Þjóðviljinn - 28.07.1987, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 28.07.1987, Blaðsíða 16
FERÐABLAÐ Ferðahugvekja Frá Palmýru til Hellisheiðar Á uppvaxtarárum mínum á mölinni minnist ég þess að mér stóð alltaf hálfgerður stuggur af ferðalögum innanlands. Helsta andlega fóður mitt þá voru æsi- spennandi æfintýrasögur, sem gerðust einhvers staðar í innsveit- um Langtíburtistans, þar sem mættust frumskógar, fjöll og eyðimerkur og týndar borgir risu mitt í óþekktum dölum, og lét ég mig dreyma um leiðangra á þeim hálfum. Lýsingar sagnanna sáu fyrir sviðsmyndinni, og gat ég auðveldlega ímyndað mér sjálfan mig á sveimi um landslag með völundarhúslegum stórskógum, gulum og ávölum fjöllum og fljót- um, sem voru heitari en vatnið í Sundhöllinni og full af regnboga- fiskum og grimmum en auð- blekktum vatnaormum. Það fylg- di myndinni, að í slíku landi þyrfti litla Ííkamlega áreynslu til að sigr- ast á verstu torfærum: hægt væri að vaða stórfljótin léttilega og stikla á trjábolum og krókódflum og sveifla sér á fjaðurmjúkum greinum yfir hvaða hindrun sem var... Stórrigningarnar voru eins og hæg sturta, og þar sem þær voru svo reglulega lóðréttar var alltaf hægt að smeygja sér milli dropa. Ferðir á íslandi komu mér hins vegar fyrir sjónir sem alger and- stæða þessara æfintýrabóka- draumsýnar. Ég tengdi þau alltaf við kulda og vosbúð, og sá þá fyrir mér menn, sem voru að kúldrast í rigningu og súld, renna í hálum þúfum, klöngrast í skriðum og steypast á hausinn niður í óvistlegar lautir, um leið og þeir lofsungu hástöfum hvað það væri gott að vera úti í sumar- blíðunni, svo að blessuðvertu- sumarsólin bergmálaði í þeirri þoku, sem byrgði úti allt raun- verulegt sólarljós. Eina undan- komuleiðin undan vosbúðinni virtist vera sú að flýja inn í þröng- ar rútur, en þegar þangað kom voru menn yfirleitt orðnir svo blautir, að loftið varð brátt illþol- anlegt. Við þessar aðstæður virt- ist íslenskt landslag undarlega „hallærislegt" og einhvern veginn allt öðru vísi en það átti að vera: fjöllin þunglamalega dökk og ruglingsleg, þegar á annað borð sást til þeirra í gegnum rigning- arslæður, þýfðir móarnir eins og húðsjúkdómur á landinu, og mýrarnar eins konar gildrur án nokkurs skiljanlegs tilveruréttar. Lárétta rigningin sem kom úr öllum áttum í einu kórónaði svo þetta brokkgenga sköpunarverk. Ég hefði kannske getað tekið undir þau orð framsóknarmanns- ins að Esjan væri eins og fjós- haugur, ef mér hefði ekki þótt sá samanburður jafnhallærislegur og allt annað, svo og framsóknar- maðurinn sjálfur. Rætur þessarar hryggðar- myndar, sem ég geymdi í kollin- um, voru vafalaust margvíslegar og ekki einungis oflestur æfin- týrabóka. Sú afstaða íslendinga, sem lengi var áberandi, að telja það sérlega karlmannlegt að láta sér líða illa á ferðalögum og vaða sem mest út í kuldann og vosbúð- ina, helst með einhver hreystiyrði á vörum, í staðinn fyrir að skýla sér, hefur komið illa við marga og fælt þá frá útivistum. Sama máli gegnir um þá undarlegu áráttu að gera gönguferðir að e.k. keppni um það hver er duglegastur við að ganga alla aðra af sér, þangað til flestir göngugarparnir eru ör- magna og dreifðir út um holt og hæðir... Við þetta bættist sá eiginleiki bókaorma að þola illa að koma út undir raunverulegt bert loft, hvernig svo sem það bera loft annars er. En kannske var kjarni málsins sá, að ég var illa fær um að sjá