Þjóðviljinn - 28.06.1987, Qupperneq 10
PASOLINI
OG DAUÐINN
Hrokkinhærður piltur með glettin og
glampandi augu og óheflað látbragð
er gegnumgangandi persóna í mörg-
um verkum Pasolini sem eins konar
boðberi sannleikans, Parcifai í goðs-
ögninni um Graal. Hér sjáum við
skyssur eftir Pasolini af þessari per-
sónu, önnur frá 1943, hin frá 1974. Þá
er mynd af leikaranum Ninetto Davoli
í hlutverki sínu í kvikmyndinni Uccell-
acci e uccellini og að lokum mynd af
morðingja Pasolini, Giuseppe Pelosi,
sem gegnt hefur sama goðsögulega
hlutverki í lífi Pasolini að mati Gius-
eppe Zigaina.
Um dauða ítalska skáldsins og
kvikmyndaleikstjórans Pier Paolo Pasolini í Ijósi
nýútkominnar bókar eftir Giuseppe Zigaina
Þann 2. nóvember 1975, nótt-
ina á milli allra heilagra messu
og dags hinna dauðu sam-
kvæmt kaþólskum sið, var ít-
alska Ijóðskáldið og kvik-
myndaleikstjórinn Pier Paolo
Pasolini myrtur á knattspyrn-
uleikvangi í Ostia, hinni fornu
hafnarborg Rómar.
Ekkert morðmál að undan-
skildu morðinu á Aldo Moro hef-
ur orðið ítölum tilefni til jafn
mikilla eftirþanka á síðari árum,
og enn eru ekki öll kurl komin til
grafar í þessu dularfulla máli,
þótt tilræðismaðurinn hafi
reyndar fundist og játað sekt
sína.
Ástæðan er sú að Pasolini var
og er eitt umdeildasta skáld og
leikstjóri síðari tíma á Ítalíu.
Hann var óvæginn í þjóðfél-
agsgagnrýni sinni og afstaða hans
sem gagnrýnins stuðningsmanns
kommúnistaflokksins og yfirlýsts
homma var af mörgum talin
hneykslanleg og ganga þvert á
allt velsæmi. Hann var talinn
spilla æskunni og átti sér marga
hatursmenn og stóð í stöðugum
málaferlum við ítalska réttarkerf-
ið vegna meintra velsæmisbrota á
meðan hann lifði.
Margir töldu morðið á Pasolini
eiga sér pólitískar rætur, þar
hefði þjóðfélagið endanlega
tekið út hefndir sínar á þessu „en-
fant terrible", og þar með var
Pasolini jafnframt orðinn píslar-
vottur síns boðskapar sem ein-
kenndist meðal annars af djúp-
stæðri andúð á öllu valdboði,
kapítalisma, neysluhyggju og
þeirri tilhneigingu til staðlaðs lífs-
máta sem einkennir neyslusamfé-
lagið. í list sinni og þjóðfél-
agsgagnrýni beindi Pasolini spjó-
tum sínum að nánast öllum vald-
astofnunum hins borgaralega
samfélags: skólunum, fjölmiðl-
unum, kirkjunni, foreldravald-
inu og ekki síst þeim tvískinn-
ungshætti sem honum fannst ríkj-
andi í kynferðismálum og hann
túlkaði sem höft á frjálsri tján-
ingu mannsins. Hin jákvæðu gildi
fann hann fyrst og fremst í þeirri
sjálfsprottnu tjáningu og því
„náttúrulega“ siðgæði, sem hann
fann meðal óskólagengins ungs
fólks af lágstéttaruppruna, sem
hafði skotið sér undan því sem
stundum hefur verið kallað
„áþján menningarinnar". Þótt
hann væri yfirlýstur stuðnings-
maður kommúnistaflokksins, þá
var lífssýn hans Iangt frá því að
vera mótuð af kreddubundnum
marxisma: hann trúði ekki á þá
sögulegu framþróun, sem margir
marxistar hafa gert að trúaratr-
iði, heldur leitaðist hann við að
skapa með iífi sínu fordæmi að
heildstæðri, sögulausri lífssýn,
sem í rauninni á rætur sínar í trú-
arheimi fornaldar og miðalda,
enda talaði hann stundum um
hina „Nýju forsögu“ sem eins
konar markmið að stefna að.
