Þjóðviljinn - 01.03.1987, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 01.03.1987, Blaðsíða 5
 „Þaðeinasem núverandi ríkisstjórn hefurgert í atvinnuuppbyggingu landsmanna, er aðeltastvið mýrarljós stóriðjunnar," sagði Geir Gunnarsson, alþingismaöur. í annan stað hefur slysið í Tjernóbil haft í för með sér af- stöðubreytingar til kjarnorku- vera í V-Evrópu og má því búast við í náinni framtíð að reynt verði að losna við orkufreka stóriðju frá þeim löndum sem stóla mikið á raforku frá kjarnorkuverum. Margar af verksmiðjunum á meginlandi Evrópu eru að verða úreltar og þarf því að endurnýja. Það er talið líklegt að fjöldi þeirra verði lagður niður og leitað kosta þar sem enn frekari möguleikar eru á nýtingu vatnsafls, einsog á íslandi. Byggðar- sjónarmiðið Stóriðjudraumur okkar íslend- inga hefur einkennst mjög af byggðasjónarmiðum. Stóriðju í hvern landsfjórðung var lengi vel draumur ýmissa. Kísilmálm- vinnslu á Reyðarfjörð og álver í Eyjafjörð. Álverið við Eyjafjörð hefur nú verið lagt á hilluna, í bili að minnsta kosti, en í stað þess horft til stækkunar álversins í Straumsvík, enda mun ódýrari framkvæmd. Hvað Kísilmálmvinnsluna varðar þá kom í ljós mun hag- stæðari kostur en að reisa hana á Reyðafirði, en það var að reisa hana á Grundartanga við hlið Málmblendiverksmiðjunnar og nýta þá hafnaraðstöðu sem fyrir hendi var og aðra aðstöðu við verksmiðjuna. Sverrir Her- mannsson, þáverandi iðnaðar- ráðherra sagði einfaldlega; Over my dead body“ og þarmeð var það afgreitt. Sverrir er þingmað- ur Austfirðinga. Það sem er verst við þessa byggðastefnu stóriðjunnar er að þegar hún ekki gengur upp eins- og í Eyjafirði og á Reyðarfirði (þó ekki sé endanlega útséð með það), þá bitnar hún illilega á byggðalögunum. Á meðan beðið er eftir verksmiðju gerist ekkert og engin önnur atvinnu-uppbygg- ing á sér stað. Vilji einhver veðja á aðra atvinnuuppbyggingu en væntanlega stóriðju þá rekur hann sig á það að enga fyrir- greiðslu er að fá hjá hinu opin- bera. „Ykkur hefur verið lofað stóriðju og því er ekki hægt að veita ykkur meiri fyrirgreiðslu.“ Smámsaman koðnar allt niður í byggðalaginu. Þannig var það á Akureyri á meðan beðið var eftir álveri. Nú er hin árangurslausa bið á enda og þá fara Akureyring- ar aftur að rétta úr kútnum. Þannig hefur allt koðnað niður á Reyðarfirði. Heimamenn þar eru orðnir ansi óþreyjufullir og vita ekki lengur hverju trúa skal. Stjórnmálamennirnir gera sér grein fyrir þessu og að sögn heimamanna minnast þeir nú ekki einu orði á Kísilmálmvinnsl- una á kosningafundum. Fyrir og eftir stóriðju En er Reyðarfjörður í stakk búinn að taka á móti þeirri um- byltingu sem yrði á staðnum með tilkomu stórfyrirtækis á borð við Kísilmálmvinnsluna? Ef hafist yrði handa á morgun myndi það þýða að mikill fjöldi fólks streymdi til staðarins því uppbygging verksmiðjunnar kall- ar á mikið vinnuafl. Þessi fjöldi hyrfi á braut aftur er búið væri að reisa verksmiðjuna, því nútíma stóriðja er langt því frá að vera mjög atvinnuskapandi, til þess er tæknin komin á það hátt stig. Samfélagið gengi því í gegnum tvær umbyltingar á innan við ára- tug. Fyrri umbyltingin kallaði á mjög aukna þjónustu sem síðan þyrfti aftur að draga