Þjóðviljinn - 22.03.1987, Síða 9

Þjóðviljinn - 22.03.1987, Síða 9
Kristín Sigurðardóttir fornleifafræðingur: Við höfum fundið mikið af matar- leifum, aðallega fiskbein, þannig að nú getum við farið að gera okkur betur grein fyrir matarvenjum þeirra Bessastaðamanna. Hér sjást rústastallarnir undir Bessastaðastofu og kvarnarsteinninn fíni, stráheill. Gólfefnið í horninu á bak við Vigdísi er danskur sandur, - ja fínt skal það vera. Guðmundur Jónsson verkstjóri við gólflögnina I Bessastaðastofu, Guðmundur Ólafsson fornleifafræðingur, frú Vigdís Finnbogadóttir og Kristín Sigurðardóttir fornleifafræðingur útskýra minjafundinn fyrir blaðamönnum. Fortíðin undir fótunum Eins og komið hefur fram í fréttum hafafundistmerkar fornminjar undir Bessa- staðastofu og fundust þær þegar átti að fara að skipta um gólf í stofunni. Þegar blaðamönnum var var boðið þangað að skoða, var kom- in gryfja þar sem gólfið hafði ver- ið, plönkum til að mjaka sér eftir hafði verið tyllt meðfram veg- gjunum og ofan í gryfjunni tipl- uðu fornleifafræðingar og forseti íslands eins og þau gengju á gulli. Fornleifafræðingar telja að íbúðarhús hafi staðið þar sem Bessastaðastofa stendur nú snemma á miðöldum en bærinn hafi svo verið færður til og gamla bæjarstæðið gert að öskuhaug þar sem móösku var hent. Á 17. öld eru síðan reist bæjarhús af erlendri gerð á núverandi bæjar- stæði Bessastaðastofu. Leifar bindingsverkshúss, gólf og veggjahleðslur ásamt munum frá ýmsum tímum hafa nú fundist undir Bessastaðastofu. „Við teljum hér kominn hluta konungsgarðsins svokallaða og leifar af húsi landfógeta,” sagði Guðmundur Ólafsson fornleifa- fræðingur, en hann ásamt Krist- ínu Sigurðardóttur fornleifa- fræðingi hafa haft veg og vanda af uppgreftrinum og verið á fjórum fótum með skeiðar síðustu vik- urnar. „Þessar rústir eru líklega frá fyrri hhluta 17. aldar, það sést móta fyrir herbergjaskipan, væntanlega verið stofur og lítið skrifkames, efni rústanna er að meginhluta kalk og sandur frá Danmörku og múrsteinar frá Skáni, einnig finnast timburleifar í gólfum þannig að það fer ekkert á milli mála að hér hafa stórhuga menn byggt,” sagði Guðmundur. „Þeir hafa ekki komið í fjöruna héma úr því þeir fóru að flytja inn sand frá Danmörku,” sagði Vig- dís Finnbogadóttir. „Hér hafa fundist gripir og bein,” bætti hún við, „ég er nú svo rómantísk í mér að ég fer alltaf að ímynda mér eitthvað um fólkið sem hefur handfjatlað hlutina. Hér fundust t.d. brot úr disk eða skál úr kínversku postu- líni, eitthvað hefur líklega verið grátið þegar hún brotnaði. Og hver skyldi hafa reykt úr þessum krítarpípum og sjáið þennan for- láta kvarnarstein” „Þetta er líklega einn fínasti kvarnarsteinn sem við eigum nú,” sagði Guðmundur, „hann er úr einföldum glimmerskifersteini og mjög haglega geður, höggnar eru í hann jafnar raufar en óvíst er um aldur hans”. Þór Magnússon þjóðminja- vörður sagði að það hefði alltaf mátt búast við að einhverjar forn- minjar fyndust á Bessastöðum, en það er aldrei að vita hversu heillegar þær eru. „Hér höfum við verið mjög heppin því þessar minjar eru mjög heiilegar”. Tekin hefur verið ákvörðun um að varðveita minjar þessar og gera þannig úr garði að hægt verði að opna þær almenningi til skoðunar. Það verður að vísu ekki hægt að gera strax því nú liggur á að leggja gólf í Bessa- staðastofu svo hægt sé að koma henni í sitt rétta form. Garðar Halldórsson húsameistari ríkisins sagði að þessi fornminjafundur gerði það að verkum að nú þyrfti að ganga öðru vísi frá gólfinu en ráð hefði verið fyrir gert. „Það þarf að ganga öðru vísi frá að neðan, einangra á milli svo að kuldi og raki haldist fyrir neðan svo rústirnar þorni ekki og skemmist en jafnframt til þess að rakinn komist ekki í gólf stofunn- ar og skemmi það. Segja má að það verði útihiti niðri en stofuhiti uppi. Þetta verður timbur- eða plankagólf sem sett verður nú í Bessastaðastofu og verður það sem líkast því sem talið er að það hafi upprunalega verið.“ Áætlað er að varðveita rústirn- ar þannig að til að byrja með verða reistir stuðningsveggir utan um stallana svo þeir aflagist ekki, en síðar er áætlað að grafa djúpan kjallara undir Bessastaðastofu til að gera þær aðgengilegar og verða þá undirstöðuveggir húss- ins styrktir með bitum og kalk- blöndu. „Það er enginn vafi í mínum huga að það verður að varðveita þessar rústir,” sagði Vigdís, „þetta eru slíkar menningar- og byggingasögulegar minjar. Við hljótum að ráða við að varðveita þær.” Vigdís sagðist hlakka til að ganga um gólf Bessastaðastofu þegar hún væri fullbúin á ný. „Þá geng ég hérna á fortíðinni í bókstaflegum skilningi”. -ing „Af hverju skyldi ekki hafa verið lokið úrglasinu? Kannski hefur eigandanum batnað svona fljótt....“ Vigdís veltir vöngum yfir gömlu meðalaglasi. Sunnudagur 22. mars 1987, ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.