Þjóðviljinn - 28.07.1987, Blaðsíða 3
FERÐABLAÐ
Spilum til vinnings
Hvað finnst þér Kjartan að
þyrfti að gerast í ferðamáiunum
hér á landi á næstu árum?
Fyrst og fremst verðum við
náttúrlega að halda áfram með þá
þróun sem þegar er farin af stað.
Þá á ég við það að betrugibæta og
auka þjónustuþáttinn. En ef litið
er til lengri tíma og við skoðum
einhver markmið sem við eigum
að setja okkur til næstu 5-10 ára
þá mundi ég segja að hægt væri að
skipta því í tvennt. Annars vegar í
langtímauppbyggingu og fram-
kvæmdir og þá fylgja því náttúr-
lega markaðs- og sölumál og hins
vegar er það endurskoðun á
þjónustuþættinum sem þyrfti að
fara fram jafnhiiða. Við eigum
að rækta með okkur þjónustu-
lund og efla hana. í harðnandi
samkeppni ferðamála í framtíð-
inni mun hún ráða miklu um það
hverjir það eru sem spila til vinn-
ings. Að sjálfsögðu gerum við
það hér, annars værum við ekki
að þessu. Samkeppnin er miklu
harðari um hylli heimsferða-
mannsins en þá grunar sem ekki
hafa því kynnst.
Samhliða þessum þætti þurfum
við að ná samstöðu um skynsam-
lega og framkvæmanlega náttúr-
uvernd. Ef þessir þættir eru tekn-
ir tveir saman þ.e.a.s. verklegu
þættirnir og tilfinningalegu þætti-
rnir þá mun okkur farnast vel.
Bylting framundan
Þegar við horfum fram á veg-
inn og spyrjum okkur er þetta
nóg verður erfiðara um svör.
Staðreyndin er auðvitað sú að við
erum hér að byggja upp atvinnu-
líf sem á að sjá okkur farborða.
Við erum vonandi orðin
sannfærð um það að ferðaþjón-
ustan er ákaflega arðsöm
atvinnugrein. Hún gefur mörgum
vinnandi höndum verkefni. Þetta
er góður kostur við eina atvinnu-
grein.
Það er engin spurning í mínum
huga og ég held að flestir séu
reyndar sammála um það, ef við
lítum um 20 ár fram í tímann, að
þá verður bylting á sviði ferða-
mála í heiminum. Byltingin verð-
ur fólgin í því að á næstu ára-
tugum munu ferðalög aukast
meðal íbúa í Austur-Asíu og á
suðurhveli jarðar. Hér er um að
ræða eins og allir vita bróðurpart-
inn af öllum íbúum jarðarinnar.
Þessir íbúar hafa verið tiltölulega
lítið á ferðalögum um
heimsbyggðina og þá aðallega
innan síns svæðis. Nokkrar þjóðir
og þá aðalega Japanir, Ástralir>
og Suður-Afríkubúar hafa ferð-
ast um norðurslóðir á síðustu
árum. Nú eru svo margar aðrar
þjóöir á þessum svæðum að þró-
ast upp í það að taka þátt í þessum
heimsferðalögum. Á næstu árum
munu íbúar Suður-Kóreu, Hong-
Kong, Singapore, Indónesíu og
Thailands að hluta og ýmissa
annarra staða koma inn í þessa
mynd. Og ekki má gleyma Suður-
Ameríkubúum. Þeir eru geysi-
lega margir og munu flæða hér
yfir norðurslóðir að einhverju
leyti á næstu áratugum.
Það stefnir líka allt í það sama
Kiartan Lárusson forstjóri Ferðaskrifstofu ríkisins erflestum að góðu kunnurfyrirstörf sín aðferðamálum á íslandi. Mynd:
það verði lítið um ráðstefnuhald
hérlendis frá miðjum júní og
fram í síðustu vikuna í ágúst. Það
stendur þá ekki fyrir hinum al-
menna ferðamanni hvað varðar
gistipláss t.d. á höfuðborgar-
svæðinu.
