Þjóðviljinn - 18.07.1987, Síða 16

Þjóðviljinn - 18.07.1987, Síða 16
Aðalsími 681333 Kvöldsími 681348 Helgarsími 681663 þlÓÐVIUINN Laugardagur 18. júlí 1987 154. tölublað 52. árgangur LEON:'3'if AÐFVNHSCLLI SKÓLACÖNQJ SAMVINNUBANKI ÍSLANDSHF Flugslysið Fór betur en á horfðist Flugmaðurinn marðist illa á baki og bringu. Flugvélin ónýt. Áburðarflugvélin TF-TUN í eigu Landgræðslunnar er talin ónýt eftir að henni hlekktist á I flugtaki fyrir framan Þórólfsfell fyrir innan Fljótshlíð í fyrradag. Flugmaður vélarinnar, Pétur Steinþórsson slapp ótrúlega vel úr slysinu. Hann var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavfkur og lagður inn á Borgarspítalann. Líðan Péturs er betri en á horfðist í fyrstu. Hann marðist á baki og bringu sam- kvæmt upplýsingum frá Borgar- spítalanum. Að sögn Stefáns Sigfússonar hjá Landgræðslunni var vélin að fara í síðustu ferðina með áburð inn á Einhymingsflatir á Fljóts- hlíðarafrétti.„Páll Sveinsson er að fara í síðustu ferðina einmitt í þessu inn á Markarfljótsaura að dreifa áburði í beitargirðinguna fyrir framan Þórólfsfellið. Rann- sókn slyssins tekur einhvern tíma og niðurstöðu ekki að vænta að svo stöddu,“ sagði Stefán Sigfús- son í Gunnarsholti. -gsv Áburðarflugið Eitt áhættu- mesta fiugið Stefán Sigfússon: Reynum að klára verk- efni sumarsins með Páli Sveinssyni Þetta slys undirstrikar það að áburðarflugið er eitt áhættusamasta flugið í heiminum og flugmenn okkar vinna undir miklu álagi að mjög þýðingar- miklum störfum. Við erum að vonum ánægðir með að Pétur skyldi sleppa þetta vel því flugvél- in er ónýt,“ sagði Stefán Sigfús- son hjá Landgræðslunni. Flugvélin TF-TUN var tryggð en hún átti ólokið nokkrum smá- verkefnum í áburðardreifingu þetta sumarið. Ætlun þeirra hjá Landgræðslunni var að sýna vél- ina á landbúnaðarsýningunni sem verður í Reiðhöllinni í Víði- dal í haust. Að sögn Stefáns þá verður reynt að klára það áburðarflug sem eftir er í sumar með Páli Sveinssyni eins og aðstæður leyfa. -gsv Útgerðarmenn Verðlagsráð þingar um loðnuverð ínæstu viku. Lítill áhugifyrir loðnuveiðum. Skipin geraþað gott á rœkju „Það er boðaður fundur í Verðlagsráði sjávarútvegsins um loðnuverð á flmmtudaginn í næstu viku. Þá verður væntan- lega tekin ákvörðun hvort loðnu- verð verður geflð frjálst eða ekki. Ef ekki, þá verður verðlagsráðið að taka ákvörðun um verð og ef ekki næst samkomulag um það innan ráðsins, er málinu skotið til yfirnefndar,“ sagði Sveinn Finns- son, starfsmaður Verðlagsráðs við Þjóðviljann. Svo virðist sem lítill áhugi sé meðal útgerðarmanna að hefja loðnuveiðar um þessar mundir. f nýjasta tölublaði Fiskifrétta kem- ur fram að útgerðarmenn loðnu- skipa vilji frekar treina sér kvót- ann og halda áfram að gera út á rækju á meðan veiði er þokkaleg og ágætis verð fæst fyrir hana. Sveinn Hjartarson hjá LÍÚ segir að á meðan loðnan sé norður við Jan Mayen þá sé lítill áhugi hiá mörgum að hefja veiðar. Astæðurnar fyrir því eru einkum þrjár: langt að fara til veiða, menn vilja treina sér kvót- ann og veiða upp í hann þegar loðnan sé komin nær landi og í þriðja lagi er gott að hafa á rækj- unni og ástæðulaust að hætta þeir hörðustu í loðnuflotanum þeim veiðum sem gott er upp úr færu út á miðin í byrjun næsta að hafa. Sveinn bjóst þó við að mánaðar. - grh. Húsafellsmót UMSB sárreitt Sameiginlegar yfirlýsingar Kristleifs Þorsteins- sonarog UMSB: Villandi umfjöllun-rangar upplýsingar Ungmennasamband Borgafj- arðar og Kristleifur Þor- steinsson, ábúandi og landeigandi Skák Jón L. og Kasparof bestir Litlar sveiflur hjá íslend- ingunum að Margeiri Péturssyni undan- skildum Samkvæmt skákstigaskrá frá FIDE er Jón L. Árnason