Þjóðviljinn - 01.03.1987, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 01.03.1987, Blaðsíða 19
Knattspyrna Þetta má hann ekki segja Markvörður vesturþýska landsliðsins skrifar bók um lyfjanotkun, flokkadrœtti og kynlíf. Markvörður vesturþýska landsliðsins, Toni Schumacher, hefur skrifað bók um líf sitt og’ annarra knattspyrnustjarna sem hefur vakið mikla reiði áður en hún sér dagsins Ijós - enda er þar fjallað um viðkvæm mál eins og lyfjanotkun, kynlíf knatt- spyrnumanna, klíkufjandskap og fleira þesslegt. Bókin er skrifuð í samvinnu við franskan blaðamann, Michel Meyer. Vikublaðið Spiegel er þegar farið að birta úrdrætti úr bókinni og er þar fyrst gripið nið- ur sem vesturþýska landsliðið er mætt til Heimsmeistarakeppni í Mexíkó og vegnar vel - nema hvað Schumacher sleppir boltan- um í netið í úrslitaleik gegn Arg- entínumönnum og kennir sjálf- um sér um og grætur beisklega eins og þar stendur. Örvandi lyf í þessum kafla er mikið fjallað um innbyrðist átök í liðinu, stjörnudrauma manna eins og Rummenigge, sem hafa selt sál sína með vafasömum kjörum fyr- irtækjum eins og Adidas og Fuji, og svo þann eilífa og þungbæra þrýsting til afreka sem hvílir á knattspyrnuhetjum. Schumacher viðurkennir fúslega að bæði hann og aðrir knattspyrnumenn freistist oftar en ekki til að lyfta sér á kreik, vinna gegn þeirri þreytu sem er óhjákvæmilegur fylgifiskur álagsins, með ýmsum örvandi lyfjum. Hann minnist þess til dæmis að hann og félagar hans, atvinnumenn í Köln, hafi fyrir mikilvægan leik haustið 1984 sturtað í sig hóstasaft, sem inniheldur verulegt magn af eph- edrini, sem á að auka úthald manna og efla með þeim árásar- hvöt. Schumacher varar mjög stranglega við þessum og öðrum tilraunum knattspyrnumanna til að snúa á líkamann - eftirköstin séu afleit, svefnleysi og náttúru- leysi. En hann segir að notkun örvandi lyfja sé algeng, enda séu Toni Schumacher (fyrir miðju) hefur stokkið út úr marki í úrslitaleik við Argentínumenn í Heimsmeistarakeppninni í Mexíkó: álagið er feiknalegt... knattsyrnumenn ekki undir eins sterkulyfjaeftirliti og ýmsir aðrir íþróttamenn - nema þá í Evrópu- meistarakeppni og Heimsmeist- arakeppni. Þegar Schumacher ræðir um Mexíkódvölina ásakar hann lækna landsliðsins fyrir að dæla alltof miklu af allskonar efnum - í pillum og sprautuformi - í skrokk knattspyrnumanna, enda hafi þeir þjáðst af niðurgangi og fleiri óþægindum fyrir bragðið. Hér fer margt saman - svefntöflur til að hvflast betur, plöntuseyði til að styrkja mótstöðuafl líkamans, ví- tamín C og B12 í stórum skömmtum, hunangsseyði til að styrkja hjarta og blóðrás, extrakt úr kálfsblóði til að vinna gegn af- leiðingum hins þunna lofts í Mex- íkó. Þar fyrir utan E-vítamín í stórum stfl. Konur og blaðamenn Að því er varðar kynlíf er Schum- acher sjálfur á því að best sé að halda sér frá kvenfólki meðan á harðri keppni stendur - þá gangi mönnum best að einbeita sér að því að „vera bestur í heimi", koma sjálfum sér í sigurvænlegt ástand. Hitt kunni svo ekki góðri lukku að stýra þegar menn alhæfa um of í þessum málum - mark- vörðurinn vill t.d. grípa til þjón- ustu „öruggra“ vændiskvenna ef það getur hjálpað einhverjum til að spila betur. Bók Schumachers hefur þegar vakið upp mikla gemju áður en hún kemur út eins og fyrr seeir. Sjálfur skýtur hann óspart á blöð og blaðamenn fyrir að blása til illinda milli knattspyrnumanna - landslið án árekstra og haturs er alls ekkert spennandi fyrir blöðin segir hann.. Engu líkara en á rit- stjórnarskrifstofunum sitji menn og búi til allskonar sögur sem við eigum svo að ganga inn í, gegna hver því hlutverki sem til er ætl- ast. Markverðinum heimsfræga liggur sérlega illt orð til þeirra dálkahöfunda blaðanna, sem sjálfir eru fyrrverandi knatt- spyrnumenn og þjálfarar - þeir noti tækifærin sem þeir hafa fyrst og síðast til að spýja galli haturs síns yfir þá sem enn hrekja bolta á milli marka. (byggt á Spiegel) GETUR DUANHENNAR Hún er alltaf laus og býöurþér ★ Háa vexti frá fyrsta innborgunardegi ★ Vexti sem færðir eru á höfuðstól tvisvar á ári ★ Hávaxtaauka reynist verðtryggð kjör betri _ : ttrarla .... ■ agp HAVAXTA BÖK ArsAvúxtun 204% 0 MVINNUBANKI

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.