Þjóðviljinn - 20.06.1987, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 20.06.1987, Blaðsíða 1
Verðlagsstofnun gerði könnun á verði aðgöngumiða og gosdryk- kja á 19 skemmtistöðum, 16 í Reykjavík, 2 á Akureyri og ein- um á ísafirði. Könnunin leiddi í ljós að verð aðgöngumiða er afar mismunandi, allt frá 100 krónum upp í 450 krónur á diskótekum og milli 190 og 600 krónur leiki hljómsveit fyrir dansi. Dýrast er að sækja skemmtun á Hótel Borg. Niðurstöður könnunarinnar á gosdrykkjaverði eru einnig mjög athyglisverðar. í ljós kom að á skemmtistöðunum var lagt allt að 950% á verð gosdrykkja. Um- reiknað í verð á lítra kostar ótil- tekinn gosdrykkur 667 krónur í Broadway, Hollywood og á Hót- el Borg, en á þessum stöðum er gutlið dýrast. Lægst er verðið á Helgarveðrið Áframhaldandi blíðviðri Ingvar Stefánsson þulur les síðustu hádegisfréttir frá Skúlagötu 4 í stúdíói 6, en þaðan var síðasti hádegisfréttatíminn sendur út í gær. Atli Rúnar Halldórsson fréttamaður fylgist með hinni sögulegu stund. Mynd Sig. Askemmtistöðum borgarinnar þekkist allt að 950% álagning á gosdrykki. Þá hefur verð að- göngumiða hækkað um 350% frá mars 1984 en á sama tíma hefur framfærsluvísitalan hækkað um 97%. unglingaskemmtistaðnum Top ten, en þar kostar lítrinn 200 krónur. Vert er að geta þess að eitt af þeim skilyrðum sem sett eru fyrir veitingu vínveitingaleyfa er að á boðstólum séu fjölbreyttir ó- áfengir drykkir á hóflegu verði. -gg Bifreiðaeftirlitið Of einhliða aðgerðir Á fundi starfsmannaráðs Bif- reiðaeftirlits og fulltrúa úr dómsmálaráðuneytinu kom fram af hálfu ráðuneytismanna að of einhliða hafí verið staðið að þeim sparnaðarráðstöfunum sem for- stöðumaður kynnti fyrir starfs- mönnum í vikunni. Rétt hcfði verið að hafa starfsmenn með í ráðum. Að sögn Vagns Gunnarssonar tók slysavakt embættisins strax til starfa og líklegt er að starfsemin komist í sæmilegt horf í næstu viku þar sem unnið verður á vöktum áfram. Eftir að starfsmenn höfðu gengið á fund dómsmálaráðherra í gærmorgun og mótmælt aðgerð- um yfirmanna sinna fóru málin að hreyfast. Fulltrúar ráðuneytis- ins héldu síðan fund með Bif- reiðaeftirlitsmönnum eftir há- degi. -gsv Laugardagur 20. júní 1987 130. tölublað 52. órgangur Skemmtistáðir Alagning nærri þúsund prósent Verðhœkkanir aðgöngumiða úr takt við framfœrsluvísitölu. Dœmi um allt að 950% álagningu á gosdrykki. Lítri afgosi á 667krónur íBroadway, Hollywood og Hótel Borg Um helgina verður ágætis veður um land allt með hægri breytilegri átt. Bjart veður verð- ur inn til landsins og skýjað með köflum við ströndina og sums staðar má reikna með þoku- bökkum. Hitinn verður á bilinu 10-16 stig. Þeim sem vilja fá sólina beint í æð um helgina eru samkvæmt þessari spá ráðlagt að þoka sér frá ströndinni og inní landið. Ríkisútvarpið kveður Skúlagötuna Nýja útvarpshúsið við Efstaleiti vígt ígœr. Ríkisútvarpiðfluttfrá Skúlagötu 4 í glœsilegt og rúmgotthúsnæði. Ingvar Stefánsson þulur: Tilhlökkun er mikil að hefja störfí nýju húsnœði. Því erþó ekki að neita að mönnum