það sem bjó raunverulega í íslenskri náttúru: ég sá e.t.v. liti og línur en fann enga merkingu í því öllu. Svo leið tíminn og um síðir fór svo að ég komst sjálfur í ferðalög inn í nokkrar nálægar sveitir í Langtíburtistan, að vísu ekki inn í hjarta þess lands en nógu langt samt til að finna andrúmsloftið. Það vantaði svo sem ekki að það væri nógu æfintýralegt: eyði- mörkin var síbreytilega dularfull, bedúínahöfðinginn, sem ég gisti hjá, lifði gamlatestamentislegu lífi í helli með konunum sínum þremur, og fornar og hálfyfir- gefnar yeðimerkurborgirnar, þar sem annarlegir strengleikar bár- ust eftir auðum götum, voru miklu æfintýralegri en nokkur æf- intýrabókalestur gat nokkurn tíma gefið til kynna. Jafnvel tunglið lá á hliðinni í óraunveru- legum litum, svo að ég hefði get- að sagt að það væri eitthvað ann- að en helvískur Hornafjarðarm- áninn. En erfiðleikarnir voru engu minni en heima á Skerinu, þótt svitabað kæmi stundum í staðinn fyrir útvortis vosbúð: hit- abreytingarnar voru miklu meiri og kuldinn gat þess vegna verið miklu meira bítandi, þannig að mér var kaldara í sólarupprás við Palmýru en í gjóstri á Hellis- heiðinni í marsmánuði. Eyði- merkurstormurinn var líka ólíkt grimmari en lárétta rigningin, þó svo að hún kæmi úr öllum áttum í einu. Á þessum slóðum Iærði ég þó smám saman að yfirvinna slíka erfiðleika, og jafnvel að líta á þá sem hluta af „æfintýri“. En jafn- framt gerðist nokkuð annað: við- miðunin snerist nefnilega við. Þegar ég umgekkst fólk sem var sæmilega hagvant í eyðimerkur- vinjum en leit á norðurslóðir sem hið mesta æfintýraland, brá svo við að ég fór að sjá ísland með augum þess og byrjaði, eftir eyðimerkurgöngurnar, að líta á eldfjallalandslag, jökla og dökk blágrýtisfjöll allt að því sem há- mark exótismans, svo ekki sé minnst á þessa dularfullu, þýfðu móa... Lárétta og áttavillta rign- ingin varð nánast því að háspeki- legu eða ontólógísku tákni, sem virtist geta orðið óþrotlegt efni í spaklegar hugleiðingar. Hvort sem ég fór nú að líta á íslenskt landslag með augum einhvers Arabahöfðingja eða ekki, fékk það alveg nýja merkingu, eða öllu heldur: ég fór nú loksins að sjá eitthvað af því sem bjó raun- verulega í náttúru landsins. Öll þessi eyðimerkurganga mín hafði sem sé ekki verið ann- að en risastór krókaleið að þeirri staðreynd, að öll æfintýri eru íyrst og fremst hið innra með manninum sjálfum, í skynjun hans, næmleika og hugsun. e.m.j. Velkomin til Búðardals Kaupfélagið býður ferðamönnum þjónustu sína Kaupfélag Hvammsfjarðar Sími: 93-4180, 370 Búðardal 10 ARA Utivtsl er siungt terðafelag er byður upp a tjolbreytt urval lengri og skemmri terða um Island Sumardvöl í Þórsmörk Ódýrt og skemmtilegt sumarleyfi. Fjölskyldu- afsláttur. Tilvaliö að dvelja í heila eða hálfa viku í Útivistarskálanum Básum. Miðvikudagsferðir hefjast 17. júní. Helgar- ferðir allar helgar. Verð frá miðvikud,- sunnud.: Fyrir félagsrr\enn kr. 3.050.- fyrir utanfélagsmenn kr. 3.600.- 50% afsl. fyrir börn 7-15 ára og frítt undir 7 ára. Upplýsingar og farmiðar á skrifstofunni, Grófinni 1, sími 14606 og 23732. SJÁUMST! GÓÐA FERÐ! NJÓTIÐ GÓÐRfi VCmNGfi OG MAAGS KONfifi ÞJÓNUSTU Á staðnum er svefnpokapláss sundlaug gufubað félagsheimili póst- og símstöð og fleira Verið velkomin Opið fró kl. 8.00-23.30 Hótel Varmahlíð Skagafirði Símar 95-6170 og 6130

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.