Þjóðviljinn - 22.03.1987, Qupperneq 2
FLOSI
\iiku
skammtur
af fegurð í Frostaskjóli
Það hefur verið haft fyrir satt að hér fyrr á
öldum hafi krakkar ekki verið tekin neinum vett-
lingatökum. Harðneskja og miskunnarleysi hafi
verið meira en í mannúðarsamfélagi velferðar-
innar í dag. Þessu til staðfestingar er stundum
farið með vögguvísuna:
Sofðu nú svínið þitt
svartur í augum
farðu í fúlan pytt
fullan af draugum.
Núna í vikunni barst mér svo í hendur ein-
hvers konar fréttabréf frá einni af félags-
miðstöðvum borgarinnar - Frostaskjóli - og þá
hugsaði ég með mér:
- Djöfullinn hafi það. Þetta er hálfu verra en
það var.
Merkar heimildir um uppeldishætti fyrri alda
eru barnavísur og barnagælur.
Aldrei er grimmdin slík í þessum kveðskap að
gert sé upp á milli Ijótra barna og fallegra, þó þar
sé svo sannarlega gerður greinarmunur á illum
börnum og góðum, eins og dæmin sanna:
Góðu börnin gera það
guð sinn lofa og biðja
læra að skrifa og lesa á blað
líka nokkuð iðja
lllu börnin iðka það
æpa skæla hrína
hitt og þetta hafast að
heimta brjóta og týna.
Ég held að það sé fyrst með tilkomu svokall-
aðrafélagsmiðstöðva í hinu háþróaða mannúð-
arsamfélagi samtímans sem miskunnarleysið
verður svo algert að forstöðumönnum þykir
þlýða að gera uppámilli krakkanna vegna útlits-
ins.v
Það læra börnin sem fyrir þeim er haft var
sagt í dentíð. En satt að segja hélt ég að ung-
lingastarfið í Frostaskjóli, Fellahelli, Bústöðum,
Þróttheimum, Árseli og Tónabæ beindist að
*.**V"V* ,'4
;Frosta
* quíái *
‘ P1L I U R OG 3 íOLKA ARSINS 1987
I flprll mun f 61 aqsml fts töö i n FrostaskJ'61 oq t.T.R. standa
fyrir samkpppni meRal piltna oo stúlkna S aldrlnum 13-15
Sra. SIqurvpoarar hljöta titilinn "Piltur oq stúlka Srsins
10R7" oq vpqloq verölaun. Keppnin er I þvl fólqin aft koma
fram t fjölmennl t- samhvæmi sk 1 íftnaö t og sportfatnafti sem
llenson qefur til keppnlnnar. Sérstök dómnefnd metur Jafn-
framt útiit oo framkomu keppenda, h.et hvort framkoma sé þvlnguft
pfta ftþvlnquft oq hversu vel keppendur svara fyrir slq;_______________9_
öðru en athugun á því hverjir væru greppitrýni
og hverjir ekki.
Auðvitað er það í takt við tíðarandann að hafa
það fyrir börnum að hápunktur lífshamingjunnar
sé að fá að standa einsog nautgripur^eða ein-
hvers konar gljátík uppá palli nærri berrassaður
til að sýna að viðkomandi sé svosem engjn
hrákasmíði skaparans, heldur bæði fallegur og
vel lukkaður.
Svo við kíkjum nú aðeins í fréttabréf fé-
lagsmiðstöðvarinnar í Frostaskjóli, þá er þar frá
því greint að íþrótta- og Tómstundaráð muni
standa fyrir keppni pilta og stúlkna á aldrinum
13-15 ára. Sigurvegararnir hljóta titilinn „Piltur
og stúlka ársins 1987“ og vegleg verðlaun.
Keppnin er í því fólgin að koma fram í fjölmenni í
samkvæmisklæðnaði og sportfatnaði sem
Henson gefurtil keppninnar. Sérstök dómnefnd
metur jafnframt útlit og framkomu keppenda.
Endanleg úrslit verða svo á hótel Sögu
sunnudaginn 26. apríl, en þar keppa til úrslita 12
piltar og 12 stúikur og auglýsa í leiðinni sundboli
frá Henson, sólarferðir með Flugleiðum, snyrti-
vörur frá Ives Saint Laurent, föt frá Tískuvöru-
versluninni 17, veglega vöruúttekt frá Leður-
horninu, sælgæti frá Nóa og Síríusi, silfur-
hálsmen sérstaklega gert fyrir þessa keppni frá
Halldóri gullsmið o.fl.
í fylgiskjali segir svo meðal annars að kynnir
kvöldsins gæti verið sigurvegarinn úr keppninni
„plötusnúður ársins ’87“ og sigurvegarar í free-
style dansi ættu að sýna. En umfram allt verður
piltur og stúlka ársins einskonar miðpunktur
kvöldsins.
Megintilgangurinn með þessari uppákomu er
að sporna gegn vímuefnanotkun.
