Þjóðviljinn - 01.03.1987, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 01.03.1987, Blaðsíða 4
Stóriðjudraumur hægri manna virðist hafa beðið alvarlegt skipsbrot. Erlendir auðhringir og fjármagnseigendur standa ekki í biðröðum til að fá að taka þátt í stóriðju hér. Arðsemisáætlun sýnir 8% arð af Kísilm- álmvinnslunni. Rio vill 10-12% arð. Raforkuverð hernaðarleyndarmál. Talað um 7-12 mills. RTZ fyrst og fremst áhuga á álveri í Straumsvík. Stóriðjumunstrið í heiminum hefur breyst. Auðhringirnir minnka málmf- ramleiðsluna en færa sig feti ofar og fullvinna framleiðsluna. Byggðar- stefna stóriðjunnar mjög varasöm Kísilmálmvinnsalan í Reyðar- firði og stækkun álversins í Straumsvík áttu að vera for- gangsverkefni í atvinnuuppbygg- ingu núverandi ríkisstjórnar. Nú er kjörtímabilinu að ljúka án þess að nokkuð hafi gerst í þessum málum, annað en að milljónum hefur verið eytt í samningavið- ræður, undirbúningsvinnu og starfsrækslu skrifstofu Kísil- málmvinnslunnar í Watergate- byggingu íslenskra aðalverktaka á Ártúnshöfða. Albert Guðmundsson er nú staddur í London í viðræðum við Rio Tinto Zink, en mestri orku hefur verið eytt í að ná samning- um við þann auðhring um rekstur Kísilmálmvinnslunnar. Það eru þó ekki bjartar horfur í þeim við- ræðum. Tvennt kemur þar eink- um til; annarsvegar gengisþróun að undanförnu, en fall doliarans hefur gert kísilmálmvinnslu mun óarðbærari en var. Öll aðföng til uppbyggingar verksmiðjunnar og reksturs hennar eru greidd með evrópugjaldmiðlum, einkum þýskum mörkum. Stærsti hluti kostnaðarins er í brennsluofnum, sem keyptir verða frá Þýskalandi. Hinsvegar hefur heimsmarkað- sverð á kísilmálmi verið mjög lágt að undanförnu. í nýbirtri Þjóð- hagsspá er gert ráð fyrir frekari verðlækkun á kísiljárni þannig að horfurnar eru ekki bjartar. Of lítill arður RTZ fór fram á að arðsemis- áætlun yrði gerð fyrir verksmiðj- una. Sú arðsemisáætlun lá fyrir í desember og sýndi 8% hagnað á ári. Það þykir stjórn RTZ og lítil arðsemi. Samkvæmt heimildum Þjóðviljans fer fyrirtækið aldrei út í rekstur nema að minnsta kosti 10-12% arðsemi sé af fyrir- tækinu. Þeir sem hafa verið í þessum viðræðum fyrir RTZ hafa því ekki viljað leggja áætlunina fyrir stjórn RTZ. Verði hún lögð fram og henni hafnað er talið víst að verksmiðjan sé úr sögunni. Því hefur verið ákveðið að bíða í hálft ár í þeirri von að ytri aðstæður breytist, dollarinn styrki aftur stöðu sína eða að heimsmarkaðs- verðið hækki. Einn stærsti pósturinn í arð- semisáætluninni er raforkuverð- ið. Stjórn Landsvirkjunar skipaði þriggja manna nefnd til að fjalla um raforkuverð til Kísilmálm- vinnslunnar. Nefndina skipa þeir Jóhannes Nordal, sem einnig á sæti í stóriðjunefnd, auk þess sem hann á sæti í undirnefnd, sem sér- staklega sér um samningaviðræð- ur varðandi Kísilmálmvinnsluna. Jóhannes situr því beggja vegna borðsins þegar stóriðjunefnd semur við Landsvirkjun. Auk hans eiga þeir Böðvar Bragason og Baldvin Jónsson sæti í nefnd Landsvirkjunar. Raforkuverðið hernaðar- leyndarmól Nefndin hefur ekki skilað neinni skýrslu til stjórnar Lands- virkjunar, það þótt augljóst sé að ákveðið raforkuverð liggi til grundvallar arðsemisáætluninni, og að það raforkuverð sé endan-_ legt náist samningar, því á annað' væri litið sem samningsbrot. Ómögulegt reyndist að fá á- reiðanlegar upplýsingar um raf- orkuverðið. Flestir þeir aðilar sem Þjóðviljinn talaði við töldu þó að það yrði einhversstaðar á bilinu 7-12 mills, eða meðaltalið af því sem Álverið í Straumsvík og Járnblendiverksmiðjan greið- ir. „Raforkuverðið er algjört hernaðarleyndarmál,“ sagði við- mælandi sem fylgist náið með samningaviðræðunum. Hann var spurður að því hvort litið væri á orkuna sem seld verður til Kís- ilmálmvinnslunnar sem afgangs- orku eða hvort hún væri flokkuð undir forgangsorku. „Það er blandað. Það þarf ekki að vera jafn örugg afhending á orku til Kísilmálmvinnslunnar og er til Álversins, en hinsvegar verður afhendingin að vera nokkuð trygg, það er augljóst.