Þjóðviljinn - 26.07.1987, Blaðsíða 16
Echo And The Bunnymen - Echo
And The Bunymen
Því er ekki að neita að þessa
nýjasta afkvæmis Echo And The
Bunnymen hefur verið beðið með
nokkurri eftirvæntingu. Tals-
verðir erfiðleikar hafa hrjáð
sveitina að undanförnu og fór
langur tími í vinnslu á plötunni.
Útkoman er svo þessi nýja plata
sem ég held að sé jafnframt ein-
hver sú aðgengilegasta sem þeir
hafa sent frá sér.
Þeir hafa fremur litið til baka
en fram á veginn og tónlistin ber
þess augljós merki. Söngur Ian
McCuIloch er undir greinilegum
áhrifum frá Jim Morrison og
reyndar er platan öll undir áhrif-
um frá Doors. Allt þetta hefur þó
ekki áhrif á þá staðreynd að þetta
er gæðagripur. Lögin hvert öðru
betra og svo sannarlega kominn
tími til að Echo And The Bunn-
ymen slái hressilega í gegn eins og
ég vonast til að þeim takist með
þessari plötu sinni.
Decon Biue - Raintown
Decon Blue er ein af þeim sveit-
um sem hafa á undanförnum vik-
um vakið athygli gagnrýnenda í
Bretlandi og ástæðan er augljós
þegar maður hlustar á þessa plötu
þeirra. Tónlistin er í anda þess
sem Prefab Sprout og Loyde Cole
hafa verið að gera.
Pað verður að segjast að hér er
á ferðinni ein af þeim skífum sem
auðvelt er að hnfast af og í alla
staði um vönduð vinnubrögð að
ræða. Reyndar fór söngurinn of-
urlítið í mig, en það spillir ekki
fyrir tónlistinni. Það kæmi mér
ekki á óvart að þessi hljómsveit
ætti eftir að gera það gott í náinni
framtíð. Piata sem ég get án
nokkurs vafa mælt með við alla
þá sem heyra vilja vandað popp í
anda Prefab Sprout.
Centaur - Blús-djamm
Það er varla hægt að segja að
hljómsveitin Centaur hafi verið
of áberandi í íslensku tónlistarlífi
þau 5 ár sem hún hefur starfað.
Það kemur manni því skemmti-
lega á óvart þegar þeir taka nú
upp á því að gefa út plötu sem er
einstök í sinni röð á íslenskum
tónlistarmarkaði.
Hér er um að ræða plötu sem er
uppfull af alveg bráðhressum og
skemmtilegum blúslögum. Það
er nokkuð víst að hér er ekki
plata sem verður ein af þeim mest
seldu, en hinsvegar ætti hver ein-
asti áhugamaður um blús á ís-
landi að verða sér úti um hana.
Reyndar er það nokur galli að
ekki er á plötunni neitt frum-
samið lag. (En hvað er svo sem
frumsamið í blúsnum?) Traustur
gripur sem setur skemmtilegan
svip á íslenska sumarplötuflóðið
sem hefur að því er virðist aukið
áhuga kaupenda og hlustenda á
íslenskri tónlist og er það vel.
Youssou N’dour And Super Eto-
ile De Dakar - Nelson Mandela
Afrisk tónlist heyrist ekki
mikið hér heima og það er alltaf
skemmtileg tilbreyting að heyra
tónlist sem ekki er ættuð frá eng-
ilsaxnesku löndunum. Að gerast
dómari á slíka gripi er síðan alltaf
erfiðara eins og gefur að skilja
þegar samanburðurinn er ekki
mikill.
Youssou N’dour er ættaður frá
Nígeríu og vakti fyrst á sér athygli
er hann kom fram með Peter Ga-
briel á plötu þess síðarnefnda.
Því það eru margir aðrir en Paul
Simon sem starfað hafa með afr-
ískum tónlistarmönnum, þó að
hann hafi kannski auglýst það
meira en aðrir. Þessi gripur er þó
áhugaverður fyrir þá sem vilja
kynnast tónlist Afríku betur og
milliliðalaust.
Því hefur verið spáð undanfar-
in ár að afrísk tónlist muni í
auknum mæli hafa áhrif á Vestur-
löndum, en hvort það reynist rétt
vil ég ekki segja neitt um.
Þessi plata á varla eftir að sjást
á vinsældalistum, en fyrir þá sem
kynnast vilja tónlist annarra
landa en Bretlands og Bandaríkj-
anna er þessi plata tilvalin.
POPPSÍÐAN
Plötudómar
SIGMUNDUR
HALLDÓRSSON
Stones...
A-ha með glœsibrag
Tónleikar þeir sem haldnir
voru með hljómsveitinni A-ha um
síðustu helgi í Laugardalshöll-
inni, sönnuðu það rækilega að
hægt er að halda tónleika hér á
landi þar sem fara saman góð og
þekkt hljómsveit og gott skipulag.
Til að gefa nokkra hugmynd
um hversu vel tókst til held ég að
mér sé óhætt að segja að þeir sem
ekki fóru á þessa tónleika geti nú
setið heima og nagað sig í handar-
bökin. Tónleikarnir hófust
stundvíslega klukkan 10 og næstu
2 klukkutíma var keyrt í gegnum
prógram sem fékk jafnvel ís-
lenska tónleikagesti til að klappa
óumbeðna. Ljósadýrð og reykur
jók enn á stemmninguna og á
tímabili virtist allt vera að sjóða
uppúr, slík var stemmningin. Það
var þó eitt sem skyggði á, ófyrir-
gefanleg mistök í hljóðblöndun.
