Þjóðviljinn - 22.03.1987, Page 4
Er hœgt
að lœra
að skrifa?
í Háskólanum hefur í fyrsta sinn verið efnt tii
námskeiðs í ritlist. Þjóðviljamaður fékk að
sitja í tíma og spjalla við stúdenta og
leiðbeinanda
Guðlaug Konráðsdóttir: Ég ætlaði að segja eins litið og ég kæmist af með...
í haust bar það til tíðinda í
Heimspekideild Háskóla ís-
lands að nemendum í ís-
lensku var gefinn kostur á að
sækja námskeið í ritlist. Tólf
nemendur skráðu sig til leiks
og hafa síðan skrifað Ijóð,
stuttar sögur og leikþætti ým-
ist um ákveðið efni eða eftir
geðþótta, hlýttáaðfinnslurog
athugsamedir kennara,
Njarðar P. Njarðvík, og sam-
stúdenta, staðið fyrirsínu
máli. Okkur lék forvitni á því
að vita, hvernig tilraunin hefði
gengið, og hvað menn teldu
sig geta lært á slíku námskeiði
og hvað ekki.
í ritlistartíma nú í vikunni voru
fimm textar til umræðu. Hver
nemandi leggur fram texta tvisv-
ar í mánuði og verður að koma
þeim ljósrituðum til samstúdenta
í tæka tíð til að allir hafi lesið allt
og séu því undir það búnir að
leggja orð í belg.
Það sem betur
má fara
Þetta gekk greiðlega. Guðlaug
Konráðsdóttir hafði samið stutta
sögu um gömul hjón á leið til
tannlæknis og í leiðinni fær les-
andinn grun um missætti og harm
sem einmitt er tengdur við tennur
fagrar. Guðríður Lillý. Guð-
björnsdóttir hafði samið leikþátt
sem gerist í heitum potti - gömul
hjón sitja þar, síðan kemur ungt
par, nýfráskilið, og Hann er að
reyna að krækja í hana aftur.
Ólöf Pétursdóttir hafði samið
stuttan þátt um martröð manns
sem hafði lesið yfir sig af vísinda-
skáldsögum. Snæbjörg Sigur-
jónsdóttir og Sólveig Ebba Ólafs-
dóttir höfðu ort ljóð. Aðrir sem
mættu voru Eiríkur Brynjólfs-
son, Valgerður Benediktsdóttir,
Njörður P. Njarðvík: Því ekki að
láta leikþáttt gerast í heitum potti?
Hallfríður Jakobsdóttir og Guð-
laug Richter. Pað er kannski rétt
að láta það koma strax fram, að
þau hafa mjög misjafna reynslu
að baki: sum hafa alls ekki komið
nálægt því að setja saman bók-
menntalegan texta, önnur hafa
skrifað sitt af hverju fyrir skóla-
blöð, tveir nemendur hafa gefið
út bækur.
Umræðan gekk greiðlega og
var í þeim anda „að leita að því
sem betur má fara“ eins og sam-
komulag hafði orðið um í upphafi
námskeiðs. Höfundur sögunnar
um gömlu hjónin sagðist hafa
viljað gefa ýmislegt til kynna úr
þeirra fortíð án þess að segja of
mikið — og fram komu athuga-
semdir í þá veru, að hún hefði
sagt full lítið. Sumir viðstaddra
höfðu gómað vísbendinguna,
aðrir ekki alveg. Annað dæmi:
borin var fram sú gagnrýni á
leikþáttinn sem gerist í heitum
potti, að kannski mætti þjappa
honum betur saman, og ein við-
staddra saknaði „vendipunkts“ -
það væri of snemma ljóst hvern
mann þau Kata og Kiddi, skötu-
hjúin ungu, hefðu að geyma.
Eiríkur var sáttur við lýsinguna á
Kötu, en ekki við Kidda: svona
nokkuð segir enginn karlmaður,
sagði hann og tók dæmi. Stúlk-
urnar voru á öðru máli: þær
sögðu meira en nóg af þessum
karakterlausu vinglum eins og
Kidda, sem eru allir í því að fljóta
ofan á í ódýrum vinsældum. Það
kom líka upp ágreiningur um til-
vísanir til sígildra tengdamöm-
muvandkvæða í þessum leik-
þætti. Kannski var það allt of
þvælt? Nei, sögðu aðrir, þetta er
alltaf á dagskrá.
