Þjóðviljinn - 18.07.1987, Qupperneq 7
Bókmenntir
Saga á
sænsku
og ný bók
Vigdís Grímsdóttir í stuttu spjalli um sögu
hennar sem birtist í Svenska Dagbladet og um
skáldsögu sem hún sendir frá sér í haust
Inn á ritstjórn Þjóðviljans
barst fyrir nokkrum dögum
Svenska Dagbladet frá
sunnudeginum 28. júní og
blasti þar við stór mynd af Vig-
dísi Grímsdóttur rithöfundi og
undir myndinni sænsk þýðing
á einni af smásögum hennar
úrfyrstu bókhennarTíu
myndir úr lífi þínu ásamt stórri
myndskreytingu við söguna.
Okkur hér á skerinu þykir
alltaf svo gaman þegar einhver
okkar gerir það gott í útlöndum
að við slógum á þráðinn til Vig-
dísar og spurðum hver tildrögin
að birtingu sögunnar í Svenska
Dagbladet hefði verið.
Vigdís vildi nú ekki meina að
þetta væri svo merkilegt að tilefni
væri til blaðaviðtals en féllst þó á
að tjá sig ofurlítið um málið.
„Eg hef nú bara ekki hugmynd
um hvernig þeir fengu nafnið
mitt, ég fékk bara bréf frá þeim
þar sem þeir sögðu mér að ætlun-
in væri að kynna norræna höf-
unda í blaðinu og buðu mér að
vera með. Þetta er svona
tilraunastarfsemi hjá þeim, þeir
ætla að byrja á fimm höfundum,
einum frá hverju Norðurland-
anna og sjá svo til, og þessi saga
mín er svo sú fyrsta sem birtist.
Þeir buðu mér borgun fyrir
söguna og ég fór líka fram á borg-
un fyrir þýðandann. Þeir viidu
allt borga svo ég sló bara til. Þýð-
andinn er sænskur sendikennari
við Háskólann hérna, Hákan
Jansson. Ég valdi söguna í sam-
vinnu við hann og er mjög ánægð
með þýðinguna, hún er mjög
góð. En valið á sögunni fór líka
mikið eftir þeirri lengd sem Sví-
arnir vildu fá, mér þykir ekkert
vænna um þessa sögu en aðrar
sem ég hef skrifað.
Mér finnst þetta mikið gott
framtak hjá þeim á Svenska Dag-
bladet, og íslensk blöð mættu
taka sér það til fyrirmyndar og
kynna okkur norræna höfunda.
Ég legg það til hér með.
Þeir vanda sig líka við þetta
Svíarnir, sögunni fylgir stór og
mikil myndskreyting og nokkur
kynning á höfundinum, - reyndar
er íslandskortið á hvolfi en það á
líklega bara að vera smart. Þeir
virðast líka vilja fylgja þessu
eftir, að minnsta kosti er umsjón-
armaður þessa dálks í blaðinu,
Carl Otto Werkelid, búinn að
skrifa mér og vildi vita hvernig
mér fyndist til hafa tekist og
„Þaöergamanaö
fá birta eftir sig
sögu erlendis, því
erekkiað neita,"
segirVigdís
Grímsdóttir rithöf-
undurenhúner
lika aö senda frá
sérsínafyrstu
skáldsögu nú fyrir
komandijól.
(MyndE.ÓI.)
svona. Þetta finnst mér gott hjá
þeim. Fólk erlendis talar líka um
hvað eyjabókmenntir séu merki-
legar og þær virðast vera að kom-
ast í tísku af einhverjum ástæð-
um. Þykja öðruvísi. Þetta er
áreiðanlega einhver loftslags-
kenning. Annars án gríns, þá get-
ur verið að eyjaskeggjar semji
öðruvísi bókmenntir, þetta eru
minni og lokaðri samfélög. Er ég
annars ekki búin að segja nóg,
það hlýtur bara að vera.“
Skóldsaga
í haust
Bækur
París - ný
Árni B. Helgason er ungur rithöfundur sem
kveður sér hljóðs með tæplega 400 síðna
skáldsögu
Ut er komin hjá bókaútgáfunni
Fjöreggi ný íslensk skáldsaga
sem ber nafnið París og er eftir
Árna B. Helgason. Hann gefur
bókina út sjálfur þar eð bókaút-
gáfan Fjöregg er hans eigið fyrir-
tæki og er þetta fyrsta bók höf-
undar og forlags.
Skáldsagan París er rétt tæpar
400 blaðsíður að lengd og þar sem
fremur óvenjulegt er að ungur
höfundur kveðji sér hljóðs með
svo stóru verki tók Þjóðviljinn
Árna tah.
Hann sagði þetta verk sitt vera
samfélagssögu, sagt væri frá dag-
legu lífi í bæjarsamfélagi nokkru.
