Þjóðviljinn - 06.03.1987, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 06.03.1987, Blaðsíða 9
HEIMURINN Bandaríkin Reagan játar mistök Forsetinn viðurkenndi að verslun við klerkastjórnina með vopnfyrir gísla hefði verið skyssa. Erorðinn margsaga um málið. Lofarbótogbetrun en demókratar tortryggnir Ronaid Reagan forseti Bandaríkjanna ávarpaði landa sína í fyrrinótt og játaði að vopnasalan til íran hefði verið til að greiða fyrir lausn banda- rískra gísla í Líbanon og að málið í heild hefði farið í handaskolum og verið mistök. Ennfremur viðurkenndi hann að sér hefði ekki tekist að hafa stjórn á starfsmönnum Þjóðarör- yggisráðsins er hugsanlega hefðu deilt vopnasölugróðanum út meðal Contraliða sem herja á Nicaragua og með því farið á bak við þingið og brotið bandarísk lög. Reagan tók á sig alla ábyrgð á málinu en lét engu að síður á sér skilja að hann hefði ekki verið með á nótunum um mörg veiga- mikil atriði þess. Sem kunnugt er hafnar meirihluti Bandaríkja- manna þessum fullyrðingum og heldur jjví fram að forsetinn fari með ósannindi ef marka má ný- lega skoðanakönnun. Það er síst undrunarefni þótt landar Reagans taki orðum hans með fyrirvara um allt er lýtur að vopnasöluhneykslinu. Hann hef- ur orðið margsaga um málið, full- yrðing hnekkt fullyrðingu og eitt rekið sig á annars horn. Það er ekki úr vegi að rifja upp gang þeirra mála. Snemma í nóvember fullyrti tímarit í Líbanon að Bandaríkja- menn hefðu selt klerkastjórninni í íran vopn á laun í því augnamiði að greiða fyrir lausn landa sinna sem samtökin „Heilagt stríð“ héldu föngnum í Beirút. Reagan brást ókvæða við, stökk upp á nef sér og þverneitaði að svo mikið sem flugufótur væri fyrir fréttinni. „Það er út í hött að leggja trún- að á slíkar sögusagnir ættaðar úr Miðausturlöndum," sagði hann í það sinnið. Líður og bíður og viku síðar er hann við sama heygarðshornið. „Þessar fullyrðingar eru upp- spuni frá rótum“. Hálfur mánuður líður og fréttir hrannast upp um sölu vígtóla til ajatollanna. Ronald Reagan kveður sér hljóðs en nú er komið annað hljóð í strokkinn. Hann tjáði furðu lostnum almenningi að fyrir átján mánuðum hefði „Eitt rekur sig á annars horn, eins og graðpening hendir vorn.“ stjórn sín átt frumkvæði að því að reyna að ná bættum samskiptum við írani. „Það var mikið áhætt- uspil ...og ég fæ ekki séð að nein mistök hafi verið gerð.“ Þann tuttugasta og fimmta nóvember hélt Edwin Meese, ráðuneytisstjóri í dómsmálaráðu- neytinu, því fram að gróði af vopnasölunni hefði fallið Cont- raliðum í skaut og væri það lík- lega brot á bandarískum lögum. Þá sagði Reagan að „sér hefði ekki verið að fullu greint frá öllu viðvíkjandi þessum þætti máls- ins.“ Éngu að síður væri málið í heild hið besta mál. En þann sjötta desember var öllu lægra á honum risið og hann sagði útfærslu stefnu sinnar í mál- inu hafa verið klúðrað. Tuttug- asta og sjöunda janúar viður- kenndi hann að „alvarleg mistök hefðu átt sér stað“ við fram- kvæmd ákvarðana sinna. En stefna sín hafi engu að síður verið rétt. Ræðan sem Ronald Reagan hélt í fyrrinótt var svar hans við niðurstöðum Towerskýrslunnar svonefndu og tilraun til að ná aft- ur einhverju af fyrri hylli alþýðu manna í Bandaríkjunum. Enn vendir hann sínu kvæði í kross og viðurkennir loksins það sem allir vissu að málið í heild var eitt klúður frá upphafi til enda og reg- inskyssa. Hann ítrekaði hver upphafleg ætlun sín hefði verið með því að bæta samskiptin við íran en klykkti þvínæst út með undarlegum orðum: „Það er mín hjartans sannfæring að sú stefna hafi verið rétt þótt staðreyndir og sannanir mæli því í mót“. Bæði demókratar og repúblik- anar hafa fagnað því að Reagan skyldi loks viðurkenna að ír- ansmálið hafi verið glappaskot. Demókratar hafa hinsvegar bent á að því fari fjarri að öll kurl séu komin til grafar í málinu því enn vinni tvær þingnefndir og póli- tískt óháður rannsóknardómari að Iausn margra ráðgátna. Of snemmt er að spá því hvort ræðan haggi þeirri andúð sem margir Bandaríkjamenn hafa á forseta sínum um þessar mundir og ekki víst að þeir láti nægja lof- orð um bætta hegðun. _ks. FYRIR HÁDEGI: Arna Gerður Heimir Valgerður Viðhorf til menntunar hér og nú Arna Jónsdóttir umsjónarfóstra, GerðurG. Óskarsdóttiræfingastjóri í uppeldis- og kennslufræðum við HÍ, Heimir Pálsson framhaldsskóla- kennari og Valgerður Eiríksdóttir grunnskólakennari undirbúa og flytja Til hvers 1 J er menntun? ÍÉPÍÉi %if ff f Þorsteinn rfjy/jí' Vilhjálmsson immm^ eðlisfræðingur Menntun og stjórnmál Páll Skúlason heimspekingur EFTIR HÁDEGI: Uppeldis- og menntunar- hlutverk skóla Hugo Þórisson sálfræðingur Fósturmenntun Gyða Jóhanns- dóttir skólastjóri Uppeldis- og menntunar- hlutverk dag- vistarheimila Margrét Pála Ólafsdóttir fóstra Kennara- menntun Sigurjón Mýrdal, kennslustjóri KHÍ Námsstefna: UPPELDI og MENNTUN Alþýðubandalagið boðar til opinnar ráðstefnu um innihald uppeldis og menntunar laugardaginn 14. mars. Ráðstefnan verður haldin að Hverfisgötu 105 og hefst kl. 10 árdegis. Áætlað er að henni Ijúki um kl. 17. w Ráðstefnan er öllum opin og fer skráning þátttakenda fram í síma 17500. Þátttökugjald er kr. 300, en innifalið í því eru erindi ráðstefnunnar fjölrituð. Léttur hádegisverður fyrir kr. 450 verður á boðstólum. Ráðstefnustjóri: Valgerður Eiríksdóttir. Að loknum fram- söguerindum verða pallborðsumræður undir stjórn Gerðar G. Óskarsdóttur. ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Til hvers ætlumst við af skólanum? Ásdís Þórhalls- dóttir mennta- skólanemi, Elín Hilmarsdóttir menntaskóla- nemi, Hrannar B. Arnarsson menntaskóla- nemi og Orri Vésteinsson há- skólanemi undir- búa og flytja. Setning Kristín Á. Ólafsdóttir, varaformaður Alþýðubandalagsins

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.