Þjóðviljinn - 01.03.1987, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 01.03.1987, Blaðsíða 6
Nafnlaust smástirni: Er ekki gert ráö fyrir að hægt sé að vera byrjandi? Á aldarafmœli kvikmyndaborgar: í Hollywood eru allir hrœddir Elisabeth Taylor og Joan Collins: Stjömudýrkunin ber hin undarlegustu blóm... Nú í byrjun febrúar átti Holly- wood aldarafmæli og var þess minnst með hefðbundn- um kampavínsflaumi og með því að bæta marmarastjörnu með nafni Natalie Wood á Frægðargötu: nú getaferða- menn troðið undirfótum nöfn um 1800 kvikmyndaleikara sem ódauðlegir eru gerðir með þessum séstæða hætti. Einn sérdeilis frómur lóða- braskari, Harvey Henderson Wilcox, efndi í byggð þessa fyrir hundrað árum í Cahuengadal fyrir vestan Los Angeles. Holly- wood átti að verða fyrirmyndar- bær guðhræddra og bindindis- samra manna - en þegar ýmsir straumar sameinuðust um að gera staðinn að stórveldi kvik- myndaiðnaðarins varð hann vett- vangur Iífs sem margir munu í huga sér tengja öðru fremur við Sódómu og Gómorru. Snorrabúð stekkur Hollywood er nú ekki sá flott- heitabær sem hann var á mestu stórveldisdögum sínum á þriðja og fjórða áratugnum, þegar hann fóðraði atvinnulítið kreppuára- fólk á glæstri draumaveröld, skapaði háborg nýrra guða sem tilbeðnir voru um allan heim og bjó til helgisagnir ungrar og næst- um sögulausrar þjóðar. Glæsi- hótel og veitingastaðir þar sem áður bjuggu og átu Hedy Lam- arr, Jean Harlow eða þá Ronald Reagan, eru nú sum hver athvarf flakkara eða klámbíó. Fyrr og síðar hefur einkennt lífshætti Hollywood feiknarleg spenna milli háspenntra drauma um fræga sigra og raunhæfra möguleika á að vinna í því skrýtna happdrætti sem banda- rísk kvikmyndagerð einatt hefur verið. Og margir hafa brotnað niður eða verið brotnir niður í þeim sviptingum öllum. Saga kvikmyndaborgarinnar úir og grúir af furðulegum morðum og sjálfsmorðum og dramatískum dæmum af þeim sem hafa tortímt sjálfum sé í dópi eða brennivíni, Eitt sögulegasta sjálfsmorðið framdi ung leikkona, Lillian Millicent Entwislte árið 1932. í örvæntingu sinni yfir kvikmynd- afrægð, sem lét á sérstanda, klifr- aði hún upp á ljósaskiltið míkla með nafni bæjarins og henti sér fram af stafnum H, sautján metra háum. Og haft er fyrir satt, að þriðjungur allra starfsmanna kvikmyndaiðnaðarins banda- ríska séu háðir annaðhvort áfengi eða kókaíni. Og nú bætist eyðni við sem breiðist ört út í Hollywood. Þriðj- ungur karlleikara þar eru homm- ar, m.ö.o. tilheyra þeim hópi sem í mestri hættu hefur verið. En það er svo í anda þeirrar hræsni, sem svo lengi hefur sett svip sinn á líf kvikmyndaborgarinnar, að karls- tjörnunar mega ekki vera hom- mar. Og því er eyðni afneitað, - breitt yfir sjúkdóminn - enda þótt allir heimamenn viti hver hefur látist af völdum þess sjúk- dóms. Nýir eigendur En enn lifir Hollywood og mun aldrei láta það um sig spyrjast að þar ríki heimsslitastemmning. Enn mæta umboðsmenn og stjór- ar og stjörnur á ótrúlegum bflum til tískuveitingastaða til að ráða ráðum sínum og semja um til- færslur á miljónum dollara. En geta reyndar eins búist við því, að þegar þeir koma aftur á vinnu- stað sé búið að reka þá. Kvikmyndaver í eigu alvaldra stjóra eru ekki lengur til. Para- mount hefur t.d. verið í eigu olíu- hringsins Guif & Western síðan 1966. Transamerica keypti árið 1968 United Artists. Coca Cola keypti Columbia Pictures árið 1982. Hinir nýju eigendur, auð- hringastjórar á Austurströnd- inni, bera lítið skyn á kvikmyndir en eru þeim mun fljótari að bregðast við sveiflum í fjármál- um. Og reka menn umsvifalaust um Ieið og einhver kreppuþefur er í lofti. Sagt er að „liðsforing- jar“ Hollywood fái ekki að hafa mannaforráð nema svosem 18 mánuði að meðaltali. Nógir eru til að taka við þeim sem fyrir borð falla. Ekki svo að skilja: elskulegt var andrúmsloftið aldrei í Holly- wood. Mógularnir Louis B. Mey- er (MGM), Adolp Zukor (Par- amount) og William Fox (20th Century Fox) voru svosem engir mannvinir. Listrænt frelsi skorið niður við þeirra smekk og vilja. En þeir voru að minnsta kosti af lífi og sál í kvikmyndaframleiðsl- unni, sem ekki verður sagt um hina nýju eigendur iðnaðarins. Hver rœður? Stóraukinn framleiðslukostn- aður setur og mikinn svip á líf Hollywood. Það kostar að með- altali 10-15 miljónir dollara að búa til kvikmynd nú um stundir, og þar fyrir utan þarf að setja 7 miljónir dollara í auglýsingar og