Þjóðviljinn - 28.07.1987, Blaðsíða 12
FERÐABLAÐ
Jökulsárlón
Siglt um undmveröld
Skemmtileg nýjung í ferða-
þjónustunni eru bátsferðir um
vötn og lón landsins. Á vegum
Fjölnis Torfasonar og fjölsky Idu á
Hala í Suðursveit er boðið upp á
bátsferðir um Jökulsárlón á
Breiðamerkursandi.
„Það hefur verið boðið upp á
þessar ferðir í tvö ár en við tókum
við þessu núna í vetur. Heima-
mönnum þótti orðið tímabært að
hafa þetta í sínum höndum. Við
notum tvo 8-10 manna báta af
flugfisk-gerð og einnig litla báta
sem fylgja þeim stærri í öllum
ferðum. Hálftíma bátsferð kostar
400 kr. og við erum í þessu frá
kl.9 á morgnana til 10 á kvöldin,"
sagði Porbjörg Arnórsdóttir á
Hala.
Að sögn Þorbjargar hafa þau
lent í nokkrum erfiðleikum vegna
íssins en hann er óvanalega mikill
í lóninu. Þá hafa Austur-
Skaftfellingar frekar lítið af sól-
ríku sumri að segja, en þeir hafa
ekki séð sólina fyrr en nú allra
síðustu daga. „Það sem manni
kemur mest á óvart í þessu er, að
ótrúlega margir fslendingar sem
hér fara um núna hafa aldrei
komið hér fyrr, og þeir eru ekki
að síður heillaðir en útlending-
arnir af undraheimi Jökulsárlóns-
ins. Það má segja að þetta sé
fyrsti vísir að einhverri ferða-
þjónustu bænda hér í Suðursveit
en við erum félagar í F.B.
Sveitarfélagið getur nú boðið 12
rúm til gistingar á Hrollaugsstöð-
um og allt að 50-60 svefnpokap-
láss,“ sagði Þorbjörg Arnórsdótt-
ir.
-GíS
Sprengisandsleið
Kaffi-Stóraversalir
Inga Björk Ólafsdóttir: Við höfum hér útsýni til Kerlingarfjalla, Hofsjökuls
og sjáum í kambinn á Vatnajökli. Hæsta fjallahótel landsins
„Við opnuðum hérna í vor um
leið og Sprengisandsleið var opn-
uð fyrir bílaumferð. Þetta er
fyrsta sumarið sem við reynum
þetta og við erum ánægð með
árangurinn. Stóraversalir eru við
brúna yfir Kvíslárvcitur í svört-
um sandinum. Þetta er um það bil
60 km fyrir innan Sigöldu og
stendur í 610 m hæð yfir sjó. Við
fengum 200 ferm. íbúðarskála frá
Sigöldu og gctum boðið upp á 20
manna svefnpokapláss og vciting-
asal fyrir 70-80 manns. Þá getum
við hýst 40 hross og erum með
heysölu,“ sagði Jórunn Eggerts-
dóttir.
Að kaffisölunni standa þau
hjónin Sveinn Tyrfingsson og
Jórunn Eggertsdóttir í Lækjar-
túni í Ásahreppi í Rangárvall-
sýslu. Mörgum ferðamanninum
um Sprengisandsleið þykir nú
ljúft að geta fengið sér kaffisopa
og nýbakaðar kökur inn á miðju
hálendi íslands.
Að sögn Ingu Bjarkar Ólafs-
dóttur, starfsmanns í Stóraver-
sölum hefur allt gengið mjög vel
síðustu daga og flestir farnir að
stoppa í kaffi sem leið eiga um
Sprengisand. „Við erum hérna
tveir starfsmenn og fáum allt upp
í 9 rútur á dag fyrir utan alla hina
sem eru á ferðinni. Við bjóðum
fólki kaffi og kökur frá Guðna
bakaríi á Selfossi og hraðsoðna
matarrétti og gosdrykki. Veðrið
er búið að vera hlýtt og gott en við
höfum lengi saknað sólarinnar.
Kannski er þetta bara álagablett-
ur því við höfum séð hana allt í
kringum okkur. Útsýnið er alveg
dámsamlegt. Við sjáum til Kerl-
ingarfjalla, Hofsjökuls og í
kambinn á Vatnajökli," sagði
Inga Björk.
-GíS
Benzín- og olíustöð
ESSO, OLÍS, SHELL
við Aðalgötu, Stykkishólmi
Sími 93-81254 og 93-81286
ALHLIÐA
FERDAMANNA\ ERZLUN
SALA Á BENZÍNI OG OLÍUM
ALLSKONARFERÐAVÖRUR
HAMBORGARAR OG
V.MSIR SMÁRÉTTIR.
ÖL, SÆLGÆTI, ÍS,
HEITAR PYLSUR OG FL.
® Shell
FERDAMENN!
VERIÐ VELKOMNIR
Herjólfur í Vestmannaeyjahöfn: Skipið hefur mikilvægu hlutverki að gegna
fyrir Eyjamenn. Á næstu árum stendur til að gera stórátak í ferjuáætlunum
hjá okkur íslendingum. Mynd: eik.
Vestmannaeyjar
Fleiri fara
með Herjólfi
í sumar hefur verið reynt að
sveigja áætlun Herjólfs sem best
að flutningaþörfinni á hverjum
tíma, enda hefur flutningur með
skipunu aukist verulega. Aukn-
ing í farþegaflutningum er um
12% frá í fyrra og um 19%
aukning í vöruflutningum.
Nú fer skipið tvær ferðir á
fimmtudögum, föstudögum og
sunnudögum. Þessar ferðir hafa
mælst vel fyrir og verður tekið
mið af því við gerð sumaráætlun-
ar fyrir næsta ár.
Flutningsgjöld með skipinu
lækkuðu verulega í vetur og þá
mest fyrir stórflutninga með
sendibílum. Þessi nýbreytni hef-
ur mælst vel fyrir í Eyjum og
komið m.a. fram í lægra vöru-
verði.
Þjóðhátíðaráætlun Herjólfs er
í aðalatriðum þannijg að skipið
gengur viðstöðulaust frá kl. 7:30
á fimmtudagsmorgni og fram yfir
miðnætti aðfaranætur laugar-
dags. Eru þarna farnar 5 ferðir í
beit. Síðan aftur frá kl. 6 að
morgni mánudags fram á kvöld
þriðjudagsins 4. ágúst, einnig 5
ferðir. Alls mun því skipið fara 16
ferðir á 8 dögum í kringum þjóð-
hátíðina.
-GíS
12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN