Þjóðviljinn - 01.03.1987, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 01.03.1987, Blaðsíða 18
NR. 558 Setjið rétta stafi í reitina hér fyrir neðan. Þeir mynda þá kven- mannsnafn. Sendið þetta nafn sem lausn á krossgátunni til Þjóðviljans, Síðumúla 6, Reykjavík, merkt: „Krossgáta nr. 558“. Skilafrestur er þrjár vikur. Verðlaunin verða send til vinn- ingshafa. Stafimir mynda íslenskt orö eða mjöq kunnuqleq erlend heiti hvort sem lesiö er lá- eöa lóðrétt. Hver stafur hefur sitt númer og galdurinn viö lausn gátunnar er sá aö finna staflykilinn. Eitt orö er gefiö og á þaö aö vera næg hjálp því að með því eru gefnir stafir í allmörgum orðum. Þaö eru þess vegna eðlilegustu vinnubrögöin aö setja þessa stafi í hvern sinn reit eftir því sem tölurnar segja til um. Einnig er rétt aö taka fram, að í þessari krossgátu er gerður skýr greinarmunur á grönnum sérhljóöa og breiðum, t.d. getur a aldrei komið í staö á eða öfugt. Herborg Gestsdóttir, Framne- svegi 40, Reykjavík, fékk verð- laun fyrir krossgátu nr. 555. Lykil- orðið var Hvítserkur. Hún fær senda bókina Þjóð bjarnarins mikla eftir Jean M. Auel. Verðlaunin fyrir krossgátuna þessa helgina er bókin Thorvald- sen við Kóngsins nýjatorg, eftir einkaþjón myndhöggvarans, Carl Frederik Wilkens. Setberg gaf út. AÁBDÐEÉFGHIÍJKLMNOÓPRSTUÚVXYÝÞÆÖ SKÁK BRIDGE T/totvaííísi’iu iö Kóngsins nýiatoi* Jurnvnniogaí um dagiéQf»' Atberts Tftorvcáíteetis cft:» esfcjþjOn h Carf Ftrjffehk WiicteiV3, Uro.’ijón pg þýóinfi: Bjóm Hx BjcrnSíson 5 H (p 2! 22 22 29 /! KROSSGÁTA 1 2 3 v- *s l i— 8 9 7- )0 )i y TZ~ TT~ e T~ )(er i/ d >7 w~ 19 £ io 1/ 2' 6 3 > $2 ié Ce> is >8 59 (o )) 18 ST“ y 2i ie 20 V 10 i/ T~ 1(2 12 19 V n Ý ÍS 2 2/ 2o /9 5? 1(9 /s 2d 5~ n 8 1/ 59 A Zt> S í? 1/ 8 20 12 21 S 2É 23 ID d /8 ? ( V 1(9 2? 20 II II ié> I? 11 (c 2? n TT ¥~ 15 V z,é iT i5 18 59 )É 7- /(, \z U V II T~ 23 2Ö 59 IS 12 12 y w~ V- V \é IS 29 12 8 i/ V 30 l5 20 ii 29 fí S' 20 V II 8 V 0 Iö~~ Z9 u W 3/ V /3 11 0- U 29 17- 3i 18 S2 w 3 )4 s' U /8 19 w n 2 28 18 i/ 25 59 II v- Tvö endatöfl í fyrstu umferð ofurmótsins á Loftleiðum voru tefld tvö lær- dómsrík endatöfl. í því fyrra hafði Margeir hvítt á móti Kortschnoi og kom þessi staða upp eftir 34. leik svarts: Riddari svarts er betri en ridd- ari hvíts því hann getur bundið þann hvíta við að valda c-peðið (með Rb7-a5) en sá hvíti kemst tæpast í tæri við svörtu peðin. Þá gæti riddari svarts eftir atvikum brugðið sér til d3 og herjað á peð hvíts á kóngsvæng. Svarti kóng- urinn á líka vænlegri færi en sá hvfti og veldur því einkum að e- peð svarts þrengir mjög að hvíti. Ef hvítur hefst ekki að kemur svartur kóng sínum og riddara vel fyrir og undirbýr síðan peðafram- rás á kóngsvæng eða brýtur upp með b7-b5 og ræðst á d-peð hvíts. Hér er líklega best að leika 35. f4 exf3 (fh) 36. Kf2 Kf6 37. Kxf3 Ke5 og þótt svartur standi betur á hvítur meiri möguleika á að sprikla en í skákinni eins og hún tefldist. Framhaldið varð: 35. g4 - Kf6 36. gxf5 - Kxf5 Svartur hagnast á peðakaup- unum og hefur nú færi á að skapa sér fjarlægt frípeð á kóngsvæng. 37. Kg2 - g5 38. h3 - Rc5 39. f3 - h5 40. fxe4 - Rxe4 Margeir reynir að skipta upp sem flestum peðum því hugsan- lega mætti fórna riddaranum á síðustu peð svarts í lokin. 41. Rb3 - g4 42. Rd4+ - Kg5 43. hxg4 - Kxg4 Kortschnoi leikur af ná- kvæmni. Hér drepur hann með Kóngnum því frípeðið er sterkara á h-línunni en g-línunni. Þá er það lengra frá aðalátaksvæðinu og dreifur liðsafla hvíts enn meir. 44. Rf3 - Rg5 45. Rh2+ - Kf5 46. Kg3 - Kc4 47. Rfl - Kd3 48. Kh4 - Re4 49. Kxh5 - Kxc4 50. Kg4 - b5 51. Kf4 - Kd3 JÓN TORFASON Hvítur gafst upp því hann getur með engu móti stöðvað b-peð svarts. Eftir 27. leiki kom þessi staða upp í skák Jóhanns Hjartarsonar (hvítt) og Polugajevskí (svart): Áhorfendur á mótinu voru óvissir um hvor stæði betur því möguleikarnir virðast nokkuð svipaðir. Hvítur hefur falleg peð drottningarmegin, þar er meira að segja frfpeð á c-línunni. Á peðastöðu svarts er sá galli að tví- peð er á f-línunni en það gæti gert honum torvelt að koma þeim áfram. Gallarnir við stöðu hvíts eru að f-peðið er afar veikt og hann neyðist til að binda hrókinn við að valda það. í annan stað eiga riddararnir enga fótfestu á mið- borðinu og Ioks gæti svartur gert honum óleik með skák í borðinu. 28. Hfl - Rd5 29. Hf2 - Re3 30. b4 - ... Svartur getur farið sér hægt, leikið f6-f5-f4, e6-e5 og síðan komið kóngi sínum fram. Þá gæti riddari hans gert hvíti skráveifur með t.d. Re3-c4-d2 o.s.frv. Ef hvítur hefði leikið 30. c3 hefði biskupi svarts opnast sóknarlína gegn kóngi hans. Það hefði þó trúlega verið skárra úrræði því nú verða peðin drottningarmegin veik. 30. ... e5 31. Rb3 - fS 32. Rc3 - f4 33. Rc5 - Hd4 34. a3 - Rc4 35. Rxb7 - Kxb7 36. a4 - Rb6 37. b5 - Rxa4 38. bxa6+ - Kxa6 39. Rxa4 - Hxa4 Hvítur gat ekki með góðu móti bjargað peðinu. Það léttir lítið á Hvítu stöðunni. Ef hrókurinn færir sig kemur Ha3 hjá svarti og f-peðið er í voða. Hér var líklega helst að Ieggjast í vörn með Kbl- cl-d2 og bíða svo átekta. Svartur leikur þá kóngi til d4, síðan e5-e4 og fær þá frípeð á f-línunni sem ætti að duga til vinnings. Hann verður þó að tefla mjög ná- kvæmt. 40. Kb2 - Kb5 41. Hh2 - Kc4 42. Hh7 - Ha7 43. Kcl - Ha3 Hvítur gafst upp því eftir 44. Hh3 kemur e4 og 44. Hsf7 Hsf3 er alveg vonlaust því svörtu peðin eru óstöðvandi. Annir framundan fslandsmót kvenna og yngri spilara í sveitakeppni er spilað um þessa helgi í Sigtúni 9. Frekar slæm þátttaka er í báðum flokkum, miðað við þátt- töku síðustu ára. Virðist Ijóst, að ein- hverjar breytingar verður að gera í þessum keppnisflokkum, til að höfða tii þeirra spilara sem gjaldgengir eru. Að aðeins 8 sveitir skuli vera skráðar til leiks í kvennaflokki (þaraf 4 utan Reykjavíkur), er til háborinnar skammar, svo ekki sé meira sagt. f beinu framhaldi er ekki úr vegi að minnast umsókna til forkeppni til landsliðs í kvennaflokki. Þar sóttu að- eins fjögur kvennapör um þátttöku. Dapurt það. Keppni í báðum flokkum heft kl. 13 á laugardeginum og verður spilað fram undir kl. 19 og síðan á ný árdegis kl. 10 á sunnudag. Forkeppni til vals á landsliðum í yngri flokki, var haldin um síðustu helgi í Sigtúni. 18 pör spiluðu. Sigur- vegarar urðu þeir Jakob Kristinsson Akureyri og Garðar Bjarnason Reykjavík. Næstu pör voru svo Ólafur Týr Guðjónsson og Hrannar Erlingsson og mjögungt par frá Siglu- firði, bræðurnir Olafur og Steinar Jónsson. Þeir eru synir þess fræga bridgemanns Jóns Sigurbjörnssonar, en öll sú ætt er meira og minna viðloð- andi bridgelífið norðan heiða. Sann- arlega menn framtíðarinnar þarna á ferðinni. Landsliðsnefnd mun síðan velja nokkur pör úr þessari keppni, til á- framhaldandi æfinga. Að þeim lokn- um verða svo mynduð tvö lið. Opið Stórmót verður í Sandgerði næsta laugardag, 7. mars. Spilaður verður barometer, 30-32 pör. Skrán- ing stendur yfir, m.a. hjá BSÍ. Opið Stórmót verður helgina 21- 22. mars á Akureyri. Þegar er hafin skráning, m.a. hjá BSÍ. Búast má viö mikilli þátttöku í þetta mót. Eins og kunnugt er, verður Evópu- mótið í tvímenningskeppni spilað í París helgina 27.-29. mars. Frá ís- landi fara 7 pör til keppni. Þau eru: Guðlaugur R. Jóhannsson - Örn Arnþórsson, Ásmundur Pálsson - Karl Sigurhjartarson. Þórarinn Sig- þórsson - Þorlákur Jónsson, Páll Valdimarsson - Magnús Ólafsson, Ragnar Magnússon - Valgarð Blöndal, Hermann Lárusson-Ólafur Lárusson og Jakob Kristinsson - Júl- íus Sigurjónsson. Þau 6 pör sem BSÍ (landsliðsnefnd) hefur valið til æfinga í Opnum flokki, vegna EM-mótsins í sumar eru: Ás- mundur Pálsson - Karl Sigurhjartar- son, Guðlaugur R. Jóhannsson - Örn Arnþórsson, Jón Baldursson - Sig- urður Sverrisson, Björn Eysteinsson - Guðmundur Sv. Hermannsson, Ás- geir P. Ásbjörnsson - Aðalsteinn Jörgensen og Guðmundur Páll Arn- arson - Símon Símonarson. Væri óskandi í framtíðinni, að landsliðsnefndir gæfu út formlegar tilkynningar um öll slík málefni, þ.e. val á pörum til æfinga, val á endan- legum landsliðum o.fl. Það, að „heyra“ um þetta val frá Pétri og Páli (líkt og umsjónarmaður lenti í) getur verið þreytandi. Það má minna á, að öll málefni sem snerta landsliðsmál, eiga ekki að vera einkamál viðkom- andi manna (nefndar-para-vina og kunningja). Landsliðsmál snerta alla bridge- hreyfinguna, eins og hún leggur sig. Lokafrestur til að Ijúka leikjum í 1. umferð Bikarkeppni Reykjavíkur, rennur út um næstu helgi. Dregið verður í 2. umferð (8 sveita úrslitum) næsta miðvikudag í Sigtúni 9 (á spila- kvöldi B.R.) Um leið eru fyrirliðar minntir á að skila inn stigaskýrslu fyrir tvo fyrstu leikina, ef þeir vilja fá einhver stig fyrir þá. Skilafrestur stigaskýrslu er til 15. mars. Eftir þann tíma verða cngin stig skráð fyrir leiki í 1. umferð. Skráningu annast Ólafur Lárusson. 18 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 1. mars 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.