Þjóðviljinn - 01.03.1987, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 01.03.1987, Blaðsíða 8
SUNNUDAGSPISTIIl Aðgát skal höfð Umbœtur Gorbatsjovs og andstaða gegn þeim Gestir flykkjast til Moskvu þessar vikurnar og allir eru hissa. Þeir spjalla við Andrei Sakharov á ráðstefnu um af- vopnunarmál þar sem Gor- batsjof flokksleiðtogi er gest- gjafi. Þeir vakna við að fjöl- miðlar segja frá því að 140 eða 280 andófsmenn hafi ver- ið látnir lausir úr fangabúðum. Á forsíðu Ízvestía er mynd af tveim mönnum sem bjóða sig fram til stöðu deildarstjóra í stórfyrirtæki, og sagt er frá al- mennum fundi starfsmanna sem kjósa á mili þeirra. Jöfur rússneskrar bókmenntasögu, Líkhatsjof, skrifar heilsíðu- grein í Literatúrnaja gazeta og krefst þess, að út verði gefin skáldsaga Borisar Pastern- aks, Doktor Zhivago - sem á sínum tíma var hafnað á þeim forsendum að hún væri níð um rússnesku byltinguna, sem er sjötug á þessu ári. Hvað er á seyði Menn eru hissa og flestir glað- ir. Meira að segja Jeane Kirk- patrick, fyrrum aðalfulltrúi Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, sem hefur trúað á flest annað en góð áform og gerð- ir sovéskra leiðtoga. Það er reyndar komin upp í Bandaríkj- unum fróðleg deila um það, hvernig bregðast eigi við þeim beytingum sem orðnar eru í So- vétríkjunum undir stjórn Gor- batsjovs. Margir telja, að nú eigi að nota tækifærið og semja um bætta sambúð og þar með aukin viðskipti. Aðrir vilja sem fyrr hafa allt á hornum sér, segja beytingarnar yfirborðskennda „andlitslyftingu". Og skín í gegn í málflutningi þeira ótti við að So- vétmenn fari að vegna betur, ekki bara í áróðursstríði, heldur og í efnahagslegri uppbyggingu. í sumum kommúnistaflokkum vita men ekki hvaðan á þá stend- ur veðrið. Husak og hans lið í Tékkóslóvakíu, sem Brézhnev kom til valda eftir innrásina 1968, lætur sér líða illa, einn ráðherra í stjórn hans hefur varað við því, að breytingar í Sovéríkjunum verði til þess að „óvinir sósíalis- mans„ skjóti aftur upp kolli eins og fyrir tæpum tuttugu árum. Það hefur flogið fyrir að sumar ræður Gorbatsjovs gangi í Prag á milli „samizdat“ þeas. óopinberri og óleyfilegri fjölföldun. Formaður Kommúnistaflokks Frakklands, Marchais, sem hefur með því að vísa frá öllum nýmælum tekist að skerða fylgi flokks síns um meira en helming, hlýtur að vera í dang- ans mikilli tilvistarkreppu. Því, eins og umbótasinni í hans flokki, Pierre Juquin, segir í nýlegu við- tali, þá hefði sá forystumaður í franska kommúnistaflokknum sem fýrir svosem fimm árum gagnrýndi stjórnarfar Brezhnevs líkt því sem Gorbatsjov gerir nú verið rekinn úr flokknum! Það er eitthvað að gerast, segja allir. Bara heilmikið. Hvernig endar þetta? Hann gengur lengra Hvort sem menn taka tíðind- um frá Moskvu þessar vikur með glaðri bjartsýni eða efasemdum, þá geta menn komið sér saman um að Gorbatsjof hefur þegar gengið lengra en menn bjuggust við þegar hann tók við völdum. Hans uppgjör við fortíðina er að því leyti róttækara en viðleitni Gorbatsjof: Engin leið til baka en. Khrúsjovs fyrir þrjátíu árum, að Krúsjov fann sér sökudólg í Stal- ín, en lét það alveg ógert að spyrja um það, hvernig á að breyta þeim forsendum í samfé- laginu sem gerðu Stalín mögu- legan og hans Gúlag. Gorbatsjov hefur ekki aðeins gert harða hríð að sukki og spillingu (slíkar herf- erðir hafa áður verið farnar) og boðað trú á blessun þess að inn- leiða sem fyrst nýja tækni. Hann hefur, sem fyrr var rakið, slakað á ritskoðun (og sovésk blöð eru allt í einu orðin spennandi lesn- ing). Hleypt út pólitískum föng- um. Byrjað að skerða það mið- stýringarkerfi í efnahagsmálum sem ætlar sér hið ógjörlega: að gera að lagaboðum áætlanir um aðföng og framleiðslu