fremstur íslenskra skákmeistara um þessar mundir þótt aðeins muni hársbreidd á honum og Jó- hanni Hjartarsyni. Jón hefur 2555 elóstig og hefur halað inn 15 frá því síðast var reiknað. Jóhann hefur 2550, fimm stigum meira en sfðast. FIDE-listinn er gefinn út tví- vegis á ári hverju og er skákgeta manna mæld eftir svonefndum elókvarða þar sem mat er lagt á frammistöðu manna í keppnum síðustu sex mánaða og þeim gefin stig. I þriðja sæti af íslendingum er svo skákskribent okkar hér á Þjóðviljanum, Helgi Ólafsson, með 2540 sem er tap uppá 10 stig. Missir Helga er þó lítill miðað við fall Margeirs Péturssonar, fjórða sterkasta skákmanns okkar sam- kvæmt listanum, en hann hefur glatað hvorki meira né minna en 45 stigum á hálfu ári. Hrapað úr 2535 í 2490. Garrí Kasparof heimsmeistari er ótvírætt besti skákmaður heims. Hann hefur nú 2740 stig, fjörutíu stigum meira en næsti maður sem er vitaskuld erki- fjandinn Anatolí Karpof. Sjá í Heimi síðu 11 -ks. að Húsafelli, hafa sent frá sér yf- irlýsingar, þar sem villandi frétt- afrásögnum ýmissa fjölmiðla af mótshaldi og spellvirkjum að Húsafelli er mótmælt. En sumar- bústaðaeigendur á staðnum hafa rekið upp eitt ramakvein mikið, vegna fyrirhugaðrar útisamkomu UMSB að Húsafelli um verslun- armannahelgina. í yfirlýsingu Kristleifs og UMSB, segir að sambandið hafi ekki komið nálægt mótshaldi að Húsafelli um hvítasunnu eða verslunarmannahelgi undanfarin ár og sé því með öllu ómaklegt að núa UMSB um nasir tjóni, sem orðið hefur á sumarbústöðum og náttúru að Húsafelli í tengslum. við mannsöfnuð á staðnum. - Mannsafnaður seinni ára að Húsafelli hefur farið fram án nokkurrar stjórnar og síst af öllu verið á vegum UMSB, segir í yfir- lýsingu Kristleifs, sem ber skipu- lagi og öryggisgæslu á verslun- armannahelgarmótum UMSB að Húsafelli í hvívetna góða sögu, en síðasta útihátið um verslun- armannahelgi á vegum sam- bandsins var 1976. -RK A-ha! Bond! Svar Norðmanna við Kristjáni Jóhannssyni, rokksveitin A-ha. hélt (gærkvöldi mikla tónleika í Laugardalshöll, og endurtekur leikinn í kvöld. I gær brugðu Aha-arar sér á frumsýningu nýjustu Bond-myndarinnar í Bíóhöll- inni, en þar eiga þeir titillagið, A-ha settist í sætin sín, horfði á hvíta tjaldið í fimm mínútur þangað til lagið var búið, sögðu aha, og flýttu sér út aftur. (mynd: Ari). Útvarp Rót Grasrótin í loftið Félagshyggjufólk sameinast um útvarpsrekstur. Útsendingar um áramót. Kristján Ari Arason: Útvarp félagshyggju og talaðs máls - Þetta verður útvarp hins tal- aða máls, enda er vart vanþörf á í öllu því plötusnúðaflóði sem hellt . er yfir allan landslýð. Meiningin er að þarna geti þau félagasamtök fengið að útvarpa sem ekki er ábcrandi í „frjálsu fjölmiðlun- um“ og ríkisfjölmiðlunum. Þetta verður útvarpsstöð grasrótarinn- ar, sagði Kristján Ari Arason, sem á sæti f stjórn útvarpsfélags- ins Rótar, en aðstandendur þess koma úr ýmsum samtökum á vinstri kantinum. - Að óbreyttu hefjum við út- sendingar í upphafi nýs árs og sendum aðallega út seinnipart dags og á kvöidin virka daga, en eitthvað lengur um helgar. Stöð- in mun fyrst og fremst sinna dag- skrárgerð um friðar- verkalýðs-, jafnréttis-, umhverfis- og menn- ingarmál og öðrum góðum mála- flokkum í anda félagshyggju, sagði Kristján Ari Arason. Aðstandendur Rótar áætla að stofnkostnaður útvarpsstöðvar- innar sé um 3 milljónir króna. Á næstunni verður opnað hlutafjár- útboð og geta einstaklingar, sem og félagasamtök, sem treysta sér til að taka þátt í sameiginlegum útvarpsrekstri á lýðræðislegan hátt, keypt hlutabréf í grasrótar- útvarpinu Rót. - RK Of langt í loðnuna

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.