Þjóðviljinn - 28.06.1987, Page 9
Ómissandi
upplýsingar
Sólin
er að verða rafmagnslaus! Á árunum
1980-'85 minnkaði orkustreymi sól-
arinnar um ein 0,02%. Að sögn sér-
fræðinga er nokkur von um að það
birti aftur...
Loksins
er búið að finna upp hálsband handa
hundum með Ijósi í. Það var að sjálf-
sögðu Englendingur sem bjó þetta
þarfaþing til, en með því sést hundur-
inn greinilega í myrkri. í erlendum
blöðum er tekið fram að hálsbandið
eigi að taka af hvutta á daginn...
Lúðvík 15.
var maður feitlaginn. Þessvegna var
fyrsta lyftan í veröldinni smíðuð utan-
um hans konunglega skrokk svo
hann ætti hægara með að komast á
fund ástkvenna sinna. Þetta var í
Versölum árið 1743...
Stœrsti
gíraffi sem mælst hefur var hinsvegar
einir fimm metrar og áttatíu senti-
metrar...
Klósettvigtin
er nýjasta nýtt úr heimi uppfinning-
anna. Franskur hugvitsmaður hefur
nú sótt um einkaleyfi á þessu
óneitanlega ómissandi apparati sem
gerir fólki kleift að vigta sig í hægðum
sínum...
Tannburstinn
var hinsvegar fundinn upp í Kína í
kringum 1400. Hinirsóðalegustu Evr-
ópubúar tóku hann ekki í gagnið fyrr
en 200 árum síðar...
Allir til
tannsaí
Karíus og Baktus
enn verri en álitið
hefur verið.
Karíus og Baktus eru hins mestu fól
eins og flestir vita. Þeir eru hinsvegar
enn hættulegri hermdarverkamenn
en haldið hefur verið. Skemmdar
tennur geta nefnilega haft hinar
hræðilegustu afleiðingar fyrir mörg
líffæri. Þetta kemur fram í nýjasta
tölublaði hins mjög svo virta franska
menningartímarits, Elle.
Það getur verið ígerð í tönn án þess
að nokkur sársauki finnist. Karíus og
Baktus dæla þá helsjúkum bakteríum
út í blóðrásina, sem síðan ráðast til
atlögu gegn hjarta, augum og nýrum
og naga innan liðamót með bestu
lyst.
Sumt fólk getur jafnvel fengið of-
næmi fyrir þessum bakteríum, sem
kemur síðan fram í gigt, húðsjúkdóm-
um eða álíka trakteringum. Þannig
hefur mörgum horfið ofnæmi eins og
dögg fyrir sólu eftir tannviðgerð.
Þá kemur og fram í greininni að
skakkt bit - þ.e. þegar gómarnir ríma
ekki nógu vel saman - getur orsakaö
kvalir í hálsi og öxlum auk hroðalegra
mígrenkasta.
Semsagt: Það borgar sig, - eftir allt
saman, - að fara til tannsa, alveg
eins og Jens litli. Og þá verður öllum
Karíusum og Baktusum kálað!
-hj
UM FRELSIÐ
Rómantísku skáldin á nítj-
ándu öld ortu mikið um tvennt:
um landið og frelsið. Hvort
tveggja var þá í takt við tím-
ann, miðbik síðustu aldar
þegarfrelsisstraumar og ný
þjóðernisvitund fór um löndin í
kjölfarfrönsku byltinganna.
Það er ekkert undarlegt, að
Ijóð þessara skálda, ekki
hvað síst Jónasar Hallgríms-
sonar, hafi orðið svo lífseig
sem raun ber vitni. Allttil
þessa dags. Því að enn er það
landið og frelsið, sem um-
ræðansnýstum.
Á þessum þjóðhátíðardegi
skulum við hugleiða það hug-
tak sem í margra vitund er eitt
það mikilvægasta í vestræn-
um menningararfi: frelsið.
Hugtakið frelsi getur haft ýms-
ar merkingar. Margir taka sér
þetta orð í munn og telja sig
jafnvel reiðubúna að leggja
mikið í sölurnar því til verndar ef
með þarf.
En hvað er frelsi? Hvernig
skildu forfeður lýðveldisins þetta
hugtak, hvernig er það skilið og
útfært í dag og hvernig ber okkur
sem kristnum mönnum að skilja
þetta grundvallarhugtak þjóðfé-
lags okkar?
Jónas Hallgrímsson og aðrir
Fjölnismenn skildu frelsishug-
takið á þann hátt sem það mótað-
ist í frönsku byltingunum 1789 og
1830 en þá var slagorðið ekki að-
eins frelsi, heldur „frelsi,
jafnrétti og bræðralag".
