Þjóðviljinn - 20.06.1987, Blaðsíða 10
Staða
upplýsingafulltrúa
Staða upplýsingafulltrúa Reykjavíkurborgar er
laus til umsóknar.
Upplýsingafulltrúa er ætlað að hafa frumkvæði
að kynningu á hinum ýmsu þáttum í starfi Reykja-
víkurborgar og að aðstoða almenning og félaga-
samtök við öflun upplýsinga um einstök atriði í
rekstri Reykjavíkurborgar.
Upplýsingafulltrúi skal vera tengiliður borgaryfir-
valda við hverfasamtök borgarbúa.
Upplýsingafulltrúi skal svara ýmis konar fyrir-
spurnum um Reykjavíkurborg er berast erlendis
frá og hann skal vera ferðamálanefnd til aðstoðar
varðandi kynningu á ferðamannaþjónustu í
Reykjavík.
Upplýsingafulltrúi tekur laun skv. kjarasamning-
um Reykjavíkurborgar við Starfsmannafélag
Reykjavíkurborgar og í samræmi við úrskurð
starfskjaranefndar um röðun starfsins í launa-
flokk.
Umsóknir um starf upplýsingafulltrúa sem greini
náms- og starfsferil umsækjanda sendist til skrif-
stofu borgarstjórnar, Austurstræti 16, fyrir 10. júlí
n.k.
Borgarstjórinn í Reykjavík
18. júní 1987
ALÞJÓÐLEG UNGMENNASKIPTI
Julio frá Costa Rica, Daniela frá Sviss, Michael
frá Nígeríu, Pirjo frá Finnlandi og 14 aðrir skipti-
nemar víðs vegar að koma til landsins í næsta
mánuði til ársdvalar.
Á meðan þau eru að kynnast og læra fyrstu orðin
í íslensku dvelja þau í Reykjavík.
Um miðjan ágúst fara þau öll í sveitina.
AUS óskar eftir fjölskyldum, sambýlum eða ein-
staklingum á höfuðborgarsvæðinu sem vilja
opna heimili sín fyrir skiptinemunum í þær 3-4
vikur sem þau dvelja í Reykjavík.
Pétur og Sigurlaug veita upplýsingar á skrifstof-
unni, Mjölnisholti 14, eðaísíma24617kl. 13-16.
Sonur minn, faðir minn og sambýlismaður
Alfreð Flóki
lést á Landspítalanum 18. þ.m.
Guðrún Nielsen
Axel Flókason
Inglbjörg Alfreðsdóttir
Eiginmaður minn
Sigfús Jóhannsson
Sléttahrauni 15, Hafnarfirði
veröur jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði, þriðjudaginn
23. júni kl. 15.
Bára Guðbrandsdóttir
Alúðarþakkir fyrir vinsemd og hlýhug við andlát og jarðarför
Gísla Sighvatssonar
Birkíhvammi 13, Kópavogi
Ólöf Helga Þór
Gunnar Sveinn
Elín Ágústsdóttir Sighvatur Bjarnason
Kristín Slghvatsd. Lynch Charles Lynch
Bjarnl Slghvatsson Aurora Friðriksdóttir
Viktor Sighvatsson
Ásgelr Sighvatsson
Elín Slghvatsdóttir
Krlstín Þór Arnaldur Þór
ERLENDAR FRÉTTIR
Fallinn Persi nærri Basra. Hvenær mun ósköpunum linna?
Persaflóastríðið
írökum vex ásmegin
Stjórninni í Bagdað hefur tekistað beina sjónum umheimsins að
Persaflóastríðinu og er áfram um að Sameinuðuþjóðirnar knýi írana
að samningaborði. Sérfrœðingar segja íraska herinn hafa eflstað
undanförnu
Arás íraskrar orrustuþotu á
bandarísku freigátuna Stark í
síðasta mánuði færði Persaflóa-
stríð Iraka og írana enn á ný inn í
miðdepil heimsathyglinnar og af-
leiðingin varð stóraukinn alþjóð-
legur þrýstingur á stríðsaðila um
að slíðra sverðin og semja um
frið.
Það eru írakar sem sjá hag í
þessari þróun. Þeir hafa um langa
hríð viljað binda enda á styrjöld-
ina en klerkastjórnin í Teheran
hefur ekki ljáð máls á neinum
friðarsamningi meðan Saddam
Hussein situr við völd í Bagdað.
írakar gera sér vonir um að Ör-
yggisráð Sameinuðu þjóðanna
geri gangskör að því innan
skamms að knýja stríðsaðila að
samningaborðinu en beiti þá
harkalegum refsiaðgerðum láti
þeir sér ekki segjast.
Sú spurning gerist nokkuð
áleitin hvort árásin á Stark hafi
verið það slys sem bæði íraks-
stjórn og sú bandaríska vilja vera
láta. Ýmsir fréttaskýrendur hafa
látið að því liggja að árásin hafi
verið gerð að yfirlögðu ráði til að
knýja Bandaríkjamenn til af-
skipta af stríðinu og auka alþjóð-
legan þrýsting á Irana svo þeir
söðli um og fallist á að friðmæl-
ast. Margir telja þessa kaldrifj-
uðu ráðagerð runna undan rifjum
Kuwaitmanna sem stutt hafa ír-
aka með ráðum og dáð en hafa
áhyggjur af aukinni ólgu meðal
síta í eigin landi sem samúð hafa
með trúbræðrunum í Persíu.