Sagan gerist á þremur dögum og
er í þremur meginhlutum. „Hún
er þrískipt“ sagði Árni, „og það
skýrir kannske að nokkru leyti
hversu löng hún er því að þó að
hún sé samfelld, þá er miðhlutinn
fluttur sem ævintýr og síðan í
rauninni endursagður út frá öðr-
um sjónarhornum og með öðrum
og raunsæislegri formerkjum."
„Nei, þetta er ekki þriller“
segir hann aðspurður, „en í aðra
röndina er þetta afþreyingarsaga.
Mér finnst sjálfum lítið varið í
bækur sem eru ekki að einhverju
leyti afþreying, - sögur verða að
vera skemmtilegar annars nennir
enginn að lesa þær. Enginn
mundi lesa Laxness ef hann væri
ekki skemmtilegur.“
Hvað veldur því að þú sest við
að skrifa svona stóra bók?
„Ætli það sé ekki bara ósköp
venjuleg tjáningarþörf. Allir
þurfa að tjá sig og finna sér sinn
farveg, hvort sem þeir gera það á
þennan hátt eða einhvern annan.
Ég hef verið að gera ýmsa hluti í
gegnum árin, sumt skrifað og
annað ekki.
Hvað stærðina varðar þá þykir
það ekki merkilegt erlendis þó að
menn skrifi svona langar skáld-
sögur. Það er einhver lenska
skáldsaga
Ámi B. Helgason meö nýútkomna
skáldsögu sína, París, sem hann er
að dreifa í bókaverslanir um landið
þessa dagana.
hérna að sögur ungra höfunda
eigi að vera stuttar. Annars hefur
þessi saga gengið í gegnum ýmis
þróunarstig, áður en þessi endan-
lega gerð leit dagsins ljós.“
Ég spyr hann um fjárhagsdæm-
ið og hvers vegna hann gefi bók-
ina út sjálfur.
Hann segist fjármagna útgáf-
una algerlega sjálfur. „Þessar
skriftir hafa verið mitt aðalstarf
síðustu árin, ég flutti til Grenivík-
ur og sat þar við, þar hafði ég gott
næði. Svo hef ég farið á sjóinn
þess á milli til að fjármagna fyrir-
tækið. Það má segja að vertíðar-
hýran hafi farið í þetta. Að gefa
út bók kostar peninga svo ekki sé
meira sagt. Svo verður bara að
koma í Ijós hvort fyrirtækið
stendur undir sér.
Hvað útgáfuna varðar var ég
búinn að fá tilboð frá útgáfufyrir-
tæki, en þau þurfa æði langan
fyrirvara og vildu ekki gefa bók-
ina út fyrr en um jólin ‘88. Það
fannst mér of langur tími að vera
með söguna á herðunum núna
þegar ég er loksins búinn að ljúka
henni, svo ég ákvað að keyra út-
gáfuna í gegn sjálfur. Núna er ég
að ljúka við að dreifa henni í
bókaverslanir í Reykjavík og fer
svo með hana út á land í næstu
viku.
-ing
En áður en ég missi Vigdísi úr
símanum spyr ég hana hvort hún
sé ekki að senda frá sér nýja bók
fyrir jólin næstu.
„Mig grunaði að ég yrði spurð
um það“ segir Vigdís og hlær.
„Ég ætlaði að reyna að komast
hjá því vegna þess að ég vil ekki
tala mikið um það á þessu stigi
málsins. En það er reyndar rétt,
það kemur út skáldsaga eftir mig
hjá Svörtu á hvítu fyrir jólin.“
Aðspurð hvort hún heiti
eitthvað ennþá og hvort þetta sé
stór og mikil bók segist Vigdís
ekki vera búin að finna endanlegt
nafn á hana enn. „Þetta er löng
saga en ég veit ekki hvort hún er
stór og mikil. Það er búið að vera
mjög gaman að skrifa svona
skáldsögu, þá finnur maður van-
mátt sinn og sér hvað maður á í
rauninni mikið eftir, en ég er
mjög ánægð með að hafa gert
þetta. Og ég ætla örugglega að
skrifa aðra skáldsögu án þess að
ég geti sagt að ég sé á einhverri
sérstakri leið í lífinu.
Þessi saga er nokkuð öðruvísi
en mínar fyrri bækur, tíminn
vinnur með manni. Ég hef sjálf
breyst og er orðin öruggari
gagnvart sjálfri mér að vissu leyti.
Svo er þessi saga búin að lifa lengi
inni í mér“ sagði Vigdís að lokum
og fullyrti jafnframt að nú væri
hún örugglega búin að tala nóg og
kvaddi með virktum.
-ing
ÞJÓÐVILJINN - SfÐA 7