Þjóðviljinn - 01.03.1987, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 01.03.1987, Blaðsíða 17
Nafn vikunnar Islenskir áhorfendur erui toppurinn í heiminum ÞorgilsÓttar fyrirliði íslenska landsliðsins íhandknattleik Fáir íþróttaviöburðir hafa vak- ið jafnmikla athygli undanfarið en landsleikir íslands og Júgó- slavíu í handknattleik sem fram fóru hér á landi í síðustu viku. Mikil ánægja ríkti að sjálfsögðu með sigurinn á heims- og ól- ympíumeisturun-um í síðari leiknum og þá hafa myndir af „júgóslavneska bragðinu" vakið gífurlega athygli. En fyrst og fremst er það hinn öruggi sigur íslands, 24-20, sem er í brenni- depli og í tilefni af honum er Þorgils Ottar Mathiesen landslið- sfyrirliði úr FH nafn vikunnar að þessu sinni. - Hvaða þýðingu hefur þessi sigur fyrir landsliðið? „Hann eflir sjálfstraust okkar og við gerum okkur betur grein fyrir því að við getum unnið hvaða lið sem er. Það er líka mikilvægt að ekkert lið nái sál- fræðilegum tökum á okkur með sífelldum sigrum. Að því leyti höfum við náð mikilvægum ár- angri undanfarið, jafnteflum við Rússa og Austur-Þjóðverja og svo er það þessi sigur á Júgóslöv- um. Þetta er líka mikil auglýsing fyrir handboltann og það sem við erum að gera, fjáröflun HSÍ gengur betur og við urðum líka að sýna fólki að við verðskuldum allan þann stuðning sem okkur hefur verið sýndur, ekki síst vegna þess að þetta voru síðustu landsleikirnir í vetur. Þá var upp- selt á landsleiki í fyrsta skipti í áraraðir og við urðum að standa okkur.“ - Dregur það á einhvern hátt úr ánægjunni að í lið J úgóslava vant- aði marga af þeim sem unnu heimsmeistaratitilinn í fyrra? „Það hefur að sjálfsögðu ein- hver áhrif en eftirá breytir það ekki svo miklu. Júgóslavar eru með mikla breidd, nýr þjálfari er að byggja upp nýtt lið fyrir Ól- ympíuleikana í Seoul. Menn eins og Vujovic, Vukovic, Isaakovic og Rnic eru búnir að vinna allt sem hægt er að vinna og það er erfitt að ná upp nægilegum metn- aði hjá þeim héðan í frá. Júgósla- var eru að ganga í gegnum breyt- ingatímabil, á meðan við erum með nánast óbreytt lið sem finnur að það getur gert enn betur.“ - Var sigurleikurinn algjör toppleikur hjá ykkur? „Já, ég held að það sé ekki hægt að segja annað. Að vísu eigum við eftir að þróast meira og margt þarf enn að bæta. Það sem skiptir öllu máli er að ná 5-6 svip- uðum leikjum þegar á hólminn er komið í stórri keppni, það er það sem vinnan hjá okkur gengur útá. Nú þurfum við t.d. að þróa leikkerfin og breyta þeim, eftir árangur okkar í Sviss eru önnur lið farin að kryfja okkur betur og skoða leiki okkar nánar." - Áhorfendur troðfylltu Höll- ina í báðum leikjunum. Hvað hafa þeir mikið að segja og hvernig eru þeir í samanburði við áhorfendur erlendis sem þú hefur kynnst? „Stemmningin í Höllinni var ein sú rosalegasta sem ég hef kynnst á mínum ferli. Það er tal- að um að heimavöllur gefi 3-4 mörk í forgjöf og hér er það ör- ugglega í efri kantinum. fslenskir áhorfendur eru toppurinn í heiminum, það er engin spurn- ing.“ - Hvað tekur nú við hjá lands- liðinu? „Við erum í fríi til 3. júní en þá byrja æfingar, 8-9 sinnum í viku, út þann mánuð. f lok júní förum við á mjög sterkt mót í Júgó- slavíu, „Jugoslavian Trophy" og mánuði síðar er möguleiki á að farið verið í nokkurs konar sýn- ingarferð til Bandaríkjanna. Það er freistandi boð en er óljóst enn. Um mánaðamótin ágúst- september er fyrirhugað að fara í viku til Vestur-Þýskalands og leika æfingaleiki við félagslið. Næsta vetur verður farið á sterk mót erlendis og einnig leikið hér heima. Við munum eingöngu leika við sterkar þjóðir frá og með þeim tíma og fram að Ól- ympíuleikunum." - Nú réðust úrslit í B- keppninni á Ítalíu á fimmtudagskvöldið og Sovét- menn og Tékkar tryggðu sér rétt til að leika á Ólympíuleikunum í Seoul. Áttirðu von á því? „Ég reiknaði alltaf með Rúss- unum en alis ekki Tékkum. Ég bjóst við að Vestur-Þjóðverjar færu áfram en sennilega hefur fjarvera markvarðarins Andreas- ar Thiel haft mikil sálræn áhrif á þá. Það er vont fyrir okkur að þeim skyldi ekki takast að kom- ast til Seoul því okkar menn í Vestur-Þýskalandi munu eiga erfiðara um vik að losna til æfinga Þorgils Óttar Mathiesen skorar í landsleik og fær til þess góðan stuðning frá Bjarna Guðmundssyni, sem lék sinn 200. landsleik fyrir (sland sl. mánudags- kvöld. Mynd: E.ÓI. og leikja með landsliðinu næsta vetur. Það er viðkvæmt mál en bjargast örugglega einhvern veg- inn. - í Seoul verða níu geysisterkar þjóðir, sex efstu frá HM í Sviss og Sovétmenn, Tékkar og Suður- Kóreubúar að auki. Stjórn HSÍ hefur opinberað það markmið sitt að ísland nái verðlaunasæti á Ólympíuleikunum. Er það raun- hæft? „Þetta er geysilega sterkt og það er ljóst að það kostar gífur- Iega vinnu að ætla sér að ná langt. Það þarf allt að smella saman og heppnin verður að vera með okk- ur. En hið opinbera markmið sem við leikmennirnir setjum okkur er að vera í einu af sex efstu sætunum. Þá verðum við áfram A-þjóð og förum beint í heimsmeistarakeppnina í Tékk- osióvakíu árið 1990. En auðvitað gerum við okkar besta og allt framyfir 6. sæti yrði skemmti- legur bónus.“ -VS __________________LEtÐARI __ Reykjavíkurfundurinn og Fundur Gorbatsjofs og Reagans í Reykjavík á síðasta hausti breytti ímynd lands og þjóðar í augum umheimsins. Leiðtogarnir tveir komu til þess fundar án þess að menn ættu í rauninni von á stórvægi- legum tíðindum. Alþjóðaspekingar töldu, að Reykjavíkurfundurinn myndi fyrst og fremst verða vinnufundur þar sem reynt yrði að tryggja að einhver árangur næðist á þarnæsta leiðtogafundi. Hins vegar kom skjótt í Ijós, að Gorbatsjof, leiðtogi Sovétríkjanna, var reiðubúinn til að gera samninga í Reykjavík, sem hefðu svo sannar- lega markað tímamót í afvopnun heimsins. Því miður reyndist Reagan í of stríðu tjóðri hauka- liðsins í Washington. Samningavilji varekki fyrir hendi í herbúðum þeirra og sögulegu tækifæri var varpað á glæ. En fundurinn í Reykjavík er ekki einvörðungu sögulegur fyrir þá sök, að þar var óvænt varpað fram róttækum hugmyndum að afvopnun stór- veldanna. Hans verður líka minnst vegna þess að á honum kom fram einn fyrsti handtæki vott- ur þess að gleðilegar breytingar voru að verða á hugsun og viðhorfum sovéskra ráðamanna. Vegna þessa eru nú nafn Reykjavíkur og fundurinn á íslandi orðin að einskonartákni fyrir nýja tegund af umræðu milli stórveldanna á vettvangi afvopnunarmála, - fyrir nýja von um heim án kjarnorkuvopna. Ef til vill skiljum við hjarabúar þetta ekki rétt- um skilningi. Einangruð