Þjóðviljinn - 20.06.1987, Blaðsíða 8
Þjóðviljinn
ræðir viðþrjá
iðnhönnuði og
einn
verkfræðing
um stöðu
iðnhönnunar á
Islandi í dag
Pétur Jónsson: (slenska bankakerfið vill ekki lána
fé til fjárfestingar í hugviti...
Reynir Adamsson: Arkitektar teikna aðeins 20%
íbúðarhúsnæðis hér á landi...
Guðný Magnúsdóttir: Skilningur á gildi góðrar
hönnunar er ávöxtur uppeldis og hefðar...
Pórdfs Zoéga: Framleiðendur þurfa að koma til
móts viö hönnuði og sýna skilning á mikilvægi góðr-
ar hönnunar...
HÆNAN
Flestum þeim sem standa í fram-
leiðslu iðnvarnings mun nú orðið
Ijóst að hönnun varningsins
ræður úrslitum um afdrif fram-
leiðslunnar á hinum frjálsa mark-
aði. Iðnhönnun hvers konar hef-
ur því afgerandi efnahagslega
þýðingu í tæknisamfélagi nútí-
mans. Jafnframt skiptir hún
meginmáli í mótun umhverfisins.
Húsin sem við búum í, sjálft borg-
arskipulagið, stóllinn sem við sitj-
um á, verkfærið sem við vinnum
með og bollinn sem við drekkum
kaffið okkar úr, allt eru þetta hlutir
sem eru mótaðir af hönnuðum,
sem hafa þannig afgerandi áhrif
á daglegt líf okkar og jafnframt
mótandi áhrif á uppvaxandi kyn-
slóð, sem öðlastformskynjun
sína fyrst og fremst með daglegri
snertingu við það tilbúna um-
hverfi sem við hrærumst í.
Það virðist auðvelt að færa fyrir
því gild rök að hönnun umhverfis
okkar í víðasta skilningi hefur ekki
verið gefinn gaumur sem skyldi, og
allra síst hér á íslandi, þar sem iðnað-
arframleiðsla hvers konar á sér ekki
langa sögu eða hefð.
Innan íslenska skólakerfisins hef-
ur iðnaðarhönnun og mótun um-
hverfís verið lítill gaumur gefinn,
sérskólar á þessu sviði eru fáir og
heildarstefnumótun um nýtingu fag-
þekkingar á sviði hönnunar til iðnað-
arframieiðslu og mótun umhverfis er
heldur ekki fyrir hendi.
Til þess að ræða stöðu íslenskrar
iðnaðar- og umhverfishönnunar,
vanda hennar og viðfangsefni, feng-
um við til fundar við okkur fjóra ein-
staklinga sem allir hafa reynslu á
þessu sviði en frá ólíkum sjónarhóli
þó. En það eru þau Þórdís Zoéga
húsgagnaarkitekt, Guðný Magnús-
dóttir leirlistarkona, Pétur Jónsson
rafmagnsverkfræðingur og Reynir
Adamsson arkitekt.
Við byrjuðum á því að ræða stöðu
hönnuða út frá þeim óiíku faggrein-
um, sem þau starfa við.
Húsgagnahönnuðir
mæta skilningi
Þórdís: Það er ekki hægt að segja
annað en að það ríki skilningur á
mikilvægi hönnunar í húsgagnaiðn-
aðinum. Það sem háir okkur frekar
er sá takmarkaði markaður sem við
búum við hér á landi. Hér er star-
fandi sameiginlegt félag húsgagna-
og innanhúsarkitekta og í því eru um
60 félagsmenn, en þeir sem starfa við
fjöldaframleiðslu á húsgögnum eru
ekki nema 5-6 í mesta lagi. Þeir sem
að þessu starfa eru þó ekki fast-
ráðnir, heldur búa húsgagnaarkit-
ektar við þá aðstöðu að vinna sjálfs-
tætt og bjóða hugmyndir sínar fram
til framleiðenda, sem síðan velja úr
þær hugmyndir sem teknar eru til
framleiðslu. Flestir hafa þetta því
sem aukastarf með öðru, og það
tekur langan tíma fyrir húsgagna-
arkitekt að vinna sér það nafn og þá
stöðu að hann geti haft þetta að aðal-
starfi.