Margboðað morð
í apríl síðastliðnum kom út á
Ítalíu bók um dauða Pasolini,
sem hefur nokkra sérstöðu meðal
annarra bóka og ritgerða, sem
skrifaðar hafa verið um ævi
skáldsins. Sérstaða bókarinnar
felst meðal annars í því að höfu-
ndurinn er hvorki rithöfundur né
kvikmyndagagnrýnandi, heldur
myndlistarmaður, auk þess sem
hann var náinn vinur skáldsins
allt frá æskudögum þeirra í Friuli-
héraði. Höfundurinn heitirGius-
eppe Zigaina, og athyglisverða
myndlist hans getum við meðal
annars séð þessa dagana á sýning-
unni Graphica Atlantica, sem nú
stendur yfir á Kjarvalsstöðum.
Bók sína nefnir hann „Pasolini og
dauðinn“ með undirfyrirsögninni
„Goðsögn, gullgerðarlist og
merkingarfræði hins „lýsandi
tóms““ (Pasolini e la Morte -
Mito alchimia e semantica del
„nulla lucente“, Marsilio editori í
Feneyjum, apríl 1987).
Titill bókarinnar gefur til
kynna efni hennar, en þar er
höfundurinn að lýsa hugmyndum
Pasolini um dauðann út frá skiln-
ingi hans á mannfræði, djúpsálar-
fræði, goðafræði og gullgerðarlist
sem var meðal annars komin frá
sálfræðingnum Carl Gustav Jung
og trúarbragðafræðingnum Mirc-
ea Eliade.
Hið frumlega við bók Zigaina
er hins vegar meðal annars fóigið
í því að sýna fram á hvernig þess-
ar hugmyndir koma fram í nokkr-
um teikningum skáldsins, en Zig-
aina varðfyrstur manna til þess að
benda á myndlistariðkun Pasolini
sem þýðingarmikinn þátt í skiln-
ingi á lífsverki hans.
I stuttu máli, þá kemst Zigaina
að þeirri niðurstöðu eftir 10 ára
rannsóknir á verkum skáldsins,
handritum, teikningum og bóka-
safni, að verk og lífsferill Pasolini
verði ekki skilin til fulls nema út
frá hinum sviplega dauða hans,
og jafnframt að þessi dauði verði
ekki nema að hluta til túlkaður
sem hefnd samfélagsins, miklu
frekar sé hann óhjákvæmileg og
eðlileg niðurstaða þeirra hug-
mynda sem Pasolini hafði gert sér
um dauðann, auk þess sem Paso-
lini hafi oftar en einu sinni verið
búinn að segja fyrir um dauða
sinn, stað hans og stund og það
ofbeldi sem honum skyldi fylgja,
áður en hann gekk í gegnum hann
með voveiflegum hætti.