Nú sóttu forfeður íslenska lýð-
veldisins einnig til annarra upp-
spretta; þeir þekktu forna nor-
ræna lýðræðishefð, sem þeir
færðu að vísu í stílinn og fegruðu.
Engu að síður höfðu viðhorf
þeirra varanleg áhrif á lýðræðis-
skilning þessarar þjóðar. Sá lýð-
ræðisskilningur endurspeglast í
frægri fornri sögu af norrænum
víkingum, sem sigldu skipum sín-
um upp Signufljót og komu til
Parísar og eru þar spurðir af
heimamönnum á árbakkanum,
hver væri þeirra foringi; var svar
þeirra einfalt: við erum allir jafn-
ir.
Vaxtarbroddur
lýðrœðisins
Eitt af grundvallaratriðum
lýðræðisins og í margra augum
sterkasta ímynd þess og tákn er
frelsi til þess að stofna félög.
Þetta mikilvæga einkenni lýðræð-
isins á sér eldri rætur en frönsku
byltingarnar, þær er að finna í
umróti siðbótaraldarinnar,
þeirrar sextándu og sautjándu
þegar ákveðnir hópar manna,
róttækir kristnir trúflokkar eins
og kvekarar og fleiri gera kröfu
um að fá að stofna félög og iðka
sína trú án íhlutunar ríkisvalds-
ins. Sums staðar tókst þeim að fá
slíkt frelsi en annars staðar urðu
slíkir flokkar landflótta. En með
þeim kemur fram fyrsti vísir í
vestrænum löndum að stofnun
sjálfstæðra félaga og samtaka.
Frjáls félög og samtök eru
merkustu stofnanir lýðræðisins
og ímynd frelsis og frjálsra
þjóðfélaga í augum þeirra sem
ekki njóta slíkra mannréttinda.
Menn hafa leyfi til að mynda fé-
lög í lýðræðisríkjum og raunar er
hér um að ræða meira en leyfi,
það er lýðræðisleg skylda. Hags-
munafélög, klúbbar, stjórnmála-
flokkar, grasrótarhreyfingar og
trúfélög.
Þó eru þeir til, sem í orði
kveðnu segjast bera hag lýðræð-
isins fyrir brjósti en halda því
samt fram að fólk eigi ekkert með
að skipta sér af pólitískum málum
því að fólk hafi rétt til að kjósa á
fjögurra ára fresti og það sé nóg. í
umræðum um Atlantshafsbanda-
lagið í sjónvarpinu um daginn tal-
aði talsmaður bandalagsins hér á
landi í augljósum niðurlægingar-
tón um grasrótarhreyfingar og
samtök almennings. Slík sjön-
armið hljóta að vekja undrun.
Því að hér heggur sá er hlífa
skyldi, hér heggur fulltrúi þess
bandalags, sem gagngert er stofn-
að til að verja lýðræðið og hug-
sjónir þess og þar með rétt og
skyldu hins almenna borgara að
tjá skoðun sína.
Kosningar eru mikilvægar lýð-
ræðinu en kosningar viðgangast
víða um lönd þar sem frelsi er
ekki virt. Frelsið er annað og
meira. Lýðræðið snýst því ekki
um kosningar á nokkurra ára
fresti heldur grundvallast það á
því meðal annars, að einstakling-
arnir séu ábyrgir, sívakandi og
virkir í mótun þjóðfélagsins. Til
þess eru félög, samtök, lista-
menn. Á þeim vettvangi er
gjarnan vaxtarbrodd lýðræðisins
að finna, þar fer hin eiginlega
þjóðfélagslega umræða fram, þar
reynir á hugtökin, stefnur og
skoðanir.
Félögum - sem eru lýðræðinu
lífsnauðsyn - má samt skipta í
tvennt: annars vegar eru félög
eða samtök sem hafa sér-
hagsmuni á sinni stefnuskrá og
láta sér jafnvel fátt um almanna-
heill finnast.
Hin gerðin af samtökum eru
þau sem hafa að markmiði al-
mannaheill. Mannréttindahreyf-
ingar, umhverfisverndarhreyf-
ingar, friðarhreyfingar, kvenna-
hreyfingin, sem eru sterkustu al-
þýðuhreyfingar samtímans, hafa
allar að markmiði almannaheill,
þ.e.a.s. takmark sem kemur
öllum til góða þegar til lengdar
lætur.
Hversu oft verða ekki árekstrar
milli slíkra markmiða? Og hversu
oft er ekki erfitt að greina á milli
hinna ólíku viðhorfa og hversu
oft eiga menn ekki erfitt með að
sjá og skilja, að stundarhagsmun-
ir eru engir hagsmunir. En til þess
að berjast fyrir almannaheill og
þeim hagsmunum, sem einhvers
virði eru, þurfa menn að hafa yf-
irsýn, innsýn, þekkingu og þó
helst af öllu lífsviðhorf, sem ná út
yfir þeirra hversdagslegu lífsbar-
áttu.