Handverk og
iðnaður í leirlist
Guðný: Hvað leirlistina varðar, þá
má segja að hér á landi sé nær enga
vinnu að fá við hönnun til fjölda-
framleiðslu. Leirlistarmenn vinna
flestir á sínum eigin vinnustofum, og
hafa í fæstum tilfellum möguleika á
að fá sína eigin hluti framleidda í
stærri stíl. Það byggist auðvitað fyrst
og fremst á því að hér eru engar
verksmiðjur að ráði sem fjöldafram-
leiða vörur úr leir. Hins vegar eru
dæmi þess að íslenskir leirlistarmenn
hafí komist inn á fyrirtæki erlendis
með hugmyndir sínar. Þannig hefur
Sigrún Guðjónsdóttir til dæmis feng-
ið verk sín í framleiðslu bæði hjá
Bing & Gröndal í Danmörku og hjá
Willeroy & Boch í V-Þýskalandi. Eg
veit að við eigum hér marga mjög
góða leirlistarmenn, sem vel væru
færir um að leysa margvísleg hönn-
unarverkefni, bæði til fjöldafram-
leiðslu og í smærri stíl, en svo virðist
sem menn hafi ekki áttað sig á þeim
möguleikum sem þarna eru fyrir
hendi. Til dæmis ætti að vera hægt að
nýta sér þekkingu leirlistarmanna
við hönnun bygginga og innréttinga í
ríkara mæli en gert hefur verið.
Sjónarhóll
framleiðandans
Pétur: Ég er ekki starfandi hönnuð-
ur, heldur rafmagnsverkfræðingur,
og vinn við framleiðslu á rafeinda-
vogum. En við slíka framleiðslu
verðum við auðvitað varir við það
hversu miklu máii hönnun og útiit
framleiðslunnar skiptir. Tækjasmtði
er ekki stór iðnaður hér á iandi, og
hér eru aðeins tvö fyrirtæki starfandi
í þessu, sem hafa einhverja verulega
framleiðslu til útflutnings. En mér
vitanlega hafa þessi fyrirtæki ekki
nýtt sér iðnhönnuði á neinn hátt, eða
alla vega í óverulegum mæli. Að vísu
fengum við iðnhönnuð til þess að að-
stoða okkur við framleiðslu á fyrsta
rafhúsinu okkar, en þegar maður fer
að hugsa um það, þá ætti að vera
mikil þörf fyrir alls konar hönnuði í
þessum iðnaði ef hann næði að vaxa,
bæði við útlitsgerð vörunnar, um-
búðir og hönnun upplýsinga og
auglýsinga. Við rekum okkur á að
við erum ekki menntaðir til þess að
móta útlitslega einföld atriði eins og
lykilborð á tæki með grafí'skum tákn-
um, velja liti og efni í kassa og um-
búðir utan um tækjabúnað o.s.frv.
Við vitum heldur ekki alveg hvert er
best að snúa sér til þess að fá slík
verkefni leyst, kannski vegna þess að
það er enginn sem gefur sig sérstak-
lega út fyrir þetta hér á landi.
Við höfum semsagt enga aðila hér
sem gefa sig að alhliða iðnhönnun og
hafa reynslu erlendis frá, því hér á
landi hafa menn ekki haft möguleika
á reynslu á þessu sviði til þessa. Þetta
er svolítið eins og með hænuna og
eggið, það er erfitt að átta sig á því
hvað kemur fyrst, en ég held þó að
iðnaðurinn þurfi að styrkjast áður en
það verður grundvöllur fyrir veru-
legri starfsemi iðnhönnuða hér á
landi í tækjaframleiðslu.
Byggingarlistin
Reynir: Þarna komum við inn á mál
sem við arkitektar og reyndar aðrir
hönnuðir erum alltaf að glíma við,
semsagt að fólk gerir sér ekki grein
fyrir mikilvægi góðrar hönnunar.
Við arkitektar erum sérmenntaðir til
þess að hanna byggingar og skipu-
leggja bæi og borgir og fást við það
sem snýr að okkar umhverfi, og þar á
ég auðvitað við húsin bæði að utan
og innan og umhverfi þeirra. Staða
okkar starfsgreinar hér á landi lýsir
sér best í því að arkitektar teikna
innan við 20% íbúðarhúsnæðis á
landinu og um helming alls þess
húsnæðis sem byggt er hér á landi.