fyrirtækja, ekki aðeins þeirra sem framleiða stál og ál. olíu og kol, heldur og þeirra sem eiga að sjá fólki fyrir túttum og hurðarhúnum, ostum og flauelsbrókum. Gorbatsjov hefur ekki sagt orð um að leggja niður einsflokkskerfið sovéska. En hann hefur bersýnilega fullan hug á að reyna sem mest á þanþol þess. Áður fyrr voru menn til- nefndir „að ofan“ í trúnaðarstöð- ur, jafnt í flokki sem í fyrirtækj- um og starfsmannasamtökum, - sú „kosning" síðan staðfest með handauppréttingu. Það er óneitanlega mikill munur hvort heldur fyrir kvikmyndamenn eða starfsmenn bflaverksmiðju þegar það „eftirlit að neðan" er tekið upp, sem gerir ráð fyrir því að fleiri en einn eru í framboði til slíkra starfa, að þeir sem í tiltek- inni grein starfa hafi raunhæfa möguleika á að skipta um yfir- menn og fyrirsvarsmenn. Ef honum mistekst En allt er þetta í deiglunni og margt spánýtt af náiinni: Gorbat- sjov hefur bersýnilega ætlað að fara eftir þvf rússneska máltæki sem segir „farðu þér hægt og þú kemst lengra“ - hann hefur ætlað sér nokkurn tíma til að tryggja stöðu sína og þar með möguleika sínna áforma með róttækum mannaskiptum í æðstu stöðum, áður en lengra væri haldið. Það er líka mikið rætt um and- stöðu gegn Gorbatsjov. Og veit þá enginn, hvort þar er fyrst og fremst um að ræða tregðulögmál á borð við þau sem sögðu hér áður: hvers vegna kviðslitnaði ffl- linn? Það var þegar hann reyndi að lyfta sovéskum landbúnaði. Enginn efast um óánægju fjöl- margra stjórnenda, sem auðveld- lega gátu breytt ávirðingum fyrri stjórnarhátta í forréttindi og ljúft líf fyrir sjálfa sig. Þeir hafa misst spón úr sínum aski, þeir geta ekki lengur verið öruggir um sinn hag. En annað mál er, hvort andstað- an er svo mikil, að hún gæti brot- ist út með skipulögðum hætti, eins og þegar Krúsjof var steypt einn leiðan grámóskudag árið 1964. Til að slíkt gerðist þyrfti stefna Gorbatsjovs að líkindum að hafa beðið verulegt skipbrot. Þessir ósigrar hér gætu orðið hon- um skeinuhættastir: a) Honum gekst ekki að semja við Bandaríkin um stöðvun á því vígbúnaðarkapphlaupi sem stendur efnahagslegum framför- um í Sovétríkjunum mjög fyrir þrifum. (Því skipta viðbrögð þeirra í Washington nú miklu máli). b) Efnahagsumbæturnar skila ekki tilætluðum árangri. Má þá rifjaupp, að afturkippur í sovésk- um landbúnaði var eitt af því sem gróf undan Níkítu Khrúsjov. c) Aukið málfrelsi verður til þess að niðurbæld óánægja ein- stakra þjóða landsins með rússneskt forræði og „forrúss- neskun" brýst út með óviðráðan- legum hætti. Þá mun þeim vaxa ásmegin sem telja nauðsynlegt að skrúfa fyrir frelsislekann til að bjarga einingu ríkisins. Gorbatsjov með fjölmiðlafólki Sem fyrr segir: allt er á hverf- anda hveli. Og því ekki úr vegi að skoða nýlega ræðu Gorbatsjovs sjálfs, þar sem hann bæði brýnir menn til dáða í þágu umbótanna (,,pérestrojki“) og lætur falla við- vörunarorð, sem vel má túlka sem vissa tillitssemi við þá áhrifa- menn, sem væntanlega telja að of geyst sé farið. Hér er um að ræða ávarp Gor- batsjovs á fundi með stjórnend- um helstu fjölmiðla landsins, sem fram fór um miðjan febrúar. Pravda birti ræðuna ekki orð- rétta, en væntanlega í mjög ítar- legri endursögn. í upphafi máls síns lagði Gor- batsjov áherslu á nauðsyn um- bótanna, frá þeim mætti ekki hörfa, þótt þær kæmu við hagsmuni margra manna. Þeim yrði að fylgja eftir með verkum, því annars yrði ekki neitt úr neinu eins og oft áður. Hann sagði að það kæmi ekki til greina að „hægja á“ gagnrýni í fjölmiðlum, án hennar mundi engin þróun verða í lýðræðisátt. En hann bætti því við að menn yrðu að vanda sig vel, því gagnrýnin verður ávallt að vera „flokksholl“ (partínaja). Blaða- menn mættu ekki setja sig í dómarasæti enda „hefur enginn einkarétt á sannleikanum". Ekki mega menn heldur, sagði aðalrit- arinn, berjast fyrir lýðræði með því að skella á menn móðgandi stimplum. Réttlœtið Við höfum á síðasta flokks- þingi, sagði Gorbatsjov ennfrem- ur, vakið máls á félagslegu rétt- læti. Hann kvað það vel, en menn mættu ekki hafa þann „smáborg- aralega" skilning á félagslegu réttlæti sem kæmi í veg fyrir að menn fengju verðuga umbunun fyrir að þeir leggi meira til sam- félagsins en aðrir. Hér kemur Gorbatsjov inn á gamalt og nýtt mál: jafnlaunastefna sú sem bols- évikar á sínum tíma aðhylltust, var látin víkja fyrir bónusicerfum eftir afköstum og launamun eftir „menntun og ábyrgð“. Þau kerfi hafa reynst stórlega gölluð, hvort sem væri frá manneskjulegu sjón- armiði eða afkasta - og sam- kvæmt þessu telur Gorbatsjov svarið við þeim vanda bersýni- lega ekki vera fólgið í jafnlaunastefnu heldur greiðara sambands milli afkomu fyrirtækis og kjara strfsmanna en til þessa (m.ö.o. að dregið sé úr áhrifum miðstýrðra launakerfa). Saga og þjóðerni Gorbatsjov kvaðst sammála því að „ekki eiga að vera til gleymd nöfn, eyður, hvorki í sög- unni né bókmenntunum“ - og á þar við þá endurskoðun sové- skrar sögu og bókmennta sem hafin er á hans tíma. En hann bætti því svo við, að menn megi heldur ekki gleyma þeim „sem framkvæmdu byltinguna", ekki þeim sem unnu við erfiðar að- stæður og í góðri trú að því að koma upp iðjuverum og samyr- kjubúum og tókst að sigra fasista- heri Hitlers. Við skulum ekki mála beisklegar staðreyndir í ljósrauðum lit, sagði hann, en gleyma ekki hinu jákvæða held- ur. Þetta hljómar ekki illa - en það á svo eftir að koma í ljós, hvort þessi jafnvægiskenning kemur niður á greinum, fræðiritum og skáldverkum með þeim hætti, að einhverjum verði vísað frá prent- un með því fororði, að hann skrifi „of neikvætt“, taki ekki tillit til „gagnvirkunar jákvæðra og nei- kvæðra þátta“. Slíkt hefur áður gerst. Gorbatsjov minnti og á þjóð- ernamálin, en eins og áður var á minnst eru þau mjög viðkvæm, eins og nýlegar óeirðir í Alma- Ata, höfuðborg Kasakstans, sýna. Þær hófust eftir að æðsti maður Kommúnistaflokksins í landinu, Kazakhinn Kúnajev, var látinn víkja fyrir Rússa. óor- batsjov viðurkenndi að stundum hefðu menn horft á sambúðarmál þjóða „með höfuð reigð aftur á bak“ og sæu því ekki lifandi líf, þær „andstæður" sem uppi eru á hverjum tíma. Um leið er augljóst af endursögn Prövdu, að Gorbatsjov óttast að þjóðlegur metnaður leiði til þess, að hver þjóð um sig „setji eigin sögu á goðastall og allt sem henni tengist og þá ekki aðeins það sem til framfara horfði“. Þetta á reyndar ekki aðeins við um smærri þjóðir í Eystarasaltslöndum, Kákasus og víðar - þeir sem fylgst hafa með Sovétríkjunum undanfarin ár taka eftir því, að meðal Rússa, stærstu þjóðarinnar, er vaxandi þjóðerniskennd, sem einatt ýtir til hliðar byltingararfinum og flokknum. Gorbatsjov hrósaði rithöfund- um og blaðamönnum fyrir gott framlag til þeirra til opinnar um- ræðu - en einnig i því ávarpi var einnig viðvörun, nokkuð svo véfréttarleg: „í stað þess að segja eitthvað nýtt eru rithöfundar og blaðamenn stundum að flýta sér að ljúka við að segja það sem þeir ekki sögðu áður“. Og mætti þá andmæla Gorbat- sjov með því að segja, að ekki sé nema eðlilegt að menn bæti fyrst úr vanrækslusyndum sínum, áður en þeir leggja undir sannleikann ný lönd. Ræða Gorbatsjovs er vitanlega ekki annað en vísbending á óviss- um tímum. Vísbending um að hann telur breytingarnar lífsnauðsyn - en hvetur um leið til varfærni: aðgát skal höfð í nær- veru Flokksins, Sögunnar og Þjóðernisins... 8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 1. mars 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.