Þjóðviljinn - 28.07.1987, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 28.07.1987, Blaðsíða 7
FERÐABLAÐ Landmannalaugar Meirí umferð en í fyrra „Það hefur verið mikil umferð hérna, þó nokkuð meiri en í fyrra. Hér er allt yfirfullt af út- lendingum í skipulögðum hópum alla daga vikunnar og Islendingar kíkja hingað um helgar. Það er mjög vinsælt að fara í gönguferð- ir í allar áttir héðan og langar gönguferðir t.d. niður í Þórs- mörk hafa verið vinsælar í sumar,“ sagði Bergþór Kárason, skálavörður í Landmanna- laugum. Landmannalaugar eru sérstak- lega vinsæll viðkomustaður margra útlendinga og þá einkum Þjóðverja og Frakka. Bergþór taldi að þeir væri um 70-80% allra útlendinga sem þangað kæmu. í sumar hefur líka talsvert borið á Skandinövum, Hollendingum og Belgum á svæðinu. „Aðbúnaður hérna er svipaður og verið hefur á undanfömum árum. En það stendur til að gera stórátak í þeim málum á vegum Ferðafélags íslands. í sumar og í fyrrasumar höfum við verið að leggja grasþökur á um 1000 ferm. Heita vatnið og leirpyttirnir í Landmannalaugum hafa sitt aðdráttarafl í augum útlendinganna. reit. Það hefur háð okkur hér því nú. Hér er nú iðjagrænn lengi að hafa lítið graslendi undir reitur,“ sagði Bergþór Kárason. tj aldstæði og við erum að bæta úr gís „Hingað koma 95% þeirra er- lendu ferðamanna sem koma til landsins og þetta er prýðilegt ferðafólk. Utlendingarnir eru grandvarir í umgengni og snúa sér til þjónustumiðstöðvarinnar fyrst og leita upplýsinga og ana ekki að neinu,“ sagði Heimir Steinsson þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. Að sögn Heimis hefur þetta gengið í heildina vel í sumar og verið vaxandi ferðamanna- straumur. Nýi vegurinn yfir Mos- fells"heiðina gerir það að verkum að umferð er nú meiri en áður var. Er aðstaða ferðamannsins betri nú en áður? „Við höfum komið hér upp tveimur nýjum útivatnssalernum sem eru opin allan sólarhringinn og þau hafa gjörbreytt aðstöðu ferðamannsins hér. Annað er á Leirum en þar eru helstu tjald- stæðin og hitt er úti í Vatnskoti. Við gáfum líka út blöðung um þjóðgarðinn og umgengnina í honum í vor á íslensku, ensku, dönsku og frönsku. Þá er mjög mikilvægt að fólk sem heimsækir okkur hér er í vaxandi mæli fjöl- skyldufólk og því mest um hreinar fjölskyldubúðir að ræða. Allt þetta hjálpast að við að gera árangurinn í umgengnismálum betri en áður enda göngum við eftir því að hér sé vel gengið um,“ sagði Heimir Steinsson. Þjóðgarðurinn á Þingvöllum er vel sóttur af innlendum sem erlendum ferða- mönnum enda náttúrufegurð rómuð langt út fyrir landsteinana. Félagsheimilið ARNES Tilvalinn áningarstaður á leið í Þjórsárdal og inn á hálendið -GíS Á mölinrii mætumst með bres á vör — ef bensíngjöfin frn"^rtem Pruð- I Tökum á móti hópum af öllum stærðum í mat og kaffi. Verið velkomin Sími 99-6044 VEITINGASTOFAN vedngasíofan • mess-inn Þorlákshöfn sími 99-3842 Matur - öl - gosdrykkir og aðrar veitingar Höfum sal fyrir árshátíðir og hópa. Tökum að okkur að útbúa mat og smurt brauð í allskonar veislur. Verið velkomin GÓÐA FERÐ! Aætlun Hríseyjarferjunnar Sumaráætlun 15. maí - 30. september Frá Árskógssandi kl. 9.30 kl. 13.30 kl. 18.30 kl. 22.30 Frá Hrísey kl. 9.00 kl. 13.00 kl. 18.00 kl. 22.00 Föstudaga - sunnudaga Frá Árskógssandi kl. 16.30 FráHrísey kl. 14.00 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.