Merkingarfrœði
raunveruleikans
Áður en farið er út í frekari
útlistun á hugmyndum Pasolini
um dauðann eða forspár hans um
dauða sinn er rétt að víkja aðeins
að hugmyndum hans um og ást-
ríðu hans á kvikmyndalistinni
sem slíkri. Pasolini var afar fjöl-
hæfur listamaður, og áður en
hann hóf kvikmyndagerð hafði
hann skrifað ljóð, sögur, leikrit,
skáldsögur og ritgerðir um fræði-
leg efni, auk þess sem hann hafði
stofnað sérstaka akademíu um þá
mállýsku sem töluð er í Friuli og
er mjög frábrugðin ítalska ríkis-
málinu. Pasolini skrifaði á báðum
þessum tungum, og lagði jafnan
ríka áherslu á mikilvægi mállý-
skunnar sem eðlilegs tjáningar-
meðals til frjálsrar sköpunar
gagnstætt ríkismálinu, sem væri
mótað af yfirstéttinni. Auk þessa
liafði hann einnig lagt stund á
myndlist og tók þátt í samsýning-
um listamanna á sínum yngri
árum. Þessi fjölþætta reynsla
Pasolini, segir Zigaina, leiddi til
ástríðufullrar tilraunar skáldsins
til þess að sameina öll þessi tung-
umál í einu tungumáli raunveru-
leikans, eða eins og hann orðaði
það í deilu sinni við Umberto
Eco: „Það sem við þurfum á að
halda er merkingarfræði er fjallar
um tungumál verknaðarins eða
öllu heldur raunveruleikans í
heild sinni...“ Síðan heldur hann
áfram: „Þessi rannsókn á tungu-
máli kvikmyndarinnar skiptir
mig meira máli vegna þeirra
heimspekilegu vandamála sem
hún felur í sér heldur en kvik-
myndin sem slík (jafnvel þó að ég
líti ekki á hana sem heimspeking-
ur, heldur sem óþreyjufullt
skáld...). Þessi tilvitnun felur í
sér að Pasolini vildi ekki gera
greinarmun á tungumálinu og
veruleikanum: hann gekk út frá
heildstæðri hugsun, þar sem líf
hans sjálfs og veruleiki var sjálft
tungumálið. Merkingarfræðin á
ekki að fjalla um afmörkuð eða
sérhæfð tungumál eða táknmál,
heldur um táknmál veruleikans í
heild sinni, þar sem tjáningin er
fólgin í listinni að lifa lífinu og
gefa því merkingu. í framhaldi
þessa segir Pasolini á einum stað:
„Það er dauðinn sem framkvæm-
ir hina leiftursnöru klippingu á
kvikmynd lífs okkar“ og gefur
hinum oft tilviljunarkenndu at-
burðum lífsins hina endanlegu
merkingu. Eða eins og hann segir
annars staðar í sömu bók: „Líf
okkar getur aðeins náð að tjá sig í
gegnum dauðann“. í stuttu máli
þá lætur Zigaina að því liggja að
Pasolini hafi meðvitað (hugsan-
Pier Paolo Pasolini. Þetta er ein af síðustu Ijósmyndunum sem teknar voru af skáldinu skömmu fyrir
andlátið.
lega einnig hugmyndafræðilega)
verið leikstjóri að kvikmynd
eigin lífs í þeirri heildstæðu túlk-
un á tungumáli veruleikans sem
fyrr var getið.
Aðferð
gullgerðar-
llstarinnar
Zigaina færir fyrir því
sannfærandi rök í bók sinni að
Pasolini hafi verið undir umtal-
sverðum áhrifum frá heimspeki
gullgerðarlistamanna miðalda
eins og hún er túlkuð í djúpsálar-
fræði Carl G. Jung og trúarbragð-
akenningum Mircea Eliade.
Sem kunnugt er þá töldu
gullgerðarlistamenn miðalda sig
kunna ráð til þess að magna upp
frumefni og breyta þeim úr einu
yfir í annað. Þetta var eins konar
galdur eða seiður, sem átti sér 4
þrep: melanosi (bikun), leucosi
(hvítun), xantosi (gulun) og iosi
(roðun) sem urðu samfara því að
eldur gullgerðarmannsins magn-
aðist undir deiglunni. Jung segir
að aðferðir gullgerðarlistarinnar
eigi sér djúpsálarfræðilegar hlið-
stæður, sem einnig megi finna í
austurlenskum Mandala-
Nepalskt mandala fyrir tantra-yoga íhugun frá því um 1800.
„Heimurinnvillmigekkilengurogveit það ekki,“ hið dularfulla mandala Pasolini.
myndum, sem eru abstrakt hring-
laga mynstur sem endurtekin eru
með tilbreytingum á 4, 6 eða 8
samhggjandi ferhyrndum reitum.
Til staðfestingar á áráttu Paso-
lini til gullgerðarlistarinnar rekur
Zigaina magískar ritúalmyndir
sem Pasolini vann á síðustu árum
ævi sinnar og hafa merkilegt
heimildargildi: þar er um að ræða
myndaröð sem hann gerði af
söngkonunni Maríu Callas, sem
hann þekkti náið, og einnig
„abstrakt“-mandala sem Zigaina
fann í fórum Pasolini látins.
