Þjóðviljinn - 08.07.1987, Side 7

Þjóðviljinn - 08.07.1987, Side 7
r*."í xv Y' r v »T**n MENNING Samræöur í hádegishléi. Halldór spjallar við Árna Sigurjónsson og Ólaf Ragnarsson bókaútgefanda. Bókmenntir Málþing um verk nóbelskáldsins Velheppnað málþing um Halldór Laxness og verk hans s.l. laugardag. Peter Hallberg heiðursgestur þingsins Um tvö hundruð manns sóttu málþing um verk Halldórs Laxness, sem haldið var á laugardaginn á Hótel Esju á vegum Vöku Helgafells og Félags áhugamanna um bók- menntir. Félag áhugamanna um bók- menntir var stofnað í apríl 1986 og hefur að meginmarkmiði að efla bókmenntaumræðu hér á landi með almennum fundum og fyrirlestrum. Var þingið loka- verkefnið á þessu fyrsta starfsári félagsins og samstarfsverkefni þess og bókaútgáfunnar Vöku Helgafells sem gefur út bækur Halldórs Laxness og fer með út- gáfurétt verka hans gagnvart for- lögum erlendis. Peter Hallberg var heiðurs- gestur þingsins en hann er sá bók-: menntafræðingur sem mest og ít- arlegast hefur fjallað um verk Halldórs Laxness. Víðerni mannlífsins í fyrirlestri sínum fjallaði Hall- berg um hvernig Halldór Laxness hefur litið á stöðu sína og hlut- verk sem skáld í gegnum sjö ára- tugi. „Það er ekki sama,“ sagði Hallberg, „að vera skáld í upp- hafi aldarinnar og í lok hennar.“ Hallberg rakti síðan hvernig Halldór beinir sjónum sínum að nútímanum í upphafi ferils síns en fer upp úr þriðja áratugnum að taka meira og meira mið af þjóðlegum uppruna sínum, skrifa um hinn nafnlausa íslenska fjölda. Enn síðar fer hann að taka mið af miðaldabókmenntum og íslendingasögum en í öllu höf- undarverki sínu sé helsta mark- mið Halldórs að finna „útsýni yfir víðerni mannlífsins". Fyrirlestur Árna Sigurjóns- sonar bar nafnið Fjarvídd, flug- sýn og loftsæi. Árni fjallaði hér um sjónarhorn í Sölku Völku, notkun höfundar á mismunandi sjónarhornum eftir efnisatriðum og tilgangi þessa. Sölkuhorfið, sem Árni kallar svo tengist því að „sögumaður talar út frá hugsun Sölku, stendur jafnfætis sögu- persónunum — opnar fyrir les- andanum samúð höfundarins með söguefninu, ást hans á ís- lenskum veruleika; en hitt norf- ið, (flugsýnin, sem verkar eins og sögumaður staldri við í plássinu og skoði það gegnum kíki sem ef til vill snýr öfugt) tengist löngun hans til að sundurgreina þennan sama veruleika.“ Bergljót Kristjánsdóttir talaði um samfélagsmynd Gerplu í fyrirlestri sínum Um beinfætta menn og bjúgfætta, kiðfætta, kringilfætta og tindilfætta. Rakti hún fyrst áhrif Brechts í Gerplu hvað varðar frásagnartækni ep- ískra skáldsagna og gerði í fram- haldi af því grein fyrir hvernig samfélagsmynd verksins er lýst með klippitækni (montage) eíns og notuð er í kvikmyndum. Sagði Bergljót pólitíska samfélags- mynd verksins koma í ljós í gegn- um persónur verksins og lýsingar á fótaburði þeirra. Telur Bergljót Gerpluhöfund vilja í bókinni vekja athygli á sameiginlegum hagsmunum auðstétta víða um heim og vara við þeirri samfélags- gerð sem styður til valda menn sem múta og þiggja mútur. Freud og Gerpla Matthías Viðar Sæmundsson talaði um menningarbyltingu og nútíma Vefara. I erindi sínu rakti hann þær breytingar sem urðu í samfélaginu í fyrri heimsstyrjöld- inni þegar vald yfir þekkingunni hættir að vera á hendi embættis- manna og færist til fjöldans. Sagði Matthías þær mikíu hrær- ingar sem á þessum tíma endur- Peter Hallberg var heiðursgestur þingsins og flutti hann erindi um viðhorf Halldórs Laxness til skáldskaparins. speglast í listum og Vefarann mikla vera það verka Halldórs þar sem þessi átök ber hæst. „Á öðrum og þriðja áratugi þessarar aldar skilgreindu íslenskar bók- menntir mann og heim upp á nýtt.“ Segir Matthías Stein Elliða vera afprengi þessarar nýju hugs- unar en ekki síður sé byltingar- gildi verksins fólgið í orðræðu verksins þar sem tungumálið sé í uppreisn. Á þinginu voru tveir fyrirlestr- ar um Gerplu og var hinn síðari um ástina og óhugnaðinn í Gerplu eftir Dagnýju Kristjáns- Þinggastir og fyrirlesarar Frá vinstri: Bergljót Kristjánsdóttir, Ragnhildur Richter, Sigrún Davíðsdóttir, Dagný Kristjáns- dóttir og Ástráður Eysteinsson þingstjóri. dóttur. Talaði Dagný um tilfinn- ingatengsl sögupersóna út frá kenningakerfi sálgreiningarinnar og er upplifun þeirra í frumberns- ku áhrifavaldur í öllu þeirra lífi. Mæður þeirra eða móðurleysi eru örlagavaldar, hafa úrslitaáhrif á lífsskoðanir söguhetjanna, við- brögð þeirra við atburðum sem fyrir þá koma, ástir þeirra eða ástleysi, svo og tilfinningatengsl sín á milli. Auk fyrirlestra þessara voru á þinginu ýmis atriði önnur inn á milli en af léttara tagi. Tómas R. Einarsson og Svanhildur Óskars- dóttir fluttu stutt erindi um uppá- haldsbækur sínar eftir skáldið, Sveinbjörn I Baldvinsson talaði um þann vanda sem yngri skáld eiga við að etja að skrifa á eftir Laxness, Halía Margrét Árna- dóttir söng nokkur ljóð eftir Hall- dór við lög Þorkels Sigurbjörns- sonar og hópur nýútskrifaðra leiklistarnema flutti brot úr verk- um skáldsins. Að lokinni dagskránni voru pallborðsumræður sem Halldór Guðmundsson stýrði. Urðu þar nokkrar umræður um metnað yngri skálda í samanburði við Halldór og sagði Thor Vilhjálms- son yngri höfunda ekki metnað- arlausa en þakka mætti Halldóri Laxness fyrir að hafa drepið meira af meðalmennsku en nokk- ur annar íslendingur. Einnig urðu nokkrar umræður í fram- haldi af erindum þeirra Bergljót- ar og Dagnýjar um Gerplu m.a. um hvort Halldór hefði orðið fyrir áhrifum af Brecht og hvað væru í rauninni áhrif eins höfund- ar á annan, svo og hvert væri gildi sálgreiningar í bókmennta- túlkun. ~*nl Miðvikudagur 8. júlí 1987 ÞJÓÐVILJINN - SiÐA 7

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.