Þjóðviljinn - 01.03.1987, Blaðsíða 14
Öldungarnir
seigir í
Grammy
„Það voru öldungarnir sem
hrepptu flest eftirsóknarverðustu
Grammy-verðlaunin þegar þeim
var úthlutað fyrr í vikunni.
Steve Winwood hlaut verðlaun
fyrir bestu tveggja laga hljóm-
plötuna, lagið „Higher Love,“
auk þess sem hann var kjörinn
besti dægurlagasöngvarinn af
karlkyni.
Hljómplata Paul Simon,
Graceland, sem tekin var að
hluta til í S-Afríku með þeld-
ökkum hljóðfæraleikurum var
kjörin hljómplata ársins 1986.
Besta lagið var lag Burt Bachar-
ach og eiginkonu hans Carole Ba-
yer Sager, „Thats what friends
are for,“ sem Dionne Warwick
flutti með hjálp góðra félaga. Ág-
óðinn af því lagi rann til eyðnir-
annsókna.
- Sáf/Reuter
TIL ÞJOÐVIUANS
Ég sé að menningarpáfi Blaðs-
ins er að predika um það á laugar-
daginn (21. febrúar) að Landar
vorir hefðu fremur átt skilið að fá
verðlaun Norðurlandaráðs í ár
helduren einhver norsk kona sem
hlutskörpust varð hjá þeim í
nefndinni. Við svona hnefasteyt-
ingum er svosem ekkert að segja
úrþví litið er á bókmenntir sem
keppnisíþrótt á annaðborð. Páf-
inn er semsé að ræða bókmenntir
þó hann öskri svona einsog vit-
stola knattspyrnuáhangandi.
Þessu lík hróp í „taplöndunum"
munu vera orðin nokkurnvegin
jafngróin hefð og verðlaunin sjálf
- sem vonlegt er - enda fellur
þetta mætavel við þann brag sem
orðinn er á bókmenntaumræðu
nú í seinni tíð undir áhrifum sjón-
varpsauglýsinganna þar sem allt
er mest, best og glæsilegast.
Mér finnst þó vera farið nokk-
uð yfir strikið í fyrrnefndri páfa-
gagnrýni á norsku konuna.
Greinarhöfundur kallar verð-
launaveitinguna blóðskömm. Og
það má vel ætlast til þess að mað-
ur sem gefur sig í víðtæk skrif um
bækur á íslensku viti merkingu
þessa orðs. Menningarsjóðsorða-
bókin segir að orðið merki: Sam-
farir milli ættingja í beinan ætt-
legg eða milli systkina.
Séu störf úthlutunarnefndar
Norðurlandaráðsverðlaunanna
blóðskömm þá er fast að orði
kveðið því af þessu leiðir ekki
bara það að í nefndinni hlýtur að
sitja faðir, sonur eða bróðir verð-
launakonunnar heldur líka hitt
að konan hefur gert ljótt með
þessum ættmanni sínum til að fá
verðlaunin. Von er því að spurt
sé:
Hver er þessi lostafulli nefnd-
armaður?
Megum við fá meira að heyra?
Þorgeir Þorgeirsson
Misskilningur skóldsins
Ekki veit ég í gegnum hvers-
lags sjóngler Þorgeir Þorgeirsson
hefur lesið grein mína í síðasta
Sunnudagsblaði Þjóðviljans um
Fornnorrænu bókmenntaverð-
launin, en þau hafa verið all
bjöguð, því bréf hans er á mis-
skilningi einum byggt.
f upphafi bréfsins heldur Þor-
geir því fram að ég sé að predika
um það að Landar vorir hefðu
frekar átt skilið að fá verðlaun
Norðurlandaráðs í ár en Her-
björg Wassmo. Sé grein mín lesin
kemur slík skoðun hvergi fram.
Hinsvegar kemur fram að danski
rithöfundurinn Poul Borum, telji
annarsvegar Svíann Lars Gyllen-
sten og hinsvegar Danann Peer
Hultberg frekar verðskulda verð-
launin en Wassmo.
