Þjóðviljinn - 22.03.1987, Síða 13
blaðanna" sagðist hann ekki hafa
lesið þau.
Þjóðviljinn leitaði einnig álits
prófessora í félagslegri siðfræði
og í guðfræði en þeir kváðust ekki
hafa nein svör á reiðum höndum
við því hvað teldist klám og hvað
erótík, án lengri fyrirvara.
Keðjur
og leðurreimar
Stærstu bókaverslanirnar flytja
sjálfar inn djörf blöð og að sögn
Ragnhildar Bender hjá Bókabúð
Braga er reynt að miða við að
blöðin innihaldi myndir sem eru
erótískar og þá ekki samfara-
myndir, þegar valið er úr fram-
boðinu.
„Við höfum það til dæmis fyrir
reglu að rífa bæklinga úr sumum
blöðum sem hafa verið mjög
grófir og miðum við að blöðin
innihaldi eitthvað fleira en mynd-
ir,“ sagði Ragnhildur. „Þessi
blöð þurfa að vera til markaðar-
ins vegna. Á meðan einhver hef-
ur gaman af þessum blöðum þá
verðum við að vera með þau á
boðstólum einsog allt annað.“
Þess má geta, vegna orða
Ragnhildar um að Bókabúð
Braga flytji ekki inn blöð sem að-
eins innihalda myndir, að svo-
kölluð „Paul Raymond-blöð“ eru
meðal þeirra blaða sem fást í
versluninni, en í þeim er ekki að
finna eitt prentað orð, aðeins
myndir af nöktu kvenfólki í hin-
um ýmsustu stellingum.
í Bókabúð Eymundssonar er
hægt að velja úr 17 titlum djarfra
blaða. í þeim er aðallega að finna
myndir af nöktum konum, mis-
munandi útglenntum, stundum
sveipaðar keðjum og leðurr-
eimum. Einstaka karlar fá að
fljóta með og í einu blaðanna sem
valið var af handahófi blöstu við
alls slags samfaramyndir.
En sem sagt, við höfum þá
niðurstöðu að djörfu blöðin séu
misjöfn. Það er dómstólanna að
dæma hver þeirra fara yfir mörk-
in og hver ekki. Þar sem engar
athugasemdar hafa verið gerðar
af hálfu yfirvalda við þau blöð
sem nú fást í bókaverslunum
hlýtur maður að álykta sem svo
að það séu ekki klámblöð, heldur
eitthvað annað. En hvað? „Við
köllum þetta rassablöð hér í búð-
inni,“ sagði Ragnhildur Bender.
Aðrir kusu að svara ekki.
Klám og
barnanauðganir
Hér hefur verið reynt að fá ein-
hverja niðurstöðu um það hvað
sé klám. En það er fleira sem er
umdeilt og þar á meðal hvaða
áhrif klám hefur á viðhorf fólks.
Sumir vilja meina að við lestur
klámblaða fái árásargjarnir aðil-
ar útrás fyrir hvatir sínar og þær
beinist því ekki gegn öðru fólki.
Aðrir telja að klámblöð breyti
Sunnudagur 22. mars 1987
Greinin á þessari
opnu hefst með
svofelldum orð-
um:
„Rífðu sængina
afkonunni þinni
og skelltu henni
uppáeldhúsborð-
iðogrídduhenni.
Svona! Ekkert
meiraröfllNúer
nóg komið af því
að ríða í rúminu.
Nú á að ríða um
allt hús svo að
undirtaki íkofan-
um!“
Þettaveggspjaldvar
dæmt klámfengið af
Hæstarétti árið 1973.
TVIBUKARNIR
VOCIN
uoNie
FJOLH/EFNI
MEYjan
Sporðdr EK INN
VaRKÁRNI
HUOREKKt
HLKjVITSSEMI
STEINGEITIN
VATNSBER.INM
MANhliiO
'arvekni
Dt/GNA£JUR
síautiÐ
fiskarnir
K R A68INN
FORSJÁLNI
FJÖLHÆFNl
HUGKVÆMNI.
Hins vegar hef ur engin kæra bor-
ist saksóknara vegna þessara
mynda sem danska blaðinu Ex-
press, sem er flutt inn af Inn-
kaupasambandi bóksala.
litlu til eða frá: „Að mínu mati
breyta þessi blöð ekki hugsunar-
hætti fólks ein og sér. Þetta er
meira mál en svo,“ sagði Erla
Hallgrímsdóttir, deildarstjóri hjá
bókabúð Máls og menningar, í
samtali við Þjóðviljann, en sú
verslun hefur hætt sölu djarfra
blaða.
Annað sjónarmið kemur fram
hjá Ingibjörgu Hafstað:
„Skýrslur rannsóknarlögreglu,
bæði í Danmörku og Noregi,
sýna ótvírætt samband milli
kláms og barnanauðgana. Það er
skýrt þannig að menn sem finna
hjá sér þessa hvöt hafi bælt hana
vegna þess að kynferðisleg á-
reitni við börn er svo harðlega
fordæmd í okkar þjóðfélögum.
En með barnakláminu opnast
leið; það réttlætir þessa kyn-
ferðislegu tilhneigingu."
í bókinni „Nýi kvennafræðar-
inn“ sem gefin var út hjá Máli og
menningu árið 1981 er tekin mjög
eindregin afstaða til kláms:
„Samkvæmt uppskrift klám-
blaðanna eru konur tæki sem
karlmenn eru hvattir til að nota
til að fullnægja löngunum sínum,
það á að taka þær, nota og fleygja
þeim síðan þegar þær eru ekki
lengur brúkhæfar.
Flatar
og froðufellandi
Klámblöðin gefa karlmönnum
ákveðna forskrift að því hvernig
karlmenn eiga að vera og þótt
grófgerð sé og öfgafull er þetta
sama forskriftin og haldið er að
karlmönnum frá blautu barns-
beini. Þeir eiga að vera framtaks-
samir, árásargjarnir, harðir,
kaldir og yfirvegaðir. En þegar
karlmaður lokar blaðinu sínu að
kvöldi dags, þá veit hann að hann
stenst ekki súpertippunum snún-
ing. Textinn og myndimar auka
aðeins á vanmetakennd hans því
hann veit að konur mundu aldrei
liggja fyrir honum í hrönnum,
flatar og froðufellandi. En hvaða
augum lítur hann konur fyrir
bragðið?
Samkvæmt forskriftinni eiga
konur að þrá að gera honum til
geðs, finnast gott að láta ríða sér,
píska og nauðga. Og þar sem
konan hans uppfyllir hvort sem er
ekki kröfur klámblaðsins, verður
hún þá ekki að gera sér að góðu
að hann beiti karlmennsku sinni á
hana?
Þannig eykur klámið á
vanmetakennd og einangrun
karla jafnt sem kvenna, það styð-
ur ríkjandi hlutverkaskiptingu
kynjanna og elur á fordómum.
Klámið gerir kynlífið að líkam-
legri athöfn þar sem ekkert kemst
að nema tippið og píkan. Ást og
hlýju er kastað á dyr. Það eina
sem skiptir máli er að standa sig,
fara eftir forskriftinni, afneita
sjálfum sér, þörfum sínum og
þrám; sjálfsvirðingu sinni.“ -vd
ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13
Klámeða erótík?