Þjóðviljinn - 28.07.1987, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 28.07.1987, Blaðsíða 6
FERÐABLAÐ Ferðafélag (slands 60 ára íhaust Afmælisgöngurnar á sunnudögum vinsælar „Þetta hefur gengið mjög vel í sumar hjá okkur og er svipað í sniðum og í fyrra en þá ferðuðust um 6000 manns með okkur um landið. Nú hafa 200 manns gengið frá Reykjavík og upp í Reykholt í þremur afmælisgöngum á sunnu- dögum. Fjórða gangan verður á sunnudaginn. Fólki finnst gaman að ganga gamlar þjóðleiðir það er greinilegt af þessari þátttöku,“ sagði Þórunn Lárusdóttir hjá Ferðafélagi íslands. „Ferðaframboðið hjá okkur er fjölbreytt og fólk getur valið sér stuttar gönguferðir í kringum Reykjavík alla sunnudaga, dagsferðir einnig á sunnudögum, helgarferðir á þekkta ferða- mannastaði og lengri dvöl t.d. viku á milli ferða. I sumar hafa tæplega 100 manns farið í gönguf- erðir á Heklu í þeim tveimur ferðum sem farnar hafa verið. Þórsmerkurferðirnar eru geysi- vinsælar og einnig Landmanna- laugar og gönguferðum á milli þessara staða fer fjölgandi," sagði Þórunn. í haust verður afmælis Ferðafé- lagsins minnst með einhverjum hætti en engin ákvörðun hefur verið tekin um hvernig. -GíS Þórsmörk er einn vinsælasti ferðamannastaðurinn. Þar hafa Ferðafélag islands og Útivist komið upp góðri aðstöðu fyrir ferðamenn. Myndin er frá vígslu göngubrúar yfir Krossá í fyrra en félagar í Ferðafélagi islands byggðu brúna i sjálfboðavinnu: Mynd: Sibl. Útivist OPIÐ um helgina. Tjöld, bakpokar, svefnpokar og allur viðleguútbúnaður. Tjöldum öllu því sem til er. Aldrei meira úrval. e^\ager<fy EYJASLOÐ 7 - SIMI 621780 Þriðjungur í Þórsmerkur- ferðum Leggjum áherslu á Þórsmerkurdvöl „Síðasta ár var metár hvað varðar þátttöku í okkar ferðum og mér sýnist þetta ætla að verða svipað í ár. Við vorum með tæp- lega 6000 manns í okkar ferðum í fyrra og ég held að fullyrða megi að Þórsmörkin sé vinsælust því um þriðjungur allra fara í þær ferðir hjá okkur,“ sagði Kjartan M. Baldursson hjá Útivist. Við viljum leggja áherslu á ferðir okkar um verslunarmanna- helgina og Þórsmerkurdvöl. Gist verður í Útivistarskálanum í Bás- um og gönguferðir verða við allra hæfi. Við bjóðum upp á ferð í Núpsstaðaskóg sem er einn af fallegustu stöðum á Suðurlandi, gönguferð um Lakagíga og Leiðólfsfell og heim um Eldgjá og Laugar og að lokum förum við um Kjöl, um Skagafjörð og út í Drangey en Drangeyjarsiglingar eru ógleymanlegar,“ sagði Kjart- an. -GíS Útivistarskálinn í Básum í Þórsmörk. 6 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.