Þjóðviljinn - 01.03.1987, Blaðsíða 16
SVÆÐISSTJÓRN
MÁLEFNA FATLAÐRA
Reykjavík
Lausar stöður
Auglýstar eru til umsóknar þrjár stööur.
1. Staöa forstöðumanns á nýju heimili í Reykja-
vík fyrir 5 fjölfötluð börn.
2. Staöa forstöðumanns á sambýli í Reykjavík,
þar sem búa 5 fatlaðir einstaklingar.
Starfsvið forstöðumanns er auk meðferðarstarfa,
vaktaskipulag, fjárreiður og starfsmannahald.
Stöðurnar krefjast fagþekkingar, færni í sam-
skiptum og hæfileika til stjórnunar.
3. Staða þroskaþjálfa á sambýli.
Mikilvægt er að viðkomandi hafi reynslu af með-
ferðarstarfi með fötluðum og þekki fjölþætt mark-
mið þess.
Ráðningartími hefst eftir nánara samkomulagi.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og
fyrri störf sendist fyrir 10. mars n.k.
Nánari upplýsingar í síma 62 13 88.
Svæðisstjórn málefna fatlaðra
Hátúni 10, 105 Reykjavík
---------- " " \
Útboð
Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboð-
um í Landgræðslu 1987-1988
f Helstu magntölur Nýsáning Áburðardreifing
I Suðurlandskjördæmi 80 ha 100 ha
V f Reykjaneskjördæmi 75 ha 80 ha
'JW I Vesturlandskjördæmi 180 ha 190 ha
I Vestfjarðarkjördæmi 120 ha 120 ha
(Norðurlandskj. vestra 95 ha 110 ha
I Norðurlandskj. eystra 215 ha 205 ha
f Austurlandskjördæmi 135 ha 175 ha
Útboðsgögn verða afhent frá og með 2. mars n.k. hjá
Vegagerð ríkisins í Reykjavík (aðalgjaldkera) og fyrir
viðkomandi kjördæmi á eftirtöldum umdæmisskrifstof-
um: Selfossi, Borgarnesi, (safirði, Sauðárkróki, Akur-
eyri og Reyðarfirði.
Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann
16. mars 1987.
Vegamálastjóri
Útboð
Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboð-
um í verkið:
Norðurlandsvegur í Reykjadal.
(Lengd 2,9 km, fylling 27.000 rúmmetrar, burðarlag
14.000 rúmmetrar).
Verki skal lokið eigi síðar en 1. ágúst 1987.
Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð rikisins á Ak-
ureyri og í Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 2.
mars n.k.
Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann
16. mars 1987.
Vegamálastjóri
A
iS&l
Utboð
Bæjarsjóður Kópavogs óskar eftir tilboðum í að
fullgera (frá fokheldu) 4. áfanga Snælandsskóla í
Kópavogi.
Verklok skulu vera 27. ágúst 1987.
Útboðsgögn verða afhent á tæknideild Kópa-
vogs, Fannborg 2,3. hæð, gegn 10.000 kr. skila-
tryggingu.
Tilboðum skal skilað á sama stað, fimmtudaginn
12. mars kl.11 f.h. og verða þá opnuð í viðurvist
þeirra bjóðenda sem þar mæta.
Bæjarverkfræðingur Kópavogs
Guðbergur Bergsson
Allt á síðustu
stundu
Það er ekki enn farið að færast
neitt sérstakt fjör í aðdragandann
að væntanlegum kosningum til
Alþingis. Við íslendingar erum
nú einu sinni eins og við erum,
þótt við vildum gjarna vera ann-
að, og þess vegna geymum við
allt fram á síðustu stundu. Þá
drífum við okkur í það - og verk-
ið af í rosalegu flaustri, með
bægslagangi, böðulshætti og tals-
verðu kjaftæði og æsingi. Það er
einkum æsingurinn sem heillar.
