Þjóðviljinn - 20.06.1987, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 20.06.1987, Blaðsíða 3
ÖRFRÉTTIR Friðarhlaupararnir komu til Akureyrar skömmu fyrir miðnætti í gærkvöldi. í dag kl. 10 árdegis verður uppákoma í tilefni þess að friðarhlaupið er komið í höfuðstað Norðurlands. Séra Þórhallur Höskuldsson sóknar- prestur mun svo hlaupa fyrsta spölinn frá Akureyri. Hana nú fer vikulega á bæjarrölt um Kópa- vog á laugardögum. Göngugarp- ar hittast kl. 10 árdegis að Digra- nesvegi 12, drekka molakaffi og rabba saman. Síðan er gengið um bæinn í klukkutíma og eru allir Kópavogsbúar velkomnir. Jónsmessuhátíðin að Staðarfelli verður haldin dagana 26-28. júní. Þetta er fjölskylduhátíð Styrkt- arfélags Staðarfells í Dölum. Fjölbreytt dagskrá verður alla dagana m.a. söngur, leikir fyrir börn, íþróttir, varðeldur, diskótek og hljómsveitin Popprósin mun leika fyrir dansi föstudags- og laugardagskvöld. Öllum ágóða verður varið til styrktar uppbygg- ingu eftirmeðferðarheimilisins að Staðarfelli. Rútuferðir eru frá Rauða húsinu kl. 18 á föstudag og kl. 10 á laugardag. Sólstöðugangan verður nú á sunnudag, 21. júní. Gangan hefst á Valhúsahæð á miðnætti og stendur allan sólar- hringinn. Fjörubál verður kveikt í Bakkavík kl. 1 og horft verður á sólina koma upp á þessum lengsta degi ársins. Farið verður í söguferð um Reykjavík síðla nætur og síðan farið í Viðey og snæddur árbítur þar. Þannig verður haldið áfram til miðnættis undir leiðsögn staðkunnugra og sögufróðra manna. Greifarnir eru að fara í reisu um landið. Þeir munu halda í norðurátt og halda ball í Búðardal á laugardag. Á sunnudag verða svo tónleikar á Blönduósi og síðan munu þeir þræða flest byggð ból á landinu og enda hringferð sína á þjóðhá- tíðinni í Vestmannaeyjum. Göngudagur fjölskyldunnar þjóðarátak gegn hreyfingarleysi, er kjörorð fjölskyldugönguferða sem Bandalag íslenskra skáta og Ungmennafélag íslands stendur að nú á sunnudag, 21. júní. Skátafélög og ungmennafélög um allt land munu standa að gönguferðum og eru allir vel- komnir. Til staðfestingar á þátt- töku sinni fá allir þátttakendur af- hent merki sem teiknað var sér- staklega af þessu tilefni. FRETTIR Byggingaryfirvöld Linkind og aðhaldsleysi Gunngeir Pétursson hjá embætti byggingafulltrúa: Byggingaryfirvöld beita oft ekki nógu mikilli hörku gegn reglugerðarbrjótum. Tilvik eins og Hamarshúsið undantekningar. Astand brunavarna almenntgott Það má vissulega segja að í til- vikum eins og þessu með Hamarshúsið hafi byggingaryfir- völd ekki beitt nógu mikilli hörku til þess að knýja fram úrbætur. Aðhaldið mætti vera meira. Byggingarnefnd hefur tvo mögu- leika á að knýja á um úrbætur auk almcnnra tilmæla, dagsektir og lcyfissviptingu. En sem betur fer eru vinnubrögð eins og í Ham- arshúsinu ekki algeng, sagði Gunngeir Pétursson skrifstofu- stjóri hjá embætti byggingafull- trúans í Reykjavík í samtali við Þjóðviljann í gær. Eins og skýrt var frá í Þjóðvilj- anum í gær voru byggingarreglu- gerðir og samþykktir byggingar- nefndar þverbrotnar í breyting- um sem voru gerðar á Hamars- húsinu, Tryggvagötu 4-6, fyrir nokkrum árum. Um ár er liðið síðan farið var fram á það við byggingameistarann, sem annað- ist breytingarnar, að gerðar yrðu úrbætur á húsinu, en því hefur ekki verið sinnt. Nú hefur borg- arstjórn hins vegar ákveðið að gengið skuli eftir efndum að við- lögðum dagsektum. Gunngeir sagði í gær að oft gætti ákveðinnar linku af hálfu yfirvalda gagnvart aðilum sem brytu gegn byggingarreglugerð. „Þótt slóðaskapurinn í sambandi við Hamarshúsið sé alveg sér- stakur, koma alltaf upp ljót dæmi. En almennt má þó segja að þetta sé í nokkuð góðu lagi. Al- gengast er að almenningur brjóti lítillega gegn reglugerðum," sagði Gunngeir. Aðspurður um ástand bruna- varna í húsum borgarinnar sagð- ist hann telja það almennt gott. „í u U3 O .D r Hamarshúsið við Tryggvagötu, en í því hafa samþykktir byggingamefndar verið þverbrotnar. Mynd Sig. þessu sambandi er ég hræddastur við brunavarnir í skrifstofuhús- næði, þar sem er rík tilhneiging til þess að hafa létta innveggi timbri," sagði Gunngeir. -gg III Bjöm H. Jónsson og Jón Þorvaldsson, verðlaunahafar í samkeppni Útflutningsráðs fslands, um tillögu að táknmerki ráðsins og vígorði, en úrslit samkeppninnar voru tilkynnt í gær. Björn hlaut verðlaun fyrir tillögu að merki en Jón fyrir vígorðið: „fslenskt - það veit á gott.