Þjóðviljinn - 20.06.1987, Blaðsíða 11
■a ÖRFRÉTTIR _■
Sovétmenn
hafa ákveðið að náða fanga og er
tilefnið sjötugasta ártíð Bolsé-
vikabyltingarinnar. Sakaruppg-
jöfin tekur þegar gildi, en nær
ekki til þeirra sem hafa framið al-
varlega glæpi gegn ríkinu, morð-
ingja, síbrotamanna og þeirra
sem áður hafa hlotið náðun. Sak-
aruppgjöfin tekur til karla yfir sex-
tugu, kvenna sem náð haf
fimmtíu og fimm ára aldri, her-
manna úr stríðinu, fatlaðra og
handhafa heiðursmerkja ríkisins.
Potalahöllin
í Lhasa, höfuðborg Tíbets, stend-
ur á ótraustum grunni. Þar er ekki
við tímans tönn að sakast heldur
mannanna verk: á tímum Menn-
ingarbyltingarinnar grófu rauðu
varðliðarnir loftvarnarskýli undir
bygginguna og eru nú komnar
rifur í undirstöður hennar. Unnið
er að því að bæta skaðann.
Rauðu varðliðarnir gerðu víðreist
um Tíbet sem og önnur héruð
Kínaveldis á sínum tíma og tóku
sér þá meðal annars fyrir hendur
að brjóta hof og klaustur og
önnur gömul verðmæti, enda var
þetta einskis nýtt drasl fyrir þeim
og tákn um lénstímann í þokka-
bót.
Stevensen bóndi
í Ástralíu gróf eftir vatni á dögun-
um og lagði sinn síðasta eyri í
fyrirtækið. Eftirtekjan varð rýr og
rölti þá okkar maður út um víðan
völl og bræddi með sér hvað til
bragðs skyldi taka. Þegar hann
kom aftur vall olía úr borholunni.
Ekki var Stevensen ánægður
með það. „Okkur hjónunum líst
ekkert á þetta, við viljum ekki
verða milljónamæringar,” sagði
hann. „Við vildum fá vatn handa
gripunum, ekki olíu; hvað getur
maður svo sem gert við hana?”
Panama
var vettvangur mikilla óeirða í
síðustu viku en útlit er fyrir að
Antonio Noriega, yfirmaður hers-
ins og stjórnandi landsins í reynd,
hafi staðið af sér áhlaupið. Al-
mennt munu Panamabúar þó
vera á því að valdadagar Noriega
séu taldir: „Andófið er rétt að
byrja,” sagði lögfræðingur einn
sem vildi ekki láta nafns síns get-
ið af skiljanlegum ástæðum.
„Fólk gerir sér grein fyrir því að
það verður að losa sig við þenn-
an hundaklyfbera fljótlega og nú
er lag. Annars lafir hann við völd
til eilífðarnóns.”
Jarðýtur
hafa jafnað við jörðu hátt í þrjú
þúsund ára gamlar fornminjar á
Ibiza og er hér um að ræða gröf
frá tímum Fönikíumanna, en hún
er talin meðal elstu minja á
eyjunni. Þar með hafa fornleifa-
fræðingar á staðnum tapað orr-
ustu við byggingariðnaðinn.
„Jarðýtunum var beitt í síðustu
viku. Nú er búið að eyðileggjam-
erkustu minjarnar um elstu íbúa
Ibiza," sagði talsmaður þjóðminj-
asafnsins á eyjunni af þessu ti-
lefni.
Verkfallsmenn
í San Salvador hvöttu í gær liðs-
menn öryggissveitanna til að
hlaupast undan merkjum. Miklar
mótmælaaðgerðir áttu sér stað
við forsetahöllina er um tvö þús-
und verkfallsmenn mættu á
svæðið. Rifu þeir niður gadda-
vírsgirðingar og særðu öryggis-
lögreglumenn til að slást í lið með
sér, svo segjandi: Hermenn, þið
tilheyrið verkalýösstéttinni. Fjöl-
skyldur ykkar eru engu betur
settar en okkar."
Noregur/Sovét
Sala hátæknibúnaðar
veldur ólgu
NATÓ verður að verjagífurlegumfjármunum tilað ná
fyrri yfirburðum í vopnabúnaði gegn kafbátum
r
Ufar hafa risið með Norð-
mönnum og Bandaríkja-
mönnum vegna sölu hinna fyrr-
nefndu á hátæknibúnaði til Sovét-
ríkjanna. Grunsemdir eru nú
uppi um að meira hafi verið selt af
þessum varningi en fram kemur í
upphaflegum samningum, að
sögn háttsettra embættismanna i
norska dómsmálaráðuneytinu.