úr. Hver af- leiðingin af slíku róti yrði fyrir viðkvæmt sjávarþorp er erfitt að gera sér grein fyrir. Eitt er víst að Reyðarfjörður fyrir Kísilmálm- vinnslu væri allt annar en Reyðarfjörður eftir Kísilmálm- vinnslu. Það er því von að sett sé spurn- ingamerki við byggðastefnu stór- iðjunnar og leitað sé annarra kosta til að halda byggð landsins í jafnvægi. -Sáf Slœmur orðstýr RTZ Sú spurning hlýtur að vakna hversu eftirsóknarvert það er að fá auðhring einsog RTZ inn í við- kvæmt efnahagslíf okkar. RTZ er stærsti auðhringurinn í breskum námaiðnaði og sá næst stærsti í heiminum. Umsvif fyrirtækisins ná til 44 landa og eru dótturfyrir- tækin um 760 að tölu. Um 75 þús- und manns eru á iaunaskrá. Umsvif RTZ eru mjög fjöl- breytt, allt frá úraníumvinnslu til efnaiðnaðar, frá kolanámi til tölvuiðnaðar. Auðhringurinn hefur skapað sér slæman orðstýr. Hefur hann verið gagnrýndur fyrir að taka landsvæði eignar- námi, að eyðileggja náttúruminj- ar, flæma burt innfædda þjóð- flokka af landsvæðum þar sem málm er að finna í jörðu, fyrir mengun, slæman aðbúnað á vinnustöðum, fyrir að sniðganga alþjóðalög, styðja ógnarstjómir, múta stjórnvöldum, afskipti af innanrikismálum og að falsa sölu- verð t.d. á úraníum og zinki. Árið 1976 bárust Bandaríkja- stjórn skjöl sem sýndu mjög út- hugsaða aðferð til að falsa heimsmarkaðsverð á úraníum. Rannsóknarnefnd var skipuð í málið og upp komst um mjög stórfelld svik. Það var RTZ sem þénaði mest á þessum fölsunum. Fulltrúar fyrirtækisins neituðu að mæta fyrir rannsóknarnefndina en viðurkenndu að hafa brotið bandarísk lög. Var sæst á að RTZ greiddi 6 milljón pund í skaða- bætur eða 363 milljónir íslenskra króna. Sérstök samtök hafa verið stofnuð til að fylgjast með og vinna gegn yfirgangi auðhrings- ins. Nefnast þau Partizan. Hvort saga RTZ er ljótari en annarra auðhringa skal ekki dæmt um hér, enda hefur margsinnis kom- ið í ljós að þeir eru ekki vandir að meðölum. Þekkjum við það vel af samskiptum okkar við Alu- suisse. Það er því rétt að vera á varðbergi þegar samið er við hauka á borð við þá sem sitja við stjórnvöld RTZ. Kísilmálmvinnslan er með skrifstofu í Watergatebyggingu (slenskra aðalverk- taka á Ártúnshöfða. Kísilmálmvinnslan á Ártúnshöfða í júní 1982 var hlutafélagið Kísilmálmvinnslan hf. stofnað á Reyðarfirði. Ríkissjóður er eini hluthafinn í þessu nýja hlutafélagi enn sem komið er. Rekur hlutafé- lagið skrifstofu með fram- kvæmdastjóra, sem nú er Geir A. Gunnlaugsson og skrifstofustjóra í hálfu starfi. Skrifstofan er í byggingu íslenskra aðalverktaka á Artúnshöfða. Samkvæmt skýrslu iðnaðar- ráðherra til Alþingis um starf- semi ríkisfyrirtækja, stofnana, hlutafélaga með ríkisaðild og sjóða, er tilheyra starfssviði Iðn- aðarráðuneytisins, greiddi ríkis- sjóður 8,2 milljónir árið 1982 í verksmiðjuna, 20 milljónir 1983, 12,5 milljónir 1984 og 10 milljónir 1985. Upphæðin fyrir 1986 liggur ekki fyrir enn. í áðurnefndri skýrslu er venjan að leggja fyrir sundurliðaða ársreikninga, en svo er ekki með Kísilmálmvinnsluna. í hvað þess- ar 50 milljónir hafa farið verður hver og einn að geta sér til um. Sunnudagur 1. mars 1987 ÞJÖÐVILJINN - SlÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.