Satt að segja hélt ég nú í fávisku minni að
fjölmiðlar þjóðarinnar sinntu fegurð kvenna,
tískuhræringum, frístæl og afrekum plötusnúða
af nægilegu offorsi, en auðvitað er það Ijóst, að
áríðandi er að búa æskulýðinn sem sækir fél-
agsmiðstöðvarnar undir að taka við auglýsing-
askruminu, því það er nú einusinni svo að mun-
aðarvaran verður að ganga út. Og umfram allt
verða blessuð börnin að fá notið þeirrar ham-
ingju, sem er samfara því að vera fallegur en
ekki Ijótur.
Ég trúi því nú ekki fyrr en á reynir að oddvitar
unglingamálefna hér í borginni og forstöðu-
menn allra félagsstofnana séu í sjöunda himni
yfir þessu framtaki í Frostaskjóli, sem er svona
öðrum þræði vísbending um það, að ófríð börn
séu nokkurnveginn óalandi og óferjandi greppi-
trýni, sem eigi lítið erindi í félagsmiðstöðvarnar
annað en það að hylla þau sem hafa útlitið með
sér og eru snoppufríð.
Og þá vaknar sú spurning, hvort Ijót börn eigi
nokkurt erindi í félagsmiðstöðvarnar, og gerir
þá minna til þó þau séu einhversstaðar annars-
staðar að dópa, ef bara tekst að bjarga þeim
laglegu.
En umfram allt þarf að koma æskublóma
landsins í skilning um það að nú er ekki lenqur
brýnt að:
... læra, skrifa, lesa á blað
líka nokkuð iðja -
Þau munu læra í félagsmiðstöðvunum að:
Ef þig langar uppá toppinn
er að hafa rétta kroppinn.
Gullinu flýtt
útaf Sverri
14. apríl n.k. verður fyrir-
mönnum þjóðarinnar boðið til
veglegrar veislu í tilefni vígslu
flugstöðvarinnar. Má búast
við að þar verði kátt á hjalla og
mörg skálarræðan flutt í tilefni
dagsins og byggingarnefnd
og formanni hennar Sverri
Hauki Gunnlaugssyni verði
klappað margt lof í lófa fyrir
vasklega framgöngu við
smiðina. Ekki er víst að allur
fjöldi þess starfsfólks, sem
kemur til með að starfa í bygg-
ingunni, kætist að sama
skapi. Aðstöðu starfsfólks
mun vera verulega ábótavant
til að byrja með. Jafnframt er
alls óvíst hvort fríhafnarversl-
un fyrir komufarþega verði til
staðar í húsinu fyrstu mánuð-
ina og verður ríkiskassinn því
að verulegum upphæðum á
hverjum degi. Er mál margra
starfsmanna að nær hefði
verið að seinka reisugillinu
um nokkrar vikur og vera
áfram í gömlu flugstöðinni þar
til sú nýja væri tilbúin. Sagt er
að dagsetning vígsluhald-
anna standi í tengslum við
síðustu vegtyllu Sverris
Hauks, en hann hefur verið
skipaður sendiherra í Genf og
fer af landi brott með fyrstu
vorskipum.
■>. SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 22. mars 1987
Að hugsa um
flokkinn
Ummæli Steingríms Her-
mannssonar í nýlegu Viku-
viðtali þess efnis að þeir Jón
Helgason landbúnaðarráð-
herra og Alexander Stefáns-
son félagsmálaráðherra hafi
ekki náð til fólksins eins og
Steingrímursjálfurog Halldór
Ásgrímsson hafa vakið
mikla athygli og ekki síður
reiði meðal margra Fram-
sóknarmanna úti á lands-
byggðinni.
Einn forystumanna Fram-
sóknarþingmanna sem er
kunnur hagyrðingur gat ekki
orða bundist þegar hann hafði j
lesið yfir viðtalið við flokksfor-1
manninn og lét eftirfarandi
stöku fjúka:
Stendur hann við stokkinn
Steingrímur með smokkinn.
Hann er að hugsa um flokkinn
helvítis óþokkinn.
Stórveldasamkom
Það er víst að alþjóðlegt and-
rúmsloft mun ríkja í hátíðarsal
Flensborgarskóla í kvöld,
laugardag, þegar nemendur
skólans sýna þar leikritið
Romanoff og Júlíu sem er
gamanleikrit með dramatísku'
(vafi.
Ástæðan ersú að til sýning-
arinnar hefur sérstaklega ver-
ið boðið starfsmönnum send-
iráða Bandaríkjanna og So-
vétríkjanna en aðalpersónur
leikritsins eru dóttir banda-i
rísks sendiherra og sonur so-
vésks kollega hans sem fella
hnni saman.
Til að tryggja að fullur friður
verði með gestum hefur Ólafl
Ragnari Grímssyni friðar-
verðlaunahafa með meiru
verið boðið á sýninguna og
einnig mun Matthías A.
Mathiesen utanríkisráðherra
| vera viðstaddursemfulltrúi ís-
lenskra stjórnvalda.