frá hinum stóra heimi er þess tæpast að vænta að þjóðin átti sig á því hversu mikil breyting hefur orðið á nafni Reykja- víkur og (slands í vitund heimsins. Sá Islendingur, sem stendur næst stórat- burðum í tengslum við afvopnunarviðræður stórveldanna er Ólafur Ragnar Grímsson. Hann hefur síðustu árin tekið virkan þátt í undirbúningi að viðræðum stórveldanna um afvopnun fyrir hönd alþjóðlegra þingmannasamtaka, sem hann veitir um þessar mundir forystu. Það þarf því tæpast að draga skilning hans á þessum málum í efa. Hann hefur einn landsmanna verið svo að segja á vettvangi og hlotið fyrir framlag sitt margvíslegan alþjóðlegan heiður, einsog landsmönnum er kunnugt af fregnum fjölmiðla síðustu misserin. Ólafur Ragnar gerir einmitt að umræðuefni í nýlegri ritsmíð í DV hversu lítt hin breytta staða | íslands að loknum Reykjavíkurfundi hafi skilað sér til íslands. „Það er að vonum“, segir Ólafur Ragnar í grein sinni, „að við séum nokkurn tíma að átta okkur á þessum miklu þáttaskilum. Fjölmiðlar hér á landi skila almenningi ekki nema litlu broti af þeirri mynd sem daglega birtist víða um heim. Á hverjum degi er Reykjavík og ísland áberandi þáttur í fréttum, leiðurum og greinum stórblaða bæði í Bandaríkjunum og Sovétríkjunum. í um- ræðum stjórnmálamanna og fræðimanna eru nöfnin tvö notuð til að marka mikilvægustu tíma- mót í glímunni við kjarnorkuvígbúnað- inn...Tímarit, fræðibækur og ráðstefnur eru helgaðar þessu viðfangsefni.“ Þennan nýja sess íslands á alþjóðavettvangi ber auðvitað að varðveita með því að efla þátt- töku þjóðarinnar í baráttunni fyrir friði og af- vopnun. En Ólafur Ragnar bendir einnig á þann frumlega möguleika, að takist okkur að rísa ný viðhorf undir þessari nýju vegsemd getur frægð (slands sem griðastaðar fært okkur í senn margvísleg tækifæri til aukinnar hagsældar og „möguleika til að opna nýja markaði fyrir gjaldeyrisskapandi atvinnuvegi". í þessu skyni vekur Ólafur Ragnar Grímsson athygli á fjórum þáttum: í fyrsta lagi verður ísland að berjast af alefli á alþjóðavettvangi fyrir afvopnun og styðja andóf gean auknum vígbúnaði. I öðru lagi þarf með sameiginlegu átaki að gera (sland að virtum og eftirsóttum stað fyrir alþjóðlegar ráðstefnur. Ólafur Ragnar bendir sérstaklega á að nauðsynlegt sé að koma á skipulegri samvinnu flugfélaga, hótela, land- kynningarfyrirtækja og sveitarfélaga á Stór- Reykjavíkursvæðinu í þessu sambandi. í þriðja lagi er brýnt að nýta góðvildina í garð íslands í kjölfar Reykjavíkurfundarins til að opna nýia gjaldeyrisskapandi markaði fyrir útflutning. I fjórða lagi þarf, að dómi Ólafs Ragnars Grímssonar, að ákveða árlega atburði sem vekja heimsathygli og verða til að staðfesta orðstír lands og þjóðar. Af því tilefni tekur hann undir hugmynd um að stofnsetja sérstök Reykjavíkurverðlaun, sem veitt yrðu reglulega þeim sem mörkuðu mikilvæg spor í baráttunni fyrir heimi án kjarnorkuvopna. Þessar hugmyndir eru allar mjög athyglis- verðar. Það er brýnt að íslendingar færi sér í nyt hina nýju stöðu landsins á alþjóðavettvangi í kjölfar Reykjavíkurfundarins. Hugmyndir Ólafs Ragnars Grímssonar eru mikilvægt framlag til þess. -ÖS Sunnudagur 1. mars 1987 ÞJÓÐVILJiNN - SÍÐA 17

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.