Okkur finnst þetta lýsa skorti á skiln-
ingi á nauðsyn góðrar hönnunar.
Fólk vill gjarnan líta á teikningar
sem eitthvert eyðublað sem þarf að
fylla út af illri nauðsyn, en við leg-
gjum hins vegar áherslu á að vönduð
hönnun auðveldar framkvæmdir og
stuðlar að því að fólk búi í betra um-
hverfi. Með því að kasta hendinni til
hönnunar íbúðarhúsnæðis eru menn
því miður oftast að spara eyrinn en
kasta krónunni.
Þetta skilningsleysi kann að ein-
hverju leyti að stafa af því hversu
skamma sögu byggingarlistin á sér
hér á landi sem sérstakt fag. Allir
bæir og borgir hér á landi eru byggðir
á síðustu 50-60 árum, áður notuðust
menn við torf og timbur sem ekki var
varanlegt. Annað atriði sem kann að
snerta viðhorf almennings til bygg-
ingarlistarinnar tengist sjálfu nám-
inu, en byggingarlist er eins og við
vitum ekki kennd hér á landi. Menn
auka auðvitað víðsýni sína við það að
sækja þekkingu til annarra landa, en
þetta hefur jafnframt þann ókost að
við lærum ekkert um þá hefð í bygg-
ingarlist, sem þó er til hér á landi.
Spurning um hefð
Þjv.: Stafar takmarkaður skilningur
íslendinga á mikilvœgi góðrar
hönnunar kannski að einhverju leyti
af skorti á faglegri hefð?
Reynir: Já, menn tala um að það sé
ekíri til hefð hér í listiðnaði, en ég
leyfi mér nú að hafa það eftir Herði
Ágústssyni, að eins og okkur er
gjarnan hampað sem sögu- og bók-
menntaþjóð á erlendum vettvangi,
þá er engin þjóð svo einhliða greind,
að hún hugsi bara um eina listgrein
en ekki aðra. Það þarf ekki annað en
að líta á sali Þjóðminjasafnsins til að
sjá þar sterka hefð í útskurði, sauma-
skap og öðru.
Guðný: Ég held að skilningurinn á
mikilvægi góðrar hönnunar komi
aldrei af sjálfu sér. Hann er ávöxtur
uppeldis og hefðar. Ef þú tekur
undan manni vel hannaðan og gegn-
umvandaðan stól og býður honum
annan í staðinn, sem jagast kannski
til og er ljótur eða glysgjarn, þá
bregst hann illa við. Ég held að það
gildi hið sama um hefðina. Auðvitað
eigum við okkur hefð, en hún hefur
bara ekki skilað sér. Kannski vegna
þess að hún hefur ekki verið kennd í
skólum, það hefur skort á listrænt
uppeldi í skólunum og það að sýna
hinu gamla virðingu. íslendingar
hafa verið uppfullir af þessari sveita-
mennsku að fyrirlíta allt það gamla,
vegna þess að fólki finnst það svo
niðurlægjandi að hafa búið í torf- eða
timburhúsum, svo dæmi séu tekin.
Reynir: Þetta er nú að breytast. En
foreldrar okkar, sem ólust kannski
upp í einhverjum torfkofum, sjá
enga rómantík í því að hafa verið þar
í kuldanum og rakanum, þótt við ge-
tum fundið söguleg og listræn verð-
mæti í því umhverfi.
Þjv.: Kemur tískan þá að einhverju
leyti í staðinn fyrir hefðina í iðn-
hönnun og arkitektúr?
Guðný: Já það er alltaf viss viðleitni í
þá átt bæði í iðnhönnun og reyndar í
listinni líka, að gera hluti sem falia að
tískunni á hverjum tíma. En
reynslan er hins vegar sú, að góð
hönnun er sígild, hvenær sem hún er
gerð. Við getum séð þetta til dæmis í
húsgagnahönnun. Mörg húsgögn
sem eru enn í framleiðsiu hafa upp-
runalega verið hönnuð fyrir 60-70
árum og þykja engu að síður hámód-
erne í dag. Þetta sýnir í rauninni að
góð hönnun og góð list er alltaf sí-
gild.