er nokkur sút ísinni yfir að þurfa að kveðja Skúlagötuna tarfsmenn Ríkisútvarpsins fluttu með allt sitt hafurtask í gær í nýtt og glæsilegt útvarpshús við Efstaleiti og kvöddu þar með Stjórnarmyndun Þríhjólið inn á hliðargötu Ljóst er að Jón Baldvin Hanni- balsson hefur verið of yfirlýs- ingaglaður þegar hann taldi að ný ríkisstjórn væri að fæðast. í gær kornu fram óvæntar tillögur frá íhaldinu sem munu verða til þess að þríhjólið verður í fyrsta lagi til eftir viku. Jón Baldvin gekk á fund Vig- dísar Finnbogadóttur í gær og skýrði henni frá gangi viðræðn- anna og fékk endurnýjað umboð. Áður hafði þingflokkur krata fundað. Stjórnmálamenn sem Þjóðvilj- inn ræddi við í gær telja að við^ ræðurnar hafi dregist um of á langinn en kratar benda á að Stef- án Jóhann Stefánsson hafi verið í tvo mánuði að mynda Stefaníu árið 1947, en Stefanía var sam- stjórn sömu flokka og nú reyna með sér, undir forsæti krata. Tillögur íhaldsins fela í sér miklar stjórnkerfisbreytingar þannig að ráðuneytin verði færri og stærri. Telja viðmælendur Þjóðviljans að með þessu sé Þor- steinn að undirbúa jarðveginn fyrir að hafa bara þrjá ráðherra eins og kratar og Framsókn og sjálfan sig sem forsætisráðherra. Framsóknarmenn hafa að und- anförnu lagt ofuráherslu á Steingrím við stýrið en það er Ijóst að kratar geta ekki sætt sig við það. Að sögn krata sem rætt var við í gær kom fram að þeir eiga mun auðveldara með að sætta sig við Þorstein undir stýri og framsóknarmenn mega vart til þess hugsa að Jón Baldvin fari með forsætið. -Sáf Skúlagötu 4, þar sem útvarpið hefur verið til húsa í fjölda ára. . Við búferlaflutninginn breytist starfsaðstaða útvarpsmanna (Verulega til hins betra, en hús- iræj^sþrengsli hafa verið starf- seimVitvarpsins nokkur fjötur um fót um langan tíma. Einhver bið • verður á því að Ríkissjónvarpið flytji í nýja útvarpshúsið, þar sem frágangi innanhúss er ekki enn að fullu lokið. Vigdís Finnbogadóttir forseti vígði nýja útvarpshúsið í gær að viðstöddu fjölmenni, starfsfólki Ríkisútvarpsins og fleiri gestum. í tilefni dagsins hafði Ríkisút- varpið mikið við fyrir landsmenn, en vígsluathöfninni var útvarpað og sjónvarpað í beinni útsend- ingu. „ Vissulega eru okkur það mikil gleðitíðindi að flytja í nýtt og rúmgott húsnæði. Samt fylgir því nokkur eftirsjá að yfírgefa Skúla- götuna. Þrátt fyrir að húsakynni og starfsaðstaða hafi ekki verið uppá það besta hér, eigum við öll skemmtilegar minningar héðan,“ sagði Ingvar Stefánsson, þulur Ríkisútvarpsins, um leið og hanií fór í síðasta sinn inn í stúdíó 6, til þess að lesa fréttir í síðasta há- degisfréttatímanum sem sendur var út frá Skúlagötu 4. „Því fylgir mikið rask og óvissa fyrir starfsemi stofnunar eins og þessarar að standa í flutningum. Dagskráin verður að hafa sinn vanagang og hér eru menn ,á hlaupum með upptökutæki, rit- vélar og fréttahandrit, á milli húsa, til þess að geta sent út frá nýja staðnum eftir auglýstri dag- skrá,“ sagði Ingvar Stefánsson. -RK

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.