Þjóðviljinn - 28.07.1987, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 28.07.1987, Blaðsíða 4
FERÐABLAÐ mk- ■ ■■■... : Bjarg í Mývatnssveit. Þetta gefst þeim m.a. að sjá sem gista Brunnhól á Mýrum. Ferðaþjónusta bænda Stærsta gistihús landsins Ferðaþjónustubýli eru nú 88. Sívaxandi eftirspurn eftir dvöl á sveitabýlum Ferðaþjónusta bænda á sér ekki ykja langan aldur í því formi, sem hún er rekin nú, en hefur þó haslað sér völi með eftirtektarverðum og áberandi hætti. Hún var formlega stofn- uð 1981. Nokkur ár þar á Leiðbeiningar um ferðaþjónustu bænda ^ v;ð.omandi ' 4'9r' • baejarins verður að vera vel til til ferðaþjónustu fallið. Boð Nágrenni baejarins voi á tómstundaiðju. 5 Ibúðir og sumarhús séu með gerð um búnað. 6.gr lágmarksútbúnaði til útleigu, samanber reglu- gerðar eru í reglugerð 1 7'9Fyrir hendí sóu snyrtingar með steypubaði eða baðkeri. Lágmarks snyrt.að staða miöist við hámarksfiolda gesta. 8 ^oðið só upp ó notalega setustofu fyrir gesti. 1% ,m,ö, iyrin — ■« « a5 M * "’ k' ' undan, eða allt frá árinu 1970, höfðu einstök sveitabýli þó tekið á móti dvalargestum og þá í sambandi við Loftleiðir, sem sömdu um þetta við nokkra bændur. Þessi starfsemi naut vaxandi vinsælda með ári hverju. Þeim bændum fór smám saman fjölg- andi, sem gerðu það að þætti í búrekstri sínum, að taka á móti ferðamönnum. Stofnun Ferða- þjónustunnar var svo eðlilegt og sjálfsagt framhald af þeirri þró- un. Tvær ungar og hressar stúlkur, þær Anna Hansdóttir og Þórdís Eiríksdóttir, vinna nú á skrifstofu Ferðaþjónustunar í Bændahöll- inni við Hagatorg. Blaðið hitti þær að máli og var fyrst að því spurt, hvað ferðaþjónustubýlin væru orðin mörg. Þau töldust vera 88 nú í sumar og fer árlega fjölgandi. Fjölgun þeirra hefur orðið allör undanfar- in 5 ár. Árið 1983 voru þau 34, 1984 41, árið 1985 57, árið 1986 72 og nu eru þau, sem fyrr segir 88. - Og eru þau í öllum landshlut- um? - Já, þau eru það en flokkuð eftir landshlutum eru þau flest á Vesturlandi. Skipulag - Hvernig er skipulagi samtak- ana háttað? - Ferðaþjónustubýlin hafa með sér heildarsamtök, Samtök F.B. íur skuggaumaðauglýsingarl 1 ^starfsíólk F.B. holuf dtv'tœöan rétuil að 9an9a 1 félagsmanna standist. 13s9ki,yrði er að fá vottorð heilbrigðisfulltrúa, áður en auglýst er i bæklmg, F.B. bænda í ferðaþjónustu. Þau lúta að sjálfsögðu sérstakri stjórn og er núverandi formaður hennar Paul Richardson. Landinu er skipt niður í umdæmi og er sér- stakur svæðisstjóri í hverju um- dæmi. Býlin á viðkomandi svæð- um hafa samband sín á milli og skiptast gjarnan á gestum. - Verða þau býli, sem stunda ferðaþjónustu, ekki að uppfylla einhver ákveðin skilyrði? - Jú, þegar nýtt býli sækir um leyfi til ferðaþjónustu þá fer við- komandi svæðisstjóri á staðinn og lítur eftir því, að öllum skilyrð- um sé fullnægt, aðstaða öll athug- uð og metin. Árlega gefur Ferða- þjónustan síðan út bækling með nöfnum allra þeirra býla, sem starfa á vegum hennar, ásamt ít- arlegum upplýsingum um þá möguleika til útivistar, sem við- komandi staður býður upp á. - Og þeir eru auðvitað af ýms- um toga? - Já, já. Það má nefna