Rjóminn kemur hingað
Hvers konar fólk er það sem
kemur hingað tii lands?
Ég- hef alltaf verið þeirrar
skoðunar að við fáum góða ferða-
menn og sannfærðist enn frekar
um það þegar hinn reyndi og virti
jarðfræðingur Þorleifur Einars-
son hélt prýðisgóða ræðu á
Ferðamálaráðstefnu í vor. Hann
sagði það sannfæringu sína og
reynslu enda hefur hann af hvoru
tveggja að státa, að þeir ferða-
menn sem kæmu til íslands væru
algjör rjómi allra ferðamanna á
heimsbyggðinni. Með öðrum
orðum menntað, menningarlegt
og elskulegt fólk.
Ég held að þetta séu ein bestu
meðmæli sem íslensk ferðaþjón-
usta hefur nokkurn tímann feng-
ið. Við erum með það fólk sem er
hvað best og líklegast til þess fall-
ið að sýna hinni viðkvæmu ís-
lensku náttúru tillitssemi og
ganga um hana eins og vera ber.
Það er líka betra að koma boðum
og ábendingum til þessa fólks en
flestra annarra og ég ætla að vona
að við höldum áfram að næla í
þennan hóp af heimsferðamann-
inum sem vill vernda umhverfi og
náttúru jarðarinnar.
Ferðaþjónsta bænda
Nú er það orðið talsvert áber-
andi meðfram þjóðvegum lands-
ins að boðin er gisting og matur á
ótrúlegustu stöðum til sveita.
Hvað viltu segja um þessa þróun?
Þetta er mjög mikilvægur þátt-
ur í þessari fíngerðu þjónustu
sem ég talaði um áðan. Hinum
smæstu einingum er mikið að
fj ölga. Það er mj ög ánægj ulegt að
þetta skuli vera að gerast um leið
og landbúnaður á í vök að verj-
ast. Bændurnir geta breytt frá
hinum hefðbundna landbúnaði
yfir í Ferðaþjónustu bænda eins
og hún er kölluð. Þetta finnst mér
ákaflega jákvætt og hefur reynst
vel. Ég veit ekki annað en að það
fólk sem hefur reynt slíka þjón-
ustu sé ákaflega ánægt með hana.
Það þarf kannski að betrum-
bæta skipulag þessara mála
mundi ég halda í fljótu bragði en
þetta er allt á góðri leið. Bændur
hafa alveg sérstaka aðstöðu til að
gera sveitabæinn að rómantískri
umgjörð fýrir borgarbúann.
Þetta er ánægjuleg þróun í alla
staði og vonandi tekst bændum
betur til með þetta en með
sauðkindina, en nóg um það.
Látum hugann reika
Nú stendur einn sveitarhrepp-
ur, Áshreppur, fyrir selflutningi
fólks inn á Landmannaafrétt og
er með kaffisölu fyrir ferðamenn-
ina þar. Eru bændur að gera alls-
herjar innrás í ferðamanna-
þjónustuna?
Ég hef heyrt um þetta en ekki
ennþá komið því í verk að kynna
mér þessa starfsemi. Ég ætla ein-
mitt að komast í kaffi til þeirra í
sumar. En það er nú einu sinni
þannig að þó maður sé að fara
hérna 2-3 hringi um landið á
sumri og reyni eftir föngum að
kynna sér allt sem er að gerast í
þessum málum, þá kemur maður
alltaf til baka til þess eins að upp-
götva að ýmislegt hafi farið fram-
hjá manni. Þetta er skemmtileg
nýjung hjá þeim Áshreppingum
og ég hvet fólk eindregið til að
láta hugann reika og finna upp
eitthvað nýtt og frumlegt. Ferða-
maðurinn er nú einu sinni í
sumarfríi og er oft á tíðum til í
hvað sem er sem er skemmtilegt
og nýtt. Mannskepnan er þannig
gerð að hún vill alltaf taka sér
eitthvað nýtt fyrir hendur, reyna
nýjungar. Ferðamaðurinn vill
hafa ánægju og gleði af sínu
sumarfríi og þess vegna eru sífellt
að koma fram nýjungar á þessu
sviði. Það er beinlínis ætlast til
þess.
