Þjóðviljinn - 22.03.1987, Síða 19

Þjóðviljinn - 22.03.1987, Síða 19
Njósnarinn sem dó ekki Njósnarinn Sidney Reilly var ekki skotinn til bana af Sovétmönnum árið 1925. Það er að minnsta kosti álit breska rithöfundarins Robin Bruce Lockhart. Hann telur að Reilly hafi gengið til liðs við KGB og skipulagt njósnahring í Bretlandi Munið þið eftir Reilly? Pól- skættaða njósnaranum sem Bretargerðu sjónvarpsþátta- röð um. Þessum kaldrifjaða kvennabósa, sem starfaði fyrirtværtil þrjár leyniþjónust- ur samtímis en var engum trúr nema sjálfum sér. Hann var skotinn í bakið af sovéskri skyttu í lok tólfta þáttar. Sidney Reilly var til í raunveru- leikanum og er það hald manna að hann hafi verið fyrirmyndin að söguhetju Ian Flemming, James Bond. Það var svo árið 1968 að fyrrverandi blaðamaður, Robin Bruce Lockhart, gaf út bók um njósnarann. Það var á þessari bók sem sjónvarpsþáttaröðin var byggð. Nú hefur sami Lockhart sent frá sér nýja bók um njósnarann þar sem hann heldur því fram að Reilly hafi alls ekki verið drepinn í Sovétríkjunum, heldur hafi hann gengið á mála hjá KGB, sovésku leyniþjónustunni, og skipulagt njósnahring í Bret- landi, sem þeir Kim Philby, Guy Burgess, Donald Maclean og Anthony Blunt störfuðu seinna fyrir. Helsti heimildamaður höfund- arins er fyrrverandi leyniþjón- ustumaðurinn Peter Wright, sá hinn sami og átt hefur í stappi við bresk yfirvöld fyrir dómsstólum í Ástralíu. Þá er Lockhart sonur Sir Robert Lockhart, sem var óopinber sendiherra Breta í Moskvu á tímum byltingarinnar og lenti þar í ráðabruggi með Styrkur til rannsókna í kvennafræðum Á fjárlögum fyrir yfirstandandi ár var einnar milljónar króna fjárveiting færð til Háskóla ís- lands til rannsókna í kvennafræðum. Áhugahópur um íslenskar kvennarannsóknir auglýsir hér með í umboði Háskólans eftir um- sóknum um styrki til rannsókna í kvennafræðum, en til kvennafræða teljast allar þær rannsóknir sem á einhvern hátt varða konur, eru unnar á forsendum kvenna og frá þeirra sjónarhorni. Veittir verða launastyrkir fyrir rannsóknir í minnst þrjá mánuði og skal hann miðast við byrjunarlaun lektors. Umsækjendur skulu hafa lokið háskólaprófi sem svarar til meistaraprófs eða kandidatsprófs og/ eða sýnt fram á hæfni sína til rannsóknarstarfa með öðru móti. í umsókn skal greina ítarlega frá þeim rannsókn- um sem sótt er um styrk til og fjáröflun til þeirra frá öðrum. Við lok styrktímabils skal styrkþegi senda úthlutunarnefnd framvinduskýrslu. Umsóknarfrestur er til 1. maí n.k. Umsóknir sendist til: Háskóla (slands Áhugahópur um íslenskar kvennarannsóknir, b.t. Guðrúnar Ólafsdóttur, dósents Raunvísindadeild Reilly um hvemig best væri að steypa Lenin og Trotsky af stóli. Ætlaði Reilly að gera það með því að láta þessa leiðtoga bylting- arinnar ganga buxnalausa um stræti Moskvu. Það ráðabrugg varð þó að engu. Lockhart telur að margt styðji kenningu sína um að Reilly hafi ekki verið drepinn árið 1925 heldur gengið á mála hjá KGB. Það era engar sannanir til fyrir því að hann hafi verið líflátinn. Þá er til vitnisburður um að hann hafi sést í Moskvu löngu seinna. Vitað var að Reilly var stuðnings- maður bolsévikka. Hvað tengsl Reilly við njósnahringinn í Bret- landi varðar, þá voru bæði hann og Anthony Blundt stúdentar frá sama skóla, Trinity skólanum í Cambridge. Þeir sem gagnrýna þessa kenn- ingu segja að Peter Wright, sem er aðalheimildamaður Lockhart, sé haldinn kaldastríðsgrillum, einsog margir aðrir af þeim leyni- þjónustumönnum, sem störfuðu eftir seinni heimsstyrjöldina. Segja þeir að þessir menn sjái svik og iaunráð allsstaðar og hvergi. _Sáf Sam Neill í hlutverki Sidney Reilley (sjónvarpsþáttunum um meistamjósnar- ann. KOSNÍNGAVAKA FATLAÐRA HVER KÝS HVAÐ? Hótel Sögu sunnudaginn 22. mars 1987 kl. 15-17. PÓLITlK Guð^ Spyrjum ^ •$ formenn ^ spjörum úr! §; © <$• o- GRlN OG ALVARA Svipmyndir úr lífi fatlaðra ÚTBOÐ Landsbanki íslands óskar eftir tilboðum í að steypa upp og að Ijúka ytri frágangi II. áfanga Fræðslumiðstöðvar við Álftavatn í Grímsnesi. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu Skipulags- deildar bankans, Álfabakka 10, II. hæð, Reykja- vík, gegn skilatryggingu að upphæð kr. 5.000.-. Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 7. apríl kl. 11.00. Landsbanki íslands FJÖLMENNUM 0G LEGGJUM BARÁTTUNNI LIÐ! ÖRYRKJABANDALAG ÍSLANDS • LANDSSAMTÖKIN ÞROSKAHJÁLP

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.