Zigaina færir rök fyrir því að
gerð þessara mynda hafi fyrir
Pasolini verið eins konar alkem-
ískur galdur eða seiður eins og
hann er skýrður út hjá Jung:
„Aðferð gullgerðarlistarinnar er
á máli sálfræðinnar fólgin í
hömlulausri mögnun. Mögnun er
ávalt ráðlögð þegar um dulda eða
óljósa reynslu er að ræða, þar
sem hin óljósu einkenni eru
mögnuð upp í sálrænu samhengi
þar til þau verða skiljanleg“.
Alkemía og
kosmísk sköpun
Mandala-myndirnar austrænu
voru þannig samkvæmt Jung
fornar særingar sem maðurinn
hefur notað á ýmsum menningar-
skeiðum til þess að leiða í ljós
innsta kjarna vitundarinnar eða
hins heildstæða sjálfs. Þær áttu að
breyta kaos í kosmos. (Sjálfur
sagði Pasolini á einum stað: „Það
er því algjörlega nauðsynlegt að
deyja, því á meðan við lifum
skortir okkur merkingu, og tung-
umál lífs okkar (sem við tjáum
okkur með og hefur grundvallar-
þýðingu) er ótúlkanlegt: kaos af
möguleikum...“).
Zigaina fullyrðir að Pasolini
hafi með gerð mandalamynda
sinna gert tilraun í fyllstu alvöru
til að magna upp það fornhelga
andrúmsloft heildstæðrar sögu-
lausrar heimsmyndar, þar sem
særingin varð liður í að upplifa
mýtu eða goðsögn hinnar kosm-
ísku sköpunar, bæði á listrænu og
tilvistarlegu sviði. Uppmögnun
eða særing gullgerðarlistarinnar
var hliðstæða við þá stflfærslu í
anda mannerismans sem ein-
kenndi list Pasolini. Hún var
einnig hliðstæða við klippingu
kvikmyndarinnar og hún var
einnig hliðstæða við dauðann
sem gefur tungumáli lífsins merk-
ingu.
Hin goðsögulega
fórn og sköpun
í þessu sambandi er nauðsyn-
legt að vitna til trúarbragðafræð-
ingsins Micea Eliade, sem Paso-
lini hafði miklar mætur á, en
hann segir í bók sinni “Goðsögn
og raunveruleiki“: „Goðsögnin
er alltaf frásögn af sköpun...og
þegar hún fjallar um sköpun
heimsins, hina fullkomnu
sköpun, verður hún kjörin fyrir-
mynd alls annars sköpunarstarfs-
...Goðsögnin um sköpun
heimsins er einnig höfð yfir á
dauðastundinni, því dauðinn fel-
ur í sér nýjar aðstæður sem
nauðsynlegt verður að skoða í
réttu ljósi til þess að hann verði
skapandi. Menn geta hlotið „mis-
heppnaðan" dauða rétt eins og
menn geta tapað orrustu. En
goðsögur um sköpun heimsins á
einungis að hafa yfir á helgum
stundum: yfirleitt að hausti eða
vetrarlagi og aðeins að nóttu
til...í okkar dagatali er sá dagur
sem hefur til að bera forkristilega
helgi frá fornöld dagur hinna
dauðu." Eins og áður var getið
var Pasolini myrtur aðfaranótt
þessa dags.
„Heimurinn vill
mig ekki lengur...“
Af þeim mandala-myndum
sem Pasolini gerði er ein sér á
parti: lauslegt riss með blýanti
sem líkist fallandi öldum, væng-
jum eða vörum á munni er endur-
tekið 4x4 sinnum. Þetta er eina
myndin sem Pasolini hefur látið
eftir sig og er abstrakt. Það at-
hyglisverðasta við þessa mynd er
þó textinn, sem skrifaður er neðst
á myndina með smáu ietri: „//
mondo non mi vuole piú e non lo
sa“: Heimurinn vill mig ekki
lengur og veit það ekki. Aldrei
verður endanlega fullyrt um
merkingu þessarar myndar og
samband myndar og texta, en
Zigaina heldur því fram að hin
óljósu blýantsstrik eigi að tákna
það kaos sem ríki á undan kosm-
os og að sá kaldryfjaði tónn sem
sé í textanum hafi tvíþættan til-
gang: bæði sem boðskapur og
galdrasæring, sem Pasolini hafi
hugsanlega haft yfir á meðan
myndin var teiknuð.
