Þjóðviljinn - 20.06.1987, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 20.06.1987, Blaðsíða 5
Gjaldkerinn heitir Jón! Það er full ástæða til að taka undir með Steingrími Hermanns- syni forsætisráðherra, en hann sagði í ræðu sinni 17. júní: „...og ég get ekki varist þeirri hugsun að við stjórnmálamennirnir bregð- umst þjóðinni með því að sinna ekki ábyrgð sem þið hafið falið okkur.” Það er líklegt að Steingrímur eigi þarna við þá nær átta vikna löngu stjórnarkreppu sem enginn sér fyrir endann á ennþá. Stjórnarmyndunarviðræður hafa dregist á langinn. Slíkt hefur reyndar gerst áður og ekkert at- hugavert við að það taki tíma að mynda ríkisstjórn. En nú er svo komið að áhugi fólks og fjölmiðla á stjórnarmyndunarviðræðum er orðinn mjög takmarkaður - og það er verra. Áhuginn á stjórnarmyndunar- viðræðum krata, Framsóknar og afgangsins af Sjálfstæðisflokkn- um hefur farið dvínandi. Það var í byrjun júní sem Jón Baldvin Hannibalsson fékk umboð til stjórnarmyndunar og í fyrstu fylgdist fólk með af miklum áhuga. Fyrsti áfanginn var auðveldur, en hann fólst í því að finna „póli- tíska samstöðu” með Alþýðufl- okknum, Framsóknarflokknum og leifunum af Sjálfstæðisflokkn- um. Engum kom á óvart að þessir flokkar ættu auðvelt með að finna fleira sem sameinar þá heldur en sundrar þeim. En hins vegar urðu margir hissa þegar það fór að spyrjast út að sæmilegt samkomulag væri orðið um grútmáttlausar „fyrstu aðgerðir” í efnahagsmálum - eða bráða- birgðaviðgerð á ríkiskassanum eftir fjármálastjórn Þorsteins Pálssonar. „Fyrstu aðgerðir” eru að sjálfsögðu nýir skattar á neytendur og launþega, bfla- skattur, kreditkortaskattur, bensínskattur og fleira í þeim dúr til að plokka dálítið af peningum af almenningi án þess að reita fólk verulega til reiði - svona fyrst í stað. Var góðærið hallæri? Þessar „fyrstu aðgerðir” vekja litla hrifningu. Þær eru bráða- birgðalausn, máttlaus og óvinsæl og þar að auki kemur manni það spánskt fyrir sjónir að sú stjórn sem nú á að taka við af sjálfri sér eftir mesta góðæri í sögu lýðveld- isins og frábæra fjármálastjórn skuli þurfa að byrja á því að reita peninga af öllum landsmönnum, rétt eins og hér hafi staðið yfir hallæri og náttúruhamfarir í sam- fellt fjögur ár. Hin pólitíska samstaða felst í því að flokksformennirnir þrír urðu sammála um nýjar fjáröfl- unarleiðir fyrir ríkissjóð, sem í rauninni eru ekki nýjar fjáröflun- arleiðir heldur aðeins nýjar að- ferðir við að næla í stærri skerf af launum almennings, án þess að breyta í nokkru grundvallarat- riðum í tekjuöflun ríkissjóðs. Að vísu siglir í farvatninu sá draumur krata og íhalds að koma hér á virðisaukaskatti, sem er ásamt með öðru leið til að hækka mat- væli um 20 af hundraði eða svo. Þegar það síðan spurðist út frá viðræðunefndum að tekist hefði pólitísk samstaða „um ekki neitt” þá tók mjög að draga úr áhuga fólks og fjölmiðla á þessari stjórnarmyndun, en þá brá svo við að það var eins og áhugi sj- álfra þátttakendanna í viðræðun- um rumskaði. Það Iifnaði yfir forráðamönn- unum þremur. Nú voru þeir komnir að kjarna málsins: Að raða til borðs. Hver á að sitja hvar? Hver á að verða forsætisráðherra? Hver á að verða utanríkisráðherra? Hver á að verða fjármálaráð- herra? Og hverjir eiga að fá hin virðingarminni ráðherraemb- ættin? Síðan hefur skákin verið tefld af ótrúlegum klókindum. Jón Baldvin: Ég hef verið verk- stjóri í þessum viðræðum og farist það vel úr hendi. Þess vegna á ég að verða forsætisráðherra. Þorsteinn: Ég er formaður stærsta flokksins. Steingrímur: Ég er vanur mað- ur. Þessu