Þjóðviljinn - 01.03.1987, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 01.03.1987, Blaðsíða 15
Andy Warhol, sem varð fræg- ur fyrir að gera myndir af myndum, er látinn. „Ég vildi óska þess að ég væri vél,“ var eitt sinn haft eftir honum Úr kvikmyndinni „Flesh“ Andy Warhol er látinn. Hvort þjóðsögnin um Andy Warhol dó með honum er hinsvegar óljóst enn. Maðurinn sem var frægur fyrir að gera myndir af myndum fékk heilablóðfall aðeins 59 ára að aldri. Andy Warhol byrjaði feril sinn sem auglýsingateiknari en fór síð- an að gera myndir af auglýsing- unum og var heimsfrægur fyrir. Hann var einn af popplistamönn- unum bandarísku, sem vöktu mikla athygli á sjöunda áratugn- um. Árið 1964 málaði Warhol sína frægu dósamynd af Camp- bells tómatsúpu. Tveim árum áður hafði hann útfært ljósmynd af þokkadís auglýsingaskrums- ins, Venus bandaríska neyslu- þjóðfélagsins, Marilyn Monroe. Seinna átti hann eftir að gera myndir í svipuðum dúr af fleiri kvikmyndagyðjum, nú síðast af Ingrid Bergman, sem til skamms tíma hafa hangið uppi í Norræna húsinu. Maður endurtekninganna Warhol var maður endurtekn- inganna, þessvegna bjó hann líka til myndir af veggfóðri með blómamunstri og öðru með kýr- hausum. Myndirnar af veggfóðri voru veggfóður. Hann bjó líka til mynd af dollurum, röð af þessum grænu seðlum sem auglýsinga- heimurinn snérist í kringum. En það voru ekki bara myndir af ytra borði hins ameríska raun- veruleika sem urðu viðfangsefni hans. Fræg er mynd hans af raf- magnsstólnum og önnur af hrylli- legu bílsslysi. Sumum finnst ekki mikið til myndlistarmannsins Andy War- hol koma og eiga erfitt með að sjá hann sem þann brautryðjanda sem aðrir vilja gera hann að. Hinsvegar dylst engum að hann hafði þýðingu. Erfiðara er aftur á móti að gera sér grein fyrir því hvaða þýðingu hann hafði. Hann átti sinn þátt í því með öðrum popplistamönnum að afhjúpa innihaldslausa tilveru neyslu- þjóðfélagsins. Ekki bara með myndum sinum. Ekki síður með sjálfum sér og lífi sínu. Giftur segulbandi Hann bjó með hundi sínum Archie í New York, sjónvarps- tækjum og segulbandi: „Seint á sjötta áratugnum hófst ástarsam- band mitt við sjónvarpstæki og það hefur haldið áfram allt til dagsins í dag. í svefnherbergi mínu eru fjórir imbar. En ég gift- ist ekki fyrr en 1964 þegar ég eignaðist mitt fyrsta segulbands- tæki. Ég og eiginkona mín, segul- bandið, höfum verið gift í áratug núna. Þegar ég segi „við“ á ég við segulbandið mitt og mig. Fjöldi fólks skilur það ekki. hann fékk ekki fullnægingu í munn minn.“ Um fegurðina: „Það fallegasta við Tokyo er McDonald's. Það fegursta við Stokkhólm er McDonald‘s. Það fegursta við Flórens er McDonald's. Peking og Moskva hafa enga fegurð enn. Ameríka er reglulega falleg en hún væri fallegri ef allir ættu nóga peninga til að framfleyta sér.“ „Það er þrennt sem mér finnst ætíð fallegt: gömlu skórnir mínir sem særa mig ekki, rúmið mitt og tollverðirnir í Bandaríkjunum þegar ég kem heim.“ Um tímann: „Ég lifi fyrir fram- tíðina, vegna þess að þegar ég hef sælgætisöskju get ég ekki beðið eftir að bragða síðasta bitann. Ég sleppi því j afnvel að bragða á hin- um bitunum. Ég vil bara ljúka þessu af og henda burt öskjunni svo ég þurfi ekki að hugsa meira um hana. Ég vil bitann nú eða ekki svo ég geti hætt að hugsa um hann. Þeir dagar koma því að ég óska þess að ég sé orðinn ellilegur útlits svo ég geti hætt að hugsa um það hvernig ég verð þegar ellin ber að dyrum.