Þjóðviljinn - 18.07.1987, Side 4

Þjóðviljinn - 18.07.1987, Side 4
LEIÐARI Vantraust á stjómarstefnuna Hin „nýja“ ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Fram-1 sóknar og krata nýtur samkvæmt skoðana- könnunum lítils trausts meðal kjósenda. í gær birti Þjóðhagsstofnun nýja áætlun um ástand og horfur í efnahagsmálum, og eftir lest- ur hennar er Ijóst, að það eru ekki bara venju- legir kjósendur sem ekki treysta ríkisstjórninni. Plagg Þjóðhagsstofnunar er nefnilega ekkert annað en dulbúin yfirlýsing um vantraust á þá stefnu, sem ríkisstjórnin hefur markað í efna- hagsmálum. Það er að vísu sérstök kúnst að lesa rit Þjóð- hagsstofnunar. Þar er sjaldnast kveðið fast að orði. En að þessu sinni fer ekki á milli mála að sérfræðingar hennar eru fullir efasemda um að stefnan gangi upp. Samkvæmt stjórnarsáttmálanum miða fyrstu aðgerðir ríkisstjórnarinnar að því að draga úr þenslu í efnahagslífinu og bæta stööu ríkis- sjóðs. Þessar aðgerðir felast í þrennu: í fyrsta lagi að auka skattheimtu, meðal ann- ars álagningu söluskatts á matvæli og tölvur. > ( öðru lagi með hækkun vaxta af spariskírt- einum ríkissjóðs. í þriðja lagi með því að takmarka verulega erlendar lántökur. Þetta áttu að vera hinar svokölluð fyrstu að- gerðir, - aðgerðir, sem áttu að hafa skjót áhrif til batnaðar. Sérfræðingar Þjóðhagsstofnunar eru á öðru máli. Þeir segja einfaldlega orðrétt í skýrslu sinni: „Áhrifa þessara aðgerða gætir þó ekki fyrr en á næsta ári.“ Með öðrum orðum: Aðgerðirnar eru ekki nógu róttækar til þess að hafa áhrif strax, eins- og til var ætlast. Þær ráða ekki bót á þeim vanda sem við blasir, að dómi sérfræðinga Þjóðhags- stofnunar. Það er líka engum efa blandið, að hagfræð- ingar Þjóðhagsstofnunar hafa verulegar áhyggjur af ríkisfjármálunum. í skýrslunni kem- ur fram, að þrátt fyrir aukna skattheimtu er enn reiknað með verulegum halla á ríkissjóði, og upplýst, að ríkið muni þurfa að taka rúmlega fjóra miljarða króna að láni á þessu ári. En hvar á að taka þessa peninga? Ríkis- stjórnin hugðist fjármagna þessa lánsþörf hér innanlands með því annars vegar að fá almenn- ing til að kaupa spariskírteini en hins vegar bankana til að kaupa ríkisvíxla. Þetta hefur hins vegar mistekist að verulegu leyti. Bankarnir hafa ekki keypt ríkisvíxla nema tilneyddir, og sala ríkisskuldabréfa hefur verið afar, afar dræm. Niðurstaðan hefur því orðið sú, að lánsfjár- þörf ríkissjóðs hefur fyrst og fremst verið mætt með erlendum lántökum og yfirdrætti í Seðla- bankanum. Með því að hækka vexti á spariskírteinum ríkissjóðs hugðist ríkisstjórnin örva sölu á spari-j skírteinum ríkissjóðs í nægilegum mæli til að snúa þessari þróun við. Fæst bendir hins vegar til að þetta muni ganga eftir. Þannig segja hinir orðvöru sérfræðingar Þjóðhagsstofnunar í skýrslu sinni: „Miðað við ástandið á peninga- markaðnum um þessar mundir er ekki víst, að sú ráðstöfun skili tilætluðum árangri.“ Með öörum oröum: hækkun vaxta af ríkis- skuldabréfum breytir engu um það, að hallinn á ríkissjóði verður fyrst og fremst jafnaður með erlendum lánum og seðlaprentun. En hvoru- tveqqja er ekkert annað en ávísun á enn frekari þenslu. Þar með er hins vegar ekki sagt, að hækkun vaxta hjá ríkinu hafi engin áhrif. Að undanförnu hafa vextir í bönkum og sparisjóðum þannig hækkað ört, og að dómi Þjóðhagsstofnunar stafar það af hinni væntanlegu vaxtahækkun ríkisins. Vel auglýstar hugmyndir núverandi fjármálaráðherra um vaxtahækkun á spariskírt- einum hafa því einungis orðið til að auka enn á tekjur fjármagnseigenda á kostnað lántaka. Hinir efnuðu halda áfram að hagnast á kostnað hinna. Dómur sérfræðinga Þjóðhagsstofnunar er að vísu vafinn í umbúðir varfærnislegs orðalags, en hann er engu að síður skýr: Efnahagsstefna hinnar nýju ríkisstjórnar gengur ekki upp. Fyrstu aðgerðirnar skila ekki tilætluðum árangri og geta meira að segja leitt til aukins ójöfnuðar. Það er harla vond byrjun. -OS Mynd: Ari LJOSOPIÐ Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandl: Útgáfufólag Þjóðviljans. Rltstjórar: Ámi Bergmann, Þróinn Bertelsson, össur Skarphéðinsson. Fróttastjórl: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn: Garðar Guðjónsson, Guðmundur Rúnar Heiðarsson Hrafn Jökulsson, Hjörleifur Sveinbjömsson, Ingunn Ásdísardóttir, Kristín Ólafsdóttir, KristóferSvavarsson, Logi Beramann Eiðsson (íþróttir), Magnús H. Gislason, MörðurÁmason, ÓlafurGíslason, Ragnar Karisson, Sigurður Á. Friðþjófsson, Stefán Ásgrímsson, Vil- borg Davíðsdóttir, Yngvi Kjartansson (Akureyri). Handrlta- og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. Ljósmyndarar: EinarÓlason, SigurðurMarHalldórsson. Dtlltsteiknarar: Sævar Guðbjömsson, GarðarSigvaldason. Framkvœmdastjórl: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrlfstofustjórl: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglýsingastjórl: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýsingar: Unnur Agústsdóttir, Olga Clausen, GuðmundaKrist- insdóttir. Símvarsla: Hanna Ólafsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbrelðslu- og afgrelðslustjóri: Hörður Oddfríðarson. Afgrelðsla: Bára Sigurðardóttir, HrefnaMaanúsdóttir. Innhelmtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ÓlafurBjörnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Sfðumúla 6, Reykjavfk, slmi 681333. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrotog setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verö í lausasölu: 55 kr. Helgarblöð:60kr. Áskrlftarverðá mónuðl: 550 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN í Laugardagur 18. júlí 1987

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.