hjá íbúum norðurs og suðurs
þ.e.a.s að íbúar suðursins hafa
tekið upp ýmsa lifnaðarhætti og
þjóðfélagshætti norðurálfubúa.
Þarna kemur sú atvinnupólitík
sem skilar af sér auknum launum,
betri kaupgetu, fleiri frístundum
og meiri menntun, til með að
ráða miklu um framvinduna. Allt
þetta er forsenda ferðamála því
einstaklingurinn vill fá að ferðast
og vita meira um heiminn. Á
næstu áratugum verður veruleg
aukning á orlofsferðum um heim-
inn og ég held að íslendingar ættu
að tryggja sér sinn þátt í þeim. Á
þann hátt getum við fengið þetta
ferðafólk framtíðarinnar til að
hjálpa okkur að byggja upp enn-
þá betra ísland en við höfum í
dag.
ísland í efsta sæti
Að lokum Kjartan, hvernig
kýst þú að ferðast sjálfur þegar
þú átt frí frá störfum þínum að
ferðamennsku?
Þegar maður vinnur við svona
nokkuð þá ferðast maður auðvit-
að mjög mikið. Stór hluti af okk-
ar sölustarfsemi fer fram erlendis
og skapar nokkurn þeysing um
önnur lönd. Maður verður líka að
kunna skil á því sem maður er að
selja þannig að ég ferðast líka
mjög mikið hér innanlands. Nú
Ferðaskrifstofa ríkisins rekur 20
Eddu-hótel víðs vegar um landið
og það liggur í hlutarins eðli að ég
þarf að ferðast mikið um landið
til að vera í nánu sambandi við
þessa starfsemi alla.
Þetta hafa verið margar af mín-
um skemmtilegustu ferðum, sér-
staklega vor- og haustferðirnar
um landið hafa verið í uppáhaldi
hjá mér. í byrjun vertíðar á vorin
þegar gróðurinn og allt líf er að
kvikna eftir vetrardvalann, og á
haustin þegar smá haustfölvi
kemur á hlutina bæði á menn og
náttúru. Þá er alveg yndislegt að
ferðast um ísland eins og reyndar
alltaf.
Ef ég hins vegar á að reyna að
svara þeirri spurningu hvernig ég
kjósi að ferðast sjálfur þá kemur
ýmislegt upp í hugann og allt vill
þetta blandast starfinu meira og
minna.
Ég hef verið að spá talsvert í
ferðalög til fjarlægari landa eins
og Mið-og Suður-Ameríku og
Asíulanda. Grænland hefur alltaf
heillað mig ákaflega mikið og
eins er það með Færeyjar. Þang-
að er alltaf gaman að koma. Það
er svolítið sérstakt hvað við ís-
lendingar leitum oft langt yfir
skammt í ferðum okkar. Ótrú-
lega margir landsmenn hafa
aldrei komið til þessara nágranna
okkar en hafa þó flengst um allan
heim að því er virðist.
Skemmtilegasta svæði sem ég hef
heimsótt er væntanlega Suð-
austur-Asía.
Því er ekki að neita og kannski
er það af þjóðarrembing en þó
held ég að það sé af sannfæringu
og tilfinningu að ég geti sagt með
góðri samvisku, að það er engin
spurning hvaða land er í efsta sæti
hvað ferðalög varðar. Það er ís-
land.
-GíS
ÞJÓÐVIUINN - SlÐA 3