göngu- ferðir, hestamennsku, náttúru- skoðun, siglingar, veiðar og sitt- hvað fleira. Og nú er, Iíklega í fyrsta skipti, farið að bjóða upp á jöklaferðir. En auðvitað er þetta breytilegt frá einu býli til annars. íslenskur dvalar- gestum fjölgar - Er meira um það að útlend- ingar en íslendingar sækist eftir dvöl á þessum býlum? - Varla er hægt að segja að það sé núorðið. Til að byrja með voru gestir einkum útlendingar, enda héldu þá margir, að þetta væri aðeins ætlað þeim. En þetta hef- ur breyst og þeim íslendingum, sem notfæra sér þessa þjónustu, fer stöðugt fjölgandi. - Vitið þið um einhverja bænd- ur, sem stunda þessa búgrein ein- vörðungu? - Nei, yfirleitt er þetta rekið með öðrum búskap. Flestir ferð- aþjónustubændur eru með eitthvað af skepnum og þá jafnvel með sem flestar tegundir húsdýra, því margir gestir leggja mikið upp úr því að fá að kynnast þeim og umgangast. Gestir ánægðir - Vetrardvöl - Haldið þið að gestirnir séu almennt ánægðir með þá þjón- ustu, sem þeir fá? - Já, áreiðanlega er svo um flesta. Fjölmargir hringja til okk- ar og hæla dvölinni og sumt fólkið fer stundum aftur og aftur á sömu staðina. - Er breytilegt verðlag á þess- ari þjónustu, eftir býlum? - Nei, varla er hægt að segja það. Dvalarkostnaður er yfirleitt svipaður. Við gefum út viðmið- unarverð en það er hinsvegar ekki skylda að halda sig við það. - Fer þessi starfsemi einungis fram að sumrinu? - Nei, ekki núorðið. Sum býlin starfa gjarnan allt árið. Vetrar- gestirnir eru þá t.d. að sækjast eftir rjúpnaveiði, silungsveiðum niður um ís o.fl. sem hægt er að stunda að vetrinum. Til er það og að starfsmannafélög eða smærri hópar taki hús á leigu, en sjá að öðru ieyti um sig sjálfir. Það er ódýrt. - Hvað voru gistinætur marg- ar á sl. ári? - Þær voru 10.500 á 72 býlum en auðvitað ekki allsstaðar jafn margar. Það má segja að þetta sé orðið stærsta gistihús landsins. - Eigið þið von á að þessi starf- semi fari enn vaxandi í framtíð- inni? - Ef svo fer fram sem horfir þá er enginn vafi á því. Hinsvegar þarf að gæta þess að ferðaþjón- ustubýlunum fjölgi ekki of ört. Fjölgunin þarf að vera í samræmi við eftirspurnina svo að menn kaffæri ekki hver annan. Hlutverk Ferðaþjónustunnar - Það er nú kannski að fara aft- an að siðunum að spyrja að því svona undir lokin á þessu spjalli okkar, í hverju starfsemi skrif- stofunnar hér sé einkum fólgin, en ég ætla nú að gera það samt. - Það má segja að við höfum einkum með höndum upplýsing- amiðlun. Við segjum fólki hver og hvar býlin eru og hvað þau hafa að bjóða. Svo verður hver og einn að ráða því, hvaða býli hann velur hverju sinni, við ger- um það ekki upp á milli. En það er einnig þáttur í okkar starfi, að útvega börnum sumar- dvöl í sveit. Eftir henni er tölu- vert spurt. Og árlega berast bændasamtökunum beiðnir frá fjölda fólks víðsvegar að úr heiminum en einkum þó Norðvestur-Evrópu, um útvegun á vinnu í sveit á íslandi. Við reynum að greiða fyrir þessu fólki. Bændur geta haft samband við Ferðaþjónustuna óski þeir eftir slíku starfsfólki. Nú í ár verða sennilega um 80 útlending- 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.