar geta svo bændur sungið þetta litla Ijóð um hábjargræðistímann: Nú er ráð að hætta bara að heyja og hefja störf við það sem fellur til; glímu, söng og kveðskap kátra meyja, kanínur og harmonikkuspil. Af fótbolta Veist þú þaö drengur minn, hvað verður um þá stráka sem fara ekki í barnaguðs- þjónustu ásunnudögum held- ur fara að spila fótbolta? spurði sóknarpresturinn af gamla skólanum. -Já, svaraði Nonni, þeir lenda í landsliðinu og svo spila þeir fyrir Anderlecht og fá glás af peningum. Hin jákvæða mannlýsing „Hann er rétt rúmlega fimm- tugur og ekki skortir hann svo- sem áhugamálin. Hefur safn- að Vikunni í áratug og Samúel síðan það blað hóf göngu sína og lengi átti hann Mánu- dagsblaðið innbundið frá fyrsta tölublaði. Hann bað mig að gjöra svo vel að setjast í sófa í stofunni og láta fara vel um mig meðan hann setti í sig tanngóminn." Morgunblaðið Góð laun í 2. deild Það er opinbert leyndarmál að sumir íslenskir knatt- spyrnumenn sem leika hér á iandi hafa það betra en aðrir. Fríðindi ýmiskonar, í beinhörðum peningum eða öðru, viðgangast víða. Hing- að til hefur þetta nær ein- göngu verið tengt 1. deildinni og stöku landsbyggðarliði með góð ítök í frystihúsi, en nú vitum við um 2. deildarfélag á höfuðborgarsvæðinu sem hefur fengið til sín öflugan leikmann, er búið að útvega honum íbúð og bíl til afnota, þægilega vinnu og vasapen- inga að auki. Er ekki kominn tími til að leggja blessun sína yfir svona gjörðir - þær eru hvort eð er orðnar landlægar - í staðinn fyrir að vera að pukrast með þær? Kaninn treystir böndin Lionsmenn í Keflavík héldu árlegt kútmagakvöld fyrir skömmu sem væri ekki í sögur færandi nema hvaða gestum var sérstaklega boðið til samkvæmisins. Sú regla er að Lionsmenn bjóða hver um sig einum gesti í hófið og forystumenn Al- þýðuflokksins leituðu allir á sömu mið. Forseti bæjar- stjórnar Hannes Einarsson kom með liðsforingja af Vell- inum í veisluna og þingmað- urinn Karl Steinar kom með bæði aðmírálinn á Vellinum og varasendiherrann t boðið. Þeir kunna greinilega að velja sína gesti Suðurnesjakratarn- ir. Jón Páll og íþróttablaðið íþróttablaðið, málgagn I- þróttasambands Islands, hef- iur aldrei verið líflegra en ein- mitt um þessar mundir, undir ritstjórn Þorgrims Þráins- sonar. En allar gjörðir ritstjó- rans falla ekki í kramið hjá yfir- mönnum hans ístjórn ÍSI. Við- tal við kraftajötuninn Jón Pál Sigmarsson og forsíðulit- mynd af honum í síðasta tölu-i blaði síðasta árs fór heldur betur fyrir brjóstið á „akadem- íunni". Jón Páll er sem kunn- ugt er höfuðandstæðingur ÍSI-manna eftir að hann neitaði að gangast undir lyfjaprófið um áriö og var sett- ur í keppnisbann fyrir vikið og ritstjórinn hefur verið tekinn heldur betur í gegn fyrir frum- hlaup sitt... Gátan leyst Vesturlönd standa t.d. frammi fyrir AIDS og AIDS kemur frá vinstri. Afleiðingarnar eru taldar verða muni ofboðs- legar. Morgunblaðið 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 1. mars 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.