“ Þó orkan yrði seld á 12 mills þá er það eftir sem áður langt undir kostnaðarverði því talað er um að 20 mills sé nærri því sem orku- framleiðslan kostar. Almenningi í landinu og smáiðnaði er því ætl- að að greiða niður raforkuna í þessa verksmiðju einsog aðrar stóriðj uverksmiðj ur. Eitt stykki verksmiðja takk Þó allt væri óvíst með samn- inga var ákveðið að bjóða út verksmiðjuna. Mjög óvanalega var staðið að því útboði að minnsta kosti miðað við íslenskar aðstæður. Var verksmiðjan boð- in út sem ein heild, alveg frá hönnun til fullskapaðrar verk- smiðju. Fyrst fóru fram könnun- artilboð og voru tvær verktaka- samsteypur valdar úr þeim sem tóku þátt í könnunartilboðinu, til að gera endanlegt tilboð í verkið. Það voru ístak og enska fyrirtæk- ið David MacGue og hin sam- steypan var Hagvirki og þýska fyrirtækið Demack. Almenna verkfræðistofan hafði gert kostnaðaráætlun fyrir Kísilmálmvinnsluna og hljóðaði hún upp á 60 milljónir króna. Var almennt búist við að tilboðin myndu lækka kostnaðinn. Sú varð þó ekki raunin því tilboð verktakanna voru yfir 100 milljónir. Réð gengisþróun tölu- verðu um hækkunina en einnig er talað um að Almenna verkfræði- stofan hafi mjög vanáætlað kostnaðinn. Ákveðið var að ganga til við- ræðu við báðar samsteypurnar og reyna að fá niður kostnaðinn. Var að lokum ákveðið að ganga til samninga við ístak og David MacGue um að þeir reistu verk- smiðjuna fyrir 85-86 milljónir króna. Samkvæmt heimildum Þjóð- viljans var tilboð Hagvirkis í ís- lenska hlutann mun lægra en til- boð ístaks, hinsvegar var tilboð Bretanna það miklu lægra en til- boð Þjóðverjanna að heildartil- boð ístak og David MacGue var hagstæðara. Munu viðræður hafa átt sér stað á milli ístak og Hag- virkis um að Hagvirki taki að sér hluta verksins. „Verði ekkert úr þessu núna er það djöfuls skandall," sagði einn viðmælenda blaðsins. „Það hafa fleiri aðilar lagt milljónir í þetta, íslenska ríkið, verktakar hér heima og erlendir verktakar. Verði ekkert úr þessu mun eng- inn taka mark á íslenskum stjórnvöldum framar varðandi erlenda fjárfestingu á íslandi." Rio í álið Rio Tinto Zink hefur aldrei fengist við kísilmálmvinnslu Kostnaður við samninga Jóhannes Nordal situr beggja vegna samnings- borðsins. Tekjur af nefndar- störfum vegna stóriðju- samninga á árunum 1983 og 1984 tæpar 438 þúsund krónur. GuðmundurG. Þórarinsson hafði á árunum 1983 og 1984 rúmar 486 þúsund krónur vegna stóriðjusamn- inga. Gunnar G, Schram hafði á árunum 1983 og 1984 tæp- ar 505 þúsund krónur vegna stóriðjusamninga. Garðar Ingvarsson hafði á árunum 1983 og 1985 rúm- ar 643 þúsund krónur vegna stóriðjusamninga. Hvað ætli hlaupin eftir mýr- arljósum stóriðjunnar, einsog Geir Gunnarsson, alþingismaður kaliaði eltingaleik beggja iðnað- arráðherra Sjálfstæðisflokksins þetta kjörtímabil við erlenda auðhringi, hafl kostað okkur? Það er erfitt að henda reiður á því. í maí 1985 lagði Geir Gunnars- son fram fyrirspurn til iðnaðar- ráðherra um kostnað vegna samningsnefndar um stóriðju og vegna stóriðjunefndar. Auk þess fór hann fram á að fá sundurlið- aða þóknun til einstakra