Þjóðviljinn - 01.03.1987, Side 11

Þjóðviljinn - 01.03.1987, Side 11
Dr. Erlendur Haraldsson: Sumir sögöust hafa séð nálarför á líkama sínum. Mynd E.ÓI 2/3 tilvika hafði sjúklingurinn þjáðst af meininu í ár eða lengur. Þarna var um ýmis konar sjúk- leika að ræða, allt frá alvarlegum hjartasjúkdómum og krabba- meinum til gigtar og óljósra bak- verkja. Þá var þess oft getið að fyrst hefði verið leitað eftir hug- lækningum eftir að aðrar lækn- ingaaðferðir höfðu brugðist. 72 töldu sig fá bata Um árangurinn er það helst að "segja að 28 af hundraði töldu að ekki hefði verið um neinn bata að ræða, í 32 tilvikum um nokkurn bata og í 40 tilvikum var fullyrt að náðst hefði fullur bati fyrir at- beina huglæknis, en fyrir þessu höfum við aðeins orð fólksins sjálfs. Við sáum nokkuð samband á milli þess um hvers konar sjúk- leika var að ræða og hvort bati náðist, það voru aðallega þeir sem þjáðust af minniháttar og óljósum sjúkleika sem töldu sig hafa náð fullum bata. Það skipti hins vegar ekki neinu máli svo mark væri takandi á hvaða hugl- ækningaaðferð var beitt, né hver huglæknirinn hefði verið. Ég verð þó að geta þess að hér var um lítið úrtak lækna að ræða, og tilgreindir voru 8 læknar sem fleiri en einn höfðu leitað til. Von sjúklings um bata virtist hafa nokkur áhrif, þeir sem voru vongóðir áður en leitað var til huglæknis virtust hafa meiri líkur á að fá bata að eigin mati. Það fannst einnig nokkuð samband á milli lækninga og trúhneigðar fólks, trúað fólk taldi sig fremur hafa náð bata en aðrir. Það kom reyndar koma fram að trú- hneigðin, guðstrúin, skipti frem- ur máli en trú á dulræn fyrirbæri. Lœkning frá andalœkni Við spurðum ennfremur um það hvernig menn túlkuðu þessar lækningar. Þriðjungur þeirra 72 sem sögðust hafa fengið einhvern Dr. Erlendur Haraldsson dósentí sálfrœði segir frá kðnnun sinni umviðhorf íslendinga og reynslu þeirra aflœkningum frá öðrum heimi bata töldu að lækningin hefði komið frá andalækni, þ.e. látnum lækni, og jafnmargir töldu að lækningin hefði orðið vegna máttar fyrirbæna. 17 töldu að lækninguna mætti rekja til ein- hvers afls sem huglæknirinn byggi yfir og 10 töldu að þeirra eigin trúhneigð hefði ráðið mestu um lækninguna. 13 sögðust ekki vita hvað olli batanum.“ -Hefur þú sjálfur leitað til hug- lœknis eða myndirðu gera það ef þú þyrftir á þvíað halda, nú þegar þú hefur kynnt þér þessi mál svona ítarlega? „Ég get ekki sagt hvað ég myndi gera ef þörfin væri brýn, en ég hef aldrei leitað til hug- læknis enda ekki þurft á því að halda sem betur fer.“ Að lokum Erlendur, ertu trú- aðri nú en áður á árangur hugl- œkninga? „Ég held að viðhorf mín hafi lítið breyst við að framkvæma þessa rannsókn, ég tek þessu með sama fyrirvara og ég gerði áður, en tel rétt að vera opinn gagnvart því sem við vitum fjarska lítið um.“ -vd. með SS-saltkjöt á borðum SALTKJÖT OG BAUNIR ERU ÓMISSANDI Á Faröu í einhverja SS-búöina og keyptu hæfilegan S.PRENGIDAG. Þá skiptir mestu að saltkjötið sé hæfi- skammt af saltkjöti, baunum, kartöflum, lauk, lega salt, mjúkt og gómsætt. Þessa kosti hefur SS-salt- rófum, gulrótum, selleríi, blaðlauk og ef til vill kjötið. ÞÁÐ ER EINFALT MÁL AÐ MATREIÐA VEISLU- beikoni, sem mörgum þykir gefa gott bragð. MATINN Á SPRENGIDAG. VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.