Það var semsagt talað um rökin
á bak við persónusköpun, um
sennileika einstakra atriða, um
vel eða miður heppnaðar lýsingar
(gott að tala um „raunalega fót-
leggi"), um ítrekanir í ljóðum og
of sterk eða veik orð í þeim. Og
má reyndar segja að það hafi ekki
síður verið tekið fram í athuga-
semdunum hvað vel hafi tekist (
„tilsvörin renna fram eðlilega",
„skemmtilegt hugmyndaflug“,
„ágætt að kalla Breiðholtið plán-
etu“ ).
Að taka gagnrýni
Þessar umræður verða ekki
raktar hér nema að litlu leyti
enda þyrfti annars að tilfæra
meira úr textunum sjálfum.
En margs var að spyrja og þá
fyrst um gildi þessara vinnu-
bragða og þá gagnrýninnar sem
hver og einn fær.
Það er erfiðara, sagði Snæ-
björg, að gagnrýna aðra en taka
við gagnrýni. Mér finnst það
hjálpa manni mikið að fá þessa
krítík.
Spurning: Þið voruð mjög já-
kvæð í ykkar athugasemdum
heyrði ég, en hafið þið gert til-
raun með að vera sem neikvæð-
ust og grimmust í gagnrýni ?
Það væri út í hött, svaraði
Eiríkur. Það er altént miklu
fremur örvandi að heyra eitthvað
uppbyggilegt.
Mönnum bar saman um nauð-
syn þess að forðast þá gryfju að
taka gagnrýni á texta sem
gagnrýni á sig persónulega og ein
leiðin til þess væri sú að taka mið
af því sem „betur má fara“. En
hvað um það að vifangsefnin eru
sett fyrir, eða svo var a.m.k. í
upphafi námskeiðsins?
Þau hafa verið nokkuð rúm,
sagði Njörður. Eitt fyrsta við-
fangsefnið sem allir fengu var að
skrifa sögukorn um gamla konu
sem íer upp í strætisvagn og það
kemur vitanlega strax í ljós að
slíkur rammi höfðar misjafnlega
til hvers og eins. Það voru ótrú-
lega ólíkir hlutir sem komu út úr
þessu viðfangsefni. Sem og því að
fara niður að Tjörn að setja sam-
an ljóð, eða skrifa sögu um atvik
sem verða til þess, að maðurinn
hefur ekki vald á lífi sínu og að-
stæðum.
Stundum er aðeins stungið upp
á vettvangi; því ekki að láta
leikþátt gerast t.d. í heitum potti
þar sem menn hittast sem annars
mundu aldrei eiga tal saman?
Að skrifa
eftir pöntun
Snæbjörg taldi að það væri
mjög lærdómsríkt að skrifa eftir
pöntun, þurfa að skila á ákveðn-
um tíma. Fleiri voru á þeirri
skoðun: Ólöf taldi það stærsta
kostinn að þurfa að skrifa. Þá
þarf maður að aga sjálfan sig,
venja sig á ákveðin vinnubrögð,
sagði Eiríkur. Þetta tal gekk
skemmtilega þvert á gamalkunn-
ar hugmyndir á að það sé synd að
skrifa eftir pöntun og að inn-
blæstrinum verði ekki stjórnað.
Nei. Maður hættir að bíða eftir
innblæstrinum, sögðu þau. Ag-
inn verður í sjálfu sér örvandi
fyrir þennan fræga blástur.
Hólmfríður bætti við enn ein-
um kosti þessa námskeiðs: maður
les bækur með allt öðru hugarfari
en áður. Þessi vinna eins og opn-
ar leiðir til margra átta.
Eitthvað
sambœrilegt?
Spurning: Þegar þið rökræðið
textana svona fram og aftur, þýð-
ir ekki sú aðferð það m.a. að þið
stillið ykkur við skriftirnar of
mikið inn á rökvísi - kannski á
kostnað hins óskýranlega, hinnar
indælu rökleysu skáldskaparins?
Þau neituðu því ekki að viss
hætta væri á þessu. Njörður
kvaðst reyndar vita af þeim háska
annarsstaðar frá, að nemendur á
slíkum námskeiðum færu að líkj-
ast hver öðrum í ritmennsku. En
hann taldi að í þessum hópi hér
hefði hver og einn haldið sínum
sérkennum.
Það kemur líka á daginn, sagði
Eiríkur, að sum form henta
manni en önnur ekki. Guðlaug
Richter bætti því við, að „þessi
vinna hvetur mann til átaka við
önnur form en þau sem maður
hélt að væru sín, til að prófa
fleira."
Þessi kennsla er nýmæli -
finnst ykkur hún vera sambærileg
við kennslu í tónlist og myndlist,
eða er hún annars eðlis?
Mér sýnist hún alveg sambæri-
leg við þá kennslu, sagði Val-
gerður. Menn eru aldrei full-