“ Bókin er auðvitað full af mót- sögnum einsog vera ber hjá helsta páfa popplistarinnar en þessar mótsagnir eru líka afhjúp- andi, ekki bara um hugarheim listamannsins heldur einnig um umhverfið sem hann hrærist í. Andy Warhol var ekki við eina fjölina felldur í list sinni. Áður hefur verið minnst á myndlistina og heimspekiþanka hans, en hann kom víðar við. Kvikmyndir Á vegum Warhols voru fram- leiddar fjöldinn allur af kvik- myndum. Það byrjaði með sjö tíma langri kvikmynd um Empire State bygginguna. Það eina sem gerðist í þeirri kvikmynd var að ljós voru tendruð og slökkt í gluggum byggingarinnar. í kjöl- farið kom svo fjöldinn allur af 'kvikmyndum sem fjölluðu um þá þætti borgarlífsins sem sjaldnast er greint frá í bandarískum kvik- myndum. Kvikmyndimar voru mjög bersöglar kynferðislega og þeim ekkert heilagt. Þó var hér ekki um klámmyndir að ræða heldur fjölluðu þessar myndir um einmanaleikann í fólksmergð- inni, um það hvemig tilfinninga- fatlað fólk leitar sambands við sína líka; um tómleikann. Warhol leikstýrði fæstum af kvikmyndunum, heldur ungaði hann út hugmynd og lét aðra um að vinna úr henni. Þó fæstar af þessum kvikmyndum nytu al- mannahylli þá hafa þær samt haft sín áhrif. Þær urðu til þess að fjöldinn allur af kvikmyndagerð- armönnum í Bandaríkjunum eygði möguleika til að gera kvik- myndir óháðar stóru kvikmynda- verunum. Heil kynslóð óháðra kvikmyndagerðarmanna fylgdi í fótspor Warhol, Casavetty er bara einn þeirra. Popptónlist Og frá kvikmyndunum skulum við halda inn á svið tónlistarinn- ar. Þó ekki sé vitað til þess að Warhol hafi haldið lagi né kunn- að gamla Nóa á píanó hafði hann mikil áhrif á þróun popptónlistar- innar með því að koma ákveðn- um listamönnum innan hennar á framfæri. Það byrjaði með Vel- vet Underground í New York. Það var Andy sem uppgötvaði þá og útvegaði þeim staði til að flytja tónlist sína á. Frá Velvet Under- groun komu tónlistarmenn á borð við Lou Reed, Nico og John Cale. Fleiri hljómsveitir tók hann upp á arma sína þó engin hafi náð jafn langt og Velvet á sínum tíma. Að lokum skal svo minnst á það að Andy Warhol gaf út eigið tímarit: Andy WarhoPs Intervi- ew Magazine, eða Viðtalsritið. Það fer ekkert á milli mála að Warhol var mikill áhrifavaldur í bandarískri listsköpun, hver svo sem skoðun manna er á persón- unni og verkum hennar. „Ég vildi óska þess að ég væri vél,“ var haft eftir Warhol. -Sáf Þessi orð eru úr heimspekiriti Andy Warhol, Frá A til B og aft- ur til baka, sem kom út árið 1975. í þeirri bók kennir ýmissa skemmtilegra grasa. Þar stígur fram allt annar Andy en í mynd- unum. Bókin er mjög opinská um persónu hans. „Móðir mín sagði mér að hafa engar áhyggjur af ástinni, það eina sem ég yrði að ábyrgjast væri að giftast. En ég vissi alltaf að ég myndi ekki gift- ast, vegna þess að ég vildi ekki eignast börn, ég vildi ekki að þau hefðu sömu vandamál og ég. Ég held að enginn verðskuldi það.“ Það er hægt að grípa niður í bók Andy Warhols hvar sem er: „Ég hugsa mikið um það fólk sem sagt er laust við öll vandamál, fólk sem giftist og lifir og deyr og allt er dásamlegt. Ég þekki eng- ann sem þannig er ástatt um. All- ir mínir kunningjar hafa einhver vandamál, þó ekki sé nema það að ekki er hægt að sturta niður f klósettinu hjá þeim.“ Fegurðin er McDonald's Um ástina: „Skoðanir manna á ástinni eru mismunandi. Stúlka sem ég þekki sagði við mig; ég vissi að hann elskaði mig þegar Campbell's Sunnudagur 1. mars 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.