fjölmiðlagríni formann- anna hefur verið fálega tekið. Þótt þjóðin sé gamansöm þá stökk henni ekki bros yfir þessum tilburðum. Margir sem í upphafi kímdu yfir blygðunarlausri sókn Jóns Baldvins eftir ráðherraembætti hvað sem það kostaði sögðu sem svo, að nú hefðu yxnalætin gengið út fyrir allt velsæmi. Og ósjálfrátt fór að læðast að manni sá leiði grunur að eitthvað væri bogið við þessar stjórnar- myndunarviðræður. Menn fengu á tilfinninguna að forgangsröð hlutanna hefði verið snúið við. í öfugri röð! Hin eðlilega forgangsröð í stjórnarmyndunarviðræðum er samkvæmt almenningsálitinu þessi: í fyrsta lagi skal hugað að þjóðarhag. f öðru lagi skal hugs- að um hagsmuni og hugsjónir stjórnmálaflokkanna. Ogíþriðja lagi skal tekist á um hagsmuni einstaklinga sem leita eftir emb- ættum. Það er eins og þessi röð hafi brenglast í þessum viðræðum. Það virtist ganga átakalítið fyrir sig að upphugsa einhverjar „fyrstu aðgerðir”. En síðan byrj- aði hið raunverulega stríð sem stendur enn og snýst um völd flokka og einstaklinga. Þetta er flókin deila. Allir flokksforingjarnir þrír gera - í orði að minnsta kosti - tilkall til forsætisráðherraembættis. Spáum í stöðuna: Draumaprinsinn Jón Baldvin??? Jón Baldvin hefur það helst með sér að það er hann sem hefur stjórnað viðræðunum og hefur stjórnarmyndunarumboðið. En samningsstaða hans er engu að síður veik. Hann hefur í ákafa sínum við að berja saman stjórn samþykkt að ganga til samstarfs við Framsókn og afganginn af Sjálfstæðisflokknum án grund- vallarbreytinga frá stefnu fráfar- andi stjórnar. Þar að auki hefur Jón Baldvin verið það hortugur við framsóknarmenn, bæði fyrir kosningar og einkum og sér í lagi fyrst eftir kosningar, að það er hörð mótstaða gegn því í Fram- sóknarflokknum að eiga þátt í að gera Jón Baldvin að forsætisráð- herra. Jón Baldvin er nú þegar búinn að sýna svo mikla ákefð við spilaborðið að hann á ekkert eftir til að bjóða í embætti forsætisráð- herra, enda ólíklegt að honum yrði vel tekið í eigin flokki ef hann reyndi sem sitt síðasta útspil að samþykkja að flokkurinn fengi forsætisráðuneytið og að- eins eitt ráðuneyti að auki. Meira er varla í spilunum. Draumaprinsinn Þorsteinn?? Þorsteinn Pálsson hefur ekki haldið sérlega vel á sínum spilum, frekar en búist var við. Hann veit það vel að megnið af þeim kjós- endum sem ennþá styðja Sjálfs- tæðisflokkinn gera nú þá kröfu til formannsins að honum takist að krækja í forsætisráðherraemb- ættið. Hitt er verra að staða Þor- steins í þingflokknum gerist því óvissari sem þingflokkurinn vott- ar honum oftar óskoraða hollustu sína. I þingflokknum eru menn sem mundu gráta það þurrum tárum, ef Þorsteini mistækist að verða forsætisráðherra. Og burtséð frá persónulegum hags- munum Þorsteins telja ýmsir sjálfstæðismenn það miklu væn- legri kost fyrir Sjálfstæðisflokk- inn að fá fjögur öflug ráðherra- embætti heldur en forsætisráð- herraembættið og einhver minni- háttar ráðuneyti með því. Þor- steinn er því í þeirri vondu klípu að það sem er gott fyrir Þorstein Pálsson er ekki endilega gott fyrir afganginn af Sjálfstæðisflokkn- um. Og þar fyrir utan er hann í bobba þegar kemur að því að skipa aðra ráðherra flokksins. Á hann að hætta á að móðga gömlu þungavigtarmennina með því að skipa nýja ráðherra eða á hann að voga sér að baka sér óvinsældir þeirra sem telja sig vera búna að standa nógu lengi í biðröð eftir ráðherraembætti? Flókin staða og með tilliti til þess að Þorsteinn hefur ekki sýnt umtalsverða snilli hingað til þá eru möguleikar hans á forsætisráðherraembættinu vafasamir. Draumaprinsinn