Þjóðviljinn - 20.06.1987, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 20.06.1987, Blaðsíða 16
Aðaisími 681333 Kvöldsími 681348 Helgarsími 681663 þlÓÐVIUINN I /-*i innrHnm ir OH ii ir\í 1 007 1*50 IAIi iklnA RO ir Laugardagur 20. júní 1987 130. tölublað 52. órgangur l5KOlAtéLTÁ;i ÍBDIN AÐB«VIS€LU SKÓLACÖNCU SAMVINNUBANKI ÍSLANDSHF / Svart á hvítu Gagnabanki um ísland Einar Valur Ingimundarson, hjá Svörtu á hvítu: Skráum allar upplýsingar um land og þjóð. Reykjanesið tilbúið íhaust. Verkefni upp á tugi milljóna nœstu árin. Gagnastjafnt skólum, fyrirtœkjum og almenningi Menn hcfur lengi dreymt um að eiga auðveldan aðgang að óheyrilega fjölbreyttu magni upp- lýsinga um ísiand. Með þessum gagnabanka, sem við erum að vinna að, rætist þessi draumur manna von bráðar, sagði Einar Valur Ingimundarson, umsjónar- maður með uppsetningu gagna- banka á vegum bókaforlagsins Svarts á hvítu. Ætlunin er að gagnabankinn hafi í náinni fram- tíð að geyma allar tiltækar upp- lýsingar um land og þjóð og geta menn þegar í haust fengið marg- víslegar upplýsingar um Reykjanesið úr bankanum. „Við erum byrjaðir að skrá inn á tölvu upplýsingar um Reykja- nes, svo sem um landafræði og sögu svæðisins, náttúrufar og ör- nefni. Meiningin er sú að menn geti síðan fengið hverjar þær upp- lýsingar, sem þá kann að vanhaga um, á disklingi eða útskrift, hvort heldur er um svæðið í heild eða einstaka hluta þess,“ sagði Einar Valur Ingimundarson. Svart a hvítu hefur nýverið tekið svo kallaða lestölvu í þjón- ustu sína, sem „les“ allan texta inn á móðurtölvu, en úr henni er síðan hægt fá textann fram á skjá og vinna frekar úr honum. „Við getum lesið mörghundruð blað- síður inn á tölvuna á dag. Án þessa tækis væri nánast óhugs- andi að ætla sér að efnistaka allar heimildir og setja inn í gagna- banka,“ sagði Einar Valur Ingi- mundarson. Þeir hjá Svörtu á hvítu áforma að kostnaður við uppsetningu gagnabankans muni kosta 60 til 100 milljónir á næstu þremur til fimm árum. „Vitanlega er þetta mikill kostnaður, en við búumst fastlega við því að ýmsir aðilar sjái sér hag í því að styrkja þetta framtak og þar á meðal ríkisvald- ið, en það gagn sem skólakerfið kemur til með að hafa af slíkum gagnabanaka er ómetanlegt," sagði Einar Valur Ingimundar- son. -RK Ormarr Örlygsson sækir hér að marki FH, en Halldór Halldórsson ver. Framarar sigruðu þó, 1 -0. Mynd: E.ÓI. Sjá bls. 15. Hafnarfjörður Staðbundinn vatnsskortur Björn Árnason bœjarverkfrœðingur: Eyðið ekki vatninu ívitleysu. Dæluútbúnaður í Kaldársel kostar 16 milljónir króna. Tíu ára áætlun upp á 100 milljónir Ibúar á Hoitinu f Hafnarfirði hafa orðið varir við vatnsskort að undanförnu. Sömu sögu er að segja um iðnaðarhverfið við Kaplakrika. Vatnsskortur þessi er þó ekki alvarlegur og nægt vatn í vatnsbólinu. Þrátt fyrir það hafa bæjaryfirvöld séð ástæðu til að hvetja fólk til að fara sparlega með vatnið. „Ástæðan fyrir vatnsskortin- um er sennilega sú að nú í þurrk- unum hefur óvenjumikið vatn verið notað í garðúðun,“ sagði Björn Árnason, bæjarverkfræð- ingur. Hann sagði að með þessu væri ekki verið að banna fólki að úða garðan, aðeins verið að benda því á að nota ekki vatnið í vitleysu. Vatnsveita Hafnarfjarðar er 35 ára gömul og fer því að styttast í að auka þurfi afkastagetu henn- ar. Ætlunin er að leiða rafmagn upp í Kaldársel og koma upp dæl- uútbúnaði þar. Sú framkvæmd mun kosta um 16 milljónir og auka afkastagetuna um 10-20%. Pá er til tíu ára áætlun um styrk- ingu vatnsveitunnar og aukna vatnsmiðlun upp á 100 milljónir króna. -Sáf GEGN STEYPU SKEMMDOM STEINVARI 2000_ hefur þá einstöku eiginleika aö vera þétt gegn vatni í fljótandi ástandi, en hleypa raka í loftkenndu ástandi auöveldlega í gegnum sig, tvöfalt betur en heföbundin plastmálning. Viljir þú verja hús þitt skemmdum skaltu mála meö STEINVARA 2000. NÝTT SÍMAMJMER: 69 69 00 c§3Húsnæðisstofnun ríkisins LAUGAVEGI 77 101 REYKJAVÍK LáNADEILD • TÆKNIDEILD • RÁÐGJAFARST®) ÓSAf5IA

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.