En eigi þessi kenning ekki við
rök að styðjast þá er það mikil
kaldhæðni örlaganna að árásin á
Stark skuli hafa skapað aðstæður
sem eru írökum mjög í hag. Það
eru Bandaríkjamenn sem hyggj-
ast taka málið upp í Öryggis-
ráðinu og hefur íraksstjórn
ástæðu til að ætla að ályktun þess
um friðarskilmála verði á sömu
nótum og fyrri ályktanir Samein-
uðu þjóðanna sem eru nánast
samhljóða tillögum hennar sjál-
frar.
í þeim er gert ráð fyrir tafar-
lausu vopnahléi, að hersveitir
stríðsaðila haldi inn fyrir landa-
mæri eigin ríkja og að hvor aðili
um sig sleppi öllum stríðsföngum
úr haldi.
En það er fleira sem eykur
sjálfstraust íraskra ráðamanna
um þessar mundir en um tíma var
ekki hátt á þeim risið því þá var
engu líkara en að írana skorti að-
eins herslumun til sigurs í stríð-
inu.
Sérfræðingar fullyrða að her
íraka standi nú betur að vígi en sá
íranski eftir frækilega vörn sunn-
anborgarinnar Basra fyrr á þessu
ári. írakar hafi þá sýnt mikla
framför í herlist frá fyrri viður-
eignum en þeir glötuðu hafnar-
borginni Faw á fyrri hluta árs
1986 og þeim mistókst að ná á sitt
vald íranska bænum Mahran um
miðbik sama árs. Einkum sýni
þeir meiri sveigjanleika í her-
stjórn með því að færa ákvarð-
anavald í auknum mæli til lægra
settra hersveitaforingja.
Við þetta bætist að nýverið
hafa borist mörg ný og fullícomin
vígtól í vopnabúr Bagdaðstjórn-
arinnar. Sovétmenn hafa selt
þeim orrustuþotur af gerðinni
MIG-23 og skriðdreka sem heita
T62 og T72 og kváðu öll þessi
vopn vera hin ágætustu. Enn-
fremur hafa Brasilíumenn selt
þeim fyrsta flokks bryndreka.
Efnahagur íraka er að sönnu
slæmur en það stendur til bóta því
að í september verður tekin í
notkun ný olíuleiðsla sem liggur
vel utan seilingar írana eða um
Tyrkland.
En þótt ekki verði nein frið-
mæli í bráð þá er talið óhugsandi
að íranir blási til sóknar í suðri
einsog sakir standa. Þó ekki
kæmi annað til þá er hitinn
óskaplegur þar á þessum árstíma.
Hvað gerist með haustinu skal
ósagt látið en sókn að Basra yrði
Teheranstjórninni mjög dýr-
keypt.
Þegar þeir lögðu síðast til at-
lögu komust þeir aðeins nokkur
hundruð metra innfyrir víglínur
óvinarins þrátt fyrir stanslausa
bardaga í fjóra mánuði sem kost-
uðu 15000 íraka lífið en hvorki
meira né minna en 75000 íranir
féllu. -ks.
Fundur páfa og Waldheims
Gyðingar ævareiðir
Bandarískir gyðingaleiðtogar hyggjast sniðganga páfa í heimsókn hans vestur.
Æðsti rabbíni Rómaborgar mótmælir
Gyðingar vítt og breitt um
heiminn hafa mótmælt harð-
lega væntanlegum fundi Jóhann-
esar Páls II páfa og Kurts Wald-
heims, forseta Austurríkis, sem
fyrirhugaður er í Vatíkaninu í
næstu viku.
Hin ýmsu samtök bandarískra
gyðinga hafa í hyggju að leiða hjá
sér heimsókn páfa til Bandaríkj-
anna í september næstkomandi.
Leiðtogar tveggja þeirra, Ráðs
um rekstur samkunduhúsa gyð-
inga í Bandaríkjunum og Al-
þjóðagyðinganefndarinnar,
höfðu þegar mælt sér mót við
páfa í Miami en hyggjast nú snið-
ganga hinn heilaga föður.
í Los Angeles hafa fyrirmenn
Jóhannes Páll II. Gyðingar eru hon-
um gramir.
Simon Wiesenthal miðstöðvar-
innar, sem fæst við rannsóknir á
öllu því er viðkemur helför gyð-
inga á valdaskeiði Hitlers, tekið í
sama streng og ætla ekki að funda
með páfa þegar hann hefur við-
dvöl þar í borg.
Yfirrabbíni Rómarborgar,
Elio Toaff, og leiðtogi samfélags
gyðinga í borginni, Giacomo Sa-
ban, sendu páfa harðorð mót-
mæli vegna heimsóknar Wald-
heims í gær og áður höfðu honum
borist mótmæli ísraelsstjórnar.
Ennfremur eru líkur á að við-
ræðum gyðinga og fulltrúa Vatí-
kansins um helförina, orsök
hennar og hvaða lærdóma megi
draga af hörmungunum, verði
siglt í strand. -ks.
14 S(ÐA - ÞJÖÐVILJINN Laugardagur 20. Júnf 1987