Samskipti hönnuða
og framleiðenda
Pétur: Mig langar til þess að víkja hér
að svolítið öðru máli, hvað varðar
iðnhönnuði og samskipti þeirra við
framleiðendur. Það er að segja,
hvort þeir hafi ekki áhuga eða mögu-
leika á að koma sér betur á framfæri
og sanna ágæti sitt að eigin frum-
kvæði. Því mér finnst satt að segja að
hönnuðir þurfi að vera meira vak-
andi við að selja sig og sínar hug-
myndir og koma sér á framfæri.
Þórdís: En ykkur dettur ekki í hug,
eða þessum fyrirtækjum, sem á því
þurfa að halda, að taka ykkur saman
og leita til hönnuðanna, til dæmis
með samkeppni eða öðrum hætti?
Það er ekki nóg að sitja aðgerðalaus
og segja að hönnuðirnir eigi að leita
til ykkar, þarna þurfa aðilar auðvitað
að koma til móts við hvern annan.
Iðnframleiðendur gætu orðið faginu
að lyftistöng með slíkri samkeppni,
þar sem skapaðist vettvangur fyrir
hönnuði til þess að sýna hæfileika
sína og um leið möguleiki fyrir fram-
leiðendur til þess að velja úr það sem
þeir sæju sér hag í að nota.
Pétur: Jú, vissulega er þetta athug-
andi, en hlutirnir ganga hins vegar
einu sinni þannig fyrir sig, að þegar
ákveðið er að fara út í einhverja fra-
mleiðslu, t.d. smíði á einhverju tæki,
þá er slíkur mýgrútur af öðrum fors-
endum sem framleiðandinn er uppt-
ekinn af lengi framanaf, að þegar
komið er að hönnuninni er lítill eða
enginn tími til stefnu. Það er auðvit-
að uppeldisgalli í manni að...
Reynir: Já, af hverju er ekki tími
fyrir hönnunina eins og aðra þætti
framleiðslunnar...
Pétur: Já, einmitt, þetta kemur
kannski í þriðja eða fjórða skiptið,
þegar maður er búinn að reka sig
nógu oft á, en engu að síður, þá viij-
um við af fenginni reynslu geta leitað
til manns sem við vitum að hefur
reynslu og erum nokkuð öruggir
með að gefí réttu lausnina á vandan-
um á sem skemmstum tíma.
Þórdís: En það þýðir ekki að leita til
hönnuðarins þegar þið eruð búnir að
búa til kassann og segja: heyrðu,
finndu nú eitthvert flott útlit á
þetta..., og þetta er kannski ferkant-
að eða alla vega í laginu. Fram-
leiðslan verður að byggja á mun nán-
ari samvinnu framleiðenda og
hönnuðar og framleiðendur þurfa að
læra að líta á framleiðsluna í heild
sinni, þar sem hönnunin er mikilvæg-
ur þáttur frá upphafi.
Þjv.: Gœtu opinberir aðilar að ein-
hverju leyti stuðlað að eða mótað
vettvang fyrir slíka samkeppni meðal
iðnhönnuða, eins og þú talaðir um,
Þórdís?
Þórdís: Já, vissulega, til dæmis með
því að veita verðlaun og gera þetta
eftirsóknarvert. En slík verðlaun
verða að vera það rífleg að menn hafi
að einhverju að keppa.
Pétur: Góð iðnhönnun verður ekki
til með því að snúa einhverjum lykli,
og þá spretti hún fram fullsköpuð.
Hún þarf sinn þróunartíma, sem get-
ur verið 5-10 ár. Hann má ekki vera
of hægur, því við þurfum að ná okkur
upp á það stig sem er erlendis, og það
sem fyrst og fremst þarf að gera er að
leiða aðila saman sem hafa hagsmuni
af því að vinna saman. Það þarf ekki
að eyða neinum sérstökum pening-
um í það að koma mönnum saman.
Að fjárfesta
í hugviti
Guðný: Varðandi hugsanlega aðild
opinberra aðila að þvf að koma iðn-
hönnun á framfæri, þá dettur mér í
hug að þetta sé verkefni fyrir Iðnþró-
unarsjóð, eða hvað það nú heitir.
Þeir eru alltaf að tala um að það þurfi
að markaðssetja framleiðsluna, en
illa hannaður hlutur verður aldrei
markaðssettur með neinum árangri.