dreifingarkostnað. Engu að síður er mikið framleitt - í fyrra var í Los Angeles gerð 161 kvikmynd og var þar um að ræða fimmtíu prósent hækkun milli ára. Myndbanda- og kapalsjónvarps- markaðurinn hefur ekki dregið úr afköstum kvikmyndaiðnaðar- ins eins og margir bjuggust við. En hinar nýju boðleiðir hafa breytt mörgu um sjálfar myndirn- ar. Aðstæður krefjast þess, að gengið sé fyrirfram mjög ræki- lega frá öllum ákvæðum sem lúta að sölu og dreifingu. Slík samn- ingagerð er orðin að flókinni list, sem hefur gert lögfræðinga, sem á slíkt kunna, að feikna valda- miklum persónum og hálaunuð- um eftir því. En menn þessir hafa náttúrlega ekki hundsvit á kvik- myndum, þótt þeir ráði því með ákvörðunum sínum í hvaða myndir skal leggja og hverjum er hafnað fyrirfram. Vegna þess að þessir menn eru fáfróðir og hræddir um starf sitt, taka þeir ákvarðanir í anda hinn- ar minnstu áhættu. Heldur láta þeir framleiða þriðju eða fjórðu útgáfu af kassastykkjum (Rocky IV, Star Trek IV, Police Aca- demy III) en að þeir gefi minnsta gaum að nýjum hugmyndum. Enda segir kvikmyndapáfi New York Times, Vincent Canby um gæði þeirra mynda sem til urðu í fyrra: „Ef við lítum á mestu aðsóknarmyndirnar frá því sjón- arhorni, að í þeim rætist sam- eiginlegir óskadraumar okkar, þá hljótum við að vera þjóð and- legra sadista eða vanþroskaðra heilaspunamanna, sem standa blýfastir á þroskastigi fimmtánda aldursárs". Verk eins og Platoon (um stríðið í Víetnam) heyra til undantekninga. Listaverk eins og „Hanna og systur hennar" eftir Woody Allen verða ekki til í Hollywood heldur hjá óháðum framleiðendum á Austurströnd- inni. Mikll er sú mœða Reyndar eru allir hræddir í Hollywood, hvort sem þeir sitja efst á valdspýramíðanum eða neðar. Blaðamenn eru hræddir við að bera fram rangar spurning- ar. Byrjendur eru hræddir um að þeir muni ekki geta komið sér þar fyrir á markaðnum þar sem eftir þeim verður tekið. Enda ekki nema von: hvert kvikmyndaver fær 10 þúsund handrit og hug- myndir á ári, ekki eru skoðuð nema 70-100 af þeim og af þeim verða í mesta lagi tólf að kvik- myndum. Handritahöfundar eru í vasan- um á umboðsmönnum sem og leikarar. Og það er eins og eng- inn geri ráð fyrir því að einhvers- staðar þurfi menn að byrja. Leikarafélagið vill ekki að utan- félagsmenn séu ráðnir til að leika í kvikmyndum, en enginn fær fé- lagsskírteini í því stéttarfélagi nema hann hafi leikið í mynd sem félagsbundnir menn báru uppi. Og síðan eru 85% þeirra sem í Ieikarafélaginu eru atvinnu- lausir. En þeir sem hafa „meikað það“, og eru kannski einskonar stjörnur, þeir eru skjálfandi á báðum beinum um stöðu sína, um framhald sinnar velgengni. Engu líkara en að óvissuand- rúmsloft sé búið til sérstaklega í kringum þá. í angist sinni bregð- ast þeir við með því að leigja sér heilan her sérfræðinga, sem segir þeim hvemig á að bregðast við streitu, panta réttan blómvönd frá réttri verslun, kaupa réttan evrópskan bfl og pískar þá áfram í miskunnarlausri líkamsrækt. Samkvæmin era ekki afslöppun heldur flókin og erfið kvöð, sem einnig heimtar dýra sérfræði- þjónustu í matargerð, innanhúss- sícreytingum og niðurröðun til borðs. Kvlkmyndir og veruleiki Kvikmyndafrægðin getur svo af sér marga undarlega siði og viðhorf í hinni endalausu og grimmu baráttu fyrir að komast í sviðsljósið. í Hollywood verður sá frægur sem má þjóna frægum mönnum. Þar borga menn lækn- areikninga með því að leyfa lækn- inum að segja frá því að ÉG hafi gengið til hans. Og hér verða frægðarmenn fyrir þeirri merki- legu lífsreynslu að verða að fela sig á bak við lífverði og flókinn öryggisbúnað gegn aðdáendum, sem era reiðubúnir til að drepa elsku stjörnurnar til að verða frægir sjálfir. Menn segja líka, að obbinn af Hollywoodkvikmyndum komi bandarískum veraleika harla lítið við. Altént væri nær að ætla að kvikmyndir væra veruleikanum fyrirmynd en ekki öfugt. John Hinckley, sem skaut á Reagan forseta, var að líkja eftir bflstjór- anum í „Leigubflstjóranum" eftir Scorcese, sem tók gott og illt í sínar hendur. Og fórnarlambið, Reagan forseti? Hann baðst af- sökunar á því nýlega að geta ekki verið viðstaddur afhendingu Óskarsverðlauna í Hollywood vegna þess að „hér í Washington er ég upptekinn í annarri bíó- mynd sem er ekki búin fyrr en ég er dauður“. ÁB byggði á Spiegel 6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 1. mars 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.