Það að gítar detti út og hljómsveit
taki sér hlé til að laga hljóðið er
allt í lagi fyrir minni háttar nöfn
en slíkt er ófyrirgefanlegt hljóm-
ur sem greitt hafa 1500 krónur til
að sjá og heyra slíka sveit eiga
heimtingu á því að svona hlutir
séu í lagi.
Sveitin sem skipuð er fjórum
aðstoðarmönnum (trommara,
ásláttarleikara, bassaleikara og
hljómborðsleikara) stóð sig ann-
ars með miklum ágætum og þegar
hljóðið var í lagi heyrðist greini-
lega að hér var á ferðinni
þrautþjálfuð sveit sem greinilega
á þær vinsældir sem hún hefur
aflað sér skilið.
Það er líka afar gleðilegt að ís-
lenskum áhorfendum sé boðið
upp á jafn góða sveit og ég vona
að von sé á fleiri góðum sveitum á
næstunni og óska ég SpliíT prom-
otions alls hins besta í þeim efn-
um.
Þessir tónleikar voru svo sann-
arlega peninganna virði og engin
ástæða til annars heldur en að
ætla, að allir þeir sem börðu
hljómsveitina A-ha augum og
eyrum séu fyllilega sammála því.
Husker Du
Vor í bandarísku rokki - 2. grein
er rétt að vekja athygli á
því að í grein minni um R.E.M.
sem birtist um síðustu helgi féll
niður nafn einnar breiðskífunnar,
„Life Rich Pagent" og er hér með
beðist velvirðingar á því. Næst í
röðinni í þessari kynningu minni á
athyglisverðum sveitum frá
Bandaríkjunum er hljómsveit
Húsker Du. Sveitin var stofnuð í
mars 1979 í Minneapolis, Minn-
esota af þeim Bob Mould (gítar,
söngur), Grant Hart (trommur,
söngur) og Greg Norton (bassi).
Þeir gáfu út sína fyrstu breið-
skífu út 1981, var það hljóm-
leikaplata sem bar nafnið „Land
Speed Record“. Það var þó ekki
fyrr en 1984 sem þeir félagarnir
vöktu athygli gagnrýnenda, enda
höfðu tvær fyrstu skífur þeirra
verið fremur hráar og einkum
höfðað til pönkkjarna sem ann-
ars hlustaði mest á Dead Kcnne-
dys eða svipaðar sveitir.
Það sem vakti athygli
gagnrýnenda var tvöfalda albúm-
ið „Zep Arcade" þar sem var að
finna lög af slíkri gerð, allt frá
Avant-garde til pönks. Allt frá
1984 hafa þeir félagar verið í
miklu uppáhaldi meðal gagnrýn-
enda bæði vestanhafs og austan
og hafa komið frá þeim fjórar
breiðskífur fram til þessa: „New
Day Rising“ (1985), „Flip Your
Wig“ (1985), „Candy Apple
Grey“ (1986) og nú í byrjun þessa
árs tvöfalda albúmið „Ware-
house: Songs And Stories.
í tónlist Hiisker Du er gítar-
leikur Bob Mould áberandi, en
hann þykir afbragðs góður og
segja sumir að hann hafi samein-
að það besta frá Jimi Hendrix og
Pete Townsend.
Það er líka gífurleg breidd í
tónlist Húsker Dú, þar má heyra
hráan kraft pönksins í stíl við
Clash og Ramones; ljúfar melódí-
ur í anda Bítlanna og hljóm sem
minnir á Sonic Youth og Butthole
Surfers.
Textar tríósins þykja líka góðir
en þeir Bob Mould og Grant Hart
semja þá flesta, og má líkja þeim
við svart og hvítt því Mould þykir
einkar raunsær á meðan Hart sér
um rómantíkina.
Eins og áður sagði eru þeir fé-
lagar í talsverðu uppáhaldi meðal
gagnrýnenda og hefur gagnrýn-
andi „Rolling Stones“ hins virta
bandaríska tónlistartímarits
jafnvel gengið svo langt að kalla
þá mikilvægustu hljómsveit
bandarísks rokks. Gagnrýnendur
N.M.E. hafa auk þess valið nýj-
ustu afurð sveitarinnar níundu
bestu plötu sem komið hefur út
það sem af er þessu ári og er allt
eins líklegt að hún haldi því sæti í
ársuppgjöri sama blaðs.
Husker Du á ekki eftir að
verða valin popphljómsveit mán-
aðarins, enda er tónlist þeirra
ekki beint bragð mánaðarins.
Þeir eiga aftur á móti eftir að
verða þeim sem nenna að leggja
sig eftir tónlist þeirra, til upplífg-
unar og jafnvel hjálpa þeim til að
takast á við daginn í dag.
Að lokum vitna ég aðeins til
Bob Mould: „Góð spurning er
miklu betri en lélegt svar. Ef þú
veist öll svörin til hvers þá að
halda áfram? Allar langanir eru
horfnar, öll spenna, ástæðan til
þess að lifa...“
16 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN Sunnudagur 26. júlí 1987