Frelsið hefur
margar hliðar
Svissneska skáldið Friedrich
Dúrrenmatt, sem þekktur er af
verkum sínum hér á landi, sagði
eitt sinn: Ekkert verður mannin-
um eins dýrkeypt á endanum og
hið ódýra frelsi. Þar á hann við
það frelsi, sem krefst í blindri sér-
hagsmunahyggju alls sem unnt er
að fá á stundinni. Ódýrt og
ábyrgðarlaust frelsi. Ekkert er
skeytt um ábyrgð, ekkert um
jafnrétti og ekkert um bræðralag.
Sérhagsmunir og aftur sérhags-
munir. Að veiða fisk úr of smáum
stofni, að reka hross á uppblásnar
heiðar norðanlands eða fé á sand-
orpin öræfi norðaustanlands, að
styðja - beint eða óbeint - rán-
yrkju á hvölum í heimshöfunum.
Að láta land og vinnuafl undir
hernaðarframkvæmdir. Allt
byggist á skammtímasjónarmið-
um, og allt stutt fordómum, þar
sem þeim sem hafa almannaheill
og raunverulega langtíma-
hagsmuni - að ekki sé minnst á
hugsjónir eða lífsviðhorf - að
leiðarljósi er gjarnan úthúðað
sem skýjaglópum. Er þetta
þjóðfélagið sem þekkir aðeins
„eina vídd“ í lífinu?
Frelsið hefur margar hliðar og
ótti margra við frelsið er ekki á-
stæðulaus, jafnvel ótti þeirra,
sem telja sig þó vera fúsa til að
leggja jafnvel heimsbyggðina í
rúst til að verja frelsið. Astæðan
er sú að frelsið hefur neikvæðar
hliðar.
Það hefur í það minnsta tvær
neikvæðar tilhneigingar. Sú fyrri
er afskræming ofbeldismannsins
Þjóðhátíðar-
prédikun í
Lágafellskirkju
7 7. júní 7 987
á frelsinu. Hann misnotar frelsið
sem afsökun fyrir því að hrifsa til
sín allt sem hann getur í krafti
valds og auðs. Hann krefst þess
frelsis, sem ekkert vill af jafnrétti
og bræðralagi vita. Hann krefst
þess frelsis sjálfum sér til handa,
sem gefur honum nægjanlegt
svigrúm til þess að skara eld að
sinni köku á kostnað náungans og
á kostnað lífríkisins. Hann býr
sér til frelsishugtak, sem
grundvallast á fordómum og felur
í sér ofbeldi og rányrkju. Hann
býr til hliðar- og stuðningshugtök
við frelsishugtak sitt sem gera
honum kleift að skilja eftir sig
sviðna jörð og örsnautt fólk. Þeir
sem þetta frelsishugtak hafa að
leiðarljósi gera fre^sið oft að eins
konar skurðgoði, 'þeir trúa á
frelsið í einhverjum miskunnar-
lausum og annarlegum skilningi.
Á þennan neikvæða og hættu-
lega frelsisskilning benti séra
Martin Luther King samlöndum
sínum í frægri ræðu. Hann sagði
að þeir vildu heldur sjá flísina í
auga bróðurins en bjálkann í
eigin auga. Þetta sagði liann um
leið og hann benti á, að svertingj-
ar væru sendir í aðra heimsálfu - í
mun stærra hlutfalli en hvítir
borgarar - á tímum Vietnam-
stríðsins til þess að leggja líf sitt í
sölurnar fyrir frelsi sem þeir nutu
ekki heima hjá sér í fátækrahverf-
um og eymd.
Frelsið hefur aðra neikvæða
hlið, það er vald frjálsra samtaka,
sem berjast fyrir sérhagsmunum.
Slíkt vald getur orðið spillt vald
eins og raunar allt vald. Margar
rannsóknir á stéttarfélögum vest-
anhafs og víðar hafa sýnt fram á,
að félög geta orðið klíkuveldi að
bráð, þar sem örfáir sterkir aðilar
taka stjórnina í sínar hendur í og
með vegna áhugaleysis og þar
með ábyrgðarleysis margra al-
mennra félagsmanna.
Lífsgildi
hins varanlega
Sérhvert þjóðfélag, sem hefur
frelsi og lýðræði í hávegum, verð-
ur að reikna með togstreitu, þar
sem tekist er á um tvenns konar
viðhorf: annars vegar þeirra sem
setja stundarhagsmuni á oddinn
og hins vegar þeirra, sem setja
almannaheill og varanlega
hagsmuni öllu ofar.
