Þjóðviljinn - 28.07.1987, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 28.07.1987, Blaðsíða 17
FERÐABLAÐ r Ferðaþjónustan Ur Sölutuminum í Ingólfsstræti Nýupplýsinga- miðstöð. Að rekstrinum standa Ferðamálaráð íslands, Ferðamála- samtök lands- byggðarinnarog ferðamálanefnd Reykjavíkur Eins og Reykvíkingar a.m.k. vita hefur gamli Söluturninn hans Sveins heitins Gunnars- sonar frá Mælifellsá staðið niðri á Lækjartorgi nú um sinn og gegnt því hlutverki, að hýsa upplýsingaþjónustu fyrir ferðafólk. Aðstaða öil í turnin- um og við hann var hinsvegar með þeim hætti, að ógerningur mátti heita að veita ferða- mönnum þá þjónustu, sem brýna nauðsyn bar þó til. Það má því vera fagnaðarefni að hinn 8. júlí s.l. var opnuð ný upplýsingamiðstöð fyrir ferða- fólk í ákaflega vistlegum og rúm- góðum húsakynnum að Ingólfs- stræti 5. Þeir aðilar sem starfa að ferðamálum, sýndu þessu máii þegar mikinn áhuga, og mörg hin helstu þeirra lögðu fram fjármuni til þess að koma miðstöðinni á fót. Hún er hinsvegar rekin af Ferðamálaráði íslands, Ferð- amálasamtökum landsbyggðar- innar og ferðamálanefnd Reykja- víkurborgar. Megin verkefni miðstöðvar- innar í Ingólfsstræti verður það, að veita almennar upplýsingar um ferðalög og ferðamöguleika á íslandi, m.a. með því að dreifa bæklingum, þar sem margháttað- ar leiðbeiningar og fróðleik er að finna. Þá hefur og verið komið á myndbandasýningum. Einnig er að því stefnt, að stofna tölvu- væddan upplýsingabanka, þar sem fræðast má um sem flest það, sem snertir ferðaþjónustuna inn- anlands, og verður unnið að því í vetur. Fyrirhugað er og að þarna geti farið fram ýmiss konar kynn- ingar, enda sýnist húsnæðið með Nýtt húsnæði fyrir ferðamenn. Hin nýja Upplýsingamiðstöð er til húsa að Ingólfsstræti 5 í Reykjavík. Mynd: Ari. þeim hætti, að það ætti að vera auðvelt. Búnaðarbankinn rekur þarna afgreiðslu til að greiða fyrir gjaldeyrisskiptum. Frímerki koma til með að verða til sölu og einnig verður veittur aðgangur að almenningssíma. Er þannig að því stefnt að ferðamenn geti feng- ið sem mesta og fjölþættasta þjónustu á einum stað, í stað þess að þurfa að snúa sér til þess í ýms- ar áttir. Enn má nefna að skrif- stofan tekur að sér að panta þjón- ustu og gistirými fýrir ferða- menn, gegn greiðslu staðfesting- argjalds. Hinsvegar er Upplýs- ingamiðstöðin engin sölubúð. Þar eru ekki seld kort, minjagrip- ir né ferðir, enda er slíkt utan starfssviðs hennar. Á það skal sérstaklega bent, að Upplýsingamiðstöðin veitir öllum þeim þjónustu. sem um ís- land ferðast, jafnt Islendingum sem erlendum gestum. Þótt nokkuð hafi verið liðið á hinn hefðbundna ferðamanna- tíma þegar Upplýsingamiðstöðin tók til starfa, hafa þar þó verið linnulausar annir. Er því augljóst, að hér var bætt úr brýnni þörf. Upplýsingamiðstöðin mun starfa árið um kring. Og til að byrja með a.m.k. er hún opin alla daga vikunnar frá kl. 8 að morgni til kl. 20 að kvöldi, - og virðist ekki veita af. Síminn er 623045. Forstöðumaður er Áslaug Al- freðsdóttir og starfsmenn yfir sumarmánuðina eru fjórir. Það er ekki löng leið frá Sölu- turninum á Lækjartorgi og upp í Ingólfsstræti. En það er breitt bil- ið milli aðstöðunnar, sem þar er búið við og þeirra möguleika til margháttaðrar og góðrar þjón- ustu, sem hið nýja húsnæði veitir. Og það er ánægjulegt, að þarna hafa lagst á eina ár þeir aðilar, sem mikils má af vænta í þeirri þýðingarmiklu og vaxandi at- vinnugrein, sem ferðamálin eru. „Það er von þeirra, sem að Upplýsingamiðstöðinni standa, að hún eigi eftir að þjóna þeim vel, sem ferðast um lsland og að hún fái tækifæri til að þróast í al- hliða upplýsingamiðstöð, þar sem flestir eiga erindi," sagði Ás- laug Alfreðsdóttir, forstöðumað- ur. Undir þau orð skal tekið. - mhg Mest seldu bíltækin á íslandi Einstök tæki Einstakt verð í ALLA BÍLA VERÐ AÐEINS KR. 11.890,- ON/OFFA/OL AUDÍOUNE AUTO-REVERSE Al}TO-SCAN -38 A‘ÆMORY TUNiNG MAX DOWN i’HASE I.OCK LOOi’ OUARTZ-LIQUiD CRYSTAL OiSPLAY Aðrir útsölu- staðir: Öll kaupfélög og stærri versl- anir í landinu auk Esso oliu- stöðvanna. LW-MW-FM Stereo-sjálfvirk stöðvaleitun og minni á 18 stöðvar-Digital klukka-nætur- lýsing-hraðspólun áfram/afturábak á kassettu auk síspilunar báðum megin ofl. ofl. 50 Watt SJÓNVARPSMIÐSTÖÐIN HF. Síðumúla 2 - Símar: 39090 og 689090

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.