Þjóðviljinn - 22.03.1987, Qupperneq 6
VINSÆLDAKONNUN
ÆSKUNNAR:
Bubbi
sigursœll
Bubbi: Bestalagið,
besta platan, besti
söngvarinn og í of-
análag „Popp-
stjarna ársins“hjá
lesendum Æskunn-
ar.
Bubbi Morthens og Greifarnir
eru helstu átrúnaðargoð lesenda
barna- og unglingablaðsins
Æskunnar, samkvæmt vinsæld-
akönnun sem birt var í síðasta
hefti blaðsins. Ætla má að á milli
fjögur og fimmhundruð ungir
áhugamenn um tónlist hafi tekið
þátt í þessum kosningum, sem
hljóta því að gefa nokkra vís-
bendingu um helstu stjörnur á
himni popps og rokks um þessar
mundir.
Greifarnir voru kosnir hljóm-
sveit ársins og skutu þar bæði
Stuðmönnum og MX21 aftur
fyrir sig. Bubbi og Serbinn hlutu
örugga kosningu fyrir besta lag
ársins, en Útihátíð Greifanna
kom þar næst á eftir. Bubbi og
Frelsi til sölu var kosin plata árs-
ins, en Blátt blóð Greifanna varð
í öðru sæti. Bubbi átti síðan Blús
fyrir Rikka í þriðja sæti og Konu í
því fjórða! Það var síðan Sinfóní-
uhljómsveit íslands sem varð í
fimmta sæti! Söngvari ársins var
kjörin með miklum yfirburðum
Bubbi Morthens; Felix Bergsson,
Greifi, varð annar og Eiríkur
Hauksson og Pálmi Gunnarsson,
Bergen-stjörnur, komu næstir.
Söngkona ársins var kjörin Ragn-
hildur Gísladóttir, en hún fékk
fleiri stig en næstu fjórar saman-
lagt. Poppstjarna ársins að mati
lesenda Æskunnar var Bubbi
Morthens, en Ragnhildur Gísla-
dóttir varð í öðru sæti og Felix
Bergsson í því þriðja.
-þj.
DISKÓ:
Plötusnúðar framtíðarinnar
Óttar beshtr
Nýlega fór fram úrslitakeppni
um titilinn „Plötusnúður ársins
1987“ á vegum félagsmiðstöðv-
anna í Reykjavík. Það voru fjórir
knáir piltar sem öttu saman
plötum sanum; Hilmar Árnason,
Æskó Hafnarfirði; Grétar I.
Gunnarsson, Þróttheimum;
Kristján Ásgeirsson, Tónabæ; og
Óttar Pálsson, Þróttheimum.
Dómnefndin var skipuð þeim
Vilhjálmi Ástráðssyni, fram-
kvæmdastjóra veitingahússins
Evrópu, Jóni Gústafssyni og
Magnúsi Þór Sveinssyni frá
skemmtistaðnum Hollywood.
Óttar Pálsson bar sigurorð af
keppinautum sínum og hlaut í
verðlaun 4-rásar Power diskó-
mixer frá Japis. Hvorki meira né
minna. í fréttatilkynningu segir
að þessi keppni sé fyrst og fremst
hugsuð fyrir unga og upprenn-
andi plötusnúða til að spreyta sig
og koma sér á framfæri. Óttar
mun þannig á komandi vikum
spila í Hollywood, félagsmið-
stöðvunum, Bylgjunni og Rás 2.
-þj.
íþróttir
Eðvarð Þór Eðvarðsson, sundkappi
úr Njarðvíkum og íþróttamaður árs-
ins. Einn af tíu íþróttamönnum.
Steinunn Sigurðardóttir, einn af sjö
wl%UlQ rithöfundum sem fengu úthlutun á
plakatinu. Metsöluhöfundar að
sjálfsögðu upp til hópa.
Qj-v Fe.liv Bergsson, söngvari Greifanna,
■ ^^l^l^er í hópi stjamanna sem fengu að-
gang. Hann er enda gríðarlega vin-
sæll hjá yngri kynslóðinni.
FÍAlmiAlnrEUn Hirst, sem tilheyrir langfjöl-
rjuimioiar mennasta hópnum. Þriðjungur
þeirra sem era á plakötunum kemur
úr fjölmiðlastétt.
Hvernig á að sannfæra ungt
fólk um nauðsyn smokks í nú-
tímasamfélagi? Hvernig er
hægt að dubba smokkinn upp
þannig að hann verði ekki ein-
astasjálfsagður, heldurmiklu
frekar eftirsóknarverður-
jafnvel lífsskoðun?
Vitanlega með því að fá ná-
kvæmlega 102 „þekkt andlit“ til
þess að mynda sig með smokk.
| Vel að merkja brosandi og vígreif
„þekkt andlit". Þá flykkist unga
fólkið í apótekin, sjálfsalana og
bankastrætin og kaupir smokka
og aftur smokka!