Æðstu lífsgildi okkar þjóðar
hafa aldrei verið þau, að einstak-
lingurinn hefði rétt til að hefja
sinn rétt upp yfir rétt samfélags-
ins. Við vitum nefnilega að lífs-
gildi hins varanlega er það sem
allt snýst um, lífsinnihald, ham-
■ngja- fegurð, gleði, umhyggja
fyrirsjúkum ogfátækum, öldruð-
um og börnum. Allt er það til hér
vegna þess, að frelsið sem við
viljum varðveita og búa við er
meira en frelsi til að hrifsa til sín.
Það er frelsi sem er mótað í tím-
ans rás af tengihugtökunum
jafnrétti og bræðralag. Hér er
ekki frelsishugtak ofbeldis-
mannsins heldur hins smáa, lífs-
viðhorf samstöðu og samvinnu,
umhyggju og alúðar. Frelsi sem
var fengið með sameiginlegri bar-
áttu og sem aðeins verður notið
sameiginlega og varið sameigin-
lega.
Þannig verður frelsið öllum
jafnmikilvægt, öllum eitt af lífs-
skilyrðunum þar sem allir hafa
sömu hagsmuna að gæta um leið
og þeir standa vörð um sína sér-
legu hagsmuni. Vissulega hafa ís-
lendingar oftast borið gæfu til að
tengja hina ólíku hagsntuni, þar
sem hinn sterki hefur í reynd not-
að styrk sinn og auð til góðra
verka í anda hins forna lýðræðis-
skilnings þjóðarinnar. Blikur
sem hrannast upp við sjón-
deildarhring gefa þó tilefni til að
óttast, aðofbeldismanninum vaxi
ásmegin.
Frelsi okkar þjóðar, sem í tím-
ans rás hefur þegið næringu frá
ýmsum rótum vestrænnar menn-
ingar, er þó í innsta eðli sínu
grundvallað á kristnum lífsgild-
um og lífsviðhorfum, þar sem sér-
hagsmunahyggjan er víðs fjarri.
Þar er þvert á móti í sífellu kallað
til ábyrgðar: til ábyrgrar ráðs-
mennsku í lífríkinu og til um-
hyggju fyrir náunganum.
Um kirkjuna, boðskap hennar
og hlutverk sagði dr. Kristján
Eldjárn í ræðu í kirkjunni á Tjörn
í Svarfaðardal árið 1982: „... við
íslendingar... ættum að lofa for-
sjónina fyrir það að við skulum
tilheyra hinum kristna hluta
mannkynsins í þessum ekki allt of
góða heimi, að við búum við
hugsunarhátt, þjóðlíf og menn-
ingu sem um aldir hefur mótast af
kristinni trú og kristinni kirkju.“
Þetta var eindregin skoðun hins
virta og farsæla forseta okkar.
Án trúar og vitundar um æðri
tilgang og merkingu lífs okkar og
þar með frelsisins er öll barátta
fyrir stundar- og sérhagsmunum
stefnulaust og marklaust flan sem
veitir manninum enga lífsfyllingu
heldur aðeins og í mesta lagi sí-
fellt meiri afþreyingu sem ærin er
fyrir.
Saga þjóðarinnar er mótuð af
kristinni trú og lífsviðhorfi sem
kemur fram í afstöðu til landsins
og til þjóðarinnar og það ber okk-
ur að þakka á þessum þjóðhátíð-
ardegi. Land, þjóð og tunga. Um
þessa þrenningu hafa skáldin
okkar ort og þá býr þeim jafnan
þakklæti í hug. Þakklæti af því
tagi birtist í þessu ljóði Snorra
Hjartarsonar:
Blessað veri grasið
sem grær kringum húsin
bóndans og les mér
ljóð hans,
þrá og sigur
hins þögula manns.
Blessað veri grasið
sem grær yfir leiðin,
felur hina dánu
friði og von.
Blessað veri grasið
sem blíðkar reiði sandsins
grasið
sem græðir jarðar mein.
Blessað veri grasið,
blessað vor landsins.
Já, blessað veri allt sem við
þiggjum, grasið sem enn
grænkar, fiskarnir sem enn eru
ómengaðir, loftið, sem enn er
tært, vatnið sem ennþá er hreint.
Blessað veri frelsið. Blessað veri
grasið, blessað veri landið sem
Guð hefur falið þessari þjóð til að
annast. Amen.
(Birt vegna beiðni ritstjóra).
Eftirséra
Gunnar
Kristjánsson,
Reynivöllum
Sunnudagur 28. júní 1987 ÞJÖÐVILJINN - SÍÐA 9