Tor Aksel Busch ríkissaksókn-
ari segir að hann hafi nú ákveðið
að hefja að nýju yfirheyrslur yfir
starfsmönnum Vopnasmiðjunn-
ar á Kóngsbergi - Kongsberg
Vapenfabrikk - en fabrikka þessi
sem er í eigu norska ríkisins seldi
tölvur til Sovétríkjanna árin 1982
og 1983, en með fulltingi tölvu-
búnaðarins er unnt að knýja
skrúfur kafbáta því sem næst
hljóðlaust. „Hugsanlegt er að
meira hafi verið selt af þessum
búnaði,“ segir ríkissaksóknarinn.
Búist er við að ráðamenn í
Washington taki þessum tíðind-
um með hóflegum fögnuði, en á
Bandaríkjaþingi hefur þess verið
krafist að Kongsberg Vapenfa-
brikk verði sett í verslunarbann
og að skaðabóta verði krafist
vegna höndlunargleði fyrirtækis-
ins.
Gro Harlem Brundtland, for-
sætisráðherra Noregs, ritaði Re-
agan Bandaríkjaforseta bréf á
miðvikudaginn var og baðst af-
sökunar á slóðaskap stjórnar
sinnar vegna þessa máls, en með
sölu hátæknibúnaðarins var brot-
ið bann Vesturlanda við útflutn-
ingi slíks búnaðar til landa sem
lúta stjórn kommúnista.
Brundtland hét því ennfremur
í afsökunarbréfi sínu að hafin
yrði ný rannsókn til að upplýsa
þetta mál, en Busch ríkissak-
sóknari segist hafa tekið ákvörð-
un um nýja rannsókn málsins
óháð bréfaskriftum forsætisráð-
herra. „Ég tók ákvörðun mína
um nýja rannsókn málsins á sama
degi og hún skrifaði Reagan, en
ákvörðun mín er þannig til komin
að um nokkurt skeið hef ég verið
að velta fyrir mér ýmsum sönnun-
argögnum,“ sagði hann.
Busch gerir ráð fyrir að rann-
sóknin muni taka marga mánuði.
Henni verður stjórnað af þeim
hinum sama hópi lögreglumanna
sem gaf út bráðabirgðaákæru á
hendur einum starfsmanna fyrir-
tækisins vegna upphaflega samn-
ingsins. Er sá tæplega fimmtugur
Breti, Bernard Green að nafni.
Hernaðarsérfræðingar í
Bandaríkjunum meta tjón það
sem samningurinn kann að baka
Atlantshafsbandalaginu á um 30
milljarða Bandaríkjadala, og má
af því ljóst vera að engir smá-
aurar eru í húfi. Upphæðin
jafngildir fjárlögum ísienska
ríkisins fjörutíufalt. Hernaðar-
sérfræðingarnir hafa í huga í
þessu reikningsdæmi herkostnað
Atlantshafsbandalagsins af að ná
fyrri yfirburðum í vopnabúnaði
gegn kafbátum. Japanska fyrir-
tækið Toshiba kemur og við
þessa sögu, en búnaðurinn sem
Norðmenn seldu Sovétmönnum
kom að hluta til frá þeim.
Norska lögreglan hefur nú hætt
rannsókn sinni á upprunalega
samningnum, þar sem tíminn er
hlaupinn frá henni. Eftir fimm ár
fyrnist ýms glæpaiðja, þar á með-
al rangar upplýsingar viðvíkjandi
útflutningsleyfum.
Suður-Kórea
Tíundi óeirðadagurinn
Lögreglumaður beið bana íátökum í Suður-
Kóreu ígœr. Ráðamenn ráða ekki neitt við
neitt og hóta að setja neyðarástandslög
Einn lögreglumaður beið bana
og nokkrir slösuðust í gær
þegar mótmælendur í borginni
Taejon, sunnan höfuðborgarinn-
ar Seoul, tóku strætisvagn
traustataki og óku honum inn í
þvögu slagsmálasveina stjórn-
valda.
Þetta er fyrsta dauðsfallið í
átökum lögreglu og mótmælenda
sem krefjast afsagnar Chun Doo
Hwans forseta. Mótmælin hafa
nú staðið í tíu daga í röð eða allar
götur frá því Chun lýsti því yfir að
hann hefði slitið samningavið-
ræðum við stjórnarandstöðuna
um að koma á lýðræði og út-
nefndi vin sinn og skjólstæðing,
Roh Tae Woo, arftaka sinn.
Dauðsfallið í gær átti sér stað
skömmu eftir að Lee Han-Key
forsætisráðherra flutti sjónvarps-
ræðu þar sem hann varaði lands-
menn við því að létu þeir ekki af
mótþróanum sæi stjórnin sig
knúna til að setja neyðarástands-
lög. Frekari átök á götum borga
gætu valdið upplausn í samfé-
laginu og því ætti stjórn sín ekki
annars úrkosta.
