Þjóðviljinn - 01.03.1987, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 01.03.1987, Blaðsíða 9
Tug mill- jaiða rán stjómar- innar Fjögurra ára stjórnartíma hægri stjórnar er nú að Ijúka, og kosningar til Alþingis fara fram innan skamms. Kjósendur munu þá vega og meta stjórnarstefnu þeirra flokka, Sjálfstæðisflokksog Framsóknarflokks, sem hafa farið með völdin, og hafa því með ákvörðunum sínum ráðið mikluumþróuninaí þjóðfélaginu á hinum ýmsu sviðum. Það er nefnilega svo, að kosn- ingar til Alþingis eru ekki eitthvert einangrað hasarfyrir- brigði í fábreytileika hversdag- slífsins, heldur grundvallaratriði í því efni, hvort þróun þjóðfélags- ins verður í samræmi við hug- myndir okkar um betra og réttlát- ara þjóðfélag, eða gengur þvert gegn óskum okkar og vonum. Möguleikar hverrar ríkis- stjórnar, sem vill koma til móts við óskir þjóðfélagsþegnanna um uppbyggingu félagslegra fram- kvæmda og þjónustu, svo sem f skólamálum, heilbrigðismálum, félagsmálum eða samgöngumál- um, eru að sjálfsögðu í nokkru samhengi við efnahagslegar að- stæður í landinu á hverjum tíma. Munur á hœgri og vinstri En reynslan sýnir, að mestu skiptir þó, hvert vilji stjórnvalda beinist, hvers konar þróun þau stefna að. Vilja þau efla þær samfélagslegu framkvæmdir og þjónustu, sem bæta hag launa- fólks og auðvelda hinum efna- minnstu lífsbaráttuna, eða láta þau hagsmuni einkagróðans og fjármagnsins sitja í fyrirrúmi? í þessu efni blasir það við, og sýnir raunverulegan mun hægri og vinstri stefnu, að á árunum 1983-1986, þegar ytri aðstæður þjóðfélags fóru mjög batnandi og þjóðartekjur jukust að raungildi um 10% á þessu árabili, þá hafa stjórnarflokkarnir dregið veru- lega úr samfélagslegum fram- kvæmdum frá því sem átti sér stað í tíð þeirra ríkisstjórna, sem Alþýðubandalagið átti aðild að á árunum 1978-1983, þegar ytri að- stæður voru miklu óhagstæðari. Framlögin voru um 30% meiri 1983 en 1986 á sama verðlagi, en þjóðartekjurnar þó 10% meiri 1986. Hér er því um að ræða afger- andi stefnumun, sem ótvírætt hefir komið fram í athöfnum þessara ríkisstjórna og sýnir að það skiptir máli, hvaða stjórnmálaflokkar móta stjórnar- stefnuna í landinu og að það skiptir máli hvernig fólk kýs í al- þingiskosningum. Eins og ég áður sagði, ráða ytri aðstæður, aflabrögð og markað- smál, miklu um framgang hagsmunamála launafólks í landinu, en það er ekki einhlítt. Stefna stjórnvalda er það veiga- mikill þáttur, sem getur ýmist dregið úr áhrifum versnandi ytri aðstæðna á kjör einstaklinga, eða haldið fyrir launafólki eðlilegum hlut þess af auknum þjóðartekj- um. Og það er einmitt sú mynd, sem blasir við um þessar mundir, j vegna þess að stjórnarflokkarnir röskuðu þegar í upphafi stjórn- arferiis síns þeim hlutföllum, sem giltu um skiptingu verðmætask- öpunar í landinu milli launafólks og fyrirtækja. Launafólk 34,5 milljörðum fátœkara í þjóðfélagi sem okkar, þar sem lítill minni hluti þjóðfélags- þegnanna á svo til öll atvinnufyr- irtæki, en mikill hluti lands- manna selur vinnuafl sitt, ríkir stöðug togstreita um skiptingu á þeim verðmætum sem vinnan skapar. Niðurstaðan um það, í hvaða hlutföllum afrakstur þjóðarf- ramleiðslunnar skiptist, annars vegar í laun, og hins vegar í arð fyrirtækja, ræðst á hverjum tíma ekki síst af því, hver er stefna stjórnvalda í efnahags- og kjar- amálum, þ.e.a.s. hvaða ráðstaf- anir stjórnvöld gera til þess að hafa áhrif á þessa skiptingu. Fyrsta verki núverandi stjórnarflokka var einmitt ætlað að raska þeim hlutföllum, sem áður höfðu gilt í samræmi við kjarasamninga. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks bannaði verðbætur á laun og afnam um tíma allan rétt til kjarasamninga. Þessar ráðstafanir hafa allt kjört- ímabilið haft áhrif á skiptinguna á afrakstri þjóðarframleiðslunnar til verulegra hagsbóta fyrir at- vinnurekendur. Á tímabilinu 1978-1982, þegar Alþýðubandalagið var í ríkis- stjórn, var skipting þjóðartekna sú, að hlutur launafólks fyrir vinnuframlag sitt var að meðalt- ali á þessum árum 69,1% þjóð- arteknanna, en hlutur eigenda at- vinnufyrirtækja, þ.e. laun sjálfs- tæðra atvinnurekenda og rek- strarafgangur fyrirtækja, nam 30,9%. Þetta hefur breyst. Á árunum 1983-1986 var hlutur launafólks að meðaltali ekki 69,1%, heldur 62,5%, og hlutur atvinnurekenda ekki 30,9%, heldur 37,5%. Hverju munar þetta í krónum talið? Á árunum 1983-1986 námu þjóðartekjur samtals 528.700 millj. kr. á verðlagi árs- ins 1986, og ef reiknað er hvert ár fyrir sig með þeirri skiptingu sem skýrslur staðfesta, þá verður hlutur launafólks samtals á þess- um árum 330.800 millj. Ef hlutur launafólks hefði ekki lækkað vegna pólitískra aðgerða Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og hefði verið sá sem hann var að meðaltali 1978-1982 hefði hlutur launafólks úr þessum saman- lögðu þjóðartekjum fjögurra síð- ustu ára verið 365.300 millj. kr. eða 34.500 miiy. kr. meiri en hann varð í reynd. Það hafa sem sé verið fluttar 34.500 millj. kr. frá launafólki til atvinnurekenda þessi 4 stjórnar- ár Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknar. Þetta er býsna há tala, 34V^ milljarður króna á 4 árum. 300 þúsund á mann Hvað þýðir þetta fyrir hvern og einn launamann að meðaltali? Það liggur fyrir, að vinnufram- lag í landinu jafngildir því, að 115 þjóðartekna hefir breyst í þessum mæli atvinnurekendum í hag. Þannig hefur launafólk sem þessu nemur verið svikið um afrakstur góðærisins. Afraksturinn hefir hafnað í þeim mun meira mæli hjá atvinnurekendum. Heildarh- lutur atvinnurekenda er ríflega 21% meiri sl. 4 ár en hann hefði orðið, ef skipting þjóðartekna hefði haldist óbreytt frá meðaltali áranna 1978-1982. Og til þess að átta okkur á stærðum í þessu sambandi, þá skulum við athuga hverju þetta munar atvinnurekendur í reynd, t.d. miðað við þá beinu skatta Stjórnmál á sunnudegi Geir Gunnarsson skrifar: þús. manns vinni fulla vinnu allt árið. Þessi upphæð nemur því 300 þús. kr. á hvern launamann sem vinnur fulla vinnu. Frá hverjum launamanni sem vinnur fulla vinnu hafa því sl. 4 ár verið fluttar samtals 300 þús. kr. til atvinnurekenda. Skipting sem þeir greiða í heild, þ.e, eignarskatta, skatt á skrifstofu- og verslunarhúsnæði, tekjuskatta og aðstöðugjöld. Heildarútgjöld atvinnurek- strar í þessa beinu skatta námu á árinu 1986 næstum nákvæmlega 3 þús. millj. kr. Skv. því námu allir beinir skattar atvinnurekenda á þessum 4 árum þá 12.000 millj. kr., en sá hluti afraksturs þjóð- arframleiðslunnar, sem var flutt- ur frá launafólki til atvinnurek- enda á 4 árum, nemur þrefalt meiru en allar greiðslur atvinnu- rekenda á þessu sama tímabili í beina skatta til ríkis og sveitarfé- laga. Þetta sýnir, að það skiptir bæði launafólk og atvinnurekendur miklu, hverjir fara með stjórn landsins. Það skiptir því miklu, hvaða ákvarðanir kjósendur taka í alþingiskosningum í vor. Álþingiskosningar eru ekki einangrað hasarfyrirbrigði og fjölmiðlaleikur, heldur ráða úrs- litum um það, hver verður þróun- in í þjóðfélaginu á næstu árum í kjaramálum, menningarmálum, heilbrigðismálum, framgangi samfélagslegra framkvæmda og þjónustu, þjóðfrelsismálum - friðarmálum - og öllu því öðru sem okkur varðar mestu. Hagsmunir launafólks hvar- vetna í landinu eru sameiginlegir, og Alþýðubandalagsfólk um allt land mun leggja sig fram um að tryggja framgang baráttumála launafólks í landinu á næsta kjörtímabili með sem mestum og bcstum árangri Alþýðubanda- lagsins í alþingiskosningunum í vor. Sunnudagur 1. mars 1987 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 Önnur bókin er komin út: hlindrað ára Hundrað ára einsemd eítir Gabríel García Marquez Þessi einstaka skáldsaga kólumbíska Nóbelshöfundarins fæst loks aftur í nýrri og glæsilegri útgáfu. Hún er önnur bókin í þeirri röð sem merkt er fimmtíu ára afmæli Máls og menningar og verður seld í einn mánuð með 30% afmælisafslætti á 1190.- krónur (fúllt verð 1690,- krónur). Missið ekki af þessu ein- staka tækifæri. _____ ■£> Mál og menning

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.