í hlutverki Graals
Zigaina sér fyrir sér hliðstæðu í
þessari mandala-mynd Pasolini
og goðsögninni um Graal:
„Veiðimaður konungur, sem
gætti leyndardóms Graals, var la-
maður af óþekktum sjúkdómi.
Enginn læknir kunni ráð við sjúk-
dómnum og allt í ríki konungsins
var í upplausn: hallir jafnt sem
dýralíf, vötn og gróður.
Dag nokkurn kom fátækur,
óþekktur og ögn broslegur ridd-
ari til hallarinnar og sneri sér
beint til konungs með þessari
spurningu: „Hvar er hinn helgi
Graal?“ Og á augabragði lækn-
aðist konungurinn og allur
heimurinn: hvar er að finna kon-
ung konunganna, hinn heilaga,
miðpunkt lífsins og uppsprettu
ódauðleikans? Engum nema
Parcifal hafði dottið í hug að setja
fram þessa grundvallarspurn-
ingu, og heimurinn var á barmi
glötunar vegna dulspekilegs og
trúarlegs sljóleika og vegna
skorts á ímyndunarafli og raun-
verulegum vilja.“
Þannig segir Mircea Eliade
goðsögnina um Graal, og Zigaina
segir trúlega réttilega að í kjarna
þessarar sögu hafi Pasolini séð líf
sitt undir lokin: „Heimurinn vill
mig ekki lengur og veit það
ekki“.
Fyrirboði um dauða
Eins og áður er getið hafði
Pasolini oftar en einu sinni lýst
dauða sínum fyrirfram. Það gerði
hann meðal annars í særingark-
enndu ljóði, sem birtist í ljóða-
bókinni Poesia in forma di rosa,
sem kom út 1964. Ljóðið er sym-
metrískt sett upp eftir miðöxli og
má þannig líkja því við mandala.
Þar segir meðal annars í lauslegri
óbundinni þýðingu:
„Hvað framtíðina varðar, þá
skaltu hlusta:/ synir hans,
fasistarnirj munu sigla /í áttina að
heimum hinnar NýjuforsöguJ Ég
mun vera þar/ eins og sá sem
dreymir glötun sínal á
sjávarströnd/ þar sem lífið kvikn-
aránýJ Einn, eða nœstum einn, á
þessari gömlu ströndl meðal rústa
gamallar siðmenningar, /
Ravennal Ostia eða Bombay -
það skiptir ekki máli - / með Guð-
um sem losa af sér grómið,
gömlum vandamálum/ - eins og
til dœmis stéttabaráttunni - tsem/
leysast upp.. J Eins og frelsishetja/
dáinn fyrir maí 1945,1 þannig
mun ég hœgt og hægt byrja að
rotna,/ í skjannabirtu þessa hafs, t
gleymt skáld og þjóðfélagsþegn. “
Eins og fram kemur í þessu
ljóði, þá lýsir Pasolini þarna bæði
stað og staðháttum sem urðu við
dauða hans, en þar að auki líkir
hann dauða sínum við dauða
frelsishetjunnar sem dó fyrir maí
45. Þar á hann við bróður sinn
sem barðist með andspyrnu-
hreyfingunni en var drepinn
skömmu fyrir styrjaldarlok í inn-
byrðis átökum sem áttu sér stað
innan hreyfingarinnar. Dauði
bróður hans hafði mótandi áhrif á
Pasolini allt hans líf.
Hver myrti Pasolini?
Á uppreisnarárum æskunnar í
lok 7. og byrjun 8. áratugarins
lýsti Pasolini oft andúð sinni eða
gagnrýni á þeim allsnægtabörn-
um millistéttarinnar, sem þá
hrópuðu hátt á götuhornum og
höfðu uppi vígorð sem sótt voru
til Marx eða Maos formanns.