Það var auglýsingastofan
„Svona gerum við“ sem hannaði
plakötin frægu, með aðstoð Val-
geirs Guðjónssonar og fulltingi
landlæknis. Hugmyndin kviknaði
á auglýsingastofunni. Að sögn
Guðjóns Hafliðasonar, teiknara,
var það takmark sett að fá andlit
sem „áhættuhóparnir þekkja“. -
Ber að taka fram að ungt fólk er í
þessu tilliti talið með áhættuhóp-
um. Guðjón sagði að ekki hefði
verið búin til nein formúla, að-
ferðin hefði verið einföld við val-
ið: Það voru skrifuð niður nöfn á
„andlitum“, mörgum „andlitum"
- miklu fleiri en síðar komu á
veggspjöldin góðu. Síðan varfar-
ið að hringja í liðið: „Langflestir,
ábyggilega um 90% tóku vel í
þetta,“ segir Guðjón. „Það voru
fáeinir sem voru eitthvað efins og
við vorum ekkert að pressa þá.
Það var nóg af fólki í viðbót“.
Hvar er Ingvi Hrafn?
En hvaða fólk er þetta? Hvaða
þjóðfélagshópar eru taldir höfða
mest til ungs fólks? Og hverjir
ekki? Hvemig er kynjaskipting-
in? Þessum og fleiri bráðnauð-
synlegum spurningum verður
svarað í þessari grein. Konur eru
alls 34 á móti 68 körlum. Það get-
ur nær talist óeðlilegt, þar sem
reikna verður með að karlar noti
smokkinn meira...
Nákvæmlega þriðjungur þeirra
102 sem eru í smokkatrúboðinu
koma úr fjölmiðlastétt: Rit-
stjórar, útvarpsstjórar, dag-
skrárgerðarmenn. Frá Bylgj-
unni, Rásinni, Stöðinni og RÚV.
Jón Óttar er á plakatinu, en
Markús Örn hinsvegar ekki.
Þorgeir Ástvaldsson en ekki Ein-
ar Sigurðsson. Svo eru bara tveir
af ritstjórum blaðanna: Össur og
Ellert. Hvar eru Styrmir, Níels
Lund og Árni Gunnarsson? Páll
Magnússon er þama lfka en Ingvi
Hrafn ekki? Hvar er Ingvi
Hrafn?
Það er greinilegt að hug-
myndafræðingar veggspjaldanna
hafa ekki beitt kvótareglu í út-
hlutun á þekktum andlitum úr
stjórnmálaflokkunum: Það eru
tíu pólitíkusar, þar af fjórar
Kvennalistakonur. Tveir alla-
ballar og tveir sjálfstæðismenn.
Síðan eru einungis formenn krata
og framsóknar. Steingrímur Her-
mannsson er þannig eini ráðher-
rann sem hugmyndafræðingarnir
treystu til að hafa áhrif á ungt
fólíc. Þorsteinn Pálsson illa fjarri
góðu gamni, en Árni Sigfússon
formaður Heimdallar bætti það
að nokkru upp. Ráðherra
heilbrigðismála, Ragnhildur
Helgadóttir, var heldur ekki. Svo
skarast þessir hópar sem þegar
hafa verið nefndir: Þannig er
Bryndís Schram, fjölmiðla-
stjama og tilvonandi forsætisráð-
herrafrú mætt ásamt Jóni Hanni-
balssyni.
Smokkaklíkan!
34 úr fjölmiðlabransanum og
tíu pólitíkusar. Leikarar, íþrótta-
menn og popparar eiga síðan um
það bil tíu fulltrúa. Þegar popp-
listinn er skoðaður vekur athygli
að hljómsveitin Strax nýtur
trausts umfram aðrar í barátt-
unni. Strax er enda vinsælt band.
Bergen-stjörnurnar Eiríkur
Hauksson og Helga Möller era í
poppliðinu, en ekki Pálmi Gunn-
arsson. Felix Bergsson, söngvari
Greifanna og Bubbi Morthens
eru líka, enda eru þeir helstu átr-
únaðargoð íslenskrar æsku um
þessar mundir, eins og fram kem-
ur annars staðar í þessari opnu.
En rétt eins og aðrir eru popp-
stjörnur viðkvæmt fólk. Þannig
móðguðust auðvitað heilmargir
þegar þeim var ekki boðið að
vera með. í spjalli við undirritað-
an lýsti poppstjarna, sem ekki
vildi láta nafns getið, sárum von-
brigðum sínum: „Ég er nú búinn
að vera í þessum bransa í mörg ár
og átt meiriháttar breik. Ég hef
alltaf notið vinsælda hjá ungu
fólki og raunar flestu fólki, en ég
er bara ekki í „klíkunni“.“
- Hvaða klíka er það?
„Það er smokkaklíkan! Með
vali á þessu fólki er náttúrlega
verið að velja úr á kostnað ann-
arra. Mér finnst að málið hefði
átt að leysa með því að hafa fleiri
poppara. Þetta skapar leiðindi í
bransanum. Manni er bara ýtt út í
horn...“
Guðjón Hafliðason var spurð-
ur hvort einhver hefði kvartað
yfir því að vera ekki með.
„Nei, það hefur nú mér vitan-
lega enginn snúið sér til okkar, en
hinsvegar er því ekki að neita að
það er orðið ákveðið stöðutákn
að vera með á þessum plakötum.
Það eru auðvitað margir sem
hefðu viljað vera með, - sérstak-
lega eftir á þegar menn sjá hversu
mikla athygli þetta vekur. - En
menn þora nú varla að fara að
kvarta opinberlega þótt þeir séu
ekki með og uppljóstra þannig
um nöldursemi sína“.
Enginn úr ÍR!
Eins og áður er getið fengu ell-
efu íþróttamenn inni. Hér verður