Hvað skáldsögur Péturs Gunn-
arssonar og Einars Kárasonar
varðar, nefndi ég þær til marks
um þá grósku og nýsköpun sem
átt hefur sér stað í íslenskri skáld-
Þaðerdýrt
rafmagníð sem þú dregur að borga
Rafmagn er svo snar þáttur
í lifi okkar að við veitum því
varla athygli. Flest heimilistæki
og vélar á vinnustað ganga
fyrir rafmagni og við erum svo
háð þeim að óbeint göngum
við sjálf fyrir rafmagni.
Þessu ,,sjálfsagða“ raf-
magni er dreift til okkar af
rafmagnsveitu. Rafmagnsveita
Reykjavíkur leggur metnað
sinn í stöðuga og hnökralausa
dreifingu til neytenda. Dreif-
ingarkostnaður greiðist af
orkugjaldi.
Ógreiddir reikningar hlaða
á sig háum vaxtakostnaði sem
veldur því að rafmagnið er nær
þriðjungi dýrara hjá þeim
skuldseigustu — þar til þeir
hætta að fá rafmagn.
Láttu orkureikninginn hafa
forgang!
cn
RAFMAGNSVEITA
REYKJAVÍKUR
SUÐURLANDSBRAUT 34 SÍMI686222
sagnaritun að undanförnu en
hvergi í greininni er að finna staf
um að ég telji að þær hafi átt að
hljóta þessi verðlaun, enda þekki
ég ekki til allra þeirra verka sem
útnefnd voru. Tapsárindi eru því
ekki kveikjan að grein minni
heldur var ætlunin sú að vekja
athygli á því að í nágranna-
löndum okkar fer fram umræða
um menningarmál.
Þá gerir Þorgeir mér upp þá
skoðun, að ég líti á bókmenntir
sem keppnisíþrótt. Hafi hann les-
ið greinina til enda ætti honum að
vera ljóst aðsvo erekki. Niðurlag
greinarinnar tók öll tvímæli þar
af:
„Allar verðlaunaafhendingar
til listamanna orka mjög tvímæl-
is. Sjálfur á ég erfitt með að gera
upp við mig hvor væri betur að
slíkum verðlaunum kominn Pét-
ur Gunnarsson eða Einar Kára-
son. Báðir hafa margt til síns
ágætis en að bera þá saman er
einsog að bera saman safaríka
appelsínu og velþroskaða peru.
Stundum kýs ég appelsínuna en
stundum peruna.“
Þorgeir gerir mér upp þá van-
þekkingu á íslenskri tungu, að
vita ekki merkingu orðsins blóð-
skömm. Veit ég mæta vel að
blóðskömm merkir sifjaspell og
þarf ekki einusinni að fletta upp i
Orðabók Menningarsjóðs. Enda
sé grein mín lesin kemur í ljós að
ég er að vitna í orð Poul Borum,
sem með þessu er að leika sér að
orðum og tengslum, en bók
Wassmo fjallar að hluta til um
blóðskömm.
Tilgangur greinar minnar var
einsog áður er getið sá að vekja
athygli á umræðu um þessi verð-
laun í nágrannalöndum okkar,
þar sem umræða um bókmenntir
hér á landi og menningarviðburði
á borð við úthlutun bók-
menntaverðlaunanna er í algjöru
lágmarki. Kannski leyndist neisti
vonar um að skrifin yrðu til þess
að vekja einhverja umræðu hér.
Séu skrif á borð við bréf Þorgeirs
hinsvegar einu viðbrögðin er
sennilega viturlegast að halda
kjafti.
-Sigurður A. Friðþjófsson
Fjölmiðlar
í Tímariti
MM
Fjölmiðlar skipa mikið rúm í
fyrsta hefti Tímarits Máls og
menningar í ár. Stefán Jón Haf-
stein fjallar um kreppu í ríkisfjöl-
miðlum og þýðir einnig grein eftir
Nicholas Garnham, Fjölmiðlarn-
ir og almenningur. Þorbjörn
Broddason skrifar greinina Sam-
vitundin og ljósvakinn og Einar
Örn Benediktsson, Útvarp allra
landsmanna.
Þá er fyrrí hluti greinar um það
hvernig Halldór Laxness endar
skáldsögur sínar, nefnist hún
Listin að ljúka sögu. Einar Kára-
son skrifar ádrepu en auk þess
eru sögur, ljóð og ritdómar í
Tímaritinu.
- Sáf