nefndar- manna, starfsmanna nefndanna og ráðunauta auk ferðakostnaðar og annars kostnaðar. í svari iðnaðarráðherra kom í ljós að kostnaðurinn vegna samn- inganefndar um stóriðju, sem skipuð var 14. júní 1983, var fyrir árin 1983 og 1984 kominn í tæpar 28 milljónir króna. Þar af hafði Jóhannes Nordal fengið 437.828 kr. fyrir nefndarstörf og sem greiðslu sem starfsmaður nefnd- arinnar. Aðeins 57 þúsund voru fyrir nefndarstörfin en restin var fyrir störf fyrir nefndina. Guðmundur G. Þórarinsson hafði fengið 469.819 fyrir nefnd- arstörf og störf fyrir nefndina. Auk þess fékk hann 16.602 kr. fyrir störf í stóriðjunefnd. Gunnar G. Schram, alþingis- maður, hafði fengið 504.985 kr. fyrir nefndarstörf, sem starfs- maður nefndarinnar og ráðgjafi hennar. Garðar Ingvarsson, hagfræð- ingur, hafði fengið 643.578 kr. fyrir nefndarstörf og störf fyrir nefndina (hver er eiginlega mun- urinn á þessu tvennu?) Þá fékk Garðar 17.200 fyrir störf sín í stóriðjunefnd. Nú liggur fyrirspurn fyrir Al- þingi frá Geir Gunnarssyni um kostnað við störf þessara tveggja nefnda fyrir árin 1985 og 1986. áður. Áform þeirra hér á landi munu tvíþætt samkvæmt heimild- um Þjóðviljans. í fyrsta lagi hyggjast þeir græða á verksmiðj-' unni og hefur það flogið fyrir að breyta þurfi íslenskum lögum til að koma til móts við þau áform RTZ, að flytja hagnaðinn úr landi. í annan stað hugsa RTZ sér til frekari hreyfings í íslensku efna- hagslífi. Iðnaðarráðherra hefur látið í það skína að ákveðinn aðili hafí áhuga á að taka þátt í helm- ingsstækkun álversins í Straumsvík. Sá aðili mun vera RTZ. „Aðaláhugi RTZ liggur í ál- vinnslunni," sagði einn heimilda- maður Þjóðviljans. Annar við- mælandi okkar benti á að nýlega hafi RTZ keypt meirihluta í ál- veri í Wales. Áður en það gerðist urðu þeir að selja meirihluta sinn í CRA í Ástralíu vegna þrýstings frá stjórnvöldum þar. Astralir hafa nýlega mótað þá stefnu að heimamenn skuli eiga meirihluta í fyrirtækjum þar í landi. Auk þess hefur CRA verið mjög um- deilt fyrirtæki. „Áhugi RTZ á Kísilmálm- vinnslunni er því fyrst og fremst í tilraunaskini. Þeir vilja vita hvernig er að starfa með íslend- ingum auk þess sem þeir eru að leita að nýjum möguleikum á málmsviðinu.“ Auðhringirnir fœra sig þrepi ofar En hver ætli þróun stóriðju- mála verði á næstu árum? Er draumurinn úti eða má búast við að hann geri aftur vart við sig? Allan þennan áratug hefur lítið sem ekkert verið að gerast í þess- um málum og virðist sem auðhringarnir haldi að sér hönd- unum, séu í biðstöðu. Þá hefur sú þróun átt sér stað að auðhringar á borð við RTZ hafa einna helst verið til viðræðu þar sem boðið er upp á minnihlutaeign í verk- smiðjum. Hafa þeir jafnfram los- að sig við meirihlutaeignina í mörgum verksmiðjum. Töluverður hluti af greininni hefur verið að færast til þróunar- landanna og er það einkum til landa þar sem ríkisstjórnir beita sér af alefli fyrir að lokka til sín stóriðjuna, með ódýru vinnuafli og niðurgreiddu rafmagni. Málmframleiðslan hefur því þró- ast í þá átt að það eru fyrst og fremst ríkisfyrirtæki sem standa í framieiðslunni. Stórfyrirtækin hafa hinsvegar fært sig einu þrepi ofar í framleiðslunni og fullvinna vörur úr málminum. Tvennt er þó talið geta haft á- hrif í þá átt að stóriðja á íslandi þætti vænlegur kostur í framtíð- inni. í fyrsta lagi vilja stórfyrir- tæki í V-Evrópu ekki verða of háð þróunarríkjunum, t.d. um ál- framleiðslu og leita því að mögu- leikum sér nær. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 1. mars

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.