En stjórnarandstæðingar létu
hótanir valdsherranna sem vind
um eyrun þjóta. í Taejon dreifði
óeirðalögregla um 1000 mótmæl-
endum sem gengu fylktu liði um
götur og stræti og hrópuðu í sí-
bylju: „Niður með einræðisher-
rann, niður með Roh!“ og
kröfðust þess einnig að efnt yrði
til kosninga.
Og þegar leið á gærdaginn juk-
ust átökin. í suðvesturborginni
Kwangju slógust 6000 mótmæl-
endur við lögreglumenn tímun-
um saman. í þeirri borg kom til
vopnaðrar uppreisnar árið 1980
sem yfirvöld brutu á bak aftur af
mikilli hörku.
í höfuðborginni sjálfri börðust
námsmenn og áflogasveinar
Chuns utan Kóreuháskóla eftir
að nokkrir af prófessorum
skólans höfðu birst utandyra og
lesið yfirlýsingu um að þeir
styddu heilshugar kröfur læri-
sveina sinna um lýðræði í Suður-
Kóreu.
-ks.
Brundtland forsætisráðherra Noregs: í bobba vegna sölu hátæknibúnaðar til
Sovétríkjanna.
Lögreglan í Tókíó hefur hand-
tekið tvo starfsmenn Toshiba-
fyrirtækisins fyrir þátttöku Jap-
ana í samningnum. Þá hefur ríkis-
stjórnin lagt bann við frekari út-
flutmngi af hálfu fyrirtækisins til
Austantjaldslandanna.
HS
Sovétríkin
Dauðadómur í
Kazakhstan
Námsmaður verður tekinn aflífi íAlmaAta
fyrir að hafa orðið lögregluþjóni að bana í
þjóðernisóeirðum í desember síðastliðnum
Dagblað flokksdcildar komm-
únistaflokksins i Kazakhstan í
Sovétríkjunum greindi frá því á
dögunum að námsmaður nokk-
ur, Ryskulbekof að nafni, hefði
vcrið dæmdur til dauða fyrir að
hafa orðið manni að bana í
óeirðum sem urðu í höfuðborg-
inni Alma Ata í desember síð-
astliðnum. Fjórir félagar hans
hlutu einnig þunga dóma, fjög-
urra til fimmtán ára vist f erfíðis-
vinnubúðum.
Ryskulbekof, sem er borinn og
barnfæddur í Kazakhstan, var
fundinn sekur um að hafa myrt
verkfræðing af rússnesku bergi
brotinn þar sem hann var við
sjálfboðaliðastörf fyrir lögregl-
una. Hann verður leiddur fyrir
aftökusveit innan skamms.
Meðsekur var fundinn trésmiður
nokkur, Tashenof að nafni, einn-
ig Kazakhstani, en rétturinn fór
mildari höndum um hann því
hann þarf „aðeins“ að eyða næstu
fimmtán árum ævi sinnar í vinnu-
búðum við erfiðisstörf. Aðrir
fengu vægari dóma.
Akærðu voru að auki fundnir
sekir um að hafa misþyrmt lög-
regluþjónum, lagt eld að farar-
tækjum í eigu ríkisins, unnið
skemmdir á byggingum, tælt
„óharðnaða“ unglinga til óhæfu-
verka og haft í frammi óviður-
kvæmilegan munnsöfnuð um
aðrar þjóðir Sovétríkjanna.
í óeirðunum í Alma Ata í des-
ember biðu tveir menn bana en
um 200 slösuðust. Þær urðu í
kjölfar þess að Kazakhstaninn
Dinmukhamed Kunayef var sett-
ur af sem formaður flokks-
deildarinnar í fylkinu en Rússinn
Gennady Kolbin skipaður í hans
stað.
Breytingarnar voru runnar
undan rifjum Mikjáls Gorbat-
sjofs aðalritara því Kunayef var
alræmdur fyrir spillingu. Síðan
hann var rekinn hefur hann verið
sakaður um margvíslegar mis-
gerðir og að hafa látið dýrka sjálf-
an sig um skör fram á átján ára
valdaferli.
Kunayef var rekinn úr fram-
kvæmdanefnd kommúnista-
flokksins í janúar og verið getur
að hann verði dreginn fyrir rétt
og honum gert að standa ábyrgð
afbrota sinna. Varla þarf að taka
fram að Kunayef og Brésnef,
fyrrum aðalritara og forseta So-
vétríkjanna, var ákaflega vel til
vina.
-ks.
Laugardagur 20. júní 1987 ÞJÓÐVILJÍNN - SlÐA 15