Þjóðviljinn - 20.06.1987, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 20.06.1987, Blaðsíða 7
Myndlist Fólk má koma uy dja Þrír ungir myndlistarmenn myndir og skúlptúra í Hafnargalleríi í Hafnarstræti Hafnargallerí er nýtt ís- lenskt gallerí sem er til húsa uppi á lofti í Hafnarstræti 4 fyrir ofan bókaverslun Snæ- bjarnar. Fyrstu sýningar gall- erísins eru á verkum ungra myndlistarmanna sem útskrif- uðust úr Myndlista- og hand- íðaskóla íslands í vor leið. Á fyrstu sýningunni sýndu nemendur úr málaradeild og nú eru nemendur úr skúlptúr- deild nýbúnir að opna sýn- ingu. Þetta eru þau Daníel Magnússon, Guðrún Gröndal og Sonný Lísa Þorbjörnsdóttir og sýna þau bæði myndir og skúlptúra. Daníel sýnir mál- aðar ljósmyndir en það eru ljósmyndir af skúlptúrum sem hann hefur gert, og síðan mál- aðíljósmyndirnar. Hann segir þetta vera dokumental myndir þar sem skúlptúrarnir sj álfir séu ekki lengur til. Einnig sýnir hann stóran tréskúlptúr, fugl, og heitir Phönix. Sonný Lísa sýnir skúlptúr úr vélastáli og stimpla í yfir- stærðum úr tré ásamt grafík- myndum gerðum með stimpl- umþessum. Guðrún Gröndal sýnir tvo skúlptúra úr járni og eru þeir unnir úr einingum sem allar eru eins í hvoru verki fyrir sig. Hún segist vera að tefla saman ólíkum formum, byggja mjúk verk úr efnis- og formhörðum einingum, ferhyrndum eða þríhyrndum. Annars segjast þau ekki ætla að vera með neinar stórar yfirlýsingar svona nýskriðin út úr skóla, - telj a sig ekki hafa neitt stórkostlegt að segja þjóðinni svona enn sem kom- ið er, annað en að þau séu hér með svolitla sýningu sem fólk megi alveg koma að sjá. En þau stefna öll á framhaldsnám í framtíðinni og þá er aldrei að vita nema þau fari að reiða spekina í þverpokum. -ing Daníel og Guðrún við verk Guðrúnar „Organismi": Að vinna sig með efninu út í formið eða að vinna sig með forminu inn í efnið. (Mynd E.ÓI.) Umsjón Ingunn Ásdísardóttir Menningarsjóður Eðlis- fræðilegt afmælisrit Afmælisrit til heiðurs Þorbirni Sigurgeirssyni prófessor komið úthjá Menningarsjóði. 24 ís- lenskir vísindamenn skrifa greinar í bókina í tilefni af sjötugsafmæli Þor- björns Sigurgeirssonar prófess- ors hinn 19. júní s.l. kemur út hjá Menningarsjóði afmælisrit til heiðurs Þorbirni. Ritið nefnist í HLUTARINS EÐLI og er 434 blaðsíður að stærð, prýtt fjölda mynda og inniheldur tvö sér- prentuð kort. Eðlisfræðifélag íslands hafði forgöngu um útgáfuna. Ritstjóri er Dr. Þorsteinn I. Sigfússon eðl- isfræðingur við Raunvísinda- stofnun Háskóans en auk hans eru í ritnefnd Leó Kristjánsson, Páll Theódórsson, Þorsteinn Vil- hjálmsson og Jón Pétursson. 24 íslenskir vísindamenn skrifa greinar í bókina, sem allar tengj- ast starfi og hugsjónum Þor- björns Sigurgeirssonar, en hann er einn af frumherjum rannsókna í nútíma raunvísindum hér á landi. Bókin skiptist í þrjá meginhluta. í fyrsta hluta er fjaíl- að um sögu vísindarannsókna á íslandi, í öðrum þætti er fjallað um íslensk rannsóknaverkefni sem spanna allt frá segulsviðs- mælingum og jöklarannsóknum til hraunkælingar og hraunhita- veitu. Síðasti þáttur bókarinnar er fræðslugreinar um eðlisfræði nútímans og eru þessar greinar þær fyrstu sinnar tegundar á að- gengilegu íslensku máli. -ing Alfreð Flóki látinn Alfreð Flóki myndlistarmaður lést á Landsspítalanum síð- astliðinn fimmtudag, 48 ára að aldri. Banamein hans var heila- blóðfall. Með Alfreð Flóka er horfinn einn sérstæðasti kvisturinn á meiði íslenskrar myndlistar. Myndheimur hans lá utan við meginstrauma í list samtímans en stóð föstum rótum í því sviði vit- undarinnar, þar sem veruleikinn tekur á sig mynd draumsins og þar sem draumurinn verður okk- ur vegvísir í villugjörnum heimi. Alfreð Flóki lagði mælikvarða dulhyggjunnar á veruleikann og var nánast líkamlega fráhverfur efnishyggju og vísindahyggju samtímans. Hann var í myndum sínum og líferni í hrópandi and- stöðu við tvískinnungshátt og yfirdrepsskap hins borgaralega siðgæðis, og því sá hann manninn stærstan í veikleika sínum. Alfreð Flóki var ógleyman- legur persónuleiki þeim sem kynntust honum. Hann var í eðli sínu feiminn, tilfinninganæmur og viðkvæmur, og því var það að um leið og hann opnaði okkur leyndustu hólf hjarta síns í mynd- um sínum, þá gekkst hann upp í hlutverki hins misskilda snillings þegar hann þurfti að koma fram opinberlega. Goðsögnin um snillinginn var hvort tveggja í senn, andhverfa og órjúfanlegur hluti þess myndheims, sem hann opinberaði okkur. Alfreð Flóki var sannur í veik- leika sínum, en styrkur hans fólst í frjóu og skapandi ímyndunar- afli, sem skilur eftir sig einstakan kafla í sögu íslenskrar myndlist- ar. Þjóðviljinn vottar sambýli- skonu hans, Ingibjörgu Alfreðs- dóttur, og öðrum ættingjum dýp- stu samúð við sviplegan missi. Olafur Gfslason Ljúfur Bach... Það var sannarlega ljúfur Bach og sterkur sem Hörður Áskels- son stjórnaði á lokatónleikum Kirkjulistahátíðar í Hallgríms- kirkju s.l. laugardag. Mótettuk- órinn sem hann hefur skapað og mótað frá upphafi söng tvær af mótettum Bachs við stuðning hljóðfæraleikara úr Sinfóníu- hljómsveit íslands og Margrét Bóasdóttir fór snilldarlega með sópranhlutverkið í einsöngskant- ötunni Falsche Welt o.s.frv. Mót- etturnar „Der Geist hilft unserer Schwachheit auf” og „Singet dem Herrn en neues Lied” eru samdar fyrir tvo fjögurra radda kóra og hljóðfæraflokka þeim til stuðn- ings. Það má vel vera að þær séu samdar til líksöngs, eins og segir í efnisskránni, en þær eru sannar- lega enginn sorgarkveðskapur. Þar má heyra alla þá karlmann- legu bjartsýni og lífstrú sem brýst stöðugt fram í kontrapunktavefn- aði snillingsins. Kórinn, sem er skipaður kornungum mannes- kjum, söng þær af fáguðum fersk- leika. Hörður, sem er öruggur og einlægur Bach-túlkari, var hepp- inn í hraðavali og lagði áherslu á skýra framsetningu. Hjálpaði þetta til að vinna á móti ruglandi hljómburði kirkjunnar, þó stund- um væri erfitt að fylgja margs- lungnum þráðum. Margrét Bóasdóttir á mikinn heiður og þakklæti skilið fyrir Bachtúlkun sína. Stíll hennar er klár en um leið fullur af mennskri hlýju sem er akkúrat í anda þessa mesta snillings barokktímans. Þetta voru glæsilegir en stuttir Söngur Drengjakórs Hamb- orgar frá Kirkju heilags Nikulás- ar var elskulegt framhald mikillar hátíðar í Hallgrímskirkju. Hátíð- inni lauk að vísu formlega á laugardaginn en mánudaginn á eftir komu piltarnir og sungu margt fallegt Guði til dýrðar og okkur til gagns og gleði. Einnig léku þrjár stúlkur á strengja- hljóðfæri tríó eftir Bach og Ha- ydn og organisti sjakkónu eftir Pachelbel. Stjórnandi kórsins, Ekkehard Richter, er væntanlega kantor heilags Nikulásar þó ekki hafi staðið neitt um það í fréttum. Við eigum engan og höfum aldrei átt neinn kór í líkingu við þetta. Kirkjukórar með kvenr- öddum eru allt annars eðlis og ná lokatónleikar mikillar listahátíð- ar í Hallgrímskirkj u. Gallar þessa gríðarmikla húss til tónlistarf- lutnings eiu að vísu augljósir og erfiðir að bera. En þeir eru áreið- anlega ekki óyfirstíganlegir því ágæta fólki sem þar leggur allan hug og heilt hjarta í menningar- starf á heimsmælikvarða. aldrei til hjartans á sama hátt og kórar þar sem sópran- og altradd- ir eru sungnar af litlum strákum. Þetta er sams konar kór og Bach baslaði sem mest við í Tómasark- irkjunni og samdi fyrir mótett- urnar frægu. Nikulásingarnir sungu eina slíka, Lobet den Herrn alle Heiden, sem er fjórr- adda og feikna falleg. Og þeir sungu Mendelsohn og gömlu meistarana Hassler og Schutz og luku konsertinum með stuttri messu sem Mozart samdi þegar hann var unglingur í Salzburg. Þetta var allt gott og blessað og verulega mannbætandi sem ekki veitti af. Hafi allir aðstandendur þökk og þýðingu fyrir. LÞ Laugardagur 20. júnf 1987 IMÓOVIUINN - SfÐA 7 LÞ Drengjakór Hamborgar

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.