Samúð hans var meiri hjá þeim
fórnarlömbum fáfræði og fátækt-
ar sem höfðu flúið eymdina á
Suðurítalíu og gengið í lögreg-
luna og ánetjast hinum nýja fas-
isma. Það eru „Synir hans, fasist-
arnir,“ sem frá segir í ljóðinu, og
það var einmitt einn af þeim, sem
talinn er hafa orðið Pasolini að
bana. Ómenntaður og óþekktur í
kunningjahóp skáldsins var hann
engu að síður staddur með skáld-
inu á íþróttavelli við Ostia um-
rædda nótt og fyrir rétti gaf hann
eftirfarandi vitnisburð eftir að til
hans hafði náðst:
„Pelosi (játandi verknaðinn)
sagði að maðurinn (Pasolini)
hefði farið með sig á íþróttavöll-
inn...hann sagðist hafa sagt hon-
um að hœtta en hann (Pasolini)
hefði hins vegar tekið upp prik
eins og þau sem notuð eru til að
girða garða og vildi setja hana
upp í rass hans...hann (Pelosi)
sagðist hafa snúið sér við þegar
hann hefði fundið Pasolini koma
yfirsig , sagðist hafa slegið hann í
höfuðið með stöng...hann (Pe-
losi) sagðist hafa séð fjöl á jörð-
inni, tekið hana upp og brotið
hana á höfði hans... “
Þetta er tilvitnun úr
dómsgerðarbók Unglingadóm-
stólsins í Róm, sem kvað upp
sektardóm í málinu í apríl 1976, 5
mánuðum eftir að morðið var
framið.
Ekkert kom fram við réttar-
höldin sem benti til þess að Pelosi
þessi hefði verið útsendari vald-
amikilla aðila sem vildu Pasolini
feigan, en hins vegar var fram-
burður sakborningsins í mörgum
efnum óljós og mörg smáatriði í
þessu dularfulla máli eru ennó-
skýrð.
Frelsið til að
velja hetjudauðann
í tímaritinu Nuovi argumenti
frá 1970 fjallaði Pasolini um
dauðann með eftirtektarverðum
hætti. Þar segir meðal annars:
„Aðeins hetjudauðinn felur í
sér leikræna tjáningu: og aðeins
hann kemur að haldi.
Leikstjórarnir-píslarvottarnir
eru því ávallt og af frjálsum vilja í
eldlínunni stílfræðilega séð: það
er að segja á mörkum þess að
yfirstíga tungumálið.
í ákafanum við að ganga fram
af reglunum (eða heiminum sem
styðst við þær), í ákafanum við að
sýna sig enda þeir með því að ná
fram því sem þeir sóttust eftir
með offorsi: að verða særðir og
drepnir með þeim vopnum sem
þeir færðu óvininum í hendur..."
Frá kaos til kosmos
Hér hafa verið rakin örfá dæmi
af fjölmörgum, sem höfundur
umræddrar bókar dregur fram til
þess að styðja þá kenningu sína
að dauði Pasolini hafi haft goð-
sögulega merkingu, og að ein-
ungis með því að skilja það geti
menn skilið lífsverk hans til
fullnustu. Því fyrir Pasolini hafi
líf hans verið hluti af lífsverkinu
og hvorugt verði skilið eða öðlist
fulla merkingu, nema með
dauðanum sem höfundur þess
hafi einn frelsi til að velja líkt og
leikstjórinn við klippiborðið.
Hinn skapandi dauðdagi átti
samkvæmt hugmyndum hans að
umbreyta lífi hans og lffsverki í
goðsögn, lengra varð ekki gengið
í að beita stflvopninu við að yfirs-
tíga reglurnar og umbreyta kaos í
kosmos. Þannig gengur enn í nút-
ímanum hið æfafoma minni, sem
rekja má aftur til Óðins, sem
fórnaði sjálfum sér og hékk 9
nætur og 9 daga á Vingameiði
stunginn eigin brandi til þess að
öðlast endurnýjun lífdaga:
„Veitek at ek hékk/ Vingameiði
á/ nætr allar níu...Vingameiður
var jú það lífsins tré, sem átti sér
rætur sem enginn fékk rakið...