Þjóðviljinn - 20.06.1987, Blaðsíða 4
LEIÐARI
Fram með skrúbbinn!
Það fer tæpast á milli mála að Davíð Oddsson,
æðsti embættismaður Reykjavíkurborgar, þarf
senn að taka skrúbbinn út úr kústaskápnum og
hefja síðbúna vorhreingerningu á embættis-
mannaliðinu sem hann hefur undir sinni stjórn.
Borgarbúar hafa nefnilega í vaxandi mæli misst
trúna á embættiskerfi borgarinnar. Þannig er al-
veg Ijóst, að á milli þeirra og eins mikilvægasta
embættis borgarinnar, embættis byggingafullt-
rúa, hefur skapast trúnaðarbrestur.
Þetta embætti hefur brugðist hlutverki sínu æ
ofan í æ. Það hefur alls ekki reynst borgurunum
það öryggisnet sem til var ætlast.
Lítum á syndaregistur embættisins síðasta
misserið:
Steypumálið svokallaða kom fyrst upp í kring-
um jólin og valsaði lengi á borðum fjölmiðlanna. í
hnotskurn fólst steypuskandallinn í því, að ein
steypustöðvanna á höfuðborgarsvæðinu seldi
fólki gallaða steypu. Eftirlit með framleiðslu og
gæðum steypu á Reykjavíkursvæðinu er sam-
kvæmt reglugerð á hendi byggingafulltrúans.
En embættið brást. Eftirlitið var í skötulíki, úr-
bætur voru seinar, - viðbrögð embættisins voru
allt of hæg. Mánuðum saman hélt viðkomandi
steypustöð áfram að selja gallaða steypu.
Samkvæmt byggingareglugerð hefði bygginga-
fulltrúinn í Reykjavík átt að stöðva sölu á steyp-
unni. Það gerði hann ekki. Hann var linur.
Nýuppgötvuð mistök embættisins við úttekt á
burðarþolshönnun reykvískra bygginga eru jafn-
framt öllum Ijós. Við könnun sérfræðinga kom
fram, að eftirliti embættisins var svo áfátt, að borg-
arstjórn varð að samþykkja sérstaka úttekt á
hæfni húsa í Reykjavík til að standast jarðskjálfta.
(ofanálag kom í Ijós, að teikningar, sem áttu að
vera í vörslu embættisins fundust ekki. Og það er
athyglisvert, að það virtust einkum vera teikningar
eftir starfsmenn embættisins sem ekki komu í
leitirnar.
Þetta var hins vegar ekki öll sagan. Það kom í
Ijós að margháttuð spilling ríkti hjá embættinu.
Starfsmenn þess urðu sér úti um miklar aukatekj-
ur með því að taka að sér hönnun bygginga á
vegum einkaaðila. Og það er opinbert leyndar-
mál, að ákveðnir aðilar keyptu sér góða og þægi-
lega þjónustu af hálfu embættisins með því að láta
þannig safaríka bita hrjóta af borðum sínum til
starfsmanna embættisins.
Nú eru enn ein mistökin komin í Ijós hjá emb-
ættinu.
Þjóðviljinn greindi frá því á forsíðu í gær, að
embættið hefði ekki gengið eftir því að nauðsyn-
legar úrbætur væru gerðar á tilteknu húsi í Reykja-
vík, Hamarshúsinu. Þetta mál var til umræðu á
borgarstjórnarfundi. Þarupplýstu fulltrúar Alþýðu-
bandalagsins að í fjölmörgum atriðum hefðu
byggingaraðilar hússins brotið byggingarreglu-
gerð eða sniðgengið. Embætti byggingafulltrúa
hefði hins vegar vanrækt að fylgjast með því að
tilmælum um úrbætur væri framfylgt. Samkvæmt
upplýsingum formanns byggingarnefndar er
Hamarshúsið hins vegar ekkert einsdæmi.
Hér er um mjög alvarlegt mál að ræða, ekki síst
þar sem neyðarstiga vantaði í húsið. Getur það
virkilega verið, að embættið standi sig svo slæ-
lega að brunavörnum í Reykjavík sé áfátt?
Því miður bendir dæmið af mistökum bygginga-
fulltrúa varðandi brunavarnir Hamarshússins til
að svo sé.
Um þetta ástand er einungis hægt að segja eitt:
Það er öldungis óviðunandi.
Embætti byggingafulltrúa hafa orðið á endur-
tekin, alvarleg mistök. Trúnaðarbresturinn milli
embættisins og borgarbúa verður einungis bættur
með því að byggingafulltrúinn víki og nýr maður
taki við.
Skyldur borgarstjóra eru gagnvart borgarbúum
fyrst og fremst. Hann hefur sýnt allt of mikla linkind
í málefnum embættisins, og ætti nú loks að taka á
sig síðbúna rögg og hreinsa þar til.
Því miður bendir ekkert til að borgarstjóri hafi
nægan skilning á hvað er að gerast undir handar-
jaðri hans. Það sýna ummæli hans um þennan
starfsmann sinn frá því fyrr á árinu, þegar hann
kvað hann fyrirmynd annarra embættismanna
borgarinnar.
Hvernig eru þá hinir?
-ÖS
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis
og verkalýðshreyfingar
Otgelandl: Útgáfufélag Þjóðviljans.
Rltstjófar: Ámi Bergmann, Þráinn Bertelsson, össur
Skarphéðinsson.
Fréttaatjórl: Lúðvfk Geirsson.
Blaöamenn: Garðar Guðjónsson, Guðmundur Rúnar Heiðarsson,
Hrafn Jökulsson, HjörfaifurSveinbjömsson, IngunnÁsdísardóttir,
Kristln Ólafsdóttir, Kristófer Svavarsson, Logi Bergmann Eiðsson
(fþróttir), Magnús H. Glslason, MðrðurÁmason, Ólafur Gislason,
Ragnar Karisson, SigurðurÁ. Friðþjófsson, Stefán Ásgrimsson, Vil-
borg Davfðsdóttir, Yngvi Kjartansson (Akureyri).
Handrlta- og prófarkalestur: Elfas Mar, Hildur Finnsdóttir.
LJósmyndarar: Einar Ólason, Sigurður Mar Haildórsson.
Útlltstaiknarar: Sævar Guðbjömsson, Garðar Sigvaldason.
Framkvaamdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir.
Skrff stofustjóri: Jóhannes Harðarson.
Skrlfstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Guöbergur Þorvaldsson.
Auglýslngast|órl: Sigriður HannaSigurbjömsdóttir.
Auglýslngar: Baldur Jónasson, Olga Clausen, Guðmunda Kristins-
dóttir.
Sfmvarsla: Katrin Anna Lund, Sigriður Knstjánsdóttir.
Húamóðlr: Soffla Björgúlfsdóttir.
Bllstjórl: Jóna Sigurdórsdóttir.
Útbrelðslu- og afgrelðslustjórl: HórðurOddfriðarson.
Afgrelðsla: Bára Sigurðardóttir. Kristfn Pétursdóttir.
lnnhelmtumenn:BrynjólfurVilhjálmsson,ÓlafurBjömsson.
Útkeyrala, afgralðsla, ritstjórn:
Slðumúla 6, Reykjavfk, aiml 681333.
Auglýaingar: Sfðumúla 6, afmar 681331 og 681310.
Umbrotog aetning: Prentsmlðja ÞJóðvilJanahf.
Prentun: Blaðaprent hf.
Verð I lausasölu: SS kr.
Helgarblðð:60kr.
Áskrlftarverð á mánuðl: 550 kr.
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 20. júní 1987