“ Alls bárust í samkeppnina 260 tillögur um merki og 206 að vígorði. Almenningi gefst kostur á að skoða úrval úr tillögunum, i Gallerí Borg í Pósthússtræti fram til næsta mánudagskvölds. Mynd. Sig. Burðarþolsskýrslan Aðalatriðin hafa gleymst Hafsteinn Pálsson, einn höfunda skýrslunnar: Menn hafa þyrlað upp moldviðri. Aðalatriðið er að skýrslan sýnir framá að þolhönnun bygginga er áfátt Því miður hefur sú umræða, sem hófst í kjölfar niður- staðna af athugun á burðarþoli nokkurra nýbygginga í Reykja- vík, snúist alltof mikið um auka- atriði í stað aðalatriða. Athugun- in leiddi i ljós að eftirliti með burðarþolshönnun er ábótavant. Það er aðalatriðið og menn ættu því fremur að huga að því hvernig unnt sé að herða eftirlit, í stað þess að vera með hnútukast í allar áttir, sagði Hafsteinn Pálsson, verkfræðingur og einn höfunda margumræddrar burðarþols- skýrslu. „Niðurstöður þessarar athug- unar voru ótvíræðar. Burðarþoli bygginga er augljóslega víða á- fátt. Það er þó rétt að taka það fram að þótt burðarþolinu sé á- fátt við hönnun bygginganna gegn jarðskjálftaálagi, þýðir það ekki að þessar byggingar séu í verulegri hrunhættu," sagði Haf- steinn Pálsson. í greinargerð, sem Rannsókn- arstofnun byggingariðnaðarins sendi frá sér í gær segir, að í kjölf- ar umræðna um réttmæti þess að miða við jarðskjálfastuðulinn Z 0.75 fyrir Reykjavík, hafi skýrsluhöfundar endurmetið burðarþolsmat þeirra fjögurra húsa, sem ekki stóðust kröfur. Við þetta endurmat hefur verið gengið út frá stuðlinum Z 0.5, sem byggingafulltrúinn í Reykja- vík telur rétta viðmiðun um þær kröfur sem gera eigi til bygginga í Reykjavík. Samkvæmt prófun- um út frá lægri skjálftastuðli stóð- ust þau fjögur hús sem athuga- semdir hafa verið gerðar varð- andi burðarþol og gögn voru fyrir hendi til að leggja mat á slíkt. -RK Þjóðviljinn nT útgáfu- stjóm Flokksformenn úr stjórninni Á aðalfundi Útgáfufélags Þjóð- viljans í fyrrakvöld var kjörin ný stjórn fyrir félagið, og koma f]ór- ir nýir félagar í aðalstjórn í stað þeirra Öddu Báru Sigfúsdóttur, Kristínar Á. Ólafsdóttur, Ólafs Ragnars Grímssonar og Svavars Gestssonar sem öll báðust undan endurkjöri. í aðalstjórn sitja nú: Álfheiður Ingadóttir, Guðni Jóhannesson, Guðrún Hallgrímsdóttir, Halldór Guðmundsson, Helgi Guð- mundsson, Hrafn Magnússon, Olga Guðrún Árnadóttir, Mörð- ur Árnason og Ragnar Árnason. Ásamt þeim sitja í stjórn Þjóð- viljans fulltrúar frá Miðgarði hf. og frá Prentsmiðju Þjóðviljans hf., og voru það á síðasta starfsári Úlfar Þormóðsson og Sigurjón Pétursson. Varamenn í stjórn Útgáfufé- lagsins voru kjörnir Sigríður Hanna Sigurbjömsdóttir, Kristín Ólafsdóttir, Páll Baldvin Bald- vinsson og Sæunn Eiríksdóttir. Á aðalfundi Útgáfufélagsins var meðal annars samþykkt til- laga þar sem stjórn var falið að endurskoða rækilega alla rekstr- arþætti fyrirtækisins. -Sáf Neskaupstaður Góð afkoma hjá Sfldarvinnslunni Hagnaður afrekstri ífyrra tœpar 77 miljónir. Greiðslufjárstaðan neikvœð um tœpar 100 miljónir H eildarvelta Sfldarvinnslunnar hf. í Neskaupstað á sl. ári nam um 1240 miljónum króna sem er 28% aukning frá fyrra ári. Út- flutningsverðmæti innlendrar framleiðslu og selds afla erlendis nam um 1 miljarði. Hagnaður af rekstri fyrirtækis- ins fyrir afskriftir nam rúmum 163 miljónum og hagnaður af starfsemi nær 77 miljónum eða 6.2% af heildarveltu. Á aðalfundi félagsins kom einnig fram að greiðslufjárhags- staðan í árslok var neikvæð um 100 miljónir sem rekja má til þungrar greiðslubyrgði af lang- tímalánum og uppsafnaðs taps frá fyrri árum. Á sl. ári störfuðu að meðaltali um 450 manns hjá Síldarvinnsl- unni og námu kaupgreiðslur til þeirra 292 miljónum kr. -*g- Laugardagur 20. júní 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.