Þannig hangir þetta allt saman.
Pétur: Erfiðasti þátturinn í þessu öllu
saman snýr að fjármagninu. Það er
enginn vandi að fá fé úr bönkum til
þess að fjárfesta í áþreifanlegum
verðmætum eins og t.d. fasteignum
og vélum. En það virðist ekki nokk-
ur leið að fá peninga til þess að fjár-
festa í hugverkum. Það er til dæmis
ekki hægt að fá peninga til þess að
fjárfesta í markaðsleit, því hafir þú
varið til hennar t.d. nokkrum
milljónum eða tugum milljóna, þá
áttu ekkert áþreifanlegt sem bank-
inn eða sjóðurinn getur hirt af þér.
Sama gildir um hönnun, óskyldir að-
ilar eiga yfirleitt litla möguleika á að
nýta sér hönnun sem hefur verið
gerð fyrir ákveðið fyrirtæki í ákveðn-
um tiigangi. Hún er einfaldlega ekki
veðhæf, og það er gegnumgangandi
skammsýni í fjárfestingum hér á
landi, að það er aldrei fjárfest í
neinum hugverkum af þessari ein-
földu ástæðu.
Guðný: Það er náttúrlega hroðaleg
skammsýni, því öll menning felst í
því að það sé hugað að hugverkinu.
Ég þekki það til dæmis frá Finnlandi,
þar sem ég hef bæði lært og starfað,
hversu mikla áherslu og hversu
mikið fjármagn þeir hafa lagt í
hönnun við alla uppbyggingu á sín-
um iðnaði. Það giidir sama hvort þar
er um framleiðslu á postulíni, gler-
vöru eða skipum að ræða. Finnar eru
þekktir fyrir sinn glæsilega iðnað, og
það byggist fyrst og fremst á þeirri
vönduðu hönnun, sem þar er gegn-
umgangandi.
Reynir: Það gildir ekki síst um okk-
ur, þar sem framleiðslan er ekki stór
í sniðum, þá er það ennþá mikilvæg-
ara að leggja áherslu á gæðin, því við
erum ekki að framleiða ódýra hluti
eins og framleiddir eru í Hong Kong,
heldur frekar dýra og þá vandaða
vöru.
Islenskt handverk
Þórdís: Þá er eitt sem mig langaði til
að minnast á varðandi íslensk hús-
gögn. Þegar við sjáum íslensk hús-
gögn á sýningum erlendis, þá getum
við oftast verið nokkuð ánægð, en þó
er oft eins og það vanti punktinn yfir
i-ið, kannski er ekki alveg nógu vel
pússað eða frágengið að öðru leyti,
vegna þess að þetta er allt gert á
síðustu stundu.
Pétur: Þú kemur þarna inn á hlut sem
eru íslensk verkstæði, sem við eigum
í miklum vandræðum með. Það er
vegna þess að gæðahugsunarháttur
er þar svo til óþekktur. Flest verk-
stæði eru miðuð við það að vera ein-
ungis í viðhaldi og viðgerðum, til
dæmis í málmsmíði og vélsmíði. Og
ef hluturinn hangir saman, þá er það
talið nógu gott. Menn átta sig ekki á
því að það er hægt að gera hlutina
jafn ódýra en vel engu að síður.
Framleiðsluhugsunarháttur byggir á
því að hanna allt framleiðsluferlið
fyrirfram, þannig að útkoman verði
stöðluð vara, og þá er auðveldast að
hafa smíðina góða, en ekki einhverja
hrákasmíð sem stöðugt þarf að vera
að lappa uppá með sandpappír eða
þjöl. Við verðum í þessum efnum aö
geta treyst handverksmanninum, að
hann hafi þann faglega metnað að
vinna verkið vel. Menn virðast hins
vegar ekki vera aldir upp við það hér
að það sé betra að vera aðeins lengur
að vinna hlutinn, en vinna hann vel.
Hlutverk skólanna
Þjv.: Þetta snertir kannski að ein-
hverju leyti skólana, hvernig gœtu
þeir betur sinnt sínu hlutverki í þessu
sambandi?
Reynir: Ég held að það gæti verið
mjög æskilegt að skólarnir fengju til
sín hönnuði úr hinum ýmsu greinum
tii þess að kynna sína vinnu og auka
þannig skilning nemendanna á um-
hverfi sínu.
Guðný: Skilningur á gildi hönnunar
og verkmenningar er liður í þessu
sjónræna uppeldi, sem börn ættu að
fá strax í skólanum. Sá sem hefur
búið við góða hönnun sættir sig ekki
við neina hrákasmíð, og þarna þarf
hvort tveggja að koma til, aukin
áhersla á myndræna menntun og
sjálft skólaumhverfið.
Reynir: Ég held að það sé engin til-
viljun, svo dæmi sé tekið, að ftalir
standi framarlega í iðnhönnun.Þetta
er fólk, sem alið er upp á meðal lista-
verka...
Guðný: Það er einmitt þetta sem ég á
við, þetta er engin tilviljun, og þetta
þarf að fara miklu fyrr inn í skólana.
Ekki síst núna á þessari tækniöld,
þar sem allt virðist miðað við skjóta
neyslu, en það sem snýr að hinu
innra í manninum, það sem er fallegt
og hefur varanlegt gildi er látið sitja á
hakanum.
Dæmi af
góðum járnsmið
Pétur: Þetta er mikið rétt, en hvað
varðar gæðaeftirlitið og vandvirkn-
ina, þá get ég sagt ykkur að við
höfum aðeins getað notað eina járn-
smiðju hér á landi til að framleiða
þau rafhús sem við notum utanum
rafeindavogirnar okkar. Það er
vegna þess að eigandi hennar er nán-
ast fanatískur gæðahugsjónamaður.
Það er hjá Vélsmiðju Sigurðar Þórð-
arsonar, en hann lætur alltaf útlit og
gæði sitja fyrir öllu öðru sem hann
smíðar. Hann byrjar á því að vinna
hlutina þannig fyrst, að þeir séu
nægilega góðir, og síðan fer hann í að
minnka kostnaðinn við að smíða þá.
Þetta skiptir öllu í sambandi við út-
flutning. Menn eru yfirleitt ekki sér-
lega ginnkeyptir fyrir því að kaupa
íslenskan iðnað erlendis, þar sem við
erum ekki þekktir fyrir slíka fram-
leiðslu, en ég held að við getum
þakkað okkar velgengni við sölu raf-
eindavoganna erlendis að stórum
hluta því, að menn geta fundið það
áþreifanlega að þetta er vel smíðuð
vara.
V eðbókarvottorð
á hugvitið
Þjv.: Ef við reynum að draga þetta
saman ístyttra mál að lokum, hvað er
það þá að ykkar mati sem er brýnast
að gera til þess að bceta stöðu ís-
lenskrar hönnunar?
Pétur: Ég held að það sé brýnast að
gera mönnum kleift að fjárfesta í
hönnun eins og öðru. Menn vita að
það boigar sig að hafa góða hönnun,
en það er hins vegar afar erfitt fyrir
fyrirtæki að fá lán í banka fyrir því að
hafa mann í vinnu í eitt eða tvö ár við
að hanna ákveðna vöru. Þetta er
kostnaður sem hleypur á milljónum,
en er þó ekki nema í mesta lagi tíundi
hluti af framleiðsiukostnaðinum, en
það er oft erfítt að fjármagna hann af
því að hann skilar sér seint og jafnvel
óvíst að hluturinn verði settur á
markað. En ef fjarmagn fengist, þá
held ég að það sé vilji fyrir hendi hjá
flestum fyrirtækjum til að fá faglært
fólk í vinnu við hönnun.
Guðný: Það er þá kannski komið að
því að menn fara að gera sér grein
fyrir því að einn hluti af framleiðslu-
ferli og markaðssetningu vörunnar
er hönnunin, og að hjá þeim kostn-
aði verður ekki komist ef árangur á
að nást.
Hér skal sleginn botn í þessa um-
ræðu að sinni, þótt enn sé mörgum
spurningum ósvarað um þýðingu
hönnunar fyrir efnahag okkar, um-
hverfi og menningu. Þær verða pláss-
ins vegna að bíða betri tíma, en þátt-
takendum skal þakkað framlagið og
lesendum þolinmæðin. -ólg.
8 SfÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 20. júní 1987
Laugardagur 20. júni 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13
Yöfcf itiuj M wqeiimvtJ