Við höldum að hann sé það að
hafa „ákveðna skoðun“. Og þess
vegna er um að gera að rífa nógu
mikið kjaft. Kannski er slíkt
rangt, séð frá sjónarhóli vitsins.
Samt er það einhvern veginn
þannig hér hjá okkur, að kjaftur-
inn hrífur meira en málsvísindin
og lágróma skynsamlegt tal. Það
verður að standa hávaðarok úr
munninum, eins og úr höfuð-
skepnunum.
Hvað anda okkar íslendinga
viðvíkur, einkum þann sem varð-
ar stjórnmál og menningu, þá
hefur hann tilhneigingu fremur til
að klofna í litlar heldur máttvana
einingar en hann þéttist í sterkan
vitsmunalegan kjarna. Rokið
rekur okkur áfram. Það feykir
okkur út í buskann, þar sem við
stöndum dálítið eins og vind-
blásnar hænur á útmánuðum,
með allan fjaðrahaminn úfinn og
vængina fremur á þeytingi en
flugi.
Það kemur þess vegna engum á
óvart, sem hefur fylgst með
stjórnmálum (og reyndar öðru
líka), að rétt fyrir kosningar, þeg-
ar menn ættu í raun og veru að
safnast saman og búa sig undir
átak sem leiðir að ákveðnu já-
kvæðu marki, þá fer einmitt allt
að klofna í sundurþykkju. Og
sundurþykkjunni er gefið eins-
lags yfírbragð óljósra hugsjóna,
sem virðast fremur vera sprottnar
úr álfheimum en ritum hugsuða
mannsandans. Og með því að
hugsjónirnar eru sprottnar af
fingrum fram eða bara óánægju,
þá lognast þær næstum því strax
út af og sofa sínum álfasvefni uns
hamarinn lýkst upp aftur með
nýjum söng huldukvenna og álfa,
guð veit hvenær. Eftir ár? Eftir
eina öld?
Hér á ég að sjálfsögðu við það,
að ótal „hreyfingar“ eru að
spretta út úr svonefndu „gömlu
flokkunum“. Og í stað þess að
vera hreyfingar innan flokka,
sem eðlilegt er í stjórnmálum, þá
gleyma þeir sem hreyfingunum
valda að eðli hreyfingar er allt
annað en eðli stjórnmálaflokks.
Samt ætla hreyfingarnar að bjóða
sig fram til kosninga til Alþingis,
sem er eitthvað áþekkt því þegar
nemandinn heldur að hann sé
kennari.
Stefna hreyfinganna er tíðum
varla annað en þessi hálfkláraða
setning: „Ég held bara fyrir
mig...“ Setningin er ekkert að-
hlátursefni í rauninni, vegna þess
að viðhorf flestra okkar íslend-
inga sprettur einmitt af henni eða
andar hennar: þeim harmleik að
geta ekki gert sér heildarmynd af
neinu, þar sem „ég er ekki bara
fyrir mig“ heldur er ég hluti af
heild og heildin er hvarvetna í
mér. Sérhver maður ætti að vera
samverkandi heild. Og ef hann
fínnur hjá sér viðbrögð þau sem
við sjáum oft hjá til að mynda
matvöndu barni, þá ætti hann að
taka viðbrögð sín til endurskoð-
unar. Það sómir ekki fullorðnum
16 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN
'þeim býr í hug og sækjast ekki
eftir hlutum eða heimsfrægð.
Talið er bara ljóð tilverunnar.
Og stjórnmálamenn vita þetta,
og þess vegna snýst meginþorrinn
af máli þeirra um bein loforð til
kjósenda, fremur en þeir leiði al-
menning inn í undraheim þann
sem gerð eða bygging þjóðfélags-
ins er, leyfi almenningi að njóta
andlegs unaðar eða láti hann
standa á öndinni yfir fláræði hans
sjálfs, leiðtoga hans og sögunnar
sem afkvæmi mannkynsins. Það
er ekki fyrr en á lokasprettinum
að Alþingi sem allir hinir fram-
bjóðendurnir eru gerðir að flá-
ráðum fjöndum, og eftir þeim
lokaspretti er fólk núna að bíða f
ofvæni, með tilhlökkun.
Stjórnmálamennirnir bíða með
það fram á síðustu stundu, sam-
kvæmt hefðinni.
Þetta er algengt og alþjóðlegt
bragð, sem alltaf hrífur, einkum
almenning. En það er ekki hægt
að segja að bragðið hafi afar
þroskandi áhrif á stjórnmál ein-
stakra þjóða eða heimsins yfir-
leitt.
Og þess vegna eru þær og hann
eins og þau eru. Mig grunar
jafnvel að flestir vilji búa við
óbreytt ástand, vegna þess að það
að breyta er dæmalaust vanda-
samt. Og kannski fremur á færi
einstaklinga en þjóða. En öðru
fremur stafa breytingar af
gagnverkandi áhrifum einstak-
linga sem allra augu beinast að og
allur líkaminn er í viðbragðs-
stöðu, tilbúinn að fara af stað.
Eins og á sér stað núna milli
Sakarofs og Gorbatsjofs og So-
vétríkjanna allra.
Þar eins og hér virðist sálin
ekki vakna fyrr en allt er komið á
síðasta snúning. Nema okkur
vantar verulega færa einstak-
linga. Aftur á móti er í okkur af-
skaplega mikill Ólafur muður...
Hjúkrunarfræðingur
Eftirtaldar stöður hjúkrunarfræðinga við heilsu-
gæslustöðvar eru lausar til umsóknar:
Heilsugæslustöðin á Patreksfirði. Staða hjúkr-
unarforstjóra. Laus nú þegar.
Heilsugæslustöðin í Árbæ, Reykjavík. Staða
hjúkrunarfræðings. Laus nú þegar.
Heilsugæslustöðin á Þórshöfn. Staða hjúkrun-
arfræðings eða Ijósmóður. Laus nú þegar.
Heilsugæslustöðin í Reykjahlíð, Mývatnssveit.
Staða hjúkrunarfræðings. Laus nú þegar.
Heilsugæslustöðin á Fáskrúðsfirði. Staða
hjúkrunarfræðings. Laus frá 1. apríl 1987.
Heilsugæslustöðin í Fossvogi, Reykjavík.
Staða hjúkrunarfræðings. Laus frá 1. maí
1987.
Til sumarafleysinga:
Yfir sumarmánuðina eru lausar stöður á flestum
heilsugæslustöðvum landsins.
Upplýsingar um þessar stöður gefa hjúkrunarfor-
stjórar stöðvanna og heilbrigðis- og trygginga-
ráðuneytið.
Umsóknir skal senda ráðuneytinu ásamt upplýs-
ingum um nám og fyrri störf að hjúkrun.
Heilbrigöis- og tryggingaráðuneytið
26. febrúar 1987
Guðbergur Bergsson, rithöfundur.
vitibornum manni að láta mat-
vendni sína ráða ferðinni, þegar
hann kemst í snertingu við þjóð-
arkökuna. Menn þurfa líka að
hafa viðhorf til hennar, beita
sjón, heyrn, ilman, smekk og til-
finningu, en ekki bragðlaukun-
um einum.
En kannski er þjóðinni vor-
kunn, úr því hún á enga gjöfula
og ósérhlífna leiðtoga. Opni
menn munninn, og það er næst-
um sama hver hann er, hár eða
lágr, greindur eða gáfnasljór, þá
hreyfir hann tunguna og kjálkana
næstum alltaf til þess að láta í það
skína, að hann fái ekki nóg.
Menn opna sjaldan munninn
bara til þess að segja frá því sem
stendur hjarta þeirra nær eða