Steingrímur? Steingrímur Hermannsson er í tiltölulega góðum málum. í upp- hafi viðræðnanna gerði enginn þá kröfu til hans að hann krækti í forsætisráðuneytið sem nú er skyndilega innan seilingar. Steingrímur hefur spilað klók- indalega. Einhvern veginn hefur honum tekist að koma þeirri ímynd á framfæri að allt sem úr- skeiðis fór hjá síðustu ríkisstjórn sé Þorsteini Pálssyni að kenna. Það getur náttúrlega vel verið, en Steingrími hefur líka tekist að láta líta svo út að það komi hon- um ekki nokkurn skapaðan hlut við - hann hafi bara verið forsæt- isráðherra stjórnarinnar, svona nokkurs konarsiðameistari. Eftir hortugheit Jóns Baldvins í garð Framsóknarflokksins þykir það bera vott um ábyrgðartilfinningu og kristilegt jafnaðargeð að Steingrímur skuli yfirleitt vilja sitja í stjórn með honum, en mjög skiljanlegt að hann vilji ekki gera Jón Baldvin að forsætisráðherra. Steingrímur nýtur mikillar hylli í sínum flokki, sem þakkar honum fyrir að hafa forðað flokknum frá miklum ósigri í kosningunum. Utanríkisráðherraembættið er ekki sérlega eftirsóknarvert fyrir Steingrím og þar fyrir utan eru sjálfstæðismenn ekki nema mátu- lega hrifnir af yfirlýsingum hans um kjarnorkuvopnalaust ísland. Framsóknarmenn eru margir hræddir um að Steingrímur mundi leggjast í ferðalög ef hann yrði utanríkisráðherra, enda hef- ur Steingrímur gaman af að ferð- ast og slflct mundi leiða til óvins- ælda, auk þess sem Framsóknarf- lokkurinn er eins og höfuðlaus her ef Steingrímur er ekki í fors- vari fyrir hann, því að hinn þung- búni kvótakrónprins Halldór Ás- grímsson hefur ekki kjörþokka gamla mannsins. Staðan í veðbankanum Þannig eru pælingarnar í póli- tíkinni nú um stundir. Það er lítið rætt um Iandsmálin og framtíð- arfarsæld þjóðarinnar. Það er ekki minnst á framþróun eða breytingar. Það er ekki talað um stórhug og djörfung. Það er talað um hver verði forsætisráðherra. í raun og veru skiptir það litlu máli hverjum þessara þriggja tekst að snúa á hina tvo og krækja í forsætisráðuneytið, því að nú þegar er það í ljós komið að það er ekki stórræða að vænta aí þríhjólinu. En til gamans - og það verður væntanlega eina gamanið sem maður getur haft af þessari stjórn - er hægt að spá í úrslitin, rétt eins og um sé að ræða knattspyrnuleik í annarri deild. Kapphlaupið upp í forsætisráð- herrastólinn: Steingrímur 3:1, Þorsteinn 1:1, Jón Baldvin 1:10. Og ríkisstjórnin miðað við að Steingrímur verði forsætisráð- herra: Halldór Ásgrímsson sjáv- arútvegsráðherra og Guðmundur Bjarnason landbúnaðarráð- herra. Fjármálaráðherra Jón Sigurðs- son, félagsmálaráðherra Jóhanna Sigurðardóttir, viðskipta- og samgönguráðherra Jón Baldvin Hannibalsson. Utanríkisráðherra Þorsteinn Pálsson, iðnaðarráðherra Birgir ísleifur Gunnarsson, heilbrigðis- og dómsmálaráðherra Friðrik Sophusson, menntamálaráð- herra Halldór Blöndal. Þessi ágiskun er vitaskuld bara grín út í loftið, rétt eins og þessar stjórnarmyndunarviðræður virð- ast vera orðnar. En hitt er líklegt að innan tíðar verði þríhjólið orð- ið að veruleika, hver svo sem fær að halda um stýrið. Þá hefur tekist að mynda hér stjórn sem fáir verða ánægðir með - og enginn raunverulega spenntur fyrir - jafnvel þótt reynt verði að mála upp á nýtt fram- hliðina á einhverjum ráðuneyt- um og skíra þau upp á nýtt: innanríkisráðuneyti eða byggða- ráðuneyti. Því að í rauninni sitjum við uppi með gömlu ríkisstjórnina einu sinni enn, þótt gjaldkerinn að þessu sinni heiti Jón. -Þráinn Laugardagur